Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is HAMMERSHOI JÓLAKÚLA 3.490 Jólavörurnar frá KÄHLER komnar í verslanir okkar HAMMERSHOI SKÁL Á FÆTI frá 9.290,- HAMMERSHOI DISKUR frá 5.190,- HAMMERSHOI KRÚS 4.590,- HAMMERSHOI vasi 10,5 cm – 4.690,- 13 cm – 6.990,- VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég tel að einvígi sem þetta verði aldrei end- urtekið,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, en bók hans „Einvígi allra tíma“ kom út á dögunum. Þar skrifar hann um reynslu sína af heimsmeistaraeinvígi Bobbys Fischers og Boris Spasskís, sem fram fór hér á Íslandi árið 1972, en það hef- ur jafnan gengið undir nafn- inu „einvígi aldarinnar“. Guðmundur var þá forseti Skáksambands Íslands, og upplifði því frá fyrstu hendi allt það er gekk á í einvíginu. Guðmundur lenti raunar fyrir tilviljun í þeirri stöðu að vera fulltrúi Ís- lands, þegar hugmyndin um heimsmeistara- einvígið kom upp. „Það hringdi í mig blaðamað- ur frá Morgunblaðinu í maí 1969, og sagði hann að þeir vildu fá að vita áform mín með Skák- samband Íslands. Ég sagði við hann að það kæmi mér ekkert við, ég er ekkert með það,“ segir Guðmundur, sem fékk þá að heyra að hann hefði nú víst verið kjörinn forseti sam- bandsins um helgina, á fundi sem hann var ekki viðstaddur. Sagði Guðmundur blaðamanninum eftir nokkurt karp að hann hefði hringt í rang- an mann. „En svo runnu tvær grímur á mig, svo ég hringdi í bróður minn, Jóhann Þóri Jónsson, sem var útgefandi tímaritsins Skák, og spurði hann hvað hefði gerst,“ segir Guðmundur. Þá kom upp úr dúrnum að aðalfundurinn hefði sprungið í loft upp og Guðmundur Arason, for- seti sambandsins og hnefaleikakappi, hefði sagt af sér. Jóhann Þórir hafði þá ákveðið að bjóða bróður sinn fram til forseta til þess að lægja öldurnar. Guðmundur segist ekki hafa verið kátur með þetta uppátæki bróður síns, enda var hann með margt í gangi, en hafi látið tilleið- ast með það að markmiði að gera sem minnst og láta svo af embætti eftir tvö ár. Tilboði óvænt tekið Örlögin höguðu því þó á annan veg. „Þegar ég ætla að fara að hætta, kemur bréf frá al- þjóðaskáksambandinu FIDE, og þá er Max Euwe, fyrrverandi heimsmeistari og forseti FIDE, að biðja aðildarlöndin að gera tilboð í að halda heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spass- kís,“ segir Guðmundur sem segir að þá hafi ýmsir íslenskir skákáhugamenn lagt að honum að bjóða í einvígið. Guðmundur segir að sér hafi þótt það afleit hugmynd, enda hafi Íslendingar á þeim tíma engin ráð haft til þess að keppa við stórþjóðir um viðburði af þessu tagi. Hann ákvað þó að útbúa tilboð ásamt Freysteini Þor- bergssyni og Guðmundi Einarssyni, sem Frey- steinn flaug svo út með á fund FIDE í skyndi, þar sem tímafresturinn til að skila tilboðinu var nánast á enda. Íslenska tilboðið reyndist hið þriðja besta, og taldi Guðmundur það vera endapunkt málsins. „En þá gerðist það sem ég sá ekki fyrir, sem var að Spasskí, ríkjandi heimsmeistari, og Rússarnir sögðust bara vilja tefla á Íslandi,“ segir Guðmundur. Fischer vildi hins vegar bara tefla í Júgóslavíu, þar sem þeir buðu hæstu verðlaunin. Þá hefði Euwe skorist í leikinn og ákveðið að mótið yrði haldið til skiptis í báðum löndum. Við tóku langar og flóknar samninga- viðræður milli Íslands, Júgóslavíu, FIDE og svo risaveldanna tveggja. Eitt af því sem stóð í veginum var Bobby Fischer sjálfur, en Júgóslavar vildu fá trygg- ingu fyrir því að hann myndi mæta í einvígið, en Bandaríkjamenn reyndust ófúsir til þess. „Þá stóðu Júgóslavarnir upp og sögðu bara að þeir væru hættir, þetta væri tómt rugl og það yrði ekkert af einvíginu.“ Eftir nokkrar tilraunir Euwe til þess að fá aðrar þjóðir til þess að taka að sér hlut Júgóslava varð niðurstaðan sú að einvígið færi allt fram á Íslandi. „Ég var nú svo bláeygður og auðtrúa að ég sagði við mína menn að það gæti ekki verið svo mikið mál að halda eitt skákeinvígi,“ segir Guð- mundur. Annað kom á daginn, þar sem auk þess að skipuleggja mótið sjálft þurfti að semja um alls kyns hluti, nánast frá degi til dags, og ekki minnkaði það eftir að einvígið sjálft var hafið í Reykjavík. Skák í skugga kalda stríðsins Það var ekki til að draga úr áhuganum á ein- víginu að þar áttust við fulltrúar risaveldanna tveggja í kalda stríðinu, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, sem höfðu skipt heiminum á milli sín, bæði landfræðilega og hugmyndafræðilega, en nálgun þeirra til skáklistarinnar var mjög frábrugðin. „Sovétmenn höfðu gert skákina að þjóðaríþrótt,“ segir Guðmundur og bendir á að einungis Sovétmenn höfðu getað teflt um heimsmeistaratignina frá 1948. „Þeir sögðu að þessi velgengni sýndi yfirburði kommúnistíska kerfisins, og það gat enginn komist nálægt Sov- étmönnum í skák.“ Á sama tíma hefðu Bandaríkjamenn aldrei sýnt neinn almennan áhuga á skák, þó að þeir ættu sterka stórmeistara eins og Reshevsky. „En svo kemur þessi eini maður fram á sjón- arsviðið og þá myndast þetta andrúmsloft, ein- staklingurinn Fischer gegn sovéska kerfinu,“ segir Guðmundur og bætir við að menn hafi einnig horft á hversu ólíkir hann og Spasskí voru að skapgerð. Guðmundur segir hins vegar að þeir hafi ver- ið líkari en menn héldu. „Þeir voru báðir aldir upp af einstæðri móður, og mæður þeirra voru svo fátækar að þær þurftu báðar að leita til vina og aðstandenda til þess að kaupa mat,“ segir Guðmundur. Skákin varð hins vegar að vegabréfi beggja út úr fátækt, þar sem Spasskí var tekinn upp á arma sovéska skákskólans og hampað af hon- um, en undrahæfileikar Fischers gerðu hann að stórmeistara einungis 15 ára gamlan, sem var á þeim tíma met. Einkennilegur eftirleikur Einvígið hófst í júlí 1972 og lauk í september með sigri Fischers með tólf og hálfum vinningi gegn átta og hálfum vinningi Spasskís, en á bak við tjöldin var allt á suðupunkti og ýmis mál sem þurfti að greiða úr og oftar en ekki lenti það á herðum Guðmundar. Hann segir að þegar allt var yfirstaðið hafi hann og félagar sínir í Skáksambandi Íslands verið fegnir að hafa komist í gegnum þessa þolraun, en bætir við að eftirleikur einvígisins hafi ekki síður verið ein- kennilegur. „Báðir þessir menn verða landflótta. Þegar Spasskí kemur heim, þá er hann orðinn að manninum sem hafði tapað heimsmeistaratign- inni frá Sovétmönnum. Hann er lækkaður í launum og fær ekki að tefla erlendis næstu tvö- þrjú árin, jafnvel þó Spasskí sýni á innanlands- mótum hvað hann er ennþá öflugur skákmað- ur,“ segir Guðmundur, en Spasskí endaði á því að flytja til Frakklands og gerðist franskur þegn árið 1978. Saga Fischers er ekki síður harmræn, en hann verður landflótta eftir að hann og Spasskí tefldu á ný í Júgóslavíu árið 1992, en það var í trássi við viðskiptabann Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld brugðust hart við, gáfu út handtökuskipun á hendur honum og hundeltu eftir það. „Hann á tvo ættingja, móður sína og systur, þær deyja báðar og hann kemst ekki til að vera við jarðarfarirnar. Hann er hundeltur og hrakinn út í eyðimörkina, sviptur sínu föður- landi,“ segir Guðmundur. Á endanum var Fischer handtekinn í Japan árið 2004, og stóð til að framselja hann til Bandaríkjanna, þegar íslensk stjórnvöld skár- ust í leikinn og veittu honum íslenskan ríkis- borgararétt. „Raunveruleikinn hefur ekki burði til þess að skapa svona aðstæður aftur,“ segir Guðmundur að lokum. „Það sem þarna fór fram yrði ekki einu sinni talið marktækt í skáldsögu, þetta er svo sérstakt mál,“ segir Guðmundur. „Og því skrifaði ég þessa bók, það var eiginlega skylda mín gagnvart skákinni, svo að þessi saga myndi ekki gleymast.“ Einvígi sem aldrei verður jafnað  Guðmundur G. Þórarinsson hefur ritað nýja bók um einvígi Fischers og Spasskís  Varð forseti skáksambandsins að sér forspurðum  Eftirleikur einvígisins ekki síður merkilegur en einvígið sjálft Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Einvígi aldarinnar Það gekk á ýmsu á bak við tjöldin í einvígi þeirra Fischers (t.h.) og Spasskís. Guðmundur G. Þórarinsson Thorvaldsensfélagið hefur frá árinu 1913 gefið út jólamerki sem hafa verið sett á bréf eða pakka fyrirtækja og einstaklinga. Allur ágóði af sölu merkjanna hefur ávallt runnið óskertur til líkn- armála. Jólamerkið í ár prýðir mynd eftir listakonuna Sigrúnu Eldjárn og ber nafnið Ömmujól. Samkvæmt upplýsingum frá Thorvaldsensfélaginu stóð það á síðasta ári fyrir kaupum á 15 raf- knúnum nýburavöggum sem gefn- ar voru kvennadeild Landspít- alans. Vöggurnar auðvelda mæðrum eftir barnsburð að sinna barni sínu og gera þeim auðveld- ara að taka barnið í fang sér og gera alla umönnun barnanna létt- ari. „Önnur verkefni okkar á síðasta ári voru að styðja við börn sem misst höfðu foreldri eða náið ætt- menni. Eins var stutt við börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður bæði fjárhagslegar, félagslegar og and- legar. Verkefni Thorvaldsens- félagsins hafa ávallt verið mjög fjölbreytt og snúið að heilsuvernd, velferð og umönnun barna,“ segir Dröfn H. Farestveit, formaður Barnauppeldissjóðs Thorvaldsens- félagsins. Hún bætir við að á þessu Covid-ári verði verkefni félagsins sem aldrei fyrr svar við knýjandi þörf margra barna fyrir aðstoð, svo létta megi þeim lífið og vekja með þeim von um betri tíma. Auk þess að kaupa Jólamerkið er einnig hægt að styrkja félagið með beinum framlögum á banka- reikning nr. 0301-13-087122, kt. 650269-6839. Verð einnar arkar af Jólamerk- inu, sem telur 12 jólamerki, kostar 400 krónur. Jólamerki Sigrún Eldjárn hannaði. Thorvaldsensfélagið með Ömmujól í ár  Jólamerkið 2020 komið í sölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.