Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
hanna Gunnarson, f. 18.2. 1961,
hjúkrunarfræðingur, gift Kristni
Tómassyni. Börn Þorleifs og Gunn-
hildar eru 1) Andrés Markús, f. 14.4.
1966, d. 4.5. 1989. 2) Soffía Dagmar,
14.5. 1968. Hún á dæturnar Gunnhildi
Rós, f. 21.7. 1989 og Dagmark Björk,
f. 25.2. 1995. 3) Guðrún Ólafía, f. 20.1.
1973. Hún er gift Jóni Randver Guð-
mundssyni, f. 8.5. 1963. Sonur hans er
Guðjón Daníel Jónsson og hann á
dótturina Helmu Rós með Magneu
Owen.
Þorleifur átti einn hálfbróður,
Svavar Snæfells Markússon, f. 30.5.
1935, d. 28.10. 1986, aðstoð-
arbankastjóra í Búnaðarbanka Ís-
lands.
Faðir Þorleifs var Andrés Markús
Einarsson, f. 5.11. 1906, d. 29.5. 1985,
bóndasonur frá Breiðuvík á Snæfells-
nesi. Hann starfaði sem fangavörður
á Litla-Hrauni, síðar bústjóri á
Bessastöðum, framkvæmdastjóri í
Hraðfrysti Ólafsvíkur, framkvæmda-
stjóri Júpíter og Mars hraðfrystihús-
inu á Kirkjusandi og endaði sem
fangelsisstjóri á Litla-Hrauni. Móðir
Þorleifs var Soffía Emilía Sigfúsdótt-
ir, f. 10.9. 1907, d. 7.6. 1973. Soffía
vann á skrifstofu og var húsfreyja.
Þau bjuggu síðast á Eyrarbakka.
Þorleifur
Markússon
Bjarni Þórðarson
Bóndi og gullsmiður á Reykhólum í Reykhólasveit
Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir
húsfreyja á Reykhólum
Þuríður Ólafía Bjarnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Þorsteinsson
vinnumaður í Húsmæðraskólanum,
Hallormsstað, Egilsstöðum
Soffía Emilia Sigurðardóttir
skrifstofumaður og húsfreyja
á Eyrarbakka
Anna Guðmundsdóttir
húsfreyja á Þrándarstöðum,
Eiðasókn, S-Múl
Þorsteinn Jónsson
bóndi á Þrándarstöðum, Eiðasókn, S-Múl.
Jón Leifs
tónskáld
Ragnar Bjarnason
tónlistarmaður
Ragnheiður
Bjarndóttir
Bjarni Einar
Böðvarsson
Böðvar
Bjarnason
Margrét Gísladóttir
húsfreyja í Bakkabúð,Búðasókn, Snæf.
Andrés Andrésson
vinnumaður í Kvíslum í Prestbakkasókn
Andréa Guðrún Andrésdóttir
húsfreyja í Syðri-Tungu,Búðasókn, Snæf.
Einar Guðmundur Magnússon
bóndi í Syðri-Tungu,Búðasókn, Snæf.
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Syðri-Knarrartungu,Búðasókn,
Snæf.
Magnús Jónsson
bóndi í Syðri-Knarrartungu,Búðasókn, Snæf
Úr frændgarði Þorleifs Markússonar
Andrés Markús Einarsson
frkv.stjóri og fangelsistjóri á
Litla Hrauni
Jón völundur í Öxl, fyrsti myntfalsari landsins
langalangafi afmælisbarnsins
„ÞETTA SPARAR TÍMA OG FYRIRHÖFN EF
VIÐ ÞURFUM AÐ OPNA ÞIG AFTUR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að upplifa sig týndan
án hennar.
HEI, KISI! EKKI
ABBAST UPP Á MIG …
EÐA ÉG SIGA
LALLA STÓRA
BRÓÐUR Á ÞIG!
ÉG ÞEKKI
HANN
„LALLI LÉTTREYKTI” …
VIÐ HITTUMST Í MAT
GRAÐG
SÍÐASTA SNEIÐIN!
FJÖLSKYLDAN ER EKKI
HEIMA SVO …
HEI, ER BESTI
VINUR ÞINN EKKI
PARTUR AF FJÖL-
SKYLDUNNI?!
„NÆSTA BOÐORÐ FJALLAR UM
SKILAFREST OG GJAFAMIÐA.”
Áfésbók birtir Þórarinn Eldjárnvísuna „Hjáleið“:
Leitt var að sjá,
ekki lá mér.
Fór ég þar hjá
og hjá mér.
Helgi R. Einarsson segist hafa
verið að lesa Vísnahornið, þar sé
minnst á limrugerð og því varð
þessi til:
Að limrunni við okkur leikum,
um lostans krákustíg reikum,
hrokans og grínsins,
galsans og vínsins
á rökum vægast sagt veikum.
Hér kemur ein sem dæmi um
þetta:
Þekkingarskortur
Stundum er það sem ég þekki
þrútið, sem brumið á hekki.
En hví það er stinnt
sem stundum er lint,
það bara þekki ég ekki.
Jón Atli Játvarðarson skrifar á
Boðnarmjöð: „43 þúsund hafa sér-
staklega beðið um að nýja stjórn-
arskráin verði tekin fyrir af Alþingi
Íslendinga. Næsti áfangi baráttunnar
gæti orðið „Stjórnarskrárhlaupið“,
með einhverjum útfærslum, sem á
eftir að ræða. Ég legg til að Helgi
Hrafn verði látinn útfæra form
skráningar og vegalengdir“:
Steingrímur bara úr stólnum dæsti
en stóran jarðskjálfta fann.
Stjórnarskrárhlaupið Helgi ræsti
og helminginn af því rann.
Sigmundur Benediktsson sendi
mér eina leifturhugdettu:
Jarðskjálftinn Pírötum skaðvæni skóp
skaddaði rósemd í hasti.
Úr alþingispontunni hugstola hljóp
Helgi í angistarkasti.
Halldór Þorsteinsson segir í sam-
bandi við píratahlaupið: „Einhver
hafði á orði að forseti Alþingis væri
menntaður jarðfræðingur. Enda
hélt hann ró sinni“:
Úr pontunni píratinn þaut
hann plagaði náttúru vá
en Forsetinn fræðanna naut
að fletta í huganum þá.
Indriði á Skjaldfönn segir, að nú
hafi Óbyggðanefnd í nafni banana-
lýðveldisins okkar gert kröfu til 20
ferkílómetra af Skjaldfannarlandi:
Þjóðlendnanna þjófalið
þvælist um á fjöllum.
Bændur ekki fá nú frið
fyrir þessum köllum.
Kristján H Theodórsson svaraði:
Íhaldið svarta, áður sagðist,
eignarréttinn verja.
Þeirra hirðin lágt þó lagðist,
á landeigendur herja.
Aldrei verið orð að marka,
þá aulafroðu stampa.
Gegn illa settum aukin harka,
en auðugum þeir hampa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Limrugerð á léttum nótum