Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 32
Nýliðun loðnu og heildarloðnuafl i frá 1980
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
200
175
150
125
100
75
50
25
0
8 g
6 g
4 g
2 g
Júní-september Október-desember
Janúar-mars
'80 '84 '88 '92 '96 '00 '04 '08 '12 '16 '20
1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020
'80 '85 '90 '95 '00 '05 '10 '15
Vísitala ungfi sks 1980-2020
Meðalþyngd 1 árs loðnu að hausti 1979-2020 (grömm)
Heildarloðnuafl i
Milljarðar fi ska Þús. tonn
Engar loðnuveið-
ar 2019 og 2020
og skv. ráðgjöf
ekki í vetur, 2021
2020: Hæsta vísitala
ungfi sks síðan 1995
Hæsta vísitala
síðan 2010
Heimild: Hafrannsóknastofnun
Meðaltal
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Væntingar eru um góða loðnuvertíð
veturinn 2022 og eru þær vonir
byggðar á mælingum á ungloðnu
núna í september, en hún myndar
hrygningar- og veiðistofn á vertíð-
inni sem hefst eftir rúmt ár. Hversu
stór vertíðin
verður leiðir tím-
inn í ljós, en af-
rán, fæða og
umhverfisskilyrði
í hafinu ráða
miklu um hvernig
þessum árgangi
loðnunnar reiðir
af og hversu
sterkur hann
verður þegar
hann kemur til
hrygningar í febrúar og mars 2022.
Á heimasíðu Hafrannsóknastofn-
unar er að finna grein um stofnmat
þar sem segir að ekkert upphafs-
aflamark sé sett ef vísitalan er lægri
en 50. Aflamarkið vaxi síðan línulega
þar til vísitalan sé 127, en þá sé sett
þak á upphafsaflamarkið, 400 þús-
und tonn. Alþjóðahafrannsóknaráðið
gefur út ráðgjöf um upphafs-
aflamark 30. nóvember.
Um og yfir milljón tonn
Í leiðangrinum í haust mældust
um 146 milljarðar einstaklingar,
vísitala 146, eða 734 þúsund tonn af
ókynþroska loðnu. Samkvæmt því
ætti upphafsaflamark vertíðarinnar
2022 að verða 400 þúsund tonn. Það
verður síðan endurskoðað næsta
haust og aftur í ársbyrjun 2022 og
gæti ráðgjöfin hækkað eða lækkað
eins og dæmin sýna. Í fyrrahaust
mældust tæplega 83 milljarðar af
ungloðnu eða 608 þúsund tonn af
ókynþroska loðnu en samkvæmt
aflareglu þarf yfir 50 milljarða til að
mælt sé með upphafsaflamarki.
Fyrir 20-30 árum þegar vísitala
ungloðnu var í kringum 100 veiddust
iðulega um og yfir milljón tonn á
næsta fiskveiðiári á eftir. Í fyrra-
haust var vísitalan 82.6 og gefið var
út upphafsaflamark upp á 170 þús-
und tonn, sem nú hefur verið dregið
til baka.
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur
á Hafrannsóknastofnun, viðurkennir
að nokkur bjartsýni ríki í kjölfar
mælinganna á ungloðnu í haust og
að upphafsaflamark fyrir 2021/2022
gæti orðið eins og hér hefur verið
lýst. Sú ráðgjöf er nú í vinnslu og
verður yfirfarin af Alþjóðahafrann-
sóknaráðinu. Hann leggur þó
áherslu á að langt sé til þessarar
vertíðar og fróðlegt verði að sjá hvað
mælist í næsta haustleiðangri.
Birkir segir að nokkrir þættir hafi
verið jákvæðir í leiðangrinum í
haust. Þannig hafi fjöldi einstaklinga
ungloðnu verið mun meiri núna
heldur en síðustu ár og sá næstmesti
í sögunni, aðeins 1995 hafi fjöldinn
verið meiri.
Þá hafi dreifing ungloðnu í Græn-
landshafi verið meiri og jafnari held-
ur en í fyrrahaust, en mest var af
ungloðnu vestast og sunnantil á
svæðinu. Í fyrrahaust voru vísbend-
ingar um óvissu í ungloðnumæling-
unni en óvissan er ekki talin eins
mikil nú.
Birkir segir að meðalþyngd ung-
loðnunnar hafi verið nokkru lægri í
haust heldur en síðustu fimm ár.
Undanfarin ár, þegar stofninn var í
lægð, hafi meðalþyngdin verið há í
sögulegu samhengi án þess að það
hafi skilað nægilega stórum hrygn-
ingarstofni til að heimila veiðar.
Mergð af ungri loðnu
„Ef við skoðum meðalþyngd ung-
loðnunnar í sögulegu samhengi þá
var meðalþyngdin frekar lág á ár-
unum fyrir aldamótin þegar loðnu-
stofninn var mjög stór og miklar
loðnuveiðar voru stundaðar,“ segir
Birkir. „Meðalþyngdin núna nálg-
aðist það sem var á árum áður og
það ásamt hárri vísitölu með mergð
af ungri loðnu eru því þættir sem
voru svipaðir þegar stofninn var
stór, en við verðum að horfa á þetta í
ljósi þess að aðstæður hafa breyst og
því ekki hægt að alhæfa um fram-
vinduna þó margir voni vissulega að
hlutirnir séu að færast í fyrra horf.“
Birkir segir að lág meðalþyngd
geti verið afleiðing mikils þéttleika
loðnunnar í uppvextinum. Einnig
hafi verið uppi vangaveltur um hvort
hluti loðnuungviðis geti verið að
lenda í óhagstæðum uppvaxtarskil-
yrðum, t.d. tengt aukinni hrygningu
fyrir norðan. Síðustu ár hafi verið af-
mörkuð dæmi um hægvaxta loðnu
t.d. fyrir norðan og austan land.
Sömuleiðis hafi hægvaxta loðna
fundist við Færeyjar í vor sem hugs-
anlega gæti tengst því, en eftir sé að
staðfesta að hún hafi komið frá Ís-
landi. Birkir segir að þetta geti sýnt
að hluti stofnsins hafi lent í erfiðum
vaxtarskilyrðum.
Breyttar aðstæður í hafinnu
„Umhverfisaðstæður í hafinu eru
ekki þær sömu og á árunum fyrir
aldamót. Þannig hefur orðið nokkur
hlýnun og útbreiðslusvæði loðnunn-
ar og göngumynstur hafa breyst, en
reyndar hefur hlýnunin að einhverju
leyti gengið til baka allra síðustu
ár,“ segir Birkir. „Það sem þarf að
gerast á mánuðunum fram að vertíð-
inni 2022 er að skilyrðin í hafinu
verði loðnunni hagstæð, en umhverf-
ið, fæðuframboðið og át afræningja
munu síðan skera úr um það hvað
verður eftir í ársbyrjun 2022.“
Loðnan er lykilfæðutegund í vist-
kerfinu við landið og ber þangað
mikla orku norðan að þegar hún
kemur inn yfir íslenska landgrunnið
og verður aðgengileg nytjastofnum
eins og t.d. þorski, ufsa og ýsu sem
þurfa sitt ásamt sjávarspendýrum
og fuglum.
Væntingar um góða vertíð 2022
Mælingar á ungloðnu í haust lofa góðu um vertíð eftir rúmt ár Sambærilegt við stærstu árganga
Búist við að veitt verði ráðgjöf um 400 þúsund tonna upphafsaflamark Gæti hækkað eða lækkað
Ljósmynd/Birkir Bárðarson
Vísindi Greining og mæling fiska í nýafstöðnum loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar, frá vinstri eru Ragnhildur
Ólafsdóttir rannsóknamaður, Warsha Shing vistfræðingur og Sólrún Sigurgeirsdóttir líffræðingur.
Birkir
Bárðarson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Að óbreyttu verður ekki loðnuvertíð í vetur þar sem
mælingar haustsins gáfu niðurstöður undir þeim mörk-
um sem sett eru í aflareglu. Yrði það þá þriðja veturinn í
röð, sem loðnubrestur verður hér á landi, en slíkt hefur
aldrei gerst áður. Hafrannsóknastofnun mun samkvæmt
venju mæla veiðistofn loðnu í janúar/febrúar 2021 og
endurskoða ráðgjöfina í ljósi þeirra mælinga.
Þrátt fyrir vonbrigði með niðurstöðu mælinganna í
haust sögðust útgerðarmenn, sem rætt var við í síðustu
viku, vera vongóðir um vertíð. Bentu þeir á góða ung-
loðnumælingu á árganginum frá 2019 fyrir ári og að haf-
ís á norðanverðu rannsóknarsvæðinu hefði hindrað áætl-
aða yfirferð þar að hluta nú í haust. Í sumum tilfellum
hafi loðnu verið að finna í námunda við hafísinn. „Því
gæti verið um að ræða vanmat á magni kynþroska stofn-
hlutans, en ekki er unnt að meta umfang þess,“ sagði
frétt frá Hafrannsóknastofnun fyrir í síðustu viku.
Útgerðarmaður sem rætt var við í vikunni sagðist
bjartsýnn á vertíð í vetur, bæði vegna þess að ekki hefði
tekist að komast yfir allt útbreiðslusvæðið þar sem loðnu
hefði verið von. Einnig með það í huga að síðasta áratug
þegar upphafsaflamark hefði verið gefið út hefði alltaf
orðið vertíð rúmlega ári seinna. Stundum hefði
ungloðnumæling gefið núll, en eigi að síður hefðu veiðar
verið leyfðar.
Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þús-
und tonn til hrygningar í mars 2021 með 95% líkum. Í
henni er tekið tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar
og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks,
ýsu og ufsa á loðnu.
Vongóðir þrátt fyrir ráðgjöf
Vanmat vegna hafíss Upphafsaflamark lofaði góðu
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíðin 2016 Beitir NK og Venus NS á miðunum.