Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Barna kuldaskór
Verð: 16.995.-
Vnr. 2A-20027
Herra kuldaskór
Verð: 24.995.-
Vnr. 2A-53642
KULDASKÓR
ÖRUGGARI Í HÁLKUNNI
Dömu kuldaskór
Verð: 22.995.-
Vnr. 2A-550360
Dömu kuldaskór
Verð: 22.995.-
Vnr. 2A-416
kuldaskórnir
eru með innbyggðum
smellu mannbroddum
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND
VIÐTAL
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Í Borgarnesi hafa mæðgurnar Andr-
ea Maria Sosa Salinas og Silvia Di-
nora Salinas Martinez nýlega stofn-
að fyrirtæki utan um sultugerð úr
grænum tómötum.
„Ég segi að Oliviás Gourmet hafi
byrjað með mikilli blessun, en án
þess að vera sérstaklega að leita eft-
ir því fengum við tækifærið upp í
hendurnar. Ég hafði látið í ljós löng-
un til að komast yfir græna tómata
til sósugerðar sem ég vildi blanda
með latín-salvadoríska kryddinu
okkar. Þessi ósk náði eyrum góðra
garðyrkjubænda og við fengum tals-
vert magn af tómötum eða um 30
kíló með því skilyrði að við próf-
uðum eitthvað sniðugt í matargerð.
Fyrst fórum við að þróa sósu en svo
fengum við enn fleiri tómata og þá
fórum við að hugsa um hvað við
gætum gert, hvernig við gætum
nýtt þetta ágæta hráefni,“ segir
Andrea sem hefur orð fyrir þeim
mæðgum.
Prófuðu sig áfram
,,Þá datt okkur í hug að prófa
sultugerð og sjóða niður tómata og
útkoman varð afar ánægjuleg,
bragðlaukarnir tóku við sér, því
þetta er ferskt á bragðið, nýstárlegt
og framleitt úr hágæða hráefni.“
Þær prófuðu sig áfram í vöruþró-
un þangað til þær komust niður á
lokaafurðirnar sem eru þrjár teg-
undir af tómatsultu, ein með myntu,
önnur með appelsínu og sú þriðja
með chili. Framleiðslan fer fram í
eldhúsi Matarsmiðju Vesturlands,
sem þeim finnst stórkostlegt að
skuli vera til staðar.
Garðyrkjubúið sem tómatarnir
eru ræktaðir á hefur yfir 80 ára
reynslu í tómataræktun, og hráefnið
mjög gott, segir Andrea. Önnur
innihaldsefni kaupa þær í verslunum
hér og leggja áherslu á að finna það
besta og ferskasta, enda eru vörurn-
ar alveg án rotvarnarefna. Þær
mæðgur hjálpast að við framleiðsl-
una, markaðssetningu og viðskiptin
en hafa fengið ómetanlega aðstoð
frá tveimur kærum vinkonum. Þær
eru Signý Óskarsdóttir, sem hjálp-
aði þeim að teikna upp viðskipta-
hugmyndina og ýmis praktísk atriði,
og Monica Gomez, sem sá um graf-
íska hönnun og netbirtingu. Þær
auglýsa á samfélagsmiðlum og
heimasíða er í vinnslu.
„Allt hefur gengið vel, en eina
vandamálið er geymsla á hráefni, þá
á ég við hvar við eigum að geyma
tómatana áður en við notum þá,“
segir Andrea og hlær.
„Það má segja að reynsla okkar
af því að byrja þessa vegferð hafi
verið mjög adrenalín-aukandi. Mað-
ur myndi kannski ekki halda að það
væri mjög erfitt að hanna þessa
vöru, en trúðu mér þetta hefur verið
strembið,“ segir Andrea, „og bættu
svo daglegu lífi við og það að vera
móðir með lítið barn. En við höfum
samt notið þessarar vinnu og tökum
stoltar áfram þau skref sem þarf.“
Núna eru vörurnar á kynning-
arverði og þær selja tvær krukkur
saman á 950 kr. Hægt er að panta
hjá hjá þeim á Facebook https://
www.facebook.com/oliviasgour-
met310. Þær eru einnig á Instagram
á slóðinni @oliviasgourmet310.
„Við viljum að vörurnar verði
þekktar og viðurkenndar sem ný-
stárlegar vörur á íslenskum markaði
og við stefnum mögulega á að fram-
leiða fleiri matvörur síðar.“
Það má segja að vörurnar séu
sameining tveggja matar-menning-
arheima, íslenskt hráefni með latín-
salvadorísku bragði. Þess má geta
að nafnið á vörunum „Olivia‘s gour-
met“ er innblásið af nafni dóttur
Andreu sem er heitir Olivia og er
bráðum sjö mánaða.
Láta nýja drauma rætast
Mæðgurnar, sem koma upp-
runalega frá El Salvador, fluttu til
Íslands árið 2016 og síðan hefur fjöl-
skyldan stækkað. Andrea giftist Ey-
þóri manni sínum sumarið 2019 og
þeim fæddist dóttirin Olivia sl. vor.
„Ísland er landið okkar núna, hér
hefur verið vel tekið á móti okkur
með ást og góðvild sem hefur gert
okkur kleift að eignast nýtt líf og
láta nýja drauma rætast.“
Fengu tækifærið upp í hendurnar
Frumkvöðlar að störfum í Borgarnesi Mæðgur frá El Salvador framleiða sultur úr grænum
tómötum „Ísland er landið okkar núna“ Með aðstöðu í eldhúsi Matarsmiðju Vesturlands
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Mægður Andrea Maria Sosa Salinas ásamt móður sinni, Silvíu Dinora, og
sjö mánaða dóttur, Oliviu, sem vörulínan er nefnd eftir, Olivia’s Gourmet.
Sultur Svona líta krukkurnar út sem þær mæðgur í Borgarnesi framleiða.
Hráefni Tómatar sem notaðir eru í
sulturnar frá þeim mæðgum.
Fyrsta íbúðarhúsið sem byggt
hefur verið á Fáskrúðsfirði frá
því fyrir bankahrun er að rísa.
Raunar hafa tveir grunnar verið
teknir við sömu götuna frá því í
sumar.
„Konan mín er fædd hér og
uppalin og starfar sem aðstoðar-
skólastjóri. Ég er úr Reykjavík.
Við bjuggum hér í nokkur ár og
eigum tvo drengi. Meirihluti fjöl-
skyldunnar réð því að hér mun-
um við búa, í kyrrðinni. Það eru
allt önnur skilyrði að búa hér en í
Reykjavík, við fjallið og sjóinn,“
segir Róbert Óskar Sigurvalda-
son framkvæmdastjóri sem er að
byggja einbýlishús við Stekkholt
ásamt konu sinni, Önnu Marín
Þórarinsdóttur. Hann segir að fá
ný hús hafi verið til sölu og þá
hafi þurft að byggja.
Róbert rekur fyrirtæki sem er í
fjárfestingum í Reykjavík og seg-
ist geta unnið að hluta til fyrir
austan en tekið líka skorpur í
vinnunni í Reykjavík. „Ég er mik-
ill Reykvíkingur en eftir að hafa
verið fastagestur hér í fimmtán
ár, frá því við Anna byrjuðum
saman, sé ég hvað færist mikil ró
yfir þegar maður kemur á firð-
ina. Þar er ekki sama stressið, í
raun annar þankagangur,“ segir
Róbert.
helgi@mbl.is
Meirihlutinn ræður búsetu
Fyrstu íbúðarhúsin frá því fyrir bankahrun eru að rísa á
Fáskrúðsfirði „Færist ró yfir þegar komið er á firðina“
Morgunblaðið/Albert Kemp
Sökklar steyptir Karl Georg Kjartansson, Róbert Sigurvaldason og Grétar
Geirsson í grunni einbýlishúss sem verið er að byggja fyrir Róbert.