Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 56

Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 56
✝ Inga Lóa Hall-grímsdóttir fæddist 14. maí 1936 á Akranesi. Hún lést á Heibrigðisstofnun Suðurnesja 14. október 2020. Dóttir hjónanna Hallgríms Guð- mundssonar og Sólveigar Sigurð- ardóttur. Systkini Ingu Lóu eru í aldursröð: Gunnar, látinn, Guðrún, látin, Sigurður, Guðmundur, Hall- grímur, Jónas og Pétur, látinn. Eiginmaður Ingu Lóu er Haf- steinn Eyjólfsson. Börn Ingu Lóu eru: 1) Sólveig Halla Þor- steinsdóttir, maki Þorsteinn Jónsson. 2) Alma María Jó- hannsdóttir, maki Eiríkur Jóns- son 3) Arinbjörn Kúld, maki Anna Einarsdóttir. 4) Hall- grímur Kúld. 5) Ragna Lóa Stefánsdóttir. Barnabörnin eru 16, barna- barnabörnin eru orðin 25 og langa- langömmubörnin eru orðin 2 Inga Lóa ólst upp á Akranesi og bjó á Akranesi þar til hún fluttist til Keflavíkur þar sem hún kynntist eft- irlifandi eigin- manni sínum, Haf- steini Eyjólfssyni, en þau giftu sig 27. maí 1989. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 23. október 2020, klukkan 13. Vegna að- stæðna geta aðeins nánustu að- standendur verið viðstaddir út- förina og verður útförinni steymt frá Akraneskirkju á slóðinni https://tinyurl.com/y4macath Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: httsp://www.mbl.is/andlat Í dag kveðjum við ömmu Ingu Lóu í síðasta skipti. Elsku amma okkar sem elskaði að hafa fólk í kringum sig væri líkega ekki sátt við að í dag er ekki einu sinni hægt að halda erfidrykkju henni til heiðurs. Henni fannst gaman þegar fjölskyldan kom saman. Þannig var amma, í góðu sam- bandi við sína nánustu og síma- númerið 421-1942 var oft á núm- erabirtinum heima á Bjarkargrundinni. Þegar við bræður vorum að skrifa þessa minningargrein um ömmu stóð upp úr hvað henni þótti vænt um alla fjölskylduna sína. Hvað hún var dugleg að hringja í mömmu og þegar einn af okkur svaraði þurfti alltaf að taka gott spjall um stöðuna á fjölskyldunni. Þegar hún vann uppi á her- stöð þá var stundum eins og að koma til Bandaríkjanna í heim- sókn. Sleikjó af vellinum, ör- bylgjupopp og gosdósir með áföstum flipa sá maður löngu áð- ur en það kom í íslenska fram- leiðslu. Alltaf var hún í góðu skapi og ekki munum við eftir því að hún hafi skammað okkur. Hún sá gleðina í öllu. Hún var lúmskt fyndin, á 52 ára afmæl- iskökuna sína las einn af okkur að hún væri 25 ára og leist henni virkilega vel á að yngjast um 27 ár. Eitt skildum við aldrei samt þegar við vorum yngri, hún bannaði okkur að drekka með mat hjá henni, við áttum bara að drekka þegar við værum búnir með matinn. Hvern hefði grunað að jólin 2019 yrðu okkar síðustu saman, en þá hittust börn ömmu, makar og barnabörn. Eftir standa frá- bærar minningar um yndislega konu sem við elskuðum mikið og munum sakna. Krakkarnir okkar voru það heppnir að kynnast langömmu sinni og við vitum að hún mun vaka yfir þeim. Hvíldu í friði elsku amma. Takk fyrir allt. Jón Frímann, Ingi Fannar og Axel Freyr Eiríkssynir. Inga Lóa Hallgrímsdóttir 56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 ✝ Sigurður Þor-steinsson bóndi fæddist á Vatns- leysu í Biskups- tungum 25. sept- ember 1924. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 11. október 2020. Foreldrar hans voru Ágústa Jónsdóttir húsfrú, f. 1900, d. 1986, og Þorsteinn Sigurðsson bóndi, f. 1893, d. 1974. Sigurður ólst upp í stórum systkinahópi en þau eru: Ingi- gerður, f. 1923, d. 1994, Stein- gerður, f. 1926, Einar Geir, f. 1930, d. 2019, Kolbeinn, f. 1932, d. 2013, Þorsteinn Þór, f. 1933, d. 1940, Bragi, f. 1935, d. 2018, Sigríður, f. 1938, d. 2017, og Viðar, f. 1945. Hann gekk í barnaskólann í Reykholti og Bændaskólann á Hvanneyri árin 1945-1946. Einnig fór hann í íþróttaskólann í Haukadal. Sigurður hóf bú- skap við hlið foreldra sinna árið kórsins, söng í Karlakór Bisk- upstungna, starfaði mikið með Ungmennafélaginu, tók meðal annars þátt í mörgum leiksýn- ingum, var formaður eldri borg- ara í Biskupstungum í 17 ár, meðhjálpari við Torfastaða- kirkju í yfir 40 ár og svo mætti lengi telja. Börn Sigurðar og Ólafar eru: 1) Ágústa Sigríður, f. 1955, sam- býlismaður hennar er Gísli Þór- arinsson. Var áður gift Páli Rík- arðssyni og á 3 börn og 6 barnabörn. 2) Þorsteinn, f. 1956, hann var giftur Þóru Rut Jóns- dóttur og á með henni 3 börn og 3 barnabörn. Núverandi kona hans er Abigael Sörine Rakel Kaspersen og eiga þau 2 syni. 3) Guðmundur Bjarnar, f. 1959, er giftur Guðríði Egilsdóttur, þau eiga 2 dætur og 2 barnabörn. 4) Brynjar Sigurgeir, f. 1966, er giftur Mörtu Sonju Gísladóttur, þau eiga 3 börn og 7 barnabörn. Útför Sigurðar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 23. október 2020, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Torfa- staðakirkjugarði. Útförinni verður streymt á Facebook-síðu Skálholts: https://tinyurl.com/y3hz7ba6 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat 1953 um sama leyti og hann kynntist eiginkonu sinni, Ólöfu S.R. Brynj- ólfsdóttur, f. 1933, d. 2010. Þau gengu í hjónaband 30. apríl 1955. Sama ár byggðu þau nýbýlið Heiði út úr jörðinni Vatnsleysu. Þar bjuggu þau myndarbúi með blandaðan búskap í áratugi. Ár- ið 1989 gekk sonur þeirra Brynjar og Marta kona hans inn í búið með þeim og bjuggu þau félagsbúi til ársins 1995 þegar Sigurður og Ólöf hættu búskap. Samhliða búskapnum stundaði hann ýmsa vinnu. Hann var við síldveiðar eina vertíð í Hvalfirði og var til sjós frá Þorlákshöfn. Hann vann við skurðgröft í sveitinni og tók að sér mörg önnur viðvik. Sigurður tók ætíð mikinn þátt í félagsstörfum í sveitinni. Hann sat í hreppsnefnd í 16 ár, var einn af stofnendum Skálholts- Nei, það er ekkert kaffi á könnunni, ekkert rætt um bú- skapinn, ekki spurt hvort kýrn- ar haldi mjólkinni, ekki hvað meðalvigtin var, ekki hvað ég ætli að gera í dag og ekki sagt „ég ætla að skreppa í búðina“. Nei, það er enginn pabbi við eld- húsborðið. Já hann er farinn minn besti vinur. Við pabbi vorum góðir vinir og samrýndir alla tíð enda þeir ekki margir dagarnir í gegnum árin sem við höfum ekki heyrt hvor í öðrum. Hann þurfti alltaf að vita hvar litli strákurinn væri. Þau voru mörg verkin sem við unnum saman allt frá því ég var barn. Þó svo að mamma og pabbi hafi hætt formlega búskap 1995 þá var pabbi ekki hættur búskap var alltaf með hugann við búið. Pabbi var greiðvikinn maður og var oft kallað í hann til hjálp- ar við ýmis verk í sveitinni. Já hann gat ýmislegt. Rétt ríflega áttræður tók hann sig til og mál- aði þakið hjá sér svo eftir var tekið. Nei, því varð ekki við komið að hjálpa honum. Hann byrjaði ungur að syngja í Karla- kór Biskupstungna og var einn af stofnendum Skálholtskórsins. Hann hafði mikla unun af söng enda góður söngmaður sem hélt röddinni vel og lengi, söng full- um hálsi í réttunum með okkur fyrir ári. Hinn 25. september 1924 var réttardagur í Tungunum og var afi að búa sig til rétta þegar amma tók sóttina og í stað þess að ríða til rétta fór afi í hina átt- ina, upp að Bóli, til að sækja ljósmóður. Þennan dag kom í heiminn ljóshærður drengur er síðar varð pabbi minn. Það var því við hæfi, úr því að hann hafði réttardaginn af pabba sínum, að hann færi ungur til fjalls. Aðeins þrettán ára fór hann fyrir pabba sinn í fyrstu leit. Þeir fóru margar ferðirnar saman frændurnir og nafnarnir á Vatnsleysu inn í Jarlhettur á móti eftirsafni. Sagði hann að mikil gleði hefði verið í þeim ferðum og ekkert sungið nema raddað. Það var því ekki laust við tilhlökkun hjá mér þegar pabbi hringdi í mig af hrepps- nefndarfundi og spurði hvort ég vildi fara í fyrstu leit fyrir sig. Þegar heim var komið af fjalli spurði hann hvort gömlu karl- arnir hefðu ekki sungið mikið og það raddað. Hann þurfti alltaf að fá fréttir úr fjallferðinni þau 40 ár sem ég hef farið. Nú síðari ár var skrokkurinn farinn að gefa sig og þótti hon- um slæmt að geta ekki farið í fjósið og gert eitthvert gagn, já hugurinn var alltaf við búskap- inn. Nú síðast í byrjun október bað ég hann að koma á bílnum upp í réttir og vera bara í honum sem fyrirstaða því við ætluðum að reka féð að og vigta. „Viltu ekki að ég komi og smali með þér líka?“ spurði hann. „Ég get það alveg og brunað svo á undan fénu upp í réttir í fyrirstöðuna.“ Já hann var hinn íslenski bóndi alla tíð. Drottinn gaf og Drottinn tók. Það er sárt að missa föður sinn og sinn besta vin til margra ára- tuga, en lífið heldur áfram þótt ekkert sé spjallið við eldhús- borðið. Pabbi gengur nú á Drottins vegum við hlið mömmu, konunnar sem hann elskaði af öllu hjarta. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku pabbi. Þinn sonur og vinur, Brynjar Sigurgeir. Elsku pabbi. Í hvern á ég nú að hringja? Við spjölluð saman á hverjum degi, þess á milli ég kom til þín. Þú varst drífandi maður og þú dreifst líka í þessu pabbi minn. Mig tekur það sárt að þú sért farinn, þó að auðvitað kæmi að þessu einhvern daginn, þú varst jú búin að ná 96 árum, en svona fór sem fór og þú fékkst fallegt og friðsælt andlát, varst ekki hræddur eins og þú sagðir okkur. Þú vissir að þinn vitjunartími var kominn og þá er maður sáttur. Þú varst alltaf bóndi þó svo að þú værir löngu hættur bústörfum sem þið mamma byggðuð upp frá grunni. Þú fylgdist með öllu í gegnum Brynjar af lífi og sál og síðasta verkið hjá þér í byrjun október þegar var verið að vigta og velja líflömb, þetta fór ekki fram hjá þér pabbi minn það átti allan þinn hug. Það voru forrétt- indi hjá þér að geta verið heima og séð um þig sjálfur, geta farið í pottinn og farið á þínum bíl þeg- ar þér datt í hug, þú fórst nánast á hverjum degi eitthvað „til að halda mér við“ sagðir þú. Þú fæddist á réttadaginn 25/9 1924. Allar réttir eftir það fórst þú í nema þetta ár. Þú varst búinn að ákveða að fara ekki þó svo þér byðist það en við tókum okkur smá bíltúr að réttum til að fá smá réttastemmningu. Þú varst líka svo ánægður að við vorum öll systkinin með þér á Heiði í réttasúpu og lagið var tekið enda varstu alla tíð mikill söng- maður og þú montaðir þig oft að því að þú ættir fjögur börn og öll í kórum. Þú barst mikla um- hyggju fyrir okkur þú kenndir okkur líka að vera vinnusöm og vera stundvís og þakka ég fyrir það. Elsku pabbi, það er ekki sjálfgefið að geta sagt „pabbi“ í 65 ár það eru forréttindi og nú eru þið bæði farin þið mamma fyrir 10 árum. Nú er mamma glöð að vera búin að fá þig í Draumalandið og alla þá sem eru farnir. Ég er búin að standa mig að því oft að taka upp sím- ann og fara að hringja í þig, en ég er ekki með símanúmer hjá þér, já þetta verður skrýtið. Elsku pabbi, ég kveð þig og minning þín verður ljós í lífi mínu, bið að heilsa mömmu. Guð geymi þig pabbi minn. Þín dóttir Ágústa. Elsku afi okkar á Heiði. Óbærileg sorg er í hjarta okk- ar þessa dagana. Við systkinin, barnabörnin þín, söknum þín afskaplega mik- ið en erum samt sem áður glöð fyrir þína hönd að hafa fengið að fara til ástarinnar þinnar í lífinu, hennar ömmu. Við vitum vel hversu mikið þú hefur saknað hennar síðustu tíu ár. Þannig að við viljum segja: „Til hamingju með nýtt líf, nýtt upphaf með ömmu.“ Vonandi mun lífið hjá ykkur blómstra þarna uppi, fyr- ir ofan okkur og hún amma geri nú frægu fiskibollurnar sínar handa þér. Þú varst algjör meistari og öðlingur og snertir fullt af hjört- um hér á jörðu. Þú sagðir okkur að þú gerðir þinn bóndabæ alveg sjálfur, byggðir hann alveg einn enda hörkuduglegur bóndi. Varst sá elsti í Hreppnum og er- um við afskaplega þakklát að vera komin af þinni ætt. Takk fyrir öll árin elsku afi okkar, takk fyrir að kenna okkur að gefast aldrei upp í lífinu. Ég set ljóð hér inn sem ég gerði og er það frá okkur til þín. Við elskum þig. Engilinn minn. Elsku fallegi fuglinn er nú floginn brott af jörðu, í sæluna upp á við. Ég keyri um veginn inn í sólargeisla guðs, inn í táraflóð englanna, inn í sólargeisla bros þíns á himnum. Tár mín renna niður andlit mitt, sál mín splundruð er, hjarta mitt enga nú gleði sér. Ég stoppa, geng út, lít upp og sé …tvo fallega engla, dansa í örmum hvor annars. Þú fallegi fugl, ósk þín rættist, þú kátur ert nú. Í örmum þér er þinn fallegi fugl. Eftir á jörðu eru brotin hjörtu, en framtíð þín er björt uppi hjá ömmu. Elsku afi, elsku amma. Til hamingju með nýtt líf. (Dagný Pálsdóttir) Hvíldu í friði elsku afi okkar á Heiði. Kveðja, þín barnabörn, Dagný Pálsdóttir, Dag- mar Pálsdóttir og Haukur Viðarsson Elsku afi, þú varst einstakur maður, söngelskur og ljúfur, glaðlyndur og fagur. Einhverja hluta vegna var ég búin að ákveða að þú yrðir lengur með okkur. Svo hraustur og öflugur, dugnaðarforkur. Ég veit þó dýpst inni að þú varst tilbúin að hitta ömmu, fara í ferðalag til Spánar. Ég sé ykkur sitja saman og ég veit að þið getið verið sátt að líta niður á afrek ykkar og á okkur sem sitjum eftir, okkur sem munum bera minningu ykk- ar á lofti. Ég á eftir að sakna símtalanna okkar og að sitja með þér í stofunni á Heiði og spjalla um heima og geima. Það er eitthvað einstakt við Heiði, við húsið þitt sem þú byggðir sjálfur. Einhver notaleg ró. Um leið og maður gengur inn á Heiði þá gleymir maður erli hvers- dagslífsins og öllum heimsins áhyggjum. Það er einstakt og ég mun minnast þess. Það er eitt að byggja hús, það er annað að skapa heimili og það andrúms- loft og anda sem þar ríkir. Oft er það tengt þeim sálum sem þar búa, enda voru þið bæði, þú og amma, góðar sálir. Ég á einstak- ar minningar frá Heiði, sem barn og fram á unglingsaldur dvaldi ég hjá ykkur ömmu sum- arlangt og meira til. Að fá að upplifa frelsi, fullkomna rútínu og að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni hefur mótað mig sem manneskju meir en þig grunar. Að hlusta á fuglana, þefa af ný- slegnu grasi, upplifa náttúruna, spranga í hlöðunni fullri af hey- böggum, gera bú, ganga á eftir bústofni, huga að heimalningum, hlaupa um túnin, vaða í skurð- unum og festast, tína stör, hugsa og vera til, hef ég löngum sagt vera forréttindi, forréttindi sem munu lifa með mér um ókomna tíð. Elsku afi, þér var alltaf svo umhugað um að vera vel til fara og fínn, hafa snyrtilegt í kring- um þig og helst hafa afskorin blóm á borði. Það eru eiginleikar snyrtimennsku, eiginleikar sem þú hefur deilt áfram, til pabba, til mín og hér situr einn lítill 8 ára snyrtipinni við hliðina á mér, Guðmundur Egill. Ég er þakklát að þessi gen ferðuðust áfram. Því snyrtimennska er svolítið göfugur eiginleiki. Elsku afi, takk fyrir sam- fylgdina. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég minnist þín með söknuði, ég minnist þín með þakklæti. Hvíldu í friði. Þín Rebekka Guðmundsdóttir og fjölskylda. Nei, það held ég ekki, þetta er að verða gott, sagði Siggi bróðir minn, þegar ég spurði hann í okkar síðasta samtali hvort hann stefndi ekki á að ná 100 ár- unum. Samtalið áttum við á 96 ára afmæli hans núna í septem- ber. Sigurður Þorsteinsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.