Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 42

Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 42
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Túnikur • Bolir • Blússur Peysur • Ponsjó Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d HAUSTVÖRUR Glæsilegar komnar 42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Ég hef verið 8-9 ára gamall þegar ég byrjaði að sækja sunnudagaskóla í Ak- ureyrarkirkju hjá séra Pétri heitnum Sigurgeirssyni, þeim ágæta manni. Þar sem ég sat fremstur í einum kirkjubekkn- um var ég gerður að svokölluðum bekkjar- stjóra, sem fól í sér að halda ró í bekknum og einnig að útdeila biblíumyndum til krakkanna, en þetta voru myndir af Jesú Kristi, lærisveinum hans og fleirum. Mér fannst þá, sem ungum dreng, mik- il upphefð í því að mér skyldi vera falið þetta embætti enda lagði ég mig mikið fram og hef æ síðan haldið minni sterku barnstrú sem orðið hefur enn sterkari með aldr- inum. Strax í æsku var ímynd mín af frelsaranum Jesú Kristi ná- kvæmlega eins og biblíu- myndirnar sýndu hann – góðlegur karlmaður með sítt hár og skegg, fríður sýnum með glaðlegt andlit sem geislar af – og er greypt í huga minn. Mig langar líka að koma hér að annarri sögu, sem gerðist löngu seinna á lífsleið minni. Svo er mál með vexti að ég datt í það að drekka áfengi í ótæpilegu magni um 30 ára skeið og var það sem kallað er túramaður, átti fjöl- skyldu, konu og þrjár dætur, kon- una á ég ekki lengur en dætr- unum held ég. Þrátt fyrir drykkjuskap minn komst fjöl- skyldan bærilega af en það bjarg- aðist vegna þess að ég rak mitt eigið fyrirtæki. En nú var komið nóg og eftir dvöl á Vogi oftar en einu sinni án árangurs bauð með- ferðarfulltrúi minn, góð kona, Fríða Proppé, mér að koma mér í framhaldsmeðferð í Vík á Kjal- arnesi og þáði ég það. Það skipti sköpum, því á Vík var og er kannski enn lítil kapella sem ég tileinkaði mér og heimsótti og átti ágætar kyrrðarstundir með frels- ara mínum Jesú Kristi, ímyndinni af biblíumyndunum frá sunnu- dagaskólanum í Akureyrarkirkju. Síðan eru liðin nær 26 ár og hef ég ekki látið áfengi inn fyrir mínar varir síðan og því má bæta við að ég hætti neyslu tóbaks tveimur árum síðar. Váleg tíðindi berast Fyrir nokkru gerð- ist það svo að nokkrir kirkjunnar þjónar stóðu fyrir birtingu og áróðri sem fólst í afskræmdum myndum sem áttu að tákna frelsarann og voru í líki stelpugopa með konubrjóst, mál- aðar varir og kinnalit. Þessari af- skræmingu var ætlað að höfða til barna og allt í boði Agnesar bisk- ups! Þvílík smán og ógeðslegheit og ekki nóg með það, heldur var skrípamyndinni klesst á stræt- isvagn sem ók með þennan ófögn- uð um borgina, trúlega í boði borgarstjórans, Dags B. Mér var ekki skemmt og varð hugsað til biblíumyndanna frá bernskuárum mínum. Að full- orðið fólk, og þar að auki prest- lært og kirkjunnar þjónar, skuli leyfa sér það sem ég kalla guð- last er með öllu óskiljanlegt og það sem verra er; biskupinn yfir Íslandi er þar í fararbroddi. Þó er þarna fólk nafngreint sem ég og fleiri hafa alla tíð haft lítið álit á enda kemur það berlega í ljós núna að því er ekki sjálfrátt og ef Agnes biskup væri einhver manneskja myndi hún skila hempunni með hraði. Þetta fólk fólk er heppið að búa í sæmilega friðsömu landi án blóðsúthell- inga, því minnast má á drápin í Danmörku sem múslímar frömdu vegna skopmynda af Múhameð spámanni í blaði þar og þá þyrfti enginn að kemba hærurnar. Dæmalaus vinnubrögð kirkjunnar þjóna Eftir Hjörleif Hallgríms » Að höfða til barna með skrípamynd sem á að tákna Jesú Krist er ófyrirgefan- legt. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Í stuttum pistli í Mbl. 13.10. sl. sá Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. ástæðu til að endur- birta áskorun um að ís- lensk yfirvöld færu að lögum við alla meðferð sakamála, væntanlega að gefnu tilefni. Skatta- mál falla undir sömu lög og réttarfarsreglur en það virðist of oft ekki vera tilfellið í fram- kvæmd. Skattyfirvöld eiga það til að ganga fram með offorsi og jafnvel lög- brotum. Þeir sem lent hafa í slíkum hremmingum geta borið um það að vörnum verður gjarnan illa við komið þar sem gild andmæli eru oft alger- lega virt að vettugi. Kæruleiðir eru útlátasamar og seinvirkar og engin trygging fyrir því að nokkru réttlæti eða sanngirni verði náð í hinu ís- lenska réttarkerfi. Það er dýrt svar fyrir fjárvana ein- staklinga að menn geti bara leitað til dómstóla með sínar ávirðingar eins og viðkvæðið er gjarnan. Það grefur undan réttaröryggi þegar skattamálum er hent illa unnum inn í dómsali. Slæleg vinnu- brögð innan skattkerf- isins ásamt ríkri til- hneigingu til að forðast að líta til hagsmuna og réttinda gjaldandans eru of tíð og rannsak- endur eftirláta öðrum iðulega að taka á óunn- um viðfangsefnunum. Þannig verða til mál sem snúast upp í harð- sótta leit þolenda að réttlæti en það hefði verið hægt að forðast með vandaðri og sanngjarnri fyrstu meðferð mála. Löggiltir endurskoðendur eru und- irseldir endurmenntun og gæðaeft- irlit þótt verkefni stéttarinnar snúist að stærstum hluta eingöngu um fjár- muni. Rannsakendur skattamála fara í raun með fjármál, líf og heilsu borg- aranna sem og æru þeirra en búa samt ekki við samsvarandi aðhald eða eftirlit. Það er auðvitað ljótt til frá- sagnar en í erfiðustu tilfellunum þyrfti hluti af gæðaeftirliti að vera í formi heyrnar- og sjónprófa. Það grefur einnig undan réttar- öryggi borgaranna hve langur tími fer í rannsóknir. Kerfið er líka stíflað af málum sem ættu ekki að eiga þangað erindi. Það sem reyndur end- urskoðandi gæti leyst á nokkrum klukkutímum getur tekið vikur eða mánuði hjá rannsakendum með minni reynslu og menntun. Þetta er einföld staðreynd, ekki skætingur í garð rannsakenda, en sumir gera sitt besta. Iðulega blasa við niðurstöður í skattalegri úrlausn meintra undan- skota sem getur verið mjög erfitt og tímafrekt að vinna úr. Sektum er iðu- lega beitt af ýtrustu hörku og mis- kunnarleysi þótt aðeins sé um heim- ildarákvæði til sekta að ræða. Hér er rætt um skattinn, skattrann- sóknastjóra og yfirskattanefnd. Dóm- stólar verða síðan að teljast hallir undir þá niðurstöðu sem hið sérfróða opinbera skattkerfi hefur komist að með réttu eða röngu. Það verður síð- an torsótt fyrir gjaldendur að fá heið- arlega og réttláta niðurstöðu en sýkna þýðir ekki að skaðinn verði bættur svo neinu nemi þótt stór- felldur sé. Dómstólar ala þannig á óviðunandi framkomu rannsakenda og þótt sum mál eigi þangað ekkert erindi er það látið óátalið að virðist. Umkvartað álag á dómstóla verður að skoða í þessu ljósi. Svo er að sjá að stofnanir sem fara með ákæruvald byggi ákærur of oft að stofni til á grautfúnum rann- sóknum og vinna þá ekki sín lög- boðnu störf að leggja sjálfstætt mat á sakarefni. Að hluta til er vandamálið vanþekking á fjármálagjörningum og því er mögulega látið skeika að sköp- uðu og dómstólum í raun ætlað að leysa viðfangsefnið. Ákæra fyrir pen- ingaþvætti er nú í tísku án gefinna til- efna að virðist. Dæmi er um úrlausn Hæstaréttar árið 2005 (#344) þar sem rétturinn var af einbeittum ásetningi sleginn valkvæðri blindu á nokkur gildandi ákvæði tekjuskattslaga. Skattþegnar sem fóru nákvæmlega að lagatext- anum urðu lögbrjótar fimm árum síð- ar. Lagatextinn lítilsvirtur hangir enn í viðkomandi greinum lagasafns- ins sýnilegur öllum nema þáverandi meirihluta Hæstaréttar en er vænt- anlega marklaus við svo búið. Var þó engin þörf á að auka óreiðuna. En vænt afleiðing er að einstakir skattþegnar hafi í framkvæmd und- irstofnana sætt skattlagningu sam- kvæmt hinum illa sýnilegu lagagrein- um en aðrir ekki. Í dómi Hæstaréttar hefur einn skattþegn verið tekinn út fyrir sviga og mátt sæta því að vera dæmdur að geðþótta Hæstaréttar, aðrir sleppa með að fara nákvæmlega að skýrum lagatextanum. Hér spila einnig inn í of flókin og stagbætt skattalög sem þurfa yfir- halningu og ætti að vera kominn tími til að staldra við og fara yfir verklag skattyfirvalda í leiðinni. Knatt- spyrnan er komin réttarkerfinu mörgum skrefum lengra í heiðarlegri nálgun undir kjörorðinu: Sanngjarn leikur (Fair Play). Marklínutækni er þar tilfallandi notuð til að finna út rétt og rangt, ekki í réttarkerfinu. Slíka tækni mættu yfirmenn viðkomandi stofnana gjarnan taka upp. Skattkerfi á þröminni Eftir Jón Þ. Hilmarsson »Dómstólar verða síð- an að teljast hallir undir þá niðurstöðu sem hið sérfróða opinbera skattkerfi hefur komist að með réttu eða röngu. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. jon@vsk.is Árið 2013 var hluti af samkomulagi sem ríkið og Reykjavík- urborg gerðu með sér að lækka þyrfti hæð trjáa sem vaxið höfðu upp í aðflugslínu flug- brautar 31 á Reykja- víkurflugvelli í flug- öryggisskyni, en vegna trjánna þurfti að hækka óþægilega aðflugshalla flugvéla í aðflugi að brautinni. Við þetta samkomulag spratt fram óvígur hjálpræðisher trjávina sem mótmæltu þessarri ósvinnu og kröfðust þess að trén fengju að lifa óáreitt. Var skjaldborg slegið um trén og drógu menn hvergi af sér að lýsa vandlæt- ingu sinni á þessu óhæfuverki. En nú hún Snorra- búð stekkur er stjórn- endur Reykjavíkur- borgar hafa ákveðið að herja á Öskjuhlíðar- trén með gerð göngu- og hjólreiðastígar of- arlega í Öskjuhlíð und- ir glysnafninu Perlu- festi. Nú skal höggva tré og annað fyrir þessa framkvæmd þrátt fyrir mót- mæli þeirra sem mest stunda göngu og hjólreiðar í Öskjuhlíðinni sem vilja að núverandi nátt- úrustígar haldi sér og aðrir ekki lagðir. Allt í einu eru trén í Öskjuhlíð orðin vinalaus, hjálpræðisherinn horfinn á braut, skjaldborgin hrun- in og í trjávinum heyrist hvorki hósti né stuna. Eina og veika von trjánna í Öskjuhlíðinni er að stjórnendur Reykjavíkurborgar dragi lappirnar við að hefja skógarhöggið eins og þeir hafa gert vegna trjánna í að- flugslínu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Vinalausu trén í Öskjuhlíð Eftir Jakob Ólafsson »Eina og veika von trjánna í Öskjuhlíð- inni er að stjórnendur Reykjavíkurborgar dragi lappirnar við að hefja skógarhöggið. Jakob Ólafsson Höfundur er flugstjóri og skógarbóndi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.