Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 55
inin sagði eitt okkar á sextugs-
stúdentsafmælinu:
Settleg Áslaug og jafnan á yfirveguðum
nótum,
sómdi sér ávallt og gjarnan réð yfir
góðum ráðum,
en vildi samt völdin gjarnan í sínum
höndum hafa,
en val hennar oftast
deilum til heilla haga.
Að mínu viti er þetta rétt því
Áslaug var áhrifamikil í okkar
hópi með sinni hógværu fram-
göngu og við mátum ráð hennar
og undum vel við. En Áslaug var
meira, hún var sérlega greind og
góðum námsgáfum gædd, kenn-
ari og bókasafnsfræðingur, móðir
á viðburðaríku heimili, traust og
ráðgefandi prestsfrú.
Án alls efa var það Áslaugu að
þakka að bekkurinn okkar fékk
sæmdartitilinn UNDRI í MA.
Mér vitanlega lét hún ekki mikið
til sín taka utan starfsvettvangs
síns, en allt sem hún gerði leysti
hún vel svo eftir var tekið.
Hún var trúuð kona og virðu-
leg í allri framkomu, þannig að í
návist hennar „leyfðu menn sér
ekki allt“ eins og sagt er. Hún
hafði bætandi áhrif á umhverfi
sitt og það fólk sem hún um-
gekkst. Með trega í huga kveðj-
um við mæta konu og ljúfa bekkj-
arsystur og vin.
Með sjálfskipuðu umboði fyrir
hönd bekkjarsystkina,
Sr. Lárus Þorvaldur
Guðmundsson.
Norræn samvinna á sér langa
sögu og djúpar rætur. Hennar
gætir í öllum lögum þjóðfélagsins
og sameinuð standa löndin sterk-
ari í samfélagi þjóðanna en hvert
og eitt í sínu lagi. Og víst er það
að líf okkar og samskipti á Norð-
urlöndum væri allt annað, og
stundum mun flóknara, ef hennar
nyti ekki við.
Norræna húsið hefur í rúm-
lega 50 ár skipað veglegan sess í
menningarlífi okkar Íslendinga,
fært okkur heim nýja strauma úr
menningu nágrannaþjóðanna og
kynnt íslenska menningu erlend-
is.
Styrkur og velgengni hverrar
stofnunar byggist á einstakling-
unum sem þar starfa og sinna
starfi sínu af áhuga og alúð.
Áslaug Eiríksdóttir var traust-
ur og góður starfsmaður Nor-
ræna hússins um langt árabil.
Hún átti sinn fasta sess í hjarta
hússins, bókasafninu, og tók þar á
móti gestum og gangandi, alltaf
róleg og yfirveguð, en glöð í fasi.
Hún var vel að sér um norræn
málefni og fylgdist vel með því
sem var efst á baugi. Hún var
mikill lestrarhestur og var einkar
lagið að ræða við gesti safnsins
um nýjustu bækurnar, eða benda
þeim á eldri bækur sem voru
henni hugleiknar.
Áslaug átti líka stóran sess í
hjörtum okkar sem unnum með
henni í Norræna húsinu. Það var
alltaf gott að hitta hana og spjalla
um daginn og veginn og eiga
hana að í amstri dagsins, alltaf
var hún hlý og traust og jákvæð.
Við áttum líka margar góðar
stundir saman við leik og störf í
Húsinu og á ferðum innanlands
sem utan, og stundum voru fjöl-
skyldurnar með. Undanfarin ár
höfum við hist reglulega, oftast í
Norræna húsinu, og átt saman
gott spjall yfir kaffibolla, og það
leyndi sér aldrei að hún bar mikla
umhyggju fyrir okkur og fólkinu
okkar.
Ég kveð Áslaugu með trega í
hjarta og þakka henni frábært
samstarf í tæpa tvo áratugi og
ómetanlega vináttu í rúmlega
fjóra.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
okkar allra, sem unnum með Ás-
laugu og áttum hana að vini, að
hennar er sárt saknað og að
hennar er minnst með miklum
hlýhug og virðingu.
Innilegar samúðarkveðjur og
góðar óskir til Ingólfs og allrar
fjölskyldunnar.
Guðrún Magnúsdóttir (Dúna).
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
✝ Árni HelgiHólm Ragn-
arsson fæddist á
Sauðárkróki þann
3. október 1952.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 12.
október 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Ragn-
ar Björnsson, f.
25. mars 1915, d. 28. maí
1990, og Oddný Egilsdóttir, f.
8. apríl 1916, d. 4. janúar
2015, búsett í Garðakoti. Árni
var næstyngstur sex systkina
sem eru: Egill Ingvi, f. 1939,
Björn, f. 1943, d. 2010, Pála
Sigríður, f. 1949, stúlka f. and-
vana 1955, og Pálmi, f. 1957,
d. 2018.
Þann 18. júní 1988 kvæntist
Árni Guðrúnu Elísabetu
Bentsdóttur, f. 1967. For-
eldrar hennar eru Benth Un-
dall Behrend og Alda Sig-
urbjörg Ferdínandsdóttir.
1984, faðir Birgir Arason, f.
1963. Maki Ingu Berglindar er
Ívar Örn Björnsson, f. 15. júlí
1979. Börn þeirra eru Krister
Máni, f. 24. maí 2005, Ellen
Kara, f. 17. apríl 2007, og
Birgir Björn, f. 9. september
2011.
Árni ólst upp í Garðakoti í
Hjaltadal og bjó þar fram eftir
aldri, bæði á Ingveldarstöðum
og Laufskálum. Hann var bæði
bóndi og bílstjóri. Þegar þau
hjón hætta búskap árið 2001
flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni á Sauðárkrók, þaðan í
Hafnarfjörð en árið 2015
fluttu þau til Akureyrar þar
sem þau hafa búið síðan.
Vegna veikinda sinna fluttist
hann á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Sauðárkróki í
júlí sl. og var hann þar þang-
að til hann féll frá nú í októ-
ber.
Útför Árna fer fram í Ak-
ureyrarkirkju í dag, 23. októ-
ber 2020, klukkan 13.30 og
verður henni einnig streymt á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju. Slóð á
streymi:
https://tinyurl.com/yybfk6f4
Virkan hlekk á slóð má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
Eignuðust þau
einn son, Árna
Bent, f. 17. ágúst
1985, maki Heiða
Kristinsdóttir, f.
27. september
1977. Dóttir Árna
Bents er Guðrún
Sif, f. 16. júlí
2009, og er móðir
hennar Kristrún
Pétursdóttir. Árni
og Guðrún skildu.
Þann 13. desember 1997
kvæntist Árni eftirlifandi eig-
inkonu sinni Margréti Huldu
Rögnvaldsdóttur, f. 9. október
1962. Foreldrar hennar voru
Rögnvaldur Jónsson, f. 23.
febrúar 1918, og Hulda Jóns-
dóttir, f. 1. september 1921.
Árni og Margrét eignuðust
þrjár dætur en þær eru; Katr-
ín María, f. 22. október 1997,
Fjóla Sigrún, f. 15. desember
1998, og Halla Bryndís, f. 28.
janúar 2001. Fyrir átti Mar-
grét eina dóttur, Ingu Berg-
lindi Birgisdóttur, f. 8. maí
Það var fyrir nær 25 árum er
ég kynntist honum Árna mín-
um fyrst. Í Skagafirði. Mamma
var að hitta mann, eldri mann
að mér fannst en þá var hann
44 ára. Ég þekkti vart svo full-
orðið fólk í þá daga og fannst
mér ráðahagur móður minnar
með öllu óskynsamlegur. Mér
var þó allri lokið þegar ég
komst að því að þessi eldri
maður átti áttræða móður sem
var stálslegin og þegar ég hitti
hana fyrst var hún á leið norð-
ur á Akureyri í heimsókn til
101 árs gamallar móður sinnar
sem enn bjó heima. Það var
greinilega töggur í þessu nýja
fólki sem var að koma inn í líf
mitt en fyrir þessa fjölskyldu
verð ég ævinlega þakklát. Góð-
mennska þeirra, velvild og
hjálpsemi í garð annarra er
engu lík.
Árni kom til dyranna eins og
hann var klæddur og nákvæm-
lega ekkert öðruvísi. Talsmát-
inn var slíkur að ég hafði ekki
heyrt annað og kann það að
vera hjóm eitt að eftir smá
tíma varð þessi grófa tunga
nær vinaleg. Hann virkaði
harður út á við en hjartalagið
einstakt. Því þegar nýja stjúp-
dóttirin átti erfitt á vorkvöld-
unum eftir að hún kom með
móður sinni í Laufskála var það
Árni sem settist á rúmstokkinn
og þurrkaði tárvotan vanga og
sagði að allt yrði í lagi. Sem
það svo varð, hvað annað?
Mamma var ekki svo óskynsöm
eftir allt.
Hann var bæði vinnusamur
og duglegur og stoppaði sjald-
an við. Nú, ef hann stoppaði
var það einn kaffi, tvær sígar-
ettur og kannski kremkex með.
Hann var ekki skaplaus, fuðr-
aði fljótt upp og enn hraðar
niður aftur. Las blöðin á ógn-
arhraða og sérstaklega fletti
hann hratt yfir minningar-
greinar. Þær fannst honum hin
mesta vitleysa því það var al-
veg sama hve mikill skíthæll
manneskjan var í lifanda lífi,
hún breyttist í engil við það eitt
að deyja. Í eitt sinn þegar hann
var að þusa um þetta lofaði ég
honum því að ég skyldi skrifa
minningargrein um hann á
hreinni íslensku og engu yrði
þar logið.
Það væri hægt að skrifa
heila bók um Árna og hans orð-
ræðu. Hvílík mállýska. „Ætlar
þú ekki að koma og éta með
okkur drengdjöfull?“ spurði
hann Ívar minn þegar hann
kom í fyrsta skipti í heimsókn.
„Komdu til afa skaufi litli,“ vall
upp úr honum þegar hann tók
son minn í fangið nýfæddan.
Það var okkur öllum sárt og
erfitt að hann skyldi veikjast,
þessi maður sem aldrei kenndi
sér meins. Baráttan var hörð
en hann var samt alltaf góður
að eigin sögn. En með tímanum
dró af honum þrátt fyrir að
hann ætlaði ekki að láta það
gerast. Á fallegu vorkvöldi sl.
vor þegar ég var að hjálpa hon-
um að hátta átti hann erfitt og
sagðist verða hvíldinni feginn.
Þá var komið að mér að strjúka
hans tárvota vanga og segja að
allt yrði í lagi. Sem það verður
eftir einhvern tíma en skarðið
hans Árna verður þó erfitt að
fylla. Við lærum að lifa með
hann á öðrum stað.
Elsku Árni minn, elskulegi
stjúpi minn og vinur. Hver ein-
asti stafur sem hér hefur verið
skrifaður er bæði sannur og
réttur enda varst þú enginn
skíthæll. Þú varst stórkostleg-
ur maður í lifanda lífi og ég veit
að þú heldur því áfram hvar
sem þú ert en við vorum sam-
mála um að þú færir á einhvern
góðan stað. Einstakur afi sem
börnin mín voru svo heppin að
eiga. Ég hlakka til að hitta þig
aftur og detta í hlýja faðminn
þinn og taka í traustu höndina
þína.
Mikið sem ég á eftir að
sakna þín,
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Inga Berglind
Daginn er tekið að stytta og
skammdegið færist nær.
Haustið hefur sett svip sinn á
Hjaltadalinn með litskrúði sínu.
Hlíðar Hnjúkanna glóa rauðar
eða gulleitar. Tignarleg fjöllin
kögruð hvítu hýjalíni, eru fyr-
irboði þess sem koma skal. Lit-
ir fegurðar, missis og söknuðar.
Þetta ægifagra útsýni blasti við
úr glugganum þínum Árni
minn, undir það síðasta og
þarna var þitt heima.
Við Árni vorum jafnaldrar.
Feður okkar voru bræður og
mikill samgangur milli bæj-
anna. Þegar ég sest á skóla-
bekk níu ára gömul var farskóli
í Hólahreppi. Við Árni vorum
yngst og sátum saman.
Okkur lynti vel og studdum
hvort annað fyrstu sporin á
menntabrautinni, þegar litir og
blýantar úr pennastokknum
dugðu ekki í samlagningunni þá
voru notaðir fingur sessunaut-
arins.
Alltaf varstu kátur og traust-
ur frændi minn og afar fram-
kvæmdasamur. Aldrei stóð á
svari hjá þér en ekki var það
allt Guðsbarnahjal. Árin liðu og
skólinn færðist heim að Hólum.
Eitt vorið fórum við krakkarnir
í gönguferð upp í Gvendarskál,
þótti ekki tiltökumál að við
færum ein. Þegar upp var kom-
ið vildi einhver finna Gvend-
araltarið, vissi að það var helg-
ur staður. Leituðum við um
stund en fundum ekki steininn.
Höfðu nú einhverjir áhyggjur
og töldu að senn liði að því að
skólabíllinn færi að koma. Kvað
Árni upp úr með að við þyrft-
um nú ekkert að sjá þetta
„steinhelvíti“. Var þá snúið of-
an hlíðina. Þegar heim á Stað-
inn kom var þar fyrir bílafjöld
því yfir stóð bændafundur. Þar
var Egill Bjarnason ráðunaut-
ur, hann var ávallt á Volkswa-
gen. Bíllinn stóð undir vegg
íþróttahússins og gengu steypt-
ar uppistöður fram úr veggnum
og mynduðu innskot. Fær ein-
hver þá hugdettu að færa bjöll-
una inn í skotið sem var rétt
rúmlega bíllengdin. Hvort Árni
fékk hugmyndina man ég ekki
en hann hefur örugglega verið
fyrstur manna til að samþykkja
aðgerðir. Bisum við nú við bíl-
inn en ekkert gengur. Koma þá
vinir okkar úr yngri deild
Bændaskólans sem voru snögg-
ir að leggja okkur lið og bíllinn
flaug inn í skotið. Í sama bili
kom skólabíllinn að sækja okk-
ur. Hef ég aldrei síðan frétt af
afleiðingum gjörða okkar þenn-
an vordag.
Í kringum þig frændi minn
var aldrei lognmolla, þú varst
sannur vinur vina þinna og
fljótur að koma til hjálpar ef á
þurfti að halda.
Vinir og nágrannar nutu
hjálpsemi þinnar og margt
handtakið var það sem aldrei
var ætlast til að fá borgun fyr-
ir. Hvíldarstundin stutt og
vinnudagurinn að sama skapi
langur en aldrei var kvartað og
áfram haldið. Samferðamenn-
irnir fengu yfirlestur á hreinni
íslensku ef á þurfti að halda en
aldrei varstu ósanngjarn. Í
fornsögum hefðir þú verið kall-
aður drengur góður.
Elsku Magga, dætur og Árni
Bent og fjölskylda. Þið genguð
með frænda mínum götuna
löngu og grýttu og studduð
hann með ást ykkar og um-
hyggju. Hann sagði mér stund-
um frá ykkur, Möggu sinni og
börnunum sínum og ykkar hög-
um. Sagði frá með væntum-
þykju og stolti, hlýju sem var
honum eðlislæg. Það er svo
margs að minnast, það er svo
margt sem yljar hjartanu þótt
missirinn nísti. Guð styrki ykk-
ur og leiði.
Sigríður Garðarsdóttir.
Kveðja frá Ingveldar-
staðafólkinu
Góður vinur hefur horfið á
braut. Árni Ragnarsson er lát-
inn. Það var vorið 1985 að Árni
hafði samband við okkur systk-
inin og falaðist eftir Ingveld-
arstöðum í Hjaltadal til ábúðar.
Hann væri kominn með konu,
sagði hann, og vantaði nauð-
synlega jörð. Árni varð þannig
síðasti ábúandinn sem bjó á
Ingveldarstöðum. Eftir að hann
flutti að Laufskálum 1993, þar
sem hann var með stórt kúabú,
hafði hann Ingveldarstaði
áfram fyrir sauðfé, geitur og
geldneyti fram til ársins 2001
þegar hann brá búi. Geiturnar
tímdi hann ekki að láta af hendi
fyrr en ári síðar.
Auðvitað minnkuðu sam-
skiptin eftir að búskaparárum
Árna lauk, en Arnaldur, sonur
minn og fjölskylda hafa verið
duglegust að halda sambandi
við Árna og hans fólk. Þeir
Árni fóru nokkrum sinnum í
göngur á Arnarvatnsheiði fyrir
bændur í Miðfirði og áður, um
aldamótin 2000, voru þeir nokk-
ur haust saman í göngum í El-
liðanum í Kolbeinsdal, þar sem
Árni var jafnan gangnastjóri.
Ég átti þess aldrei kost að vera
með Árna í haustgöngum en
heyrði sögur af framgöngu
hans. Nú eru allir gangnamenn
með kalltæki og taka þannig
við fyrirmælum frá gangna-
stjóranum. En Árni var ekki
með kalltæki og þurfti þess vís-
ast ekki með. Lýsingar á beit-
ingu hans á raddstyrk og orða-
vali til að stjórna mönnum og
hundum neðan frá grundum
upp undir efstu brúnir Elliðans
eru þjóðsögum líkastar.
Um tíma vann Árni hjá
rútufyrirtækinu Sterna. Eitt
sinn þegar ég kom að Stað-
arskála í Hrútafirði á norður-
leið sá ég að rúta frá Sterna
var á bílastæðinu. Ég flýtti
mér að rútunni í von um að
hitta Árna, en þá var annar
bílstjóri á ferð. Ég spurði
frétta af Árna og glampinn
sem færðist yfir andlit hans
þegar ég minntist á Árna líður
mér seint úr minni.
Ef lýsa á Árna í fáum orðum
þá hafði hann til að bera létt-
leika, hreinskilni og glettni sem
gerðu öll samskipti hans við
fólk auðveld og fylla nú minn-
ingar okkar um hann. Minn-
isstætt er hve hress og æðru-
laus Árni var við síðasta fund
okkar í byrjun ágúst sl. en
hann var þá langt kominn í bar-
áttu sinni við sjúkdóminn sem
nú hefur dregið hann til dauða.
Við sendum samúðarkveðjur
til Margrétar Rögnvaldsdóttur
og dætra, til sonar hans, Árna
Bents, og til annarra aðstand-
enda.
Fyrir hönd fjölskyldnanna
sem standa að Ingveldarstöðum
í Hjaltadal,
Gylfi Ísaksson.
Nú þegar skuggar haustsins
lengjast með hverjum deginum
sem líður lauk baráttu Árna
Ragnarssonar við illvígan sjúk-
dóm. Sú barátta hafði staðið í
nokkur ár og þótt Árni hafi
verið ákveðinn í upphafi að
sigrast á þessum vágesti, varð
sú ekki raunin, því miður.
Við andlát Árna mágs míns
koma upp í hugann margar
góðar minningar um liðnar
samverustundir, þar sem gleðin
var yfirleitt við völd og málin
voru rædd af mismikilli alvöru,
svo ekki sé farið nánar út í þá
hluti. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefn-
um og þeim varð ekki breytt,
hann stóð jafnan fast á sínu.
Árni var duglegur, ósérhlífinn
og hann var einstaklega hjálp-
samur og vildi allt fyrir alla
gera.
Hann stundaði lengi akstur
ásamt búskapnum og þótt
vinnudagurinn gæti verið lang-
ur, þá var alltaf tími til þess að
aðstoða þá sem þess þurftu,
sama hver átti í hlut og sama
hvað þurfti að gera. Hann sagð-
ist þá bara sofa minna, enda
taldi hann að mikill svefn væri
ekki heppilegur fyrir heilsuna,
hvað sem öðrum kann að finnst
um þá skoðun. Árni hafði gam-
an af að spila og oft skruppu
þau Magga á spilavist jafnvel
þótt yfir fjallveg væri að fara.
Það má segja að hann hafi spil-
að af lífi og sál og það var aldr-
ei nein lognmolla í kringum
hann og það gat komið fyrir að
hann berði í borðið og það var
ekki gert með hangandi hendi.
Það var alltaf gaman að hitta
Árna. Hann var jafnan hress og
kátur, sagði vel frá og sá oftar
en ekki einhverjar spaugilegar
hliðar á hlutunum sem aðrir
höfðu ekki tekið eftir. Árni var
ekki smámunasamur í eðli sínu.
Hann var alltaf hreinn og
beinn, og kom ætíð til dyranna
eins og hann var klæddur.
Hann tjáði sig aldrei í hálf-
kveðnum vísum, hann kvað
jafnan fast að orðið og talaði
kjarnyrta íslensku. Með þannig
mönnum er gaman að eiga sam-
leið og vinátta þeirra er manni
mikils virði.
Þótt heilsunni væri farið að
hraka hélt hann lengi sínum
fyrri lífsstíl, hann var fljótur til
svars og lét mann ekkert eiga
hjá sér. Hann stóð meðan stætt
var. En nú eigum við bara
minningarnar um þennan góð-
an dreng sem alltaf var hress
og lífgaði svo sannarlega upp á
samfélagið.
Það er komið að kveðjustund,
við Binna þökkum Árna alla vin-
áttu í gegnum árin og við send-
um Möggu, Árna Bent og fjöl-
skyldu, Katrínu, Fjólu, Höllu og
Ingu Berglindi og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Minning þín lifir kæri vinur.
Pálmi Rögnvaldsson.
Árni Helgi Hólm
Ragnarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
bróðir og afi,
RÚNAR INGI ÞÓRÐARSON
smiður,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
14. október. Jarðarförin verður í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði mánudaginn 26. október klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer athöfnin fram með nánustu
ættingjum og vinum, en streymt verður frá útförinni á
https://youtu.be/OtlBcocTfYU
Kolbrún Fjóla og Auður Inga Rúnarsdætur
Steinunn Ingimarsdóttir Jónatan Eiríksson
Arnar Þór Þórðarson
Sigríður Amalía Þórðardóttir
Árni Elvar Þórðarson
Kristbjörg Heiður Olsen
Lilja Margrét Olsen
Arnar Eggertsson
Rúnar Logi Arnarsson
Vigdís Lára Arnarsdóttir