Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í miklu keppnisskapi og stend- ur líklega uppi með pálmann í höndunum. Einbeittu þér að framtíðinni þannig að allt takist sem best má verða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Til hvers að gera áætlun? Innsæi þitt er svo öflugt að þér finnst sérhvert skref færa þig nær markmiðum þínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sársauki er órjúfanlegur hluti af til- verunni, en við leggjum gríðarlega mikið á okkur til þess að forðast hann. Nú er kom- ið að því að gera hreint fyrir sínum dyrum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er aldrei hægt að gera svo að öll- um líki né segja það sem allir samþykkja. Hvað sem því líður hefur þér tekist að sigla á milli skers og báru langa lengi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tilfinningarnar sjást utan á þér og þú mátt hafa þig alla/n við svo þær beri þig ekki ofurliði. Nýttu þér allt sem þú kannt til að sigra óvininn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú skalt eyða tíma með sjálfum/sjálfri þér í rólegu umhverfi í dag.Búðu þig undir að breyta um stefnu fyrirvaralaust. Sýndu nú svolítinn kjark í litavali. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert friðsæl/l og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Ekki reyna að punkta neitt nákvæmlega hjá þér, þú fangar augnablik- ið ekki með því. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er kjörinn til þess að falla fyrir freistingum. Hver segir að allt þurfi að gerast í réttri röð? Búðu til þína eigin röð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vekur líklega á þér athygli í dag með einhverjum hætti. Betra er að bíða svo þú þurfir ekki að sjá eftir kaup- unum síðar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Aðstoð frá þínum nánustu kem- ur á óvart. Fólk kann að meta það hvað þú gerir hlutina af mikilli vandvirkni. Ekki þó vera of smámunasöm/samur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þó að þú vitir hvað er þér fyrir bestu, býr hjartað til sínar eigin reglur. Ást- arsamband þitt er á góðri leið. Þ orleifur Markússon fædd- ist í Reykjavík 23. októ- ber 1940 og bjó fyrstu tvö árin á Eyrarbakka. „Ég man fyrst eftir mér á Bessastöðum þar sem faðir minn var bústjóri. Þótt ég hafi oft komið í eldhúsið hjá forsetanum, Sveini Björnssyni, man ég lítið eftir því, en á minningu um traktor sem féll af brú í hlöðunni og vinnumann sem bar mig á háhesti frá Álftanesinu yfir í Gálga- hraunið.“ Þrettán ára bílstjóri Árið1945 flutti fjölskyldan til Ólafs- víkur og þar gekk Þorleifur í barna- skóla fram að fermingu.„Ég var alltaf í sveit í Breiðuvíkinni á sumrin hjá ömmu minni og systkinum pabba. Bróðir pabba byrjaði að kenna mér að keyra traktor og jeppa þegar ég var átta ára gamall og þrettán ára var ég orðinn með betri bílstjórum í snjó.“ Þegar þurfti að fara yfir Fróð- árheiðina þá keyrði pabbi Þorleifs að heiðinni þar sem Þorleifur tók við. „Ég tel mig alltaf vera Ólsara,“ segir Þorleifur. „Ég fór í Gagnfræða- skólann við Hringbraut og fannst ekkert sérstakt hérna fyrir sunnan, meira að segja mjólkin var verri en heima í Ólafsvík.“ En smám saman fór Þorleifur að finna sig í bænum og aðeins sextán ára fór hann að læra vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Héðni. Þorleifur tók sveinsprófið 1962 og fór að vinna á Fáskrúðsfirði við upp- byggingu fiskimjölsverksmiðju. For- stjóri Héðins, Sveinn Guðmundsson, útvegaði honum vinnu í Kaupmanna- höfn til að læra um skilvindur, og það varð úr að hann fór út í sérnám í eitt ár. „Þegar ég kom heim fór ég í Vél- skólann og fór að vinna í Héðni við al- mennar smíðar og að þjónusta og selja skilvindur í skip og í fiskimjöls- verksmiðjur. Ég var kallaður Skil- vindu-Leifi, því ég var nánast eini maðurinn á landinu með þessa þekk- ingu.“ Ástin í Þórskaffi „Fimmtudagarnir voru skemmti- legir í Reykjavík því þá fór maður í leikfimi í íþróttasal Jóns Þorsteins- sonar, svo á Laugaveg 28 til að borða og þaðan upp í Þórskaffi til að dansa gömlu dansana.“ Þar kynntist Þor- leifur eiginkonu sinni, Gunnhildi Ágústu Eiríksdóttur. „Ég sá þessa gullfallegu konu fyrst á Hótel Sögu, en hélt hún væri kannski merkileg með sig svo ég steig til hliðar. Síðan hitti ég hana aftur á gömlu dönsunum í Þórskaffi og bauð henni upp í dans og við giftum okkur árið 1966.“ Ári síðar lauk Þorleifur við vélskól- ann og eftir sumar á sjó réð hann sig til ÍSAL, þar sem hann vann til ársins 1976. „Þá er ég fenginn til Land- smiðjunnar að setja í gang þjónustu fyrir skilvindurnar.“ Las skilvindur eins og bækur Þorleifur ferðaðist út um allt land í starfi sínu, því svo fáir voru með þetta sértæka próf. Hann þótti afspyrnu góður og það var nóg fyrir hann að heyra ganginn í þeim eða fá útlistun á bilun til að vita hvað þyrfti að gera. Í eitt skipti átti að senda skilvindu í Neskaupstað til Þýskalands í viðgerð, en eftir að Þorleifur skoðaði hana þurfti bara að laga einn segulloka og skilvindan gekk vel næstu tíu árin. Í annað skipti var hann kallaður til fiskbræðslustöðvar í Bedford í Kan- ada. „Eitthvað var skilvindan að stríða þeim og ég flýg vestur og er sóttur á flugvöllinn og við förum beint í verksmiðjuna. Eftir hálftíma var skilvindan komin í gang og ég náði nánast sömu vélinni heim og ég fór með út.“ Stuttu eftir að Þorleifur fór í Landsmiðjuna ákváðu starfsmenn að kaupa hana af ríkinu og hann var settur sem stjórnarformaður. „Við rákum Landsmiðjuna til 1992, en þá kaupir Sindrastál hana af okkur og við vorum fimm sem fylgdum með í kaupunum.“ Þorleifur vann í Sindra- stáli til sjötugs og mest í varahluta- þjónustunni síðustu árin. Gengur alla daga Þorleifur er mikill útivistarmaður og ber það með sér enda bæði ung- legur og í góðu formi. Hann hefur mikið gengið á fjöll og farið oft á heimajökulinn sinn, Snæfellsjökul. „Eftir að ég missti konuna dreif ég mig í gönguhóp í Garðabænum, sem fer alltaf af stað kl. 10 á morgnana og þar ganga allir eins langt og þeir vilja og alltaf hægt að beygja af leið ef maður þreytist.“ Fjölskylda Eiginkona Þorleifs var Gunnhildur Ágústa Eiríksdóttir, f. 16.8. 1941, d. 13.6. 2019, lengst af símamær hjá Ís- lenska Álfélaginu. Börn Gunnhildar áður eru María Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 9.12. 1959, húsmóðir í sam- búð með Haraldi Owen. Þorbjörg Jó- Þorleifur Markússon vélstjóri – 80 ára Bílstjórinn Hér er Þorleifur í Flórída, en hann keyrir hvert á land sem er, enda var hann, 13 ára, oft fenginn til að fara yfir Fróðárheiðina á vetrum. Var alltaf kallaður Skilvindu-Leifi Hjónin Þorleifur og eiginkona hans, Gunnhildur, sem féll frá í fyrra. Útivistin Þorleifur með barnabörn- unum Dagmari (efri) og Gunnhildi. Til hamingju með daginn 40 ára Jónína ólst upp á Brúnalaug í Eyjafjarð- arsveit, en býr núna á Akureyri. Jónína er heimavinnandi hús- móðir og hún hefur mikinn áhuga á mat- argerð og bakstri og að eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Síðan hefur hún gaman af því að fara í ræktina, þegar tími gefst. Börn: Reynir Franz, f. 2002; Tara Sól, f. 2006, Kevin Prince, f. 2010 og Victoria Ronja, f. 2017. Foreldrar: Anna Sigríður Pétursdóttir, f. 1957, frá Bolungarvík og Gísli Hall- grímsson, f. 1957, frá Akureyri. Þau eru garðyrkjubændur á Brúnalaug í Eyja- fjarðarsveit. Jónína Gísladóttir 30 ára Pétur fæddist í Reykjavík og er að flytja í miðbæ Reykjavíkur á næstu dögum. Pétur er nýút- skrifaður arkitekt frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. Hann tók grunnnámið í Listaháskóla Íslands en er búinn að vera í tvö ár í Noregi í meist- aranáminu. Pétur hefur mikinn áhuga á allri byggingarlist en auk hennar eru helstu áhugamálin fjallaskíði og útivist Maki: Nadia Margrét Jamchi, f. 1994, sjúkraþjálfari. Foreldrar: Kristján Maack, f. 1967, atvinnuljósmyndari og Birna Björns- dóttir, f. 1968, starfaði í HR. Þau búa í Kópavogi. Pétur Andreas Maack Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.