Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
✝ Tinna MaríaÓmarsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. ágúst 1982. Hún
lést þann 9. október
2020. Foreldrar
hennar eru Guð-
laug Traustadóttir,
fædd 6. desember
1960, og Valgeir
Ómar Jónsson,
fæddur 23. júlí
1955.
Bróðir Tinnu er Jón Elmar
Ómarsson, fæddur 17. ágúst
1984 í Reykjavík, maki hans er
Elvý Ósk Guðmundsdóttir.
Tinna ólst upp að hluta á
Eskifirði, Kópaskeri, en mest í
Reykjavík, þ.e. í Fossvoginum.
Hún gekk í Fossvogsskóla og
kláraði tíunda bekk í Réttar-
holtsskóla. Kláraði stúdends-
próf frá FB í Breið-
holti og þaðan fór
hún í Tækniskólann
í margmiðlun og
forritun.
Tinna eignaðist
þrjú börn: Með
Stefáni Harðarsyni
eignaðist hún Emil-
íu Silfá, fædda 17.
apríl 2005, nema í
tíunda bekk.
Giftist hún Geir
Magnússyni (þau slitu samvistir)
og eignaðust þau Sögu Þöll,
fædda 26. febrúar 2013, og Ými
Darra, fæddan 2. júlí 2015.
Útför Tinnu Maríu fer fram í
dag, 23. október 2020, klukkan
11.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verða aðeins nánustu ætt-
ingjar viðstaddir útförina.
Hvað verður um litla laufið sem fauk
og liggur á vegi mínum?
Með tilkomu haustsins lífi þess lauk
samt litvarpi heldur það sínum.
En haustvindar kaldir því feykja um
fold
og finna því legstaðinn frjóa.
En hringurinn lokast, það verður að
mold
og upp af því aftur mun gróa.
(Ragnar Þorbergs)
Hvíl í friði barnið mitt.
Pabbi.
Það er með djúpum söknuði
og trega að ég rita minning-
arorð um elsku frænku mína,
jafnöldru og vinkonu.
Tinna bjó yfir mörgum kost-
um sem ég virkilega dáðist að;
hún var áræðin, djörf og hafði
til að bera leiftrandi kímnigáfu.
Strax sem barn stóð hún fast á
sínu og lét engan vaða yfir sig.
Svo var hún einstaklega
skemmtileg og uppátækjasöm.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um hana. Það er því ekki að
undra að margar af mínum ljúf-
ustu æskuminningum tengjast
henni. Uppi á svefnlofti hjá
ömmu og afa varð hún að tígr-
isdýri og ég að blettatígri og í
þeim gervum skottuðumst við
um hverfið. Þegar við hins veg-
ar komumst í tæri við vatn
breyttumst við hið snarasta í
hafmeyjur - enda töldum við að
kattardýr væru sennilega ekk-
ert sérlega hrifin af vatni.
Í huga okkar kom aldrei ann-
að til greina en að við myndum
búa saman þegar við yrðum
stórar ásamt börnum okkar á
ættaróðali ömmu og afa í Garðs-
enda. Okkar eigin Ólátagarði.
Sá þráður sem spunninn var í
æsku rofnaði aldrei þótt leiðir
okkar lægu á ólíkar brautir.
Báðar bjuggum við erlendis um
tíma, en aldrei misstum við
sjónar hvor á annarri. Við sam-
glöddumst yfir draumum sem
urðu að veruleika og gerðum
okkar besta í að veita hvor ann-
arri stuðning þegar sumar
skýjahallirnar hrundu.
Minningarnar um Tinnu
frænku verma og í hjarta mér
mun ég ávallt varðveita öll
skemmtilegu augnablikin tengd
samverustundum okkar. Eitt af
því mörgu góða við að eldast er
að maður kann betur að meta
það góða sem maður hefur þeg-
ið og hefur mótað mann frá því
snemma á lífsleiðinni. Slíkan
fjársjóð skilur Tinna eftir hjá
mér.
Ég sendi börnum Tinnu, fjöl-
skyldu og aðstandendum öllum
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sunna Ebenesersdóttir.
Hælarnir hennar Tinnu voru
dálítið eins og rendur tígursins.
Hún fór ekkert án þeirra. Í
logni og byl, í frosti eða yl. Allt-
af var Tinna á háu hælunum.
Það var líka alveg ótrúlegt hvað
hún hélt alltaf góðu jafnvægi,
því ekki voru hælarnir lágir.
Fyrir henni var þetta þó bara
staðalbúnaður og ekki ætlaði
hún að láta sjá sig á flatbotna,
jafnvel þótt stígurinn væri
óstöðugur. Tígurinn fer ekki úr
röndunum þótt á móti blási.
Það var alltaf einhver kraftur
sem fylgdi Tinnu. Stutt var í
brosið og smitandi hláturinn.
Hún var algjör töffari og bar
það vel. Rauði varaliturinn og
öll flottu húðflúrin voru til
marks um það. Hún átti þó líka
sínar mjúku hliðar og sást það
helst í tengslum við börnin
hennar, hún var svo ótrúlega
stolt af þeim. Tinna var hug-
myndarík, skapandi og listræn
og eigum við báðar falleg verk
eftir hana. Hún var forvitin,
ófeimin og tók sjálfa sig ekki of
alvarlega. Tinna var alltaf til í
að taka þátt í góðu glensi með
vinkvennahópnum. Okkur er
sérstaklega minnisstætt þegar
við áttum skemmtilegan gæsun-
ardag með henni. Hún klædd í
háa hæla, tígrisgalla og tjullpils,
dansandi af innlifun við „Eye of
the Tiger“.
Oft fór Tinna sínar eigin leið-
ir, en alltaf skaraðist hennar
leið við okkar á einhvern hátt.
Og vá hvað það var gaman þeg-
ar við vorum á sömu leið. Þá
fékk maður að finna þennan
kraft sem fylgdi henni. Kraft
tígursins.
Elsku Tinna. Við misstum þig
allt of fljótt. Það er svo margt
sem við áttum eftir að gera
saman.
Elsku fjölskylda. Þið misstuð
Tinnu allt of fljótt. Elsku Emilía
Silfá, Saga Þöll og Ýmir Darri.
Þið misstuð mömmu allt of
fljótt.
Við samhryggjumst öllum
þeim sem misstu hana.
Áslaug og Eva.
Elsku mamma mín.
Sakna þín á hverjum degi og
gæfi allt til að hafa þig ennþá
hjá mér.
Þó að ég sjái þig ekki þá veit
ég að þú fylgist með mér þrosk-
ast og upplifa drauma mína.
Þú varst besta mamma í
heimi og ég elska þig út af líf-
inu.
Emilía Silfá.
Klukkan var kortér yfir eitt
eftir miðnætti þegar ég fékk
óvænt símtal frá mömmu, ég
vissi að eitthvað var ekki í lagi
og ég svara. Þegar mamma er
að segja mér hvað kom fyrir,
hringir pabbi í mig á hinni lín-
unni. Ég svara og hann heyrir
það strax að ég veit hvað hefur
gerst. Nú þegar erfið og tilfinn-
ingaþung vika er liðin, sit ég
hérna heima með kassa af ljós-
myndum sem ég tók úr dótinu
þínu sem fylgdi þér. Mikið af
myndum úr Vogalandinu sem
var okkar æskuheimili og þótt
við flyttum á Kópasker í stuttan
tíma þá komum við aftur til
baka í Vogalandið. Þar áttum
við sameiginlega vini í Foss-
vogshverfinu sem við hópuðum
saman til að fara með í „eina
krónu“ og fleiri leiki. Í kass-
anum voru myndir af fyrstu ut-
anlandsferðinni okkar, þegar við
fjölskyldan sigldum frá Eskifirði
til Danmerkur og ferðuðumst á
bíl niður til Spánar. Myndir frá
Afríku, þegar við fórum til Ang-
óla og Suður-Afríku. Afríka var
mikil upplifun fyrir okkur og
áttum við þar ógleymamlegar
fjölskyldustundir. Ekki vantaði
upp á partímyndirnar og síst
myndir af vinum þínum og sést
hvað þú varst mikill vinur vina
þinna. Hvert ár var mikil til-
hlökkun að fara til Eyja á
þjóðhátíð og sama hversu mikið
óveður gekk yfir þá fórstu alltaf
aftur og náðir vandræðalaust að
redda þér miða í dalinn að ári
liðnu. Í kassanum eru myndir
frá því þú fórst með vinum þín-
um til Grikklands í skemmtiferð
og þegar þú fórst til Frakklands
sem au-pair, því það var alltaf
eitthvað við frönskuna sem
heillaði þig. Við að fara yfir
þessar ljósmyndir koma upp
margar góðar minningar og sést
hvað við vorum samrýnd sem
krakkar, þó svo að við værum
ólík á margan hátt. Þú varst
stóra systir, ákveðin og stjórn-
söm og ég var litli bróðir sem
fór eftir því sem þú sagðir,
svona oftast, en ætíð vorum við
góðir vinir. Þú sást til þess að
ég vaknaði á réttum tíma í skól-
ann, passaðir upp á að ég ætti
alltaf mjólkurmiða og þegar
kom upp ósætti á milli okkar
sagði mamma alltaf „hættið að
rífast því þið eruð bara tvö og
hafið bara hvort annað“. Ég
hugsaði ekki mikið um þessa
setningu þá en ég geri það
núna. Elsku Tinna, ég mun aldr-
ei gleyma þeim góðu stundum
sem við áttum og kveð þig með
sárum söknuði.
Þinn bróðir,
Jón Elmar.
Tinna María
Ómarsdóttir✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist
21. maí 1934 á Hrí-
sateignum í
Reykjavík. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 13.
október 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Þorkelsson, f. 14.
nóvember 1908,
verkstjóri hjá
Skeljungi, og Guðríður Ein-
arsdóttir, f. 2. nóvember 1911,
húsmóðir. Þau bjuggu lengst af
á Grenimel 8 í Reykjavík. Þau
þær stofnuðu saumaklúbb sem
hefur haldið saman í 65 ár. Hún
starfaði á rannsóknarstofu
Málningarverksmiðjunnar
Hörpu í 51 ár.
Kristín hélt heimili með for-
eldrum sínum á Grenimel 8 þar
til faðir hennar lést 1990 en þá
fluttist hún í í Blikahóla 2 og bjó
þar uns yfir lauk. Kristín var
ógift og barnlaus en hún átti
gott samband við systkini sín og
börn þeirra.
Útför Kristínar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 23. október
2020, kl. 13. Streymt er frá út-
förinni á
https://www.promynd.is/live/
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
eru bæði látin.
Systkini Kristínar
eru: Einar, f. 1935,
látinn 2006, Þor-
kell, f. 1940, Óskar,
f. 1941, Þór, f. 1941,
Örn, f. 1944, Svan-
borg, f. 1947, Guð-
mundur Ingi, f.
1949 og Ásgeir, f.
1951.
Kristín lauk al-
mennri skólagöngu
og fór síðan í Húsmæðraskólann
á Ísafirði 1952-1953. Þar eign-
aðist hún góðar vinkonur sem
hafa haldið hópinn alla tíð síðan,
Við Elísabet kveðjum elskulega
systur og mágkonu og þökkum fyr-
ir hlýhug og einstaka samleið í
gegnum lífsins veg.
Þá horfði Guð á garðinn sinn,
hann greindi auðan reit,
og sá þitt andlit ofurþreytt
er yfir jörð hann leit.
Þig örmum vafði hann undurblítt
og upp þér lyfti nær,
í garði Drottins dýrðlegt er
því djásnin bestu hann fær.
Hann vissi hve þín þraut var þung
hve þjáningin var hörð,
þú gengir aftur aldrei heil
með okkur hér á jörð.
Hann sá að erfið yrði leið
og engin von um grið.
Með líknarorðum lukti brá
og ljúfan gaf þér frið.
Þótt sárt í huga sakni þín
og syrgi vinur hver
við heim til Guðs, er heldur þú
í hjarta fylgjum þér.
(Höf. ók.)
Þór og Elísabet.
Hvernig get ég bara verið að
skrifa minningargrein um hana
Kiddý frænku, hún sem alltaf hef-
ur verið til? Hún var föðursystir
mín, átti engin börn sjálf og giftist
aldrei og ég man að ég vorkenndi
henni soldið með það þegar ég var
yngri. Mamma og pabbi ákváðu að
skíra mig í höfuðið á henni og komu
henni á óvart með það í skírninni
og mamma sagði að hún hefði
hrokkið mikið við þegar hún heyrði
nafnið á stelpunni, en að henni
hefði þótt vænt um það.
Við fjölskyldan áttum heima í
Búrfelli og gistum því oft á Grenó
hjá ömmu og afa þegar við komum
í bæinn og vorum þá í kjallaranum
hjá Kiddý. Ég fékk oft að gista á
Grenó og man þegar Kiddý kom
heim úr vinnunni og byrjaði strax
að elda með hattinn eða húfuna á
sér, mér þótti það alltaf sérstakt.
Hún Kiddý var eins og amma
mín og eins og amma barnanna
minna. Þegar ég byrjaði búskap og
flutti til Reykjavíkur þá fórum við
Kiddý saman rétt fyrir jólin og
keyptum jólasteikina, það varð að
vera hamborgarhryggur frá rétt-
um framleiðanda, ég valdi og hún
borgaði. Þessum sið héldum við
nöfnurnar í 25 ár en í ár verð ég að
kaupa mína steik sjálf.
Hún var höfðingi heim að sækja
og það var aldrei neitt lítið með
kaffinu hjá henni.
Og það gat verið erfitt fyrir
móður með 4 ung börn að heim-
sækja hana því að hún átti svo mik-
ið af styttum á öllum borðum sem
að allar voru dýrmætar. Við sein-
ustu talningu voru stytturnar 106
talsins. En aldrei brutu þau neitt
fyrir henni, umgengust heimilið
hennar af virðingu.
Þegar haldið var afmæli lagði
hún það á sig að vakna kl. 7 á
morgnana og bakaði heilan stafla
af pönnukökum og mætti með það í
boðið og þeir sem smökkuðu þær
vita að það voru bestu pönnukökur
í heimi.
Hún hélt upp á 85 ára afmælið
sitt árið 2019 í Lúxemborg hjá
systur sinni, vildi vera að heiman
og fóru mamma og pabbi með
henni út þá eins og svo oft áður.
Þetta var virkilega gaman en jafn-
framt var þetta hennar síðasta ferð
erlendis.
Hún var soldið sérlunduð og það
sem hún ákvað það stóð og henni
varð ekki haggað, en það var henni
ekki alltaf til góðs. Hún var ekki
búin að vera nógu hress sl. 2 ár, en
þetta hlaut að lagast bara sagði
hún. Frá því í vor hafði heilsu
hennar hrakað og sumarið var ekki
gott fyrir hana. En eitt var það sem
hún ætlaði sér, hún ætlaði sér í 50
ára afmælið mitt. Hún var lögð inn
á Landspítalann 2. september og
þegar ég heimsótti hana 2 dögum
seinna þá leit hún betur út en hún
hafði gert í marga mánuði. Hún
varð svo glöð þegar ég kom og tók í
höndina á mér og sagði: „Ég held
barasta að ég komist í afmælið
þitt.“
Mánudagskvöldið 12. október
hrakaði henni það mikið að henni
var ekki hugað líf og lést hún á
gjörgæsludeildinni umvafin fjöl-
skyldunni sinni þann 13. október á
50 ára afmælisdaginn minn. Hún
náði afmælinu mínu og við vorum
saman, en kannski ekki eins og við
ætluðum okkur.
Elsku Kiddý, takk fyrir sam-
fylgdina í 50 ár upp á dag, allt sem
þú gerðir fyrir mig, allt sem þú
gafst mér og allt það sem þú varst
mér. Farðu í friði og skilaðu kveðju
í Sumarlandið.
Kristín Þórsdóttir.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér,
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hjartans þakkir fyrir góðvild-
ina, knúsin og hjálpsemina. Nú er
komið að okkur að baka pönnukök-
urnar fyrir öll afmælin og æfa okk-
ur að steikja fiskibollurnar sem þú
gerðir af mikilli snilld, ánægju og
gleði fyrir okkur og börnin okkar.
Minningarnar eru ótal margar
enda hefur þú verið stór hluti af
okkar tilveru alla okkar ævi og ver-
ið okkur og strákunum okkar sem
besta amma. Okkur þykir hálfund-
arleg tilhugsunin að við eigum ekki
eftir að eiga fleiri góðar stundir
með þér.
Takk fyrir allt og við biðjum að
heilsa ömmu og afa í Sumarland-
inu.
Hulda og Guðríður Þórsdætur.
Kiddý var æskuvinakona
mömmu minnar Guðrúnar Katrín-
ar Guðnýjar og þær fæddust báðar
árið 1934. Guðríður og Jón leigðu
hjá Thelmu afasystur minni á
Reykjavíkurvegi 10 og þar fæddist
Kiddý. Mamma fæddist í sama
húsi nokkrum mánuðum síðar.
Kiddý og mamma léku sér saman
þar og þær rifjuðu oft upp þennan
tíma í Skerjafirðinum. En vegna
stækkunar flugvallar voru húsin
flutt inn á Hrísateig árið 1941. Vin-
konurnar áttu núna heima í Laug-
arnesinu og bjuggu sín hvorum
megin við götuna. Kiddý flutti
ásamt foreldrum sínum og bræðr-
um á Grenimel 8 og bjó þar í mörg
ár. Hún fór eitt ár í Húsmæðra-
skóla og eignaðist margar vinkon-
ur sem hún hafði alltaf samband
við því þær voru í saumaklúbbi.
Hún var mikil hannyrðakona og
verk hennar voru og eru ógleym-
anleg. Ung að aldri fékk hún vinnu
hjá Málningarverksmiðjunni
Hörpu og vann þar alla tíð þar til
hún komst á eftirlaunaaldur. Hún
vann með efnafræðingunum og var
alltaf fljót að læra nýja hluti.
Harpa var á Skúlagötunni og gekk
Kiddý alltaf heim á Grenimel eftir
vinnu .
Kiddý var einnig skáti og stund-
um hitti ég hana í Skátaheimilinu
þegar dansskólinn minn var þar.
Kiddý og mamma voru alltaf
vinkonur sem nutu þess að hittast
og margar stundir áttu þær sam-
an heima hjá okkur eða á Greni-
mel. Alltaf vorum við velkomin að
koma í heimsókn og gestrisni
hennar var einstök. Vinkonurnar
fóru í mörg ár að hlusta á Karla-
kór Reykjavíkur og nutu þess að
hlusta á fallegan söng saman.
Mamma lést skyndilega árið
2002 og Kiddý hafði alltaf samband
við pabba og okkur systurnar og
við komum oft í fínt bakkelsiboð til
hennar og alltaf var yndislegt að
heyra minningar hennar um hana
og mömmu. Hún hélt upp á 85 ára
afmælið hjá Svanborgu systur
sinni í Lúxemborg og það var af-
mæli sem hún talaði stundum um
að hefði komið sér á óvart hve
mannmargt boðið var. Hún flutti af
Grenimelnum eftir lát foreldra
sinna að Blikahólum, þar hún hafði
fallega fjallasýn.
Kiddý átti sjö bræður og eina
systur. Einar elsti bróðir hennar
bjó í Karfavogi og var hún þar oft
að passa börn hans og Gerðar og
leit inn hjá okkur í Gnoðarvogi á
leiðinni þangað.
Eitt sumar þegar við vorum í or-
lofi á Akureyri var Kiddý þar
ásamt Þóri bróður sínum og Elísa-
betu mágkonu sinni og okkur var
boðið til orlofshúss þeirra sem var
á frábærum hæðum Akureyrar og
áttum við þar saman ógleymanlega
kvöldstund.
Ég talaði síðast við Kiddý í byrj-
un október því ekki mátti heim-
sækja hana á sjúkrahúsinu en ég
vissi ekki að þetta væri okkar síð-
asta samtal. Ég sendi ástvinum
Kiddýjar mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur á þessari kveðju-
stund.
Þakkir til Kiddýjar fyrir að hafa
verið í mínu lífi frá upphafi og gefið
mér svo margt í fjársjóð minninga.
Dídí mamma mín elskaði Kiddý
vinkonu sína og þær voru alltaf vin-
konur sem glöddust saman og
aldrei hækkuðu röddina.
Helga Erlendsdóttir.
Kristín Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Kiddý mín takk
fyrir samfylgdina.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Góða ferð í sumarlandið
Þín mágkona,
Guðrún.