Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
✝ Gréta Margitfæddist í Sø-
vang í Køge í Dan-
mörku 28. júlí
1938. Hún lést á
Nesvöllum í
Reykjanesbæ 10.
október 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Alda
Valdemarsdóttir, f.
1. júlí 1911, d. 2.
febrúar 1970, og
Jakob Emil Vilhelm Frede-
riksen, f. 27. júlí 1902, d. 5. sept-
ember 1994.
Systkini Grétu: Kristján, f. 3.
nóvember 1931, d. 10. mars
2015, Inga, f. 5 október 1934,
Henning, f. 3 desember 1939, d.
3. júní 2007.
Systkini sammæðra: Hilmar,
f. 23. ágúst 1930, d. 9. júní 2009,
Ingibergur, f. 25. júlí 1950, og
Kristín, f. 26. nóvember 1951.
Gréta giftist 6. júní 1959
Karli Einarssyni frá Klöpp í
Sandgerði, f. 8. júlí 1936, d. 27.
júlí 2017.
eiga þau 3 börn og 4 barnabörn.
Alda Karlsdóttir, f. 8. maí
1974, gift Danté Kubischta og
eiga þau 4 börn.
Gréta og Kalli byggðu sér hús
að Vallargötu 21 í Sandgerði og
ólu upp öll sín börn þar og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Gréta ólst upp í Køge til 10
ára aldurs. Eftir skilnað for-
eldra sinna flutti hún með móð-
ur sinni og systkinum til Íslands,
þar sem móðir hennar stofnaði
heimili með seinni manni sínum,
Magnúsi Bjarnasyni, f. 6. ágúst
1914, d. 16. ágúst 1995.
Gréta kom til Sandgerðis 15
ára gömul, þau hjón áttu útgerð
1965-1982 og var hún heima-
vinnandi þar til börnin komust á
legg og fór þá út á vinnumark-
aðinn.
Gréta greindist með alzheim-
ers og flutti á Nesvelli í Reykja-
nesbæ 2014.
Útför Gretu fer fram frá
Sandgerðiskirkju í dag, 23.
október 2020, kl. 13.
Streymt verður á slóðinni:
https://tinyurl.com/y4k9b9wj
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
Foreldrar hans
voru Ólína Þ. Jóns-
dóttir, f. 24. sept.
1899, d. 27. des.
1980, og Einar
Helgi Magnússon, f.
8. feb. 1902, d. 27.
okt. 1985.
Gréta og Karl
eignuðust 7 börn
sem eru: Ólína
Alda, f. 16. mars
1955, á hún 4 börn,
13 barnabörn og 1 lang-
ömmubarn, unnusti hennar er
Guðfinnur Karlsson.
Snæfríður, f. 26. maí 1956,
gift Pétri Guðlaugssyni og eiga
þau 7 börn og 20 barnabörn.
Margrét Helma, f. 26. jan.
1959, gift Karli Ólafssyni og
eiga þau 4 börn og 7 barnabörn.
Reynir Karlsson, f. 23. apríl
1960, giftur Júlíu Óladóttur og
eiga þau 3 börn og 7 barnabörn.
Helgi, f. 16. júlí 1964, d. 20.
sept. 1985.
Karl Grétar, f. 20. nóv. 1967,
giftur Margréti Jónasdóttur og
Hún gefur skjól og frið, þessi kona
Og hún á mitt þakklæti og ást, það allir
sjá
því hún er þar þegar allt virðist svart
og hún huggar þá er skuggar fara á
stjá.
Ég vaki um miðdimma nótt
og hvergi er ljóstýru að sjá
þá veit ég að ekkert mig hendir
því ætíð hún verður mér hjá
Hún veitir skjól og frið, þessi kona
Og hún er sú sem leiðir mig hvert sem
ég fer
hún er þar bæði í gleði og sorg
Og hún gefur, um mig vefur, hún er
hér
Hún er þar bæði í gleði og sorg
Og hún gefur, um mig vefur, hún er
hér
Hún gleður mig senn og fer þessi kona
en hún er í hjarta mér allt þetta líf
Hún er þar og þar verður um stund
hún mun vaka, við mér taka
hún mun vaka og taka mig á sinn
fund.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Takk, elsku mamma, fyrir að
vera mér og börnum mínum allaf
svo góð. Takk fyrir allar okkar
góðu, dýrmætu stundir. Takk
fyrir alla gleðina, hláturinn og
húmorinn. Hann var einstakur. Í
mínum huga ertu dýrmætasta
perlan. Þú varst frábær elsku
mamma og ég mun alltaf sakna
þín. Farðu í Guðs friði.
Þín dóttir,
Ólína Alda.
Elsku besta mamma mín.
Nú er komið að kveðjustund
og mikið sakna ég þín. Mér er
efst í huga þakklæti að hafa átt
þig sem móður. Eins og ég segi
svo oft: þú ert besta mamma í
heimi, svo ljúf og góð. Þú varst
svo létt í lund og alltaf hægt að
leita til þín með allt, enda varstu
skjól okkar systkina, það var allt-
af gaman þar sem þú varst hrók-
ur alls fagnaðar. Elsku mamma
mín, þú varst svo mikil hetja í öll-
um áföllum sem gengu yfir, vakt-
ir yfir Helga bróður dag og nótt,
algjör klettur því það reyndi svo
sannarlega á, og ekki minna þeg-
ar Pétur Snær fór. Það var svo
yndislegt að sjá hvernig þú tal-
aðir við barnabörnin, já bara alla,
allir jafnir í þínum augum. Ég
veit að þú ert komin í sumarland-
ið til pabba og þið dansið áfram í
takt. Margar yndislegar minn-
ingar ylja manni.
Elsku mamma, síðustu ár hafa
verið erfið fyrir okkur en þú auð-
vitað mildaðir þau með hlátri þín-
um og söng, alltaf svo glöð og
þrátt fyrir þennan sjúkdóm sem
alzheimer er þá tók hann ekki
góða skapið þitt. Mamma mín, ég
veit að þú ert búin að hitta hóp-
inn þinn hinum megin og það
hafa verið fagnaðarfundir trúi
ég.
Þú ert gull og gersemi
elsku besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín.
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði
kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi
barlóm lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín, og takk fyrir allt og góða
ferð í sumarlandið.
Elska þig. Þín dóttir,
Margrét Helma.
Elsku hjartans mamma mín.
Það eru ekki til nógu mörg orð í
orðabókinni sem geta sagt hvað
ég elska þig mikið og það eru
ekki til nógu mörg lýsingarorð til
að lýsa því hversu yndisleg og
elskuleg mamma þú varst.
Ég sakna þín svo, ekki bara
sem mömmu, heldur líka sem
bestu vinkonu. Þetta eru svo
þung skref að stíga núna elsku
mamma mín, en ég veit að nú líð-
ur þér vel.
Elsku mamma mín, ég vil
þakka þér fyrir alla ástina og um-
hyggjuna sem þú gafst mér, það
var engin betri móðir en þú. Ég
vil þakka þér fyrir börnin mín,
það var engin betri amma en þú.
Einhvern daginn hittumst við
aftur, þá fæ ég að kyssa þig,
knúsa og kreista aftur, það
fannst okkur best, og að syngja
hvor fyrir aðra. Það var ekkert
betra en að kúra uppi í rúmi hjá
þér og strjúka fallega vangann
þinn á meðan þú vafðir örmum
þínum utan um litlu stelpuna
þína, elsku fallega mamma mín.
Hjarta mitt er mölbrotið eftir
að hafa ekki mátt kveðja þig,
bara einn koss, eitt knús og segja
við þig hvað ég elskaði þig mikið,
en ég sagði þér það í símann og
það voru mín seinustu orð til þín,
þú heyrðir í mér elsku hjartað
mitt.
Elsku mamma mín, þú varst
svo sannarlega hetjan mín og
fyrirmynd, alveg eins og elsku
pabbi.
Það er stórt skarð í hjarta
mínu eftir að hafa misst ykkur
elsku fallegu foreldra mína með
svo stuttu millibili, sár sem aldrei
mun gróa, ekki einu sinni tíminn
mun lækna það.
Nú ertu komin í faðm elsku
pabba og Helga aftur, elsku
mamma mín.
Elsku mamma mín, takk fyrir
allt og allt. Ég sakna þín svo sárt
en fallegu minningarnar um þig
eru svo óteljandi margar og þeim
mun ég svo sannarlega halda á
loft þar til við sameinumst á ný.
Elsku fallega mamma mín,
góða ferð í Sumarlandið. Megi
þín fallega sál hvíla í friði elsku
mamma mín.
Ég man það elsku mamma mín,
hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér
var kærust óskin mín.
Þá söngst þú við mig lítið lag,
þín ljúf var rödd og vær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Ég sofnaði við sönginn þinn
í sælli aftanró.
Og varir kysstu vanga minn.
Það var mín hjartans fró.
Er vaknaði ég af værum blund
var þá nóttin fjær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Og ennþá ómar röddin þín,
svo rík í hjarta mér.
Er nóttin kemur dagur dvín,
í draumi ég er hjá þér.
Þá syngur þú mitt litla lag,
þín ljúf er rödd og vær.
Ó, elsku hjartans mamma mín,
þín minning er svo kær.
(Jenni Jóns)
Góða nótt elsku hjartað mitt.
Ég elska þig.
Þín dóttir,
Alda.
Halló, er Magga heima? Það á
engin Magga heima hérna en þú
getur fengið að tala við Margréti.
Þannig var okkar fyrsta samtal
er ég hringdi á Vallargötuna og
vildi fá að tala við Margréti. Síð-
an eru liðin 43 ár og þú verið
tengdamóðir mín síðan og góður
vinur. Við náðum alltaf vel sam-
an, þú stuðningsmaður númer
eitt alveg sama hvaða vitleysu
maður gerði, alltaf varðir þú það.
Þegar ég hugsa til allra þess-
ara ára koma fyrst upp í hugann
allar skemmtilegu stundirnar,
bæði ferðir erlendis og hér
heima, sem fjölskyldan fór sam-
an. Setningin „sælla er að gefa en
þiggja“ lýsir þér vel því gjafmild-
ari kona en þú er ekki til, varst
alltaf að hugsa um aðra og rétta
öllum hjálparhönd. Öll barna-
börnin elskuðu að heimsækja
ömmu og afa á Valló, fá mjólk og
köku eða sitja og spjalla því þið
gáfuð þeim alltaf nógan tíma, eða
horfa á enska boltann með afa –
þá þurftir þú endilega að fara að
ryksuga eða þurrka af í stofunni!
Íslenskir málshættir og þú voru
alveg sérkafli, oft var mikið hleg-
ið því þú breyttir þeim alveg
ómeðvitað.
Svona er hægt að ylja sér við
góðar minningar. Þegar allur
hópurinn ykkar kom saman þá
var oft fjör á Valló. Þú hafðir
mikið gaman af að dunda þér í
garðinum þínum við blóma- og
trjárækt meðan heilsan leyfði.
Seinni árin voru þér erfið; fyrst
dó Helgi sonur þinn, síðan Pétur
Snær, barnabarnið þitt, þá sá
maður hversu sterk kona þú
varst, bognaðir en brotnaðir
ekki. Síðan veiktist þú af alz-
heimer fyrir 12 árum og heilsan
versnaði með hverju árinu en
alltaf varstu með sama góða
skapið, hlæjandi og syngjandi.
Ég kveð þig með miklum
söknuði elsku Gréta.
Þinn tengdasonur,
Karl Ólafsson (Kalli).
Elsku amma.
Ég get skrifað niður fullt af
minningum en ég vil bara fá að
segja bless og takk. Takk fyrir
ástina og hlýjuna sem mætti
manni alltaf þegar maður kom til
ömmu á Valló. Takk fyrir allan
sönginn og hláturinn. Takk fyrir
að vera amma mín og vinkona.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Núna ertu kominn aftur í faðm
afa, Helga og Péturs Snæs. Núna
eru þið öll sameinuð.
Bless amma á Valló. Ég elska
þig.
Guðrún.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau, er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið mesta gafst þú hverju sinni.
Þinn traustur faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku yndislega amma okkar,
takk fyrir allt. Takk fyrir að vera
besta amma í heimi.
Nú ertu komin til afa.
Við söknum ykkar svo mikið
en við vitum að þér líður betur
núna, og afi hefur tekið vel á móti
þér.
Við elskum þig elsku amma
okkar og góða nótt.
Þín
Alexandra Margit, Eva
María, Christopher
Helgi og Christian Karl.
Elsku besta amma mín,
Þú varst einstök manneskja.
Og betri ömmu hefði ekki verið
hægt að hugsa sér. Ávallt til
staðar fyrir alla, dáðir stóra hóp-
inn þinn og hefðir gert allt fyrir
okkur öll. Þú varst mér oft svo
miklu meira en amma, þú varst
líka vinkona mín. Alltaf gat ég
leitað þín og talað við þig um allt.
Takk fyrir alla ástina og alla
umhyggjuna, alla gleðina og
endalausa hláturinn, allar sög-
urnar, öll spilin, öll ferðalögin
- að vera til staðar fyrir mig og
fjölskyldu mína.
Minningar ylja og mun ég
halda þeim á lofti við börnin mín.
Ég mun segja þeim skemmtileg-
ar sögur af ömmu og afa á Valló.
Takk fyrir allt elsku amma
mín, ég elska þig.
Þín
Ólína Þuríður.
Elsku amma.
Það er svo margt sem ég get
skrifað því þú varst svo yndisleg
amma, alltaf þegar ég kom til þín
þá tókstu á móti mér með stóru
ömmuknúsi, mér hlýnar um
hjartarætur að hugsa um það.
Ég kom alltaf til þín til að spila
ömmukapal, þú lést mig alltaf
gefa á meðan þú smurðir brauð
með alltof miklu smjöri sem ég
skóf af þegar þú sást ekki til.
Þegar þú fékkst svo leiða á því
að spila þá byrjaðir þú alltaf að
tala dönsku, það tók ekki langan
tíma fyrir mig að láta mig hverfa
því ég kunni ekkert í dönsku og
þú vissir það.
Það sem stendur hæst hjá mér
er þegar þú stalst til að skutla
mér í skólann, þú varst ekki með
bílpróf þannig að þetta var bara
ævintýri út af fyrir sig. Ég man
ennþá hláturinn í þér þegar þú
keyrðir þessa stuttu ferð, það tók
okkur nokkrar mínútur að labba
þetta alla daga en þarna varst þú
alveg harðákveðin í að skutla. Þú
varst eins og barn í sælgætis-
verslun.
Þrátt fyrir veikindin sem þú
hefur þurft að berjast við þá
varstu alltaf svo ánægð að sjá
krakkana mína, alltaf brosandi
og hlæjandi þegar þú sást þau.
Agnes Von var samt alltaf svo
föst við þig, vildi alltaf sitja í
fanginu á þér og þú vildir alltaf fá
hana til þín. Þegar Emma Karín
kom þá tókstu alltaf utan um
hana og ætlaðir aldrei að sleppa.
Pétur Snær fær að kynnast lang-
ömmu í gegnum sögur sem ég
get sagt honum um þig.
Emma Karín elskar þig og
saknar þín mjög mikið.
Agnes Von segir að þú verðir
alltaf vinkona hennar.
Góða nótt, elsku amma mín,
elska þig og sakna þín.
Helena Sirrý Pétursdóttir.
Elsku amma mín, ástkær vin-
kona og sálufélagi í gegnum lífið.
Það er sárt að nú skuli vera kom-
ið að leiðarlokum. Minningarnar
hellast yfir og söknuðurinn er
svo sár. Ég gat alltaf leitað til
ömmu með allt. Amma var kær-
leiksrík, hjálpsöm, fordómalaus
og dásamlegur kennari. Guð var
mér góður þegar hann gaf mér
ykkur afa. Á Vallargötunni var til
endalaust af ást og kærleik. Og
eins og þið sögðuð alltaf: Þar sem
er rúm í hjartanu, þá er alltaf til
pláss. Elsku amma mín, guð
varðveiti fallegu sálina þína. Ég
veit að afi og Helgi þinn tóku vel
á móti þér í sumarlandinu. Takk
fyrir allt.
Hvernig er hægt að þakka
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigríður Dúa)
Ástarkveðja.
Þín ömmustelpa og nafna,
Gréta.
Elsku systir, nú hefur þú
fengið hvíldina. Það hefur örugg-
lega verið vel tekið á móti þér í
Sumarlandinu af þeim sem á
undan þér eru farnir. Ég vil
þakka þér allar samverustund-
irnar, bæði hér á landi sem og
erlendis, en þær voru ófáar og
eftir lifa yndislegar minningar
um skemmtilegan tíma.
Við systur voru svo heppnar
að makar okkar voru góðir vinir
og þar af leiðandi áttum við
margar góðar stundir saman,
t.d. að spila bridge og fara í
ferðalög. Þegar við misstum
móður okkar var ég mjög ung og
þá var gott að geta leitað til þín
og alltaf varst þú reiðubúin að
gefa mér góð ráð. Ég mun ætíð
sakna þín og að geta ekki lengur
séð fallega brosið þitt og finna
hlýjuna sem þú áttir svo mikið
af. Elsku Gréta, takk fyrir allt.
Guð geymi þig, minningin um
þig mun lifa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Br.)
Elska þig. Þín systir,
Kristín María.
Fjögurra, fimm ára hef ég
verið þegar ég kynntist kærustu
Kalla frænda, henni Grétu. Allar
minningar um hana frá bernsku-
árunum hafa á sér svo jákvæðan
og líflegan blæ – þar sem hún
stóð við eldhúsborðið og hjálpaði
ömmu við húsverkin, þar sem
hún leiddi mig yfirfýldan til
myndtöku í barnaskólanum, þar
sem hún æpti og skrækti undan
stríðni og hrekkjum kærastans!
Alltaf var heimili þeirra Grétu
og Kalla opið og margir sem
kíktu við. Þar ríkti skemmtilegt
andrúmsloft hressileika og alúð-
ar eins og flestar ljósmyndir
þaðan bera með sér. Þau voru
bæði örlát og stungu oft að
manni pening þó svo að þröngt
væri í búi hjá þeim sjálfum. Og
glatt var á hjalla þegar safnast
var saman í eldhúsinu og gantast
fram og aftur. Og ekki skemmdu
hin ýmsu mismæli Grétu fyrir!
„Ha, slakk sprangan?“ – afi lét
hana aldrei gleyma þessu!
Gréta og Kalli áttu miklu
barnaláni að fagna, bæði að
magni og gæðum – afkomend-
urnir orðnir nálægt 70 talsins! Í
veikindum þeirra hjóna var þeim
einstaklega vel sinnt af börnum
sínum og öðrum ástvinum.
Síðustu árin þegar Gréta var
farin að missa minnið og gat ekki
verið í eðlilegu sambandi við
aðra var hún samt svo blíð, björt
og brosmild við hvern sem gaf
sig að henni. Hún var í raun svo
gefandi þó hún virtist vera svo
týnd varðandi flest annað – bros-
ið!
Nú kveðjum við Grétu bless-
aða. Elsku ættingjar og vinir:
Guð gefi ykkur, ástvinum henn-
ar, blessun og styrk í „hinni sælu
von“ um endurfundi og eilíft líf.
Efst í huga er þakklæti til þess-
arar elskulegu konu og þeirra
hjóna beggja, sem reyndust mér
svo undursamlega vel alla ævi.
Þökk sé þeim báðum fyrir ein-
staka samfylgd.
Einar Valgeir.
Gréta Frederiksen HINSTA KVEÐJA
Til langömmu:
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Guð varðveiti fallegu sál-
ina þína elsku langamma.
Þín
Viktor Patrik, Sóldís
Kara og Brynja Dís.