Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fimmta breiðskífa hljómsveitar- innar Mammút, Ride The Fire, kem- ur út í dag, 23. október, og var hún tekin upp í tveimur löndum, annars vegar á Íslandi og þá bæði í Reykja- vík og úti á landi og á Englandi, nán- ar tiltekið í höfuðborginni London. Árni Hjörvar var upptökustjóri en hann er einnig bassaleikari rokk- sveitarinnar The Vaccines. Sam Slater sá um hljóðblöndun en hann er þekktur í tónlistarheim- inum og hefur til að mynda unnið með Hildi Guðnadóttur. Um hljóðjöfnun sá Mandy Parnell sem er að sama skapi þekktur og hefur t.d. starfað með Björk og Sig- ur Rós. Síðasta plata Mammút, Kinder Versions, kom út árið 2017 og hlaut þrenn verðlaun við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2018. Verður forvitnilegt að sjá hvort nýja platan fylgir þeirri vel- gengni eftir en blaðamaður fékk að hlusta á vandaðan gripinn áður en hann ræddi við bassaleikara sveit- arinnar, Ásu Dýradóttur, sem gekk til liðs við Mammút árið 2006. Auk hennar eru í hljómsveitinni söng- konan Katrína Mogensen, gítarleik- ararnir Arnar Pétursson og Alex- andra Baldursdóttir og trommarinn Valgeir Skorri Vernharðsson en Val- geir tók við kjuðunum af Andra Bjarti Jakobssyni. Segir í tilkynn- ingu að tilfinningaríkur og hljóm- mikill trommuleikur hans passi vel við leitandi hljóðheim sveitarinnar. Gátu dólað sér í stúdíói Ása hefur tekið þátt í gerð allra platna Mammút fyrir utan þá fyrstu. Hún segir hljómsveitina hafa byrjað að gefa út plötur þegar eðlilegt þótti að fimm ár liðu á milli platna. Nú séu hljómsveitir og sólólistamenn að gefa út plötur árlega en hljómsveitin Mammút sé ekki á þeim hraða. En hver er ástæðan fyrir því að mörg ár líða milli platna hjá sveit- inni? „Það er snúið að fanga sköp- unarkraft fimm ólíkra aðila á sama tíma. Við semjum flestallt saman og höfum oftast gert allt í sameiningu, fyrir utan lagatextana,“ svarar Ása. „Við höfum alltaf tekið okkur rosa- lega mikinn tíma í að semja og út- færa og höfum verið svo heppin að geta dólað okkur í stúdíóinu líka.“ Lagatextarnir eru verk Katrínu en Ása segir aðra í sveitinni hafa blandað sér örlítið í textasmíðina. Hún bætir við að allir í hljómsveit- inni sinni öðrum störfum meðfram tónlistinni og séu auk þess með fjöl- skyldur sem skýri líka hvers vegna mörg ár líði milli platna. Þurftu að treysta og hlusta vel Í tilkynningu segir að á plötunni kveði við nýjan hljóm að mörgu leyti þar sem hljómsveitin hafi í fyrsta sinn tekið upp plötu í tveimur lönd- um. „Þetta óhefðbundna upptöku- ferli leiddi til þess að liðsmenn sveit- arinnar unnu að lagahlutum hver í sínu lagi en ferlið skapaði þó ekki fjarlægð á milli þeirra heldur þvert á móti styrkti það traustið á milli þeirra og gaf þeim meira frelsi og vald til þess að spinna og umbreyta jafnvel lagasmíðum hver annars,“ segir þar. Ása bætir við að þetta sé allt önn- ur nálgun og að hljómsveitinni hafi þótt hún spennandi tilbreyting. „Auðvitað tókum við líka tímabil þar sem við vorum límd saman svo dög- um skipti en okkur fannst þetta skemmtilegur vinkill upp á það að gera að maður gat krukkað í hlutum einn og sent áfram og fengið álit. Þetta var svolítið eins og að púsla púsluspil saman, við þurftum að treysta hvert öðru vel og hlusta með vel opnum eyrum,“ segir hún. Enginn æsingur –Hefur einhver breyting átt sér stað frá síðustu plötu? „Það er mjög mikil breyting, þótt hún sé líka á ensku eins og Kinder Versions sem kom út 2017. Við vor- um búin að túra plötuna mikið og það voru frábærir túrar og tvö ár sem fylgdu en tók mikið á andlega hjá okkur öllum. Þetta var svolítið mikið til við- bótar við öll hin lífin okkar og við ákváðum því að gera þessa plötu í meiri rólegheitum og væntingarnar voru aðrar. Maður er ekki beinlínis að bíða eftir að allur heimurinn opn- ist fyrir manni þegar maður gefur út plötu í dag, við vorum meira að gera hana fyrir okkur og okkar nánasta umhverfi. Sú var tilfinningin, það var enginn æsingur og ég held að það heyrist á plötunni, þótt hún sé þung á köflum þá er hún líka léttari. Það er húmor á henni, leikur og stemning,“ svarar Ása. Heyra má að nostrað var við plöt- una og segir Ása að sveitin og Árni, eiginmaður hennar og upptökustjóri plötunnar, hafi legið yfir henni. „Við höfðum þennan tíma og aðgengi að stúdíói og svo er Árni sjálfur tón- listarmaður og gat nýtt glufurnar milli túra í að liggja yfir þessu með okkur.“ Dúkrista við hvert lag Lögin á Ride The Fire eru sögð sérstaklega myndræn og út frá þeim myndræna heimi skapaði hljóm- sveitin persónur sem fylgja plötunni og eru hluti af sjónrænni umgjörð hennar en Ása, sem er líka mynd- listarmenntuð, gerði svarthvítar dúkristur við hvert lag. Hún segir að hljómsveitin sjálf hafi alltaf séð um flesta þá myndlist og hönnun sem hefur fylgt plötunum í áranna rás. Platan mun koma út á vínyl og segir Ása að fyrirkomulagið á söl- unni á dúkristunum muni brátt liggja fyrir og skal áhugasömum bent á vef hljómsveitarinnar, mammut.is og einnig Facebook-síðu hennar. Því má að lokum við bæta að Mammút kemur fram á stafrænu tónlistarhátíðinni Live from Reykja- vík 13. og 14. nóvember, hátíðinni sem Iceland Airwaves heldur í sam- starfi við Íslandsstofu, Reykjavíkur- borg, RÚV, Icelandair, Einstaka öl- gerð og Landsbankann. Ljósmynd/Saga Sig. Mammút Valgeir Vernharðsson, Ása Dýradóttir, Alexandra Baldursdóttir, Arnar Pétursson og Katrína Mogensen. Húmor, leikur og stemning  Mammút fagnar fimmtu breiðskífu sinni, Ride The Fire  Unnin í tveimur löndum  „Það er snúið að fanga sköpunarkraft fimm ólíkra aðila á sama tíma,“ segir bassaleikarinn Ása Dýradóttir Grafík Ein af dúkristum Ásu Dýra- dóttur fyrir plötuna Ride The Fire sem kemur út í dag. Þessa ristu gerði hún fyrir lagið „Pow Pow“. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, mun bjóða fimm nýjar hryllingsmyndir til leigu nú um helgina en þær komu inn á vefleigu RIFF á miðnætti miðvikudags. „Allt eru þetta splunkunýjar myndir frá árinu 2020,“ segir í til- kynningu. Tyrkneska myndin Veiðin (e. The Hunt) fjallar um konu sem er á flótta undan fjölskyldu sinni sem ætlar sér að drepa hana, Upp á yfir- borðið (e. Breaking Surface) er sænsk-norsk hrollvekja sem fjallar um hálfsystur sem festast í grjót- hruni og Hunskastu út (e. Get the Hell Out) er uppvakningahrollvekja frá Taívan. Skaginn (e. Peninsula) er frá Suður-Kóreu og fjallar einnig um uppvakninga og fimmta myndin, Spútnik, er rússnesk og fjallar um sovéskt geimskip og hættulega fylgi- hluti. „Hrollvekjur og furðusögur hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kvikmyndahátíðum víða um veröld og slíkar kvikmyndir eru hér í sérstöku kastljósi. Áhersla er lögð á norðlægan hroll í bland við verk frá ólíkum heimshornum sem draga fram fjölbreytileika hrollvekjunnar í allri sinni blóðugu dýrð,“ segir í til- kynningu frá RIFF. Þar segir einnig að vegna Cov- id-19 og fleiri áfalla sem dynji nú yfir land og þjóð hafi verið ákveðið að halda áfram að sýna vinsælustu ís- lensku heimildarmyndirnar sem sýndar voru á RIFF í ár, þ.e. Humarsúpu, Sirkusstjórann, Á móti straumnum og Þriðja pólinn auk þess sem heimildarmyndir um Hel- mut Newton, Alvar Aalto og Rock- ville verða áfram sýndar um helgina. Frekari upplýsingar má finna á riff.is. Hrollvekjandi Úr rússnesku hrollvekjunni Sputnik sem er á leigu RIFF. Hryllingsmyndahelgi KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS JÓLAVÖRURNAR HEKLA kerti 1990,- HEKLA viskastykki – 2950, HEKLA svervíettur – 990,- KLA djásn – 5790,-HE Hekla jólaköttur lítill – 10.900,- stór – 21.900,- komnar í verslanir okkar -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.