Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 72

Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 • haaleiti@bjorg.is Ert þú með allt á hreinu 2020? Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum Víða eru skemmd epli oggagnrýnt hefur verið aðekki sé allt slétt og fellt íembættismannakerfinu. Sú gagnrýni fær byr undir báða vængi í frumraun Katrínar Júl- íusdóttur, fyrrverandi ráðherra og alþingismanns, á sviði glæpasagna. Eftir að hafa lesið sögu hennar, Sykur, kemur ekki á óvart að hún hafi fengið spennusagna- verðlaunin Svart- fuglinn í ár, en þau voru afhent í liðinni viku. Oft leynist mikill sannleikur í skáldverkum og þegar fyrrverandi ráðherra stígur fram með glæpasögu er ekki við öðru að búast en stuðst sé á ein- hvern hátt við fengna reynslu, þó hafa beri í huga að um skáldsögu sé að ræða. Sykur er vel skrifuð spennusaga og sérlega góð áminning, ekki síst til þeirra sem eiga að fara með valdið í opinberri stjórnsýslu. Jafnvel má segja að hún sé tilvalin kennslubók í sálfræði og félagsfræði, því ráðist er að rótum vandans, heimilisofbeldi og brotnum fjölskyldum, erfiðleikum einstæðra mæðra, barnaníði, einelti og eiturlyfjum. Ástin, umhyggjan og réttlætið vega salt á móti og eftir stendur að með lögum og reglum skal land byggja. Uppbygging sögunnar er góð og helstu persónur ljóslifandi. Tvö- feldnin er áberandi, falska brosið, siðleysið. Svindlið og eigin hags- munagæsla. Meðvirknin. En svo er það baráttan við hið illa, vilji til að standa sig, gleðjast í hópi góðra og traustra vina. Allt svo ljóslifandi og einfalt en engu að síður fatast mörg- um flugið. Sitt er hvað trú í blindni og trú á guð almáttugan. Andstæðurnar leyna sér ekki. Erfiðara er fyrir konu en karl að öðlast brautargengi í lögreglunni, en þó Sigurdís, helsta persóna sögunnar, rekist á veggi, veit hún hvað hún ætlar sér, bítur á jaxlinn og bíður færis. Orka hennar er ekki síst úr sykurlausum drykkjum, en að loknu góðu dags- verki fær hún sér ónefndan drykk. Það getur Katrín Júlíusdóttir svo sannarlega líka gert eftir útkomu þessarar bókar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahöfundur Katrín Júlíusdóttir hreppti spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir handrit þessarar fyrstu skáldsögu sinnar, Sykur. Hún er hér við afhendingu verðlaunanna á dögunum ásamt sonum sínum. Tilfinningar og ískaldar staðreyndir Glæpasaga Sykur bbbbn Eftir Katrínu Júlíusdóttur. 246 bls. Veröld 2020. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Einar Falur ingólfsson efi@mbl.is Rut Guðnadóttir hlaut í gær Ís- lensku barnabókaverðlaunin 2020 fyrir bókina Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Rut hefur áður skrifað pistla og smásögur en þetta er fyrsta skáldsaga hennar og kom út í gær. Útgefandi bókarinnar er Vaka-Helgafell. „Ég gæti ekki verið ánægðari, segir Rut um verðlaunin. „Ég vona að þetta verði einhvers konar stökk- pallur því mig langar til að gera skrif að mínu ævistarfi. Ég hef verið krotandi eitthvað og að skrifa smá- sögur síðan ég var pinku-ponsu lítil, þannig að þetta er svo sannarlega draumur að rætast.“ Og Rut hefur haldið áfram að skrifa í námi við Háskólann á síð- ustu árum; hún lauk meistaragráðu í ritlist, fór svo í íslensku og er nú í námi til kennsluréttinda. Hún segir verðlaunasöguna vera þá fyrstu sem hún skrifar fyrir börn og ungmenni. „Þetta er húmorísk ævintýrasaga og fjallar líka um dýpri tilfinningar en mætti halda í fyrstu. Sagan fjallar um þrjár stelpur, Millu, Rak- el og Lilju, sem eru 13 ára og að byrja í áttunda bekk, þar sem þær sannfærast um að kennarinn þeirra í stærðfræði, hann Kjartan, sé vampíra. Hann sé að soga lífsorkuna úr samnemendum þeirra. Þær ákveða þá að þær þurfi að bjarga skólanum sínum og í framhaldinu öllum heiminum, því fullorðið fólk sé gagnslaust – það myndi enginn trúa þeim ef þær segðu að það væri vampíra í skólanum. Svo snýst sag- an svolítið um sanna að þetta sé virkilega vampíra. Og hvað þurfi að gera til að bjarga skólanum. Þá flækjast inn aðrir þræðir eins og fyrsta ástin, umræður um líkams- ímynd og átröskun, og það að fá minni athygli en önnur systkini hjá foreldrum – og alls konar aðrar til- finningar sem unglingar á þessum aldri eru að glíma við en geta ekki alltaf sett í orð,“ segir hún um sög- una. Rætur í ritlistarnámi Rut segir rætur verðlaunasög- unnar liggja í ritlistarnáminu. „Ég fékk hugmyndina þar fyrir þremur árum, í kúrsi sem fjallaði um handritagerð. Eftir það hélt ég áfram að fikta í henni og að lokum varð sagan að lokaverkefninu mínu í ritlist, fyrstu fimm kaflarnir eins og þeir voru upphaflega. En síðan hef ég endurskrifað þá í drasl,“ bætir hún hlæjandi við. Það var ekki komin nein loka- mynd á söguna þegar vinir og vandamenn bentu Rut á auglýsingu um samkeppni um Íslensku barna- bókaverðlaunin. „Ég fór þá að hafa samkeppnina sem einhvers konar lokapunkt að miða við þegar ég fór að endurskrifa söguna,“ segir hún. „Svo það væri í raun einhver tilgangur með vinn- unni við skrifin. Ég bjóst aldrei við því að vinna en fannst þarna vera einhver lína sem ég gæti miðað við, því annars hefði ég getað haldið endalaust áfram og bókin hefði aldr- ei orðið tilbúin.“ Það hljómar eins og Rut hafi velt sögunni mikið fyrir sér og hún stað- festir það. Og hlæjandi segist hún eiginlega hafa verið komin með al- veg meira en nóg af henni þegar hún vann að undirbúningi útgáf- unnar með ritstjóra Vöku- Helgafells, enda lengi búin að vera að lesa yfir og bæta söguna. En er Rut byrjuð á næstu bók? „Ég er komin með einn kafla af framhaldi vampírubókarinnar. Ef fólk verður ánægt með söguna núna þá er möguleiki á að stelpurnar í henni fái að lifa áfram í einhverju ferli. Svo held ég líka áfram að skrifa fyrir mig sjálfa.“ „Er svo sannarlega draumur að rætast“  Rut Guðnadóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2020 Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahöfundur Rut Guðnadóttir hlaut í gær Íslensku barnabókaverð- launin fyrir skáldsögu sína Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Dómnefnd hefur valið vinnings- tillögu í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm. Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við myndlistarmennina Ólöfu Nor- dal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundinn útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg. Fjöreggið, segir í til- kyningu um valið, verður útsýnis- skúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn. Fjör- eggið verður sýnilegt frá bænum og er sagt verða forvitnilegt aðdrátt- arafl fyrir gesti og gangandi. „Fyrst og fremst er Fjöregg hugs- að sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.“ – segir í greinargerð um verkið. Samkeppnin var haldin í sam- starfi við Félag íslenskra landslags- arkitekta (FÍLA) og voru fjögur hönnunarfyrirtæki dregin úr hópi 22 sem lýstu yfir áhuga á að taka þátt í samkeppninni. Fjöreggið Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í sam- starfi við myndlistarmennina Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Fjöregg var valið best fyrir Súgandisey  Verður óhefðbundinn útsýnisstaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.