Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 ✝ ÞóroddurGissurarson fæddist í Hafn- arfirði 2. júní 1957. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 15. október 2020. For- eldrar hans eru Gissur Grétar Þór- oddsson, f. 1. febr- úar 1936, og Bára Hildur Guðbjarts- dóttir, f. 8. júní 1938. Systkini Þórodds eru: Guðbjartur Grét- ar, f. 1. desember 1954, Guð- björg, f. 18. nóvember 1958, Helgi, f. 24. ágúst 1960, Gyða, f. 9. október 1962, og Róbert, f. 6. júlí 1970. Þóroddur kvæntist 2. júní 1979 Guðbjörgu Þorvalds- dóttur frá Neskaupstað, f. 18. júlí 1959. Þau eignuðust fjög- ur börn og bjuggu lengst af í Neskaupstað. Þau slitu sam- vistum. Eftirlifandi unnusta Þórodds er Gabríela E. Þor- hans er Elísabet Rósa Gunn- arsdóttir, f. 8. júní 1998, dóttir þeirra er Emanúela Rósa, f. 11. desember 2018. Þóroddur ólst upp í Hafn- arfirði fyrstu 12 árin en flutt- ist með foreldrum sínum og systkinum til Perth í Ástralíu árið 1969. Hann bjó þar til ársins 1976 þegar hann flutti til Neskaupstaðar. Í Neskaup- stað stofnaði hann fjölskyldu og þar eignaðist hann öll sín börn. Hann var sjómaður allt sitt líf og var á sjó í Neskaup- stað og Hafnarfirði lengst af. Sjómennskan átti hug hans allan og var bæði atvinna og áhugamál. Síðustu tvo áratug- ina bjó Þóroddur á Álftanesi og í Hafnarfirði. Þóroddur átti stóra fjölskyldu og þau Gabrí- ela áttu fjölbreyttan vinahóp á Íslandi, Ástralíu, Spáni og víð- ar. Barnabörnin áttu stóran þátt í lífi hans síðustu árin. Útför Þórodds fer fram frá Garðakirkju í dag, 23. október 2020, klukkan 11. Streymi á útför er á: https://www.facebook.com/ groups/1473409346382974 Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat bergsdóttir, f. 26. mars 1962. Þau bjuggu í Hafn- arfirði. Börn Þórodds eru: 1) Þorvaldur, f. 2. ágúst 1977, kvæntur Ólöfu Ásu Benedikts- dóttur, f. 30. jan- úar 1980, börn þeirra eru Telma, f. 16. júní 2004, og Benedikt Már, f. 14. júní 2010. 2) Gissur Freyr, f. 14. janúar 1980, sambýliskona hans er Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, f. 21. október 1983, synir þeirra eru Hilmir Hólm, f. 1. maí 2006, og Þórleifur Hólm, f. 2. október 2009. 3) Sif, f. 2. októ- ber 1986, gift Daniel Sam Harley, f. 22. janúar 1987, börn þeirra eru Lana Sif, f. 16. apríl 2005, Baldur Sam, f. 4. júní 2010, og Katla Robin, f. 14. október 2015. 4) Níels, f. 19. maí 1993, sambýliskona Elsku pabbi minn besti. Við pabbi vorum bestu vinir og áttum sérstakt samband. Ósjald- an þegar ég hringdi í hann þá svaraði hann símanum strax og sagði: Ég hélt á símanum og var að fara hringja í þig, og öfugt þegar hann hringdi. Hann hringdi í mig rétt áður en hann dó en ég náði ekki að svara í það skiptið en ég veit hann hefði sagt að allt væri í góðu og spurt hvernig krakkarnir hefðu það. Pabbi kvartaði aldrei og bar sig alltaf vel, hann vildi koma norður að jafna sig eftir seinni aðgerðina eins og hann hafði gert eftir fyrri en náði ekki að koma. Ég fór mikið suður í sumar og áttum við góðar stundir saman, eins og alltaf, en ég fann að hann var slappari en hann vildi láta uppi. Það eru margar minningar til að ylja sér við en við pabbi höfum brallað mikið saman og stendur upp úr Ástralíuferðin okkar, heimsóknin vestur til hans með krakkana, allar útilegurnar og sumarbústaðaferðirnar. Við pabbi stóðum oft í ströngu, fórum í heimilisframleiðslu á ýmsu en sú stærsta er fiskiboll- urnar okkar, þetta var kappsfull og metnaðarmikil framleiðsla. Pabbi hélt bókhald um fram- leiðsluna og skráði magn af fiski, tegund, stærð og magn af bollum, okkar stærsti dagur var 1.000 bollur. Pabbi hafði einstaklega gaman af allskyns brasi og var iðulega í sínu besta skapi á þeim dögum. Hann fór í framleiðslu 2 dögum áður en hann dó og sendi mér myndir af árangrinum og sagði jafnframt að það vantaði norðlenska jumm jumm tötsið í þetta. Hann átti sín eigin orð og allt hans nánasta fólk átti gælu- nafn. Pabbi var vanafastur og átt- um við okkar hefðir saman og deildum ást okkar á mat. Fórum iðulega út að borða í hádeginu þegar tækifæri gafst, var hver ferð úthugsuð og matseðill ávallt kannaður fyrst. Ein besta ferðin okkar var á Siglufjörð á síldarhlaðborð, við skemmtum okkur konunglega og borðuðum yfir okkur svo vægt sé tekið til orða. En á heimleiðinni þurftum við samt að kíkja á berin þó lítið væri pláss í belgnum. Við pabbi elskuðum síld og það var alltaf mikil veisla þegar jólasíldarfat- an var komin í hús, ég þori að fullyrða að enginn hafi borðað jafn margar fötur og hann. Pabbi var skemmtilegastur og alltaf stutt í hláturinn og gam- anið, ég ólst upp við kvöldsögur frá pabba sem nú segi ég mínum börnum. Pabbi var sjómaður og þegar ég var lítil og grét eftir pabba þá kenndi amma Rósa mér bæn sem ég ætti að fara með til að passa hann. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þín Sif. Þegar við Þorvaldur byrjuðum saman fyrir hartnær tuttugu ár- um fylgdi í kaupbæti tengdafjöl- skylda eins og gengur. Að öðrum ólöstuðum var Þóroddur tengda- faðir minn mesti karakterinn í þeim hópi. Þóroddur hafði marga fjöruna sopið eins og sagt er, átti að baki líf sem hann lifði svo sannarlega lifandi og til fulls. Hann var Hafnfirðingur í báðar ættir en þegar hann var 12 ára fluttist fjölskyldan til Ástralíu þar sem hann sleit barnsskónum og mótaðist á unglingsárum. Árið 1976, þá 19 ára gamall, flutti hann aftur til Íslands og stofnaði fjölskyldu í Neskaupstað með Guðbjörgu tengdamóður minni. Þau eignuðust fjögur börn sem urðu stolt og gleði Þórodds fram á síðasta dag. Leiðir tengdaforeldra minna skildi og síðustu árin bjó hann með Gabríelu en þau áttu ein- staklega gott samband og vógu hvort annað upp eins og best verður á kosið. Þau sinntu fjöl- skyldum hvort annars af alúð. Gabríela hefur verið barnabörn- um Þórodds eins og hún ætti þau sjálf og fyrir það erum við þakk- lát. Ég hafði óendanlega gaman af því að hlusta á Þórodd segja sög- ur. Ég var reyndar ekki ein um það, barnabörnin elskuðu að hlusta á hann segja sögur, t.d. frá sjónum og óbyggðum Ástralíu. Þóroddur hafði unun af mat og matargerð og var oft ansi stór- tækur. Mér líður seint úr minni fyrsta búðarferðin okkar, þá bjuggum við Þorvaldur tvö og hann var í heimsókn. Við röltum yfir í Hagkaup frá Eiðsvallagöt- unni og áður en ég vissi af hafði hann sett tvö lambalæri, fjóra smjörvadalla og átta lítra af mjólk ofan í körfuna! Þóroddur var nefnilega stórtækur maður með stórt hjarta. Hann gaf alltaf allt sem hann átti og hugsaði mest um aðra. Nægjusamari mann var erfitt að finna, hann var sáttur með kaupfélagspoka undir sundfötin, mat í ísskápnum og að komast annað slagið á sjó. Það var líka ótrúlega skemmti- legt að hlusta á Þórodd segja frá fyrstu árunum í Neskaupstað. Hann kom náttúrlega með nýj- ungar frá Ástralíu sem enginn fyrir austan hafði séð. Grilluð rif í barbíkjúsósu, kjúklingur og pizza – þetta voru framandi réttir á átt- unda áratugnum austur á landi. Það er ekki hægt að sleppa því að nefna hve barngóður tengda- pabbi minn var. Barnabörnin hans voru líf hans og yndi og það var einstakt hvað hann tók hverju barni nákvæmlega eins og það var. Hann gerði aldrei upp á milli og bar þau aldrei saman. Hann annaðist þau sem ungbörn, fór með þau í sund og ístúra, hlustaði á þau tala um sín áhuga- mál og hrósaði og hvatti þau eins og best verður á kosið. Það er svo ótal margt sem mun minna mig á hann Þórodd um ókomna tíð. Hann var maður sem straujaði til að róa taugarnar, fór að sofa klukkan níu eftir að hafa tekið kvöldmalið, vaknaði í birt- ingu og kveikti á kaffivélinni, beið eftir að það kæmu hlunkar í kass- ann, steig ölduna, passaði að rugga ekki bátnum en umfram allt vildi hann að öllu sínu fólki liði vel. Ég minnist manns sem gat alltaf fundið eitthvað að hlakka til og sem var að þroskast alla þá tíð sem við þekktumst. Ég votta stórfjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Ólöf Ása Benediktsdóttir. Meira: mbl.is/andlat Elsku afi kallinn. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ég á margar minningar með þér, t.d. að kúra, fara í ís, spjalla og margt fleira. En ein stendur upp úr, sú var að fara í sund. Við fórum í heita pottinn og spjölluðum mikið og höfðum gaman. Afi var alltaf í sama skápnum, hann var númer 133, ef skápurinn var ekki laus fórum við upp úr. Ég og afi fengum okkur alltaf ís þegar við vorum búnir í sundinu. Afi notaði „svamlið“ fyrir sund og „eigum við ekki að hífa þetta“ fyrir að fara upp úr og að leggja sig var „að taka sultu“. Ég og afi áttum það sameig- inlegt að vakna snemma og vera jákvæðir og glaðir. Afi var að ég held besti afi í heimi. Afi var mjög vanafastur, t.d. gaf hann alltaf sömu upphæðina í afmælisgjöf og alltaf mjúk náttföt í jólagjöf. Hann studdi mann í öllu sem maður gerði. Þessi viðkunnanlegi og góði maður vann á trillubát á Patreksfirði hjá Einari frænda sínum og mínum en hann átti heima í Hafnarfirði á Einivöllum 7. Ef hann myndi einhvern tím- ann vinna í lottóinu þá ætlaði hann að kaupa vinnuskúr í smá- bátahöfninni á Akureyri, rök- stuðningur fyrir því er að ég og næstum öll barnabörnin hans eigum heima á Akureyri. Afi vildi láta kalla sig afa kallinn og kall- aði okkur líka einkennisnöfnum. Eins og þið, kæru lesendur, hafið lesið var afi óskaplega góðhjart- aður maður. Benedikt Már Þorvaldsson (Úlfurinn) 10 ára. Ég og afi kallinn vorum bestu vinir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fyrir allar minningarnar sem við eigum saman. Þegar ég var lítil var hann mikið hjá okkur. Á morgn- ana tók kallinn morgunæfingarn- ar og blakaði eyrunum sem ég hef aldrei náð. Síðan gerði hann holugraut og fylgdi mér í skól- ann. Eftir skóla labbaði hann oft með mér heim og ef mér var kalt á höndunum blés hann á þær. Einu sinni þegar hann var að því sagði ég við hann að það kæmi svo mikið slef með þegar hann blési og hvort hann gæti ekki reynt að minnka það aðeins. Við hlógum að þessu í mörg ár á eftir. Við fórum líka mjög oft í sund og hann var alltaf í sama skápn- um og var alls ekki sáttur ef skápurinn var upptekinn. Ofan í lauginni kenndi hann mér að láta mig fljóta sem mér fannst alltaf frekar fyndið. Þegar við komum upp úr fengum við okkur mjög oft pylsu. Einu sinni fengum við kalda pylsu og eftir það settum við viðskiptabann á pylsuvagn- inn. Afi notaði oft önnur orð yfir alls konar hluti eins og svamlið var sund og síðan voru líka orð sem hann bjó til eins og kjöthorn- ið. Hann var líka með gælunöfn fyrir barnabörnin sín og hann kallaði mig alltaf kattarstelpuna. Það sem er eftirminnilegast og það sem mér þykir vænst um er kiss kiss bæjó. Hann sagði það alltaf þegar maður talaði við hann í símann eða bara í staðinn fyrir bless. Hvíldu í friði elsku afi. Telma Þorvaldsdóttir. Um besta afa í heimi. Við afi vöknuðum alltaf hálfsjö og eftir að afi hafði fengið sér nokkra kaffibolla, einn bollann enn, þá fór hann með mér í öku- tíma sem voru á bryggjunni. Eitt skiptið leyfði hann mér að keyra á höfuðborgarsvæðinu og í Hafn- arfirði. Einu sinni sáum við kvikna í bíl á Akureyri. Þegar ég var búinn í ökutím- anum hjá honum fórum við í bak- aríið við brúna og keyptum nokkrar brauðkúlur. Þegar við afi vorum búnir í svamlinu vorum við alltaf ís- svangir, stundum röltum við á Subway líka eftir sund. Svo sagði hann mér að koma til sín vestur á Patreksfjörð til að herða mig upp. Afi kenndi mér að veiða. Þegar hann var lítill í Ástralíu var hann sætasti krakkinn í bænum. Hann var bara besti afi í heimi. Þinn Baldur (Lobbi). Afi minn, Þóroddur Gissurar- son, var besti maður sem til er. Elsku besti afi, ég vona að þér líði betur. Ég elska þig svo mikið og ég sakna þín. Þú sagðist alltaf ætla að vera hjá mér en nú ertu farinn. Þú munt alltaf lifa í hjart- anu mínu. Ég elska þig. Ég man þegar ég var lítil og var í garð- inum þínum að slíta og leika mér að túlípönunum og svo fara inn og fá mér sveskju-barnamauk, sem ég er enn ekki hætt að borða! Það var svo gaman. Mér fannst alltaf svo gaman að vera hjá þér, ég man þegar við horfðum á grinch og merlin allan liðlangan daginn. Það var líka mjög gaman þegar við keyrðum á Patreksfjörð og þú fórst með okkur að veiða. Ég var mjög hrædd og varð nánast strax sjóveik en þú hjálpaðir mér, þú fékkst mig til að líða betur. Ég man samt ekki hversu oft við fór- um í sund og leika okkur eða öll skiptin þegar við fórum í ísbíltúr. Ef ég fengi eina krónu fyrir hvert skipti sem þú kysstir mig væri ég orðin milljarðarmæringur. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég elska þig, afi. Þetta eru allt góðar minningar, þær allra bestu. Ég elska þig svo mikið, af öllu mínu hjarta. Kyss kyss, bæjó Litla hafmeyjan/Lilla nabba Lana Sif Harley. „Það er verkun á þessu frændi.“ Þetta hefði Þóroddur sagt ef hann væri í mínum spor- um. Ljúfar minningar hrannast upp nú þegar Þóroddur er farinn frá okkur en hann hef ég þekkt alla ævi enda systursonur minn. Það er margt sem kemur upp í hugann og eru það yndislegar minningar um þig kæri frændi. En mest ber á hversu ljúfur drengur þú varst og með stórt hjarta sem mátti ekkert aumt sjá. Orðatiltæki Þórodds voru mörg sem aldrei gleymast og það hvað hann talaði góða íslensku og áströlsku, allt var svo skemmti- legt og hnitmiðað. Þóroddur talaði hreint út um alla hluti og hafði sterkar skoð- anir, oftast með miklum húmor og voru björtu hliðarnar mest áberandi. Ég man eftir Þóroddi sem litlum dreng, smávaxinn en grjót- harður, og ef hann tók ákvörðun þá varð henni ekki svo auðveld- lega haggað (þrjóskan kom snemma í ljós). Þrjóskan var Þór- oddi þó ekki hliðholl varðandi heilsu sína en hann hafði meiri áhyggjur af heilsu annarra. Ég var svo heppinn að við fór- um saman til Ástralíu fyrir ári. Það var ferð sem þú vildir fara til að kveðja aldraða foreldra þína en kveðjan fór á annan veg. Það er mér nú ljóst að það varst þú sem varst að kveðja allt og alla. Samverustundirnar, gleðin og hláturinn með Guðbjörgu, Gyðu, Róberti og fjölskyldum, voru ómetanlegar. Í þessari ferð þurfti Þóroddur að fara á ýmsa staði og sýna mér hitt og þetta. Hann var mikill sögumaður og í góðri sögu gleymdum við stundum að fylgja vegvísinum, tókum þá bara auka- hring til að komast aftur á kortið. Þóroddur sagði svo: „Hvar vor- um við í sögunni frændi?“ Hlýjan milli Þórodds og Gabrí- elu fór ekki fram hjá neinum en þau bjuggu saman í 12 ár. Hún var honum svo góð og mikilvæg, hann fór aldrei að sofa í ferðinni án þess að tala við Gabríelu („frændi, ég ætla að taka kvöld- malið og fara síðan að sofa,“ sagðir þú á hverju kvöldi). Eftir stendur minning um kæran frænda sem var svo stolt- ur af ættingjum sínum, börnum og barnabörnum. Jæja Þóroddur frændi minn, ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, ef þú hittir Jesper Jens- son þar sem þú ert núna þá bið ég að heilsa honum. Gabríelu, börnum Þórodds, ættingjum og vinum ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þinn frændi, Guðmundur Guðbjartsson. Góður sjómaður, sannkallaður nagli hefur kvatt. Þóroddur flutti til Ástralíu með foreldrum sínum barn að aldri, 18 ára gamall skilaði hann sér aftur heim á Frón og þá alla leið austur til Neskaupstaðar. Þetta var sumarið 1976, já fljótlega eftir snjóflóðin miklu í plássinu. Já, það var botnlaus vinna í gangi við uppbyggingu bæjarins. Þóroddur varð partur af þess- ari uppbyggingu. Fyrst vann hann við fisk sem skipin báru að landi. Síðan réðst hann á eitt þeirra. Þar unnum við saman. Þegar ég var skipstjóri á Berki var hann í skipshöfninni. Flinkur og úr- ræðagóður sjómaður sem gott er að eiga í minningabankanum. Reyndar má segja að ég hafi kynnst honum við eldhúsborðið heima, en hjá okkur hjónum dvaldi hann eftir komuna til Nes- kaupstaðar, þar var hann aufúsu- gestur. Fljótlega varð Þóroddur Norðfirðingur og samlagaðist fjölskyldunni eins og sonur. Konan mín, Sidda, var móður- systir hans. Ég held að þau hafi fundið Hafnfirðinginn hvort í öðru, já og Melshúsaþráðinn. Síðan stofnaði hann fjölskyldu og sambandið við hann varð ekki eins náið. Seinna skildu þau hjónin og fóru hvort sína leið, en áður höfðu þau eignast 4 börn sem nú eru fullorðin og búa á Akureyri. Þóroddur var alla tíð tryggur vinur. Hann gladdi oft með húm- or sínum en var í eðli sínu alvöru- gefinn. Síðustu árin var hann strand- veiðimaður og réri frá Patreks- firði. Hann náði þar prýðisár- angri og þar leið honum vel. Annars bjó hann í Hafnarfirði með sambýliskonu sinni Gabríelu E. Þorbergsdóttur. Síðastliðinn vetur fóru þeir frændur, hann og Guðmundur, í 7 vikna ferð til Ástralíu, en þar búa aldraðir foreldrar hans og 3 systkin. Áttu þeir þar ógleyman- legar stundir með vinum og vandamönnum. Það átti víst enginn von á að Þóroddur hyrfi svo snöggt af svið- inu, en það er eitthvað fallegt við þá staðreynd að aldraðir foreldrar skyldu fá að kveðja son sinn. Við hjónin vottum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Magni Kristjánsson. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að ég fengi að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér á andartaki horfinn varstu mér. Ég trúi því á andartaki aftur verð hjá þér. Sakna þín svo mikið, elsku Þóroddur minn. Þín Gabríela. Þóroddur Gissurarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR, Strikið 2, Garðabæ, lést á Landspítalanum föstudaginn 16. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. október klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/XQUauzmhCj4 Magnús Ásmundsson Katrín Fjeldsted Jónsdóttir Ólafur Ásmundsson Salgerður Jónsdóttir Svavar Ásmundsson Pálína Hinriksdóttir og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.