Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Til stendur að gera breytingar á húsinu Pósthússtræti 2, sem í dag- legu tali hefur verið nefnt Eimskipa- félagshúsið. Húsið er friðað og allar breytingar á friðuðum húsum þurfa samþykki þar til bærra yfirvalda. Pósthússtræti 2 er steinsteypu- hús reist árið 1919. Hönnuður var Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, og þykir húsið eitt af mörgum meistaraverkum hans. Húsið var stækkað til vesturs árið 1979 í samræmi við frumteikn- ingar Guðjóns. Hönnuður var Hall- dór H. Jónsson arkitekt. Mennta- málaráðherra friðaði húsið árið 1991. Eimskipafélag Íslands reisti húsið fyrir skrifstofur félagsins. Ár- ið 2004 var það selt og í framhaldinu var því breytt í hótel sem fékk nafn- ið Radisson Blu 1919. Teiknistofan Tröð sækir um leyfi fyrir breytingum á húsinu fyrir hönd eigandans LF2 ehf. (Eik fast- eignafélag). Erindið hefur verið til umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg og var samþykkt á fundi byggingarfull- trúa sl. þriðjudag. Samkvæmt um- sókninni stendur til að gera breyt- ingar á 1. hæð Pósthússtrætis 2 og hluta Hafnarstrætis 9-11 ásamt minniháttar breytingum á kjallara Pósthússtrætis 2. Aðalinngangur hótelsins verður eftir breytingarnar frá Hafnarstræti en aðalinngangur veitingastaðar frá Pósthússtræti. Við suðaustur- og norðaustur- horn hússins mótar fyrir dyrum sem hefur verið lokað með fyllingu. Þess- ar dyrafyllingar verða fjarlægðar og í þeirra stað verða settir gluggar í sama stíl og aðliggjandi gluggar. Þannig verður fyrra útlit endurvakið og birta innanhúss aukin. Í umsögn Rebekku Guðmunds- dóttur borgarhönnuðar er þessum breytingum fagnað sérstaklega. „Á þetta eftir að gera fallegt hús enn fallegra og breyta ásýnd þess til hins betra,“ segir borgarhönnuður. Nýtt utanáliggjandi gler- skyggni mun marka aðilinngang veitingastaðar að Pósthússtræti. Öll skilti utanhúss, fyrir utan skilti efst á gafli, verða fjarlægð og ný sett upp í staðinn. Þau verða baklýst með LRD-ljósum. Minjastofnun Íslands hefur lagt blessun sína yfir þessar breytingar en tiltekur að hafa þurfi samráð við stofnunina um útfærslur breytinga á yrta borði. Erindið var tekið fyrir á fundi Húsfriðunarnefndar og fært var til bókar að nefndin gerði ekki athugasemdir við erindið. Hluti fundarmanna lét hins vegar í ljósi efasemdir um nauðsyn þess að reisa glerskyggni yfir fyrrverandi aðal- inngang hússins, jafnvel þótt um aft- urkræfa breytingu sé að ræða. Breytingar gerðar á meistaraverki Guðjóns Ljósmynd/Magnús Ólafsson Eimskipafélagshúsið Mynd frá síðustu öld. Fremst má sjá hina frægu Steinbryggju sem hvarf undir landfyllingu 1940.  Fallegt hús Eimskipafélagsins verður „enn fallegra“ Breytt hlutverk Radisson Blu 1919 hótel hefur verið í húsinu síðustu ár. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til í borgarráði að um- hverfis- og skipulagssviði verði falið að ráðast í greiningarvinnu á fyrir- sjáanlega auknu magni skrifstofu- húsnæðis í miðborginni næstu árin. „Hér mætti nefna þær þúsundir skrifstofufermetra sem standa munu auðar þegar Landsbankinn flytur starfsemi sína í nýjar höfuð- stöðvar að Austurbakka,“ segir í til- lögunni. Jafnframt er lagt til að í kjölfar greiningarvinnu verði sviðinu falið að útfæra tillögur að sveigjanlegum lausnum er varða nýtingarmögu- leika þeirra eigna sem um ræðir. Þannig verði kannaðir möguleikar á breyttri notkun mannvirkjanna, t.d. hvernig þeim megi breyta í íbúðar- húsnæði, gististaði, veitingahús eða skólabyggingar, svo eitthvað sé nefnt. Tillögurnar verði unnar í samstarfi við hlutaðeigandi fast- eignaeigendur og verði að endingu bornar undir borgarráð. sisi@mbl.is Skoðað verði hvort breyta megi skrif- stofum í íbúðir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur hafnað hugmynd starfshóps um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flat- eyri um að finna varðskipinu Ægi stað við höfnina. Hafnarstjórn telur plássið of takmarkað og bendir á að höfnin sé óvarin fyrir snjóflóðum. Snjóflóðasafn þar yrði því á hættu- svæði vegna snjóflóða. Málið er þó enn í athugun. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir sem komi til greina. Hann segir afstöðu hafnarstjórnar skiljanlega, hún markist af því að höfnin sé á snjóflóðahættusvæði og þar sé ýmis önnur starfsemi. „Við erum áfram í samtali við þessa aðila um það hvort einhverjar aðrar leiðir eru færar,“ segir Birg- ir. Von á tillögum um varnir Ísafjarðarbær á von á því að fá kynningu frá Ofanflóðasjóði og Veð- urstofunni á næstu dögum. Þá verð- ur væntanlega upplýst um tillögur um nýjar varnir á Flateyri og hve- nær hægt verður að ráðast í fram- kvæmdir. Birgir vonast til að hægt verði að framkvæma á næsta ári. Í ljós kom í snjóflóðum sem féllu á Flateyri síðastliðinn vetur að snjóflóðagarðarnir verja ekki byggðina að fullu. Þá er höfnin óvarin og vegurinn til Flateyrar sömuleiðis. Nefnir Birgir að það samrýmist illa útgerð og aukinni atvinnustarf- semi, meðal annars vegna fiskeldis, að geta ekki komið frá sér afurðum og eiga trygga höfn. Þess vegna sé lögð áhersla á að unnið verði sam- hliða að því að verja byggðina, höfnina og veginn. Efnt verður til íbúafundar, vænt- anlega rafræns, þar sem tillögur Ofanflóðasjóðs og Veðurstofu verða kynntar. Þá verður einnig kynnt rýmingaráætlun vegna snjóflóða sem notuð verður í vetur ef þörf verður á. Snjóflóðasafn verði ekki á óvörðu svæði  Nýjar varnir á Flateyri undirbúnar Varðskip Ægir var notaður við björgunaraðgerðir vegna snjóflóða. Kirkjumálasjóður hefur selt fast- eignina við Laugavegi 31, sem hýst hefur starfsemi þjóðkirkjunnar og Biskupsstofu í tæpa þrjá áratugi. Í tilkynningu frá Fyrirtækjasölunni Suðurveri er ekki upplýst um kaup- andann, annað en að það sé fjöl- skyldufyrirtæki. „Nýir eigendur segjast sjá tæki- færi í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast koma á fjölbreyttri starf- semi í húsinu,“ segir í tilkynning- unni. Húsið, sem Marteinn Ein- arsson byggði á árunum 1928-1930, er á horni Laugavegar og Vatns- stígs. Kaupandinn hyggst færa húsið meira til upprunalegs útlits auk þess sem innra skipulagi verður breytt til að mæta þörfum væntanlegra rekstraraðila hússins. Á eftir hæð- um verði skrifstofurými en á jarð- hæð og 2. hæð verð rými fyrir versl- un, viðburði og þjónustu. Kirkjuhúsið í hendur nýrra eigenda  Færa húsið til upprunalegs horfs Morgunblaðið/Eggert Kirkjuhúsið Biskupsstofa hefur nú selt húsið nýjum eigendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.