Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 34

Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu, folaldakjöt og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Frystitogarinn Örfirisey RE 4, sem Brim hf. gerir út, hefur undanfarnar vikur verið í Slippnum í Reykjavík. Eftir barning í úthafinu mánuðum saman var togarinn farinn að láta verulega á sjá og mikil þörf á því að taka hann rækilega í gegn. Örfirisey RE kom til Reykjavíkur að morgni 28. september sl. eftir hefðbundna veiðiferð. Aflinn var rúmlega 1.000 tonn ef miðað er við fisk upp úr sjó. Þegar búið var að landa úr Örfirisey var skipið tekið í slipp þar sem fram undan var vél- arupptekt, málun og hefðbundið við- hald. Þeir vegfarendur sem hafa reglulega átt leið um Slippsvæðið hafa getað fylgst með því hvernig ryð og skemmdir viku smám saman fyrir björtum fánalitunum. Og þegar þetta rúmlega þrítuga gamla skip verður sjósett að nýju verður það orðið eins og nýsleginn túskildingur. Það mun halda á veiðar á ný fljót- lega upp úr næstu mánaðamótum. Örfirisey er stálskip, smíðað í Kristiansund í Noregi árið 1988. Það hét fyrst Pólarborg og var gert út frá Færeyjum. En útgerðin varð gjaldþrota og Grandi hf. keypti skip- ið til landsins árið 1992. Síðar fékk útgerðarfélagið nafnið HB Grandi og enn síðar Brim. Ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á skipinu í gegnum tíðina. Það var lengt um 10 metra í Póllandi 1998 og mælist eftir það 1.845 brúttótonn. Árið 2014 voru settir veltitankar í skipið, sem juku sjóhæfni þess til muna. Þess hefur verið gætt að hafa ætíð nýjasta vinnslubúnað í skipinu, bæði til að vinna aflann og frysta. Árið 2012 setti Kælismiðjan Frost nýtt frystikerfi um borð í Örfirisey. Það var fyrsta íslenska skipið sem skipti yfir í umhverfisvænt NH3 (amm- oníakskerfi) og aflagði eldra R22 freon-kerfi, en vegna ósoneyðandi áhrifa var að mestu bannað að nota R22 eftir 1. janúar 2014. Brim gerir út tvo vel útbúna frystitogara sem veiða grálúðu, karfa, þorsk, ýsu, ufsa, gulllax og makríl auk ýmissa annarra fiskteg- unda. Aflinn er stærðarflokkaður og ýmist flakaður eða frystur heill um leið og hann kemur um borð. Afar fengsæl systurskip Auk Örfiriseyjar gerir Brim hf. út systurskipið Höfrung lll. Bæði þessi skip hafa aflað vel í gegnum tíðina og verið í hópi fengsælustu togara íslenska flotans. Aflaverðmætið skiptir tugum milljarða í gegnum tíðina. Skipstjórar á Örfirisey eru nú Þór Þórarinsson og Arnar Æv- arsson. Það kemur sér vel fyrir Brim hf. að hafa Slippinn í næsta nágrenni í Gömlu höfnina í Reykjavík. Faxa- flóahafnir sf. eiga tvær dráttar- brautir á Slippsvæðinu. Dráttar- brautirnar, ásamt lóðinni þar sem brautirnar standa, eru í dag leigðar Stálsmiðjunni til upptöku og við- gerða á skipum. Á þessu svæði hafa frá því að hafnargerð hófst í Reykjavík fyrir rúmri öld verið stundaðar upptökur og viðgerðir á skipum og þar er að finna samfellda sögu þessarar at- vinnugreinar. Erlendir ferðamenn hafa sýnt Slipnnum mikinn áhuga og tekið þar ljósmyndir enda hafa margir þeirra aldrei áður séð skip á þurru landi. Morgunblaðið/Eggert Fyrir Þegar Örfirisey var komin í Slippinn beið manna mikil viðhaldsvinna. Morgunblaðið/sisi Eftir Nokkurra vikna vinna starfsmanna Slippsins hefur skilað sér í glæsilegu skipi, sem er núna orðið eins og nýtt. Eins og nýsleginn túskildingur  Frystitogarinn Örfirisey orðinn fínn og flottur  Slippurinn í Reykjavík hefur mikið aðdráttarafl Afurðaverð á markaði 20. okt. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 367,57 Þorskur, slægður 343,38 Ýsa, óslægð 289,55 Ýsa, slægð 278,74 Ufsi, óslægður 126,69 Ufsi, slægður 152,70 Gullkarfi 191,28 Blálanga, óslægð 226,17 Blálanga, slægð 140,11 Langa, óslægð 220,15 Langa, slægð 140,88 Keila, óslægð 38,08 Keila, slægð 81,42 Steinbítur, óslægður 333,31 Steinbítur, slægður 450,44 Skötuselur, óslægður 307,00 Skötuselur, slægður 514,89 Grálúða, slægð 166,63 Skarkoli, slægður 358,79 Þykkvalúra, slægð 547,18 Langlúra, óslægð 210,77 Sandkoli, óslægður 15,00 Bleikja, flök 1.469,22 Gellur 922,30 Hlýri, óslægður 100,00 Hlýri, slægður 314,39 Lúða, slægð 424,19 Lýsa, óslægð 20,59 Náskata, slægð 81,36 Sandhverfa, slægð 1.312,00 Skata, slægð 125,12 Stórkjafta, slægð 468,82 Tindaskata, óslægð 7,96 Trjónukrabbi 159,00 Undirmálsýsa, óslægð 103,23 Undirmálsýsa, slægð 152,62 Undirmálsþorskur, óslægður 126,34 Undirmálsþorskur, slægður 105,29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.