Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 68

Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 68
68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Undankeppni EM kvenna F-riðill: Svíþjóð – Lettland.................................... 7:0 Staðan: Svíþjóð 5 4 1 0 32:2 16 Ísland 5 4 1 0 21:2 13 Ungverjaland 6 2 1 3 10:17 7 Slóvakía 4 1 1 2 2:9 4 Lettland 6 0 0 6 2:37 0 C-riðill: Wales – Færeyjar..................................... 4:0  Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn, Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdótt- ir voru aðstoðardómarar og Bergrós Unu- dóttir var fjórði dómari.  Noregur 15 stig, Wales 11, Hvíta-Rúss- land 6, Norður-Írland 5, Færeyjar 0. I-riðill: Grikkland – Svartfjallaland..................... 1:0  Þýskaland 18 stig, Írland 13, Grikkland 7, Úkraína 6, Svartfjallaland 0. Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: CSKA Sofia – CFR Cluj .......................... 0:2 Young Boys – Roma................................. 1:2 B-RIÐILL: Rapid Vín – Arsenal ................................ 1:2  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Arsenal. Dundalk – Molde ...................................... 1:2 C-RIÐILL: Leverkusen – Nice ................................... 6:2 Hapoel Beer Sheva – Slavia Prag........... 3:1 D-RIÐILL: Lech Poznan – Benfica ............................ 2:4 Standard Liege – Rangers ...................... 0:2 E-RIÐILL: PAOK – Omonia Nikósía ........................ 1:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. PSV Eindhoven – Granada...................... 1:2 F-RIÐILL: Napoli – AZ Alkmaar .............................. 0:1  Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 88. mínútu hjá AZ. Rijeka – Real Sociedad ............................ 0:1 G-RIÐILL: Leicester – Zorya Luhansk..................... 3:0 Braga – AEK Aþena ................................ 3:0 H-RIÐILL: Celtic – AC Milan ..................................... 1:3 Sparta Prag – Lille................................... 1:4 I-RIÐILL: Maccabi Tel Aviv – Qarabag ................... 1:0 Villarreal – Sivasspor............................... 5:3 J-RIÐILL: Ludogorets – Antwerpen ........................ 1:2 Tottenham – LASK Linz ......................... 3:0 K-RIÐILL: Wolfsberger – CSKA Moskva ................ 1:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA en Arnór Sigurðsson var frá vegna meiðsla. Dinamo Zagreb – Feyenoord.................. 0:0 L-RIÐILL: Hoffenheim – Rauða stjarnan................. 2:0 Slovan Liberec – Gent.............................. 1:0 Kasakstan Astana – Tobol ......................................... 1:0  Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með Astana vegna meiðsla. Tyrkland B-deild: Istanbulspor – Akhisarspor ................... 2:2  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn með Akhisarspor. Spánn B-deild: Real Oviedo – Rayo Vallecano............... 0:0  Diego Jóhannesson var ekki í leik- mannahópi Real Oviedo. Danmörk B-deild: Silkeborg – Viborg.................................. 1:2  Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður á 84. mínútu hjá Silkeborg.  Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viborg. Svíþjóð B-deild: Brage – Ljungskile.................................. 0:1  Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik- mannahópi Brage.  Handknattleikssamband Íslands staðfesti í gær að stefnt væri að því að hefja keppni á Íslandsmótinu á nýjan leik 11. nóvember. Þeim leikj- um sem áttu að fara fram frá 3. til 10. nóvember er því frestað eins og öðrum sem frestað hafði verið fram að þeim tíma. Alls eru það fjórar umferðir í hvorri deild, Olísdeildum karla og kvenna, sem fresta þurfti vegna takmarkana á aðgangi að íþrótta- húsum vegna sóttvarna. Í haust var búið að leika fjórar umferðir í karladeildinni og þrjár í kvenna- deildinni þegar keppni var stöðvuð. Handbolti frá 11. nóvember ÞRÍÞRAUT Kristján Jónsson kris@mbl.is Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti á dögunum á sterku móti á Arzachena á Ítalíu. Hafnaði hún í 36. sæti. Guðlaug Edda synti frábærlega en lenti í skakkaföllum á hjólinu. „Þetta gekk upp og niður myndi ég segja. Ég var mjög ánægð með sundið sem var frábært en ég var í fimmta sæti eftir sundið. Hjóla- brautin var erfið og þar var mikil brekka. Hjólaðir voru þrír hringir og þessi brekka kom því þrisvar við sögu. Á fyrsta hring voru allir á fullri ferð upp brekkuna en á þeim tímapunkti eru allir að berjast fyrir því að halda í við þær fremstu og missa þær ekki frá sér. Ég var að skipta um gír þegar keðjan datt af hjólinu. Ég var kannski of áköf. Þá þurfti ég að fara til hliðar, setja keðjuna á og stilla gírana aftur. Þá dróst ég mjög aftur úr og eyðilagði nánast keppnina. Þetta var leiðin- legt því maður vill keppa um efstu sætin. Hlaupið hjá mér var síðan allt í lagi. Á heildina litið var þetta leiðin- legt því dagurinn byrjaði svo vel. Auk þess fær maður fá tækifæri til að keppa á þessu ári vegna farald- ursins. Þetta var mjög sterkt mót. Í raun eins og heimsbikarmót miðað við hverjar voru með. Ég er ánægð með líkamlegt ásigkomulag. Það sást til dæmis í sundinu en ég hef líka sloppið við meiðsli og þess hátt- ar. Maður veit að hluti af því að keppa er að eitthvað getur farið úr- skeiðis og maður verður bara að halda áfram að bæta sig. Margt já- kvætt er hægt að taka út úr þessu og ég læri af hinu,“ sagði Guðlaug Edda þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í gær. Hún tók sér stutt frí eftir mótið en í næstu viku hefst æf- ingatörn sem miðar að því að hún komist inn á Ólympíuleikana í Tók- ýó sem eiga að hefjast í júlí. „Þetta var síðasta keppnin á árinu hjá mér og það var ákveðið fyrir nokkru. Ég tók ekkert frí á árinu og æfði í gegnum veiru- tímabilið í fyrstu bylgjunni. Nú tek- ur við smá hvíld fyrir stórt ár á næsta ári. Ég velti fyrir mér að halda áfram vegna þess hve næsta ár er mikilvægt en niðurstaðan er sú að þetta sé rétti tíminn til að ná einhverri hvíld.“ Gæti keppt næst í mars Guðlaug Edda er í þeirri stöðu sem stendur að vera alveg á mörk- unum að komast á leikana í Tókýó næsta sumar. Í þríþrautinni gildir sérstakur styrkleikalisti sem er kallaður ólympíulisti. Hann er frá- brugðinn heimslistanum. Á heim- listanum gilda öll mót sem kepp- endur taka þátt í en einungis viss mót gefa stig á ólympíulistann. Gild- ir frammistaða tvö ár aftur í tímann og stöðugleiki þríþrautarfólksins skiptir því máli. „Ég er einu sæti frá því að kom- ast inn eins og er. Ég þyrfti að ná góðri frammistöðu á einu til tveimur mótum á næsta ári til að gulltryggja farseðilinn. Ég þarf að vera dugleg að fara í mót snemma árs því helst myndi ég auðvitað vilja tryggja mig inn sem fyrst. Ég veit um ein- hverjar keppnir sem eru fyrirhug- aðar en það er ekki fullmótað. Enda þarf að taka tillit til faraldursins og tryggja þarf öryggi keppenda. Þar af leiðandi er spurning hvaða borgir verða í stakk búnar til að taka á móti fólki. Ég veit um keppni í apríl í Mexíkó en mér finnst líklegt að bætt verði við keppnum sem fram muni fara fyrir þann tíma. Ég reikna með að keppa í mars en það á eftir að taka á sig betri mynd.“ Með grímu í upphitun Spurð um hvort erfitt hafi verið að fara til Ítalíu og keppa á tímum kórónuveirunnar sagði Guðlaug Edda það ekki hafa verið stórmál en vissulega hafi margt verið öðruvísi en hún er vön. „Nei, í rauninni var þetta ekki stórmál. Ég var stressuð yfir því fyrst að þurfa að ferðast. Ég hafði ekki farið í flugvél og gegnum flug- velli í langan tíma og það er skrítið að sjá flugvelli nánast tóma. Fyrir mótið þurfti maður að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf sem tekið hefði verið 72 stundum fyrir keppni. Þríþrautarsambandið krafðist þess og það voru því ekki fyrirmæli frá yfirvöldum á Ítalíu. Á Ítalíu eru þó frekar strangar reglur um þessar mundir. Við vor- um með grímu og hanska nánast hvert sem við fórum. Þeir voru stífir varðandi það en það var allt í lagi. Við vorum með grímu alveg fram að keppni. Í upphitun er áhugavert að vera með grímu þar sem maður fær ekki mikið loft inn. Mér fannst það skrítið en þetta fylgir því að keppa á tímum kórónuveirunnar.“ Með bandarískan þjálfara Guðlaug Edda skipti um þjálfara í fyrra og æfir nú undir handleiðslu Bandaríkjamannsins Ian O’Brien. Guðlaug Edda er með bakgrunn úr sundi og þar stendur hún afar vel að vígi. Spurð út í áherslurnar varð- andi æfingar segir hún að reynt sé að nýta hennar styrkleika sem best. „Sundið er mín sterkasta grein. Við höfum ekki lagt of mikla áherslu á eina grein af þessum þremur. Við leggjum áherslu á mína styrkleika sem eru sund og hjólreiðarnar. Við reynum að nýta sundið mér í hag og ég er í raun heppin að vera með sundið sem bakgrunn. Sundið var frábært í mótinu á Ítalíu og maður þarf að vera með þeim fremstu frá upphafi til að eiga möguleika í sterkum mótum. Ég reyni auðvitað að bæta mig í hlaupum en annars snýst þetta um vinnusemi og stöð- ugleika í æfingum til lengri tíma lit- ið. O‘Brien þjálfar fólk héðan og það- an úr heiminum. Þríþrautarsam- félagið á elítustigi er frekar lítið og fólk veit hvað af öðru. Það var því lítil mál að komast í samband við hann. Í fyrra fannst mér vera kom- inn tími á að breyta til, bæði varð- andi aðstöðu og þjálfara. Ég heill- aðist mest af hans áherslum þegar ég fór að kynna mér hvað væri í boði. Hann þjálfar þríþrautarfólk sem er í fremstu röð í heiminum og hefur þjálfað fleiri sem hafa farið á verðlaunapall á stórum mótum,“ sagði Guðlaug Edda. Stendur á þröskuldi Ólympíuleikanna  Sennilegt að Guðlaug Edda Hannesdóttir muni keppa í þríþrautinni í Tókýó Morgunblaðið/Árni Sæberg Haustlitir Guðlaug Edda Hannesdóttir fór út að hlaupa í Kópavoginum í gær þótt hún sé í „fríi“ frá æfingum. Svíþjóð vann í gær afar sannfærandi 7:0-sigur á Lettlandi í F-riðli í und- ankeppni EM kvenna í fótbolta. Er Ísland í öðru sæti sama riðils. Eliza Spruntule og Karlina Miksone, leik- menn ÍBV, léku með Lettum í leikn- um. Pauline Hammarlund skoraði tvö mörk fyrir Svíþjóð og þær Anna Anvegard, Olivia Schough, Magda- lena Eriksson og Filippa Curmark skoruðu einnig. Svíþjóð er með 16 stig, þremur stigum meira en Ísland en liðin mætast í Svíþjóð á þriðjudag í leik sem gæti reynst algjör úrslita- leikur um efsta sæti riðilsins. Sjö sænsk mörk í riðli Íslands Morgunblaðið/Eggert Sjö Lina Hurtig skoraði eitt af sjö mörkum Svíþjóðar í gær. Sigurinn á Rúmeníu í undan- úrslitum umspils EM fleytti karla- landsliðinu í knattspyrnu upp um tvö sæti á heimslista FIFA sem birt- ur var í gærmorgun. Ísland fór upp- fyrir Rúmeníu og Norður-Írland og er í 39. sæti af 210 þjóðum heims og í 22. sæti af 55 Evrópuþjóðum. Auk áðurnefndra þjóða eru Ástralía, Noregur, Skotland og Tékkland í næstu sætum á eftir Íslandi og síð- an koma Ungverjar í 47. sæti. Þeir fara upp um fimm sæti á einum mánuði en Ísland og Ungverjaland leika um sæti á EM 12. nóvember. Ísland upp í 39. sætið hjá FIFA Morgunblaðið/Eggert FIFA Ísland er í 22. sæti af Evr- ópuþjóðum á listanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.