Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
✝ Þórir BarðdalÓlason fæddist
í Reykjavík þann
31. október 1958.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans þann 14.
október 2020. For-
eldrar hans voru
Sesselja Engilráð
Guðnadóttir, f. 2.3.
1920, d. 25.4. 2017,
og Óli Sigurjón
Barðdal, f. 5.6. 1917, d. 22.2.
1983. Systkini Þóris eru: Jón
Arnar Barðdal, f. 18.5. 1943,
Hörður Barðdal, f. 22.5. 1946, d.
4.8. 2009, Reynir Barðdal, f.
21.6. 1949, Óli Sigurjón Barð-
dal, f. 10.12. 1955, d. 27.6. 1961,
unarskóla Íslands á sínum yngri
árum og meðfram skóla vann
hann á Seglagerðinni Ægi. Þór-
ir stundaði nám við Myndlista –
og handíðaskóla Íslands og síð-
ar við Listaakademíuna í Stutt-
gart í Þýskalandi og útskrif-
aðist þaðan sem myndhöggvari.
Þórir starfaði um skeið við
höggmyndalist í Houston í Tex-
as í Bandaríkjunum og í Portú-
gal. Hann flutti aftur heim til Ís-
lands árið 1996 og starfaði í
nokkur ár við höggmyndalist og
legsteinagerð og stofnaði stein-
smiðjuna Sólsteina og Stein-
smiðju Akureyrar. Þórir, ásamt
eiginkonu sinni Sigrúnu Olsen,
stofnaði hugleiðsluskólann Lót-
ushús árið 2000, sem tilheyrir
alþjóðlegu samtökunum
Brahma Kumaris World Spiri-
tual University, sem starfar enn
í dag.
og hálfsystir, Krist-
ín Ragnheiður Er-
lendsdóttir, f. 5.2.
1939.
Árið 1989 giftist
Þórir Sigrúnu Ol-
sen, f. 4.5. 1954, d.
18.4. 2018. For-
eldrar hennar voru
Lilja Enoksdóttir, f.
7.9. 1928, og Ólaf
Olsen, f. 27.6. 1924,
d. 28.7. 1999. Dóttir
Þóris er Sara Barðdal, f. 29.6.
1988, og eiginmaður hennar er
Hákon Víðir Haraldsson, f. 23.6.
1988. Synir þeirra eru Alexand-
er Úlfur, f. 30.9. 2013, og Balt-
asar Máni, f. 9.9. 2016.
Þórir stundaði nám við Versl-
Elsku pabbi hefur kvatt okkur
í bili. Það sem einkenndi hann var
mikill léttleiki, gleði og umburð-
arlyndi. Hann var umhyggjusam-
ur og fullur af kærleika og visku.
Hann var alltaf til í gott spjall um
lífið og tilveruna og síðustu ár
lærði ég ótrúlega margt af hon-
um.
Hann hvatti mig til að horfast í
augu við allan minn ótta og sorgir
til þess að heila þær og verða
frjáls og gaf mér tólin og þekk-
inguna til þess að komast þangað.
Hann hafði velvilja til allra og
sagði mér að allir væru alltaf að
leika sitt fullkomna hlutverk og
því ætti maður ávallt að hugsa vel
til hvers og eins.
Hann fór í gegnum veikindin
sín á aðdáunarverðan hátt og tók
öllu með miklu æðruleysi, sátt og
öryggi. En hann treysti því 100%
að dramað væri fullkomið og lífið
akkúrat eins og það á að vera, þó
svo að það komi upp erfiðleikar
eða áskoranir. Hugrekki er orð
sem kemur upp þegar ég hugsa
til hans, því hann var tilbúinn að
horfast í augu við allt. Hann vildi
kveðja þetta líf hamingjusamur
og friðsæll, sem hann gerði svo
sannarlega. Ég mun sakna hans
hrikalega mikið og er svo þakklát
fyrir tímann sem við höfðum
saman og alla þekkinguna og lær-
dóminn sem hann gaf til mín í
orðum og hvernig hann lifði lífinu
sínu.
Elsku pabbi, ég óska þér gæfu
og alls hins besta í ferðalaginu
þínu og nýjum komandi hlutverk-
um. Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem við náðum að skapa
saman. Ég elska þig ávallt og veit
að við munum hittast aftur
seinna.
Sara Barðdal Þórisdóttir.
Elsku Þórir.
Það er svo stutt síðan við
kvöddum hana Sigrúnu systur
mína eftir erfið veikindi. Þú hugs-
aðir svo vel um hana og gerðir
alla hluti fallega í kringum hana.
Þið voruð í fallegasta sambandi
sem ég hef séð. Það voru mín for-
réttindi að vera með ykkur í
hennar veikindum. Ég vissi alltaf
að ég ætti góðan mág í þér, en
þarna koma svo vel í ljós hversu
yndislegur þú varst. Ein sú kær-
leiksríkasta manneskja sem ég
hef kynnst. Þú studdir hana syst-
ur mína í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur. Ekki bara hana
heldur okkur öll í fjölskyldunni.
Þú tengdist sonum mínum öllum
sterkum böndum. Sérstakt sam-
band var á milli ykkar Brjáns þar
sem hann átti ykkur hjónin nán-
ast sem annað foreldrasett. Þú
ásamt systur minn hafðir mikil
áhrif á hans líf og þið voruð alltaf
til staðar fyrir hann. Fyrir það er
ég óendanlega þakklát.
Þegar ég lít yfir líf ykkar hjóna
þá var það einstaklega skemmti-
legt. Þið unnuð alla tíð saman,
voruð bæði miklir listamenn
hélduð margar myndlistasýning-
ar bæði hér á landi og erlendis.
Þið voruð hugmyndarík og skap-
andi, aldrei vandamál bara lausn-
ir. Þið ferðuðust um öll heimsins
höf. Á ferð ykkar um Indland fyr-
ir rúmum 20 árum kynntust þið
þekkingarskólanum Brahma
Kumaris World Spiritual Uni-
versity. Þá var ekki aftur snúið.
Þið höfðuð fundið ykkar tilgang í
þessu lífi. Þið stofnuðuð Lótus-
hús þar sem þið rákuð hugleiðslu-
skóla á Íslandi og átti hann hug
ykkar allan, þar hjálpuðuð þið
þúsundum landsmanna við að
takast á við streitu og vanlíðan.
Þú varst einn af þeim öðling-
um sem vannst verk þín í hljóði.
Það kom okkur öllum á óvart
þegar þú greindist með ólækn-
andi krabbamein skömmu eftir
að konan þín lést. Við tók að
reyna að koma í veg fyrir meinið,
bæði með hefðbundnum og
óhefðbundnum lækningum. Þeg-
ar þú vissir að þú myndir ekki
vinna þessa baráttu tókstu því
með einstöku æðruleysi. Þú sagð-
ir við mig „ekki vera sorgmædd,
þetta er allt eins og það á að
vera“. Þú varst óttalaus með öllu.
Heppinn varstu þegar yndis-
lega dóttir þín hún Sara flutti aft-
ur til landsins. Hún hugsaði svo
vel um þig í veikindunum og hélt í
höndina þína þegar þú kvaddir.
Hún syrgir nú pabba sinn og syn-
ir hennar, Alexander og Baltasar,
afa sinn. Missirinn er mikill. Ég
sendi þeim mínar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Elsku Þórir, takk fyrir allt og
allt.
Kveðja
Linda mágkona.
Mínar fyrstu minningar um
Þóri voru þegar hann vísaði mér
úr herberginu sínu á Rauðalækn-
um þar sem hann bjó. Ég ætlaði
bara aðeins að leika mér að stóru
móteli af Apollo-eldflauginni sem
hann var búinn að setja saman og
mála. Hann var ekkert ánægður
að ég væri að þvælast inni í her-
berginu hans.
Þegar ég var um 10 ára var ég
„undirverktaki“ hjá honum í akk-
orði að kósa netaflögg í Segla-
gerðinni þegar hún var úti á
Granda. Ég man að þetta voru
mikil uppgrip fyrir mig.
Þórir hvatti mig til dáða svo að
ég hamaðist á kósavélinni, mér
fannst frábær hugmynd að fá
greitt fyrir hvern kós.
Ég heimsótti Þóri til Þýska-
lands þegar hann stundaði nám
við myndmótunardeild Listahá-
skólans í Stuttgart árið 1985. Þar
kynntist ég Þóri sem hinum and-
lega leitandi manni að innri friði.
Þótti mér sú leit stundum nokkuð
sérstök, til dæmis þegar við vor-
um að teygja og brjóta saman
rúmföt eftir kúnstarinnar
reglum.
Einnig þegar hann raðaði hin-
um ýmsu litríku orkusteinum á
mig sem áttu jú eflaust að veita
mér andlegan styrk og innri frið.
Það var skemmtilegt og
áhugavert að fylgjast með honum
og pælingum hans.
Með honum í leit sinni var Sig-
rún Olsen, eiginkona hans, sem
eins og hann kvaddi of snemma.
Þau ferðuðust víða um heim og
bjuggu á ýmsum stöðum, meðal
annars í Portúgal þar sem við
Agnes áttum yndislegan og eft-
irminnilegan tíma með þeim í fal-
legu sveitaþorpi í bleika húsinu
sem þau gerðu haglega upp.
Þórir var mikill andans maður,
frábær höggmyndalistamaður,
frumkvöðull og lunkinn í við-
skiptum.
Hann var fylginn sér og laginn
til verka hvort sem var að gera
upp hús eða í listinni.
Þegar ég hugsa um Þóri sé ég
hann fyrir mér með sitt glettna
bros og þægilega nærveru.
Hann var ætíð tilbúinn að
hlusta og vildi alltaf vel.
Ef einhver hefur fundið svarið
við lífsgátunni þá er það Þórir.
Ég er ekki í vafa um að Þórir
er nú kominn á góðan stað, því
hann trúði því að það væri líf eftir
þetta líf og að við værum í löngu
þroskandi ferðalagi. Nú er hann
eflaust lagður af stað í næsta
ferðalag með Sigrúnu sinni.
Við vottum aðstandendum og
vinum okkar dýpstu samúð.
Óli Þór og Agnes.
Þórir Barðdal
✝ Þröstur H. Elí-asson fæddist í
Reykjavík 21. júní
1945. Hann and-
aðist á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
11. október 2020.
Hann var sonur
Guðsteins Elíasar
Hannessonar, f. 15.
júní 1918, d. 19.
feb. 1975, og Bryn-
dísar Leifsdóttur, f.
29. jan. 1925, d. 7. des. 1995.
Bróðir Þrastar var Ragnar
Leifsson, f. 1.12. 1943, d. 29.11.
2003.
Hinn 25.12. 1966 giftist Þröst-
ur Guðbjörgu Friðþjófsdóttur, f.
14.6. 1941, d 1.2. 2014, dóttur
Friðþjófs Þorsteinssonar og
Lilju Snæbjörnsdóttur. Þau
eignuðust þrjú börn sem eru: 1)
Lilja, f. 28.2. 1966, maki Skúli
Fyrir átti Guðrún Rós dótturina
Þóreyju Lovísu Sigurmunds-
dóttur, f. 21.12. 1997, sambýlis-
maður Gabríel Ponzi, f. 10.8.
1993. 3) Andvana fæddur dreng-
ur 27.1. 1973.
Þröstur ólst upp í Brekkukoti
í Reykholtsdal hjá föðursystur
sinni, Helgu Laufeyju Hann-
esdóttur, og Guðmundi Guðjóns-
syni og börnum þeirra.
Þröstur og Bogga bjuggu á
Patreksfirði til ársins 1983 en
fluttust á Melabraut á Seltjarn-
arnesi í upphafi árs 1984 og
bjuggu þar síðan. Þröstur hafði
unnið ýmsa vinnu á Patreks-
firði, lengstum þó sem bílstjóri,
og gerðist sendibílstjóri eftir
komuna suður.
Útför Þrastar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 23.
október 2020, klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkanna
verða aðeins nánustu aðstend-
endur viðstaddir en athöfninni
verður streymt á:
https://youtu.be/1vXk18tzkEE
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Þorsteinsson, f.
23.5. 1965. Þeirra
synir: Arnór Freyr,
f. 22.1. 1994, og
Þröstur Már, f.
10.4. 1996. 2) Helgi
Leifur, f. 1.6. 1971.
Fyrri kona hans
var Fanney Stein-
þórsdóttir, f. 12.1.
1972. Þeirra börn:
Steinþór, f. 4.11.
1989, sambýliskona
Tinna Björg Hilmarsdóttir, f.
11.6. 1988. Börn: Baltasar
Krummi, f. 17.9. 2019, og Frið-
mey Lóa, f. 17.9. 2019. María
Björk, f. 12.10. 1994. Barn henn-
ar: Trausti Þór Atlason, f. 16.5.
2014. Helgi og Fanney skildu.
Seinni kona Helga er Guðrún
Rós Maríusdóttir, f. 10.6. 1970.
Þeirra dætur: Sunna Dís, f. 3.12.
2002, og Birta Sól, f. 19.8. 2005.
Þröstur ólst upp í Borgarfirði.
Þar kynntist hann konu sinni
Boggu sem kom þangað frá Pat-
reksfirði til að vinna á símstöðinni
í Reykholti og í eldhúsinu í
Kleppjárnsreykjaskóla. Árið
1964 fluttu þau saman vestur á
Patreksfjörð og bjuggu þar þang-
að til 1983 að þau settust að á Sel-
tjarnarnesi þar sem þau bjuggu
síðan. Eftir að þau fluttu suður
kynntist Þröstur hálfbróður sín-
um Ragnari, sem hann hafði vitað
af í mörg ár en aðeins hitt einu
sinni. Tókst með þeim náið sam-
band sem gaf Þresti mikið og
mikil synd að þeir bræður fengu
ekki lengri tíma saman.
Fyrir 35 árum kom ég inn í
fjölskyldu Þrastar og fór ávallt
vel á með okkur. Allan þann tíma
skammaði Þröstur mig aðeins
einu sinni. Þá bjó ég hjá honum
og Boggu konunni hans og var að
bóna bílinn. Seinna um kvöldið
kom karlinn og spurði mig hvort
ég væri búinn að að bóna, sem ég
taldi vera. Fór hann þá með mig
út, opnaði bíldyrnar og sagði:
„Kallar þú þetta hreinan bíl?“ Ég
hafði gleymt fölsunum.
Í júní á síðasta ári veiktist
Þröstur illa og fyrstu vikuna var
tvísýnt um líf hans. Þröstur var
samt sko ekki tilbúinn að gefast
upp frekar en fyrri daginn enda
hörkunagli sem kvartaði aldrei og
hlífði sér aldrei. Hann var alltaf
fyrstur til að hjálpa ef einhverjar
framkvæmdir voru í gangi. Ef
hann var í vinnu þegar aðstoðar
var þörf, sem var æði oft, kom
hann eftir vinnu og þá með bakk-
elsi í farteskinu. En hann talaði
oft um það að vinnandi menn
þyrftu að borða vel.
Í félagsheimilinu Breiðfirð-
ingabúð varði hann miklum tíma,
sérstaklega eftir að Bogga féll frá
árið 2014. Fékkst hann þá við ým-
islegt eins og dans og skipulag
ýmissa viðburða. Dans var reynd-
ar líf og yndi Þrastar og skipti þá
ekki máli hvort hvort það var
línudans eða gömlu dansarnir, en
hvort tveggja stundaði hann í
Breiðfirðingi.
Í sumar fórum við Lilja, dóttir
hans, hringinn um landið og er
komið var á Austfirðina, þangað
sem við höfðum aðeins einu sinni
komið, var hringt í Þröst og spurt
hvað væri væri helst hægt að
skoða, því hann og Bogga ferð-
uðust mikið um landið. Þá stóð
ekki á svörum.
Í veikindum Þrastar fór Lilja á
hverjum degi og stundum tvisvar
á dag til að huga að pabba sínum.
Þá talaði Þröstur um hversu mikil
gersemi hún væri, en ég hef aldr-
ei séð eins sterk tengsl á milli
tveggja persóna eins og á milli
þeirra feðgina.
Kæri Þröstur, á svona tímum
þar sem varla má hitta nokkurn
mann, var mjög sárt að geta ekki
heimsótt þig á Eir. Í byrjun sept-
ember þegar þú varst í mat hjá
okkur talaðir þú um hvað þú varst
ánægður með 75 ára afmælið sem
Lilja hélt upp á fyrir þig. Þá komu
saman vinir þínir og ættingjar til
að fagna með þér. Það sem þú
baðst mig um þá, Þröstur minn,
er bón sem ég mun ekki svíkja.
Að lokum vil ég segja að þú
varst ekki aðeins tengdafaðir
minn heldur sannur vinur.
Elsku Lilja, Helgi, Gunna, ætt-
ingjar og vinir, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og vona að
guð styrki ykkur í sorginni.
Þinn tengdasonur,
Skúli.
Góðmennska, gleði, hjálpsemi,
gjafmildi, drifkraftur, jákvæðni,
húmor. Þetta eru nokkur orð sem
lýstu þér svo vel.
Ég man einkar vel eftir bíl-
túrnum sem við tveir fórum sam-
an stuttu eftir að amma féll frá.
Það var æðislegur dagur sem við
áttum saman. Við rúntuðum um
Borgarfjörðinn meðal annars.
Áður en við komum að Hömrum
þá sagði ég við þig að það væri fal-
legur foss á hægri hönd, en ég
mundi alls ekki hvað þessi foss
var kallaður eða við hvaða veg
hann var. En það breytti litlu, því
þú fannst hann strax. Við stopp-
uðum þar í nokkra stund og skoð-
uðum fossinn og virkjunina sem
er við fossinn áður en við héldum
áfram för okkar.
Við stoppuðum svo meðal ann-
ars hjá Lóu frænku í Brekkukoti
og skoðuðum dýrin eins og svo oft
áður. Það var alltaf svo gaman að
kíkja með þér til Lóu og fá að
skoða dýrin. Hvort sem ég var 5
ára eða 26.
Að sjálfsögðu heimtaðir þú að
við fengjum okkur að borða sam-
an áður en við héldum til baka,
svo við stoppuðum í Borganesi og
fengum okkur gott að borða.
Elsku afi. Það sem ég mun
sakna þess að fá ekki að hitta þig
aftur. Takk fyrir alla bíltúrana
sem við fórum í saman. Ég mun
virkilega sakna þess að geta
spurt þig til vegar, hvort sem það
væri hér í bænum eða út á landi.
Þú rataðir allt.
Ég mun virkilega sakna allra
kvöldanna þegar þú komst í
heimsókn og sömuleiðis þegar ég
kíkti í heimsókn til þín og fékk að
kíkja í sjoppuna góðu. Það verður
tómlegt að hafa þig ekki lengur
með okkur á jólunum. Það var svo
gaman að vera alltaf með ein-
hvern fíflagang í gjöfunum sem
ég og bróðir minn gáfum þér. En
engar áhyggjur, ég mun halda
fíflaganginum áfram við nafna
þinn.
Þú varst mjög mikill kleinu-
kall. Og í hvert skipti sem ég mun
fá mér kleinu hér eftir mun ég
hugsa fallega til þín.
Þú settir alltaf aðra í forgang
og varst alltaf tilbúinn að hjálpa
öðrum í kringum þig.
Mér fannst alltaf svo vænt um
hvað þú og Clelia tengdust strax
vel hvort öðru. Þú skildir hana
ekki alltaf því hún talaði ensku en
samt urðuð þið svo náin. Undir
lokin sagðirðu mér frá fallegum
stað sem heitir Þakgil. Þú vildir
að ég færi með Cleliu og sýndi
henni hann. Ég vildi óska að ég
hefði getað tekið þig með okkur
þangað. En ég lofa þér því að við
munum fara þangað!
Ef ég gæti erft þó ekki nema
10% af þeirri góðmennsku sem þú
hafðir innra með þér. Þá væri ég
ánægður með sjálfan mig.
Þú lifðir fyrir dansinn og
kántríið. Og ég vona og veit, að þú
og amma eruð núna komin í dans-
skóna, og eruð byrjuð að dansa
saman undir fjörugri tónlist.
Takk fyrir allar minningarnar,
og takk fyrir allt sem þú kenndir
mér, og takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig.
Þú varst svo mikið meira en
bara afi minn. Hvíldu í friði elsku
vinur.
Þinn vinur og barnabarn,
Arnór Freyr.
Við hjónin kynntumst á Pat-
reksfirði laust fyrir 1970. Þá
bjuggu þau Þröstur og Bogga
fyrir vestan og áttu eftir að búa
þar allmörg ár enn. Lilja og
Bogga voru náskyldar og miklar
vinkonur alla tíð og við hittumst
því oft. Eftir að við fluttumst til
Reykjavíkur heimsóttu Þröstur
og Bogga okkur oftar en flestir
aðrir Patreksfirðingar. Það eru
áreiðanlega ekki miklar ýkjur að
þau hafi heimsótt okkur í hvert
sinn sem þau voru bæði á ferð hér
syðra og Þröstur kom iðulega í
kaffisopa þegar hann var hér einn
í einhverjum flutningum eða
slíkt.
Okkur verður svo tíðrætt um
þetta af því að það sýnir einn höf-
uðkost Þrastar, tryggðina. Annar
var greiðviknin. Hann keyrði
sendibíl eftir að þau settust að á
Seltjarnarnesinu og ævinlega var
hægt að fá hann til að hjálpa sér
ef þurfti að flytja húsgögn, timb-
ur eða hvað sem var; meira að
segja úldið og daunillt innvols úr
ónýtri frystikistu. Allt var þetta
jafnsjálfsagt. Hins vegar var ekki
eins sjálfsagt að fá að borga fyrir
viðvikið.
Þröstur var mikill dugnaðar-
forkur og jafnan kappsamur við
verk. Og hann gat skotið aðeins á
aðra ef honum þótti þeir hlífa sér
fullmikið. Hann vildi láta alla
hluti ganga og ganga hratt. Það
var hans eðli. – En tryggðin var
samt hans sterkasti eðlisþáttur.
Þegar Bogga veiktist af alzheim-
er kom í ljós að Þröstur átti til
meiri þolinmæði og umhyggju, já,
miklu meiri, en flestir höfðu búist
við. Hann hugsaði um konu sína
af slíkri natni og alúð að ekki var
hægt að benda á neina misfellu
þar á.
Eins og fyrr sagði var Þröstur
hamhleypa til allra verka og hon-
um féll sjaldan verk úr hendi. Það
voru því vond tíðindi þegar hann
fékk heilablæðingu og lamaðist
öðrum megin. En hann tók því af
karlmennsku og æðruleysi. Ól
raunar lengi í brjósti von, og jafn-
vel vissu, um að hann mundi ná
sér og geta snúið aftur til starfa
sinna, margra, og tekið allnokkur
dansspor inn á milli.
Með Þresti er genginn góður
vinur sem verður sárt saknað og
við vottum fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúð.
Guðni Kolbeinsson og
Lilja Bergsteinsdóttir.
Þröstur H.
Elíasson
Elsku bróðir okkar og frændi,
GUNNAR ÞORVALDSSON
frá Hnífsdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda
sunnudaginn 11. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Systkini og fjölskyldur