Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 80
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG
SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU
MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM
NÝTT
Á ÍSLANDI
SÆKTU APPIÐ MODULAX OG
SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN
LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI.
JAMES
STÓLL MEÐ SKEMLI
verð 149.900
PANDORA
RAFSTILLANLEGUR
verð 219.900
Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla.
IRIS
RAFSTILLANLEGUR
verð 209.900
MODULAX HVÍLDARSTÓLAR
HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI
ZERO
GRAVITY
ZERO
GRAVITY MODULAX
• 3-mótora hvíldarstóll.
• Handvirk og þægileg
höfuðpúðastilling 42°.
• Innbyggð hleðslu-
rafhlaða. Endist 250
sinnum fyrir alla mótora.
NÝTT!
MODULAX
MARGAR GERÐIR
modulax.be
BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ
OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM
Á SVEFNOGHEILSA.IS
FRÍR FLUTNINGUR
UM ALLT LAND
GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ
Upptaka af Hrafnagaldri Óðins, eftir tónskáldið Hilmar
Örn Hilmarsson og hljómsveitina Sigur Rós, verður gef-
in út í desember en verkið var unnið að beiðni Listahá-
tíðar í Reykjavík árið 2002. Á plötunni sem gefin verður
út í desember verður upptaka frá flutningi á verkinu á
tónleikum í Grande Halle de la Villette í París árið
2002. Fyrsta lagið af plötunni kemur út í dag og nefnist
það „Dvergmál“. Sigur Rós frumflutti verkið á Listahá-
tíð í Reykjavík í maí árið 2002 með Hilmari Erni og
Steindóri Andersen kvæðamanni. Hrafnagaldur Óðins
er kvæði í stíl Eddukvæða sem varðveitt er í handritum
frá síðari hluta 17. aldar.
Hrafnagaldur Óðins gefinn út
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er mjög
nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum sem fram eiga að fara í Tókýó sumarið 2021.
„Ég er einu sæti frá því að komast inn eins og er. Ég
þyrfti að ná góðri frammistöðu á einu til tveimur mót-
um á næsta ári til að gulltryggja farseðilinn. Ég þarf að
vera dugleg að fara í mót snemma árs því helst myndi
ég auðvitað vilja tryggja mig inn sem fyrst,“ segir Guð-
laug Edda í viðtali í blaðinu í dag. »68
Einu sæti frá Ólympíuleikunum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Alþjóðadagur psoriasis er 29. október
og þá skipuleggja Samtök psoriasis-
og exem-sjúklinga á Íslandi, Spoex,
ráðstefnu í samráði við alþjóða-
samtökin, IFPA, til að vekja athygli á
sjúkdómnum og afleiðingum hans.
„Vegna kórónuveirunnar verður hún
á rafrænu formi í ár,“ segir Þorsteinn
Þorsteinsson, starfandi stjórnar-
formaður Spoex.
„Psoriasis er miklu meira en húð-
sjúkdómur,“ leggur Þorsteinn
áherslu á. Hann vísar meðal annars
til þess að Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin, WHO, hafi viður-
kennt psoriasis sem alvarlegan ge-
netískan sjúkdóm 2014. „sem og
liðagigt auk þess sem sjúkdómurinn
hefur mikil sálræn áhrif“.
Talið er að um 3% jarðarbúa séu
með psoriasis og um níu til tíu þúsund
hér á landi, að sögn Þorsteins. Sér-
stök ljósameðferð sé mikilvæg til að
bregðast við sjúkdómnum, krem
gagnist sumum og undanfarin ár hafi
góð líftæknilyf komið á markað.
„Leitin að lausn er einstaklings-
bundin og endalaus,“ segir hann og
leggur áherslu á mikilvægi þess að
psoriasis-sjúklingar hafi aðgang að
öllum mögulegum meðferðar-
úrræðum. „Þetta er einstaklings-
bundinn sjúkdómur og það sem hent-
ar einum virkar ekki endilega fyrir
annan. Til þess að halda sjúkdómnum
niðri þarf að sinna honum og nú er
meðal annars rætt um erlendis að
best sé að byrja strax á líftæknilyfj-
um, ráðast strax á sjúkdóminn með
bestu úrræðum í stað þess að beita
hefðbundnum tröppugangi.“
Streita versti óvinurinn
Frá 2004 hefur IFPA ásamt aðild-
arfélögunum, sem nú eru 56 víðs vegar
um heiminn, minnt á sjúkdóminn með
ýmsum hætti á alþjóðadegi psoriasis.
Þemað í ár er „Verum upplýst“, en
þriggja ára herferð hófst í fyrra með
þemanu „Verum tengd“. Á næsta ári
verður lögð áhersla á sameiningu.
Ingvar Ágúst Ingvason, fyrrverandi
formaður Spoex, er varaforseti IFPA.
Upplýsingafundur Spoex verður
klukkan 17.30 til 19.30 þann 29. októ-
ber. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra flytur ávarp. Ásta Frið-
riksdóttir fjallar um líftæknilyf og
Alvotech. Bárður Sigurgeirsson segir
frá framhaldsrannsókn í sambandi
við genatengingar við psoriasis, sem
dr. Helgi Valdimarsson vann að í
mörg ár. Erla Björnsdóttir greinir
frá mikilvægi svefns með tilliti til
heilsu. Skráning á fundinn er á
heima- og Facebook-síðu félagsins
(spoex.is).
Spoex var stofnað 1972 með það að
markmiði að gæta réttar psoriasis-
sjúklinga og stuðla að betra lífi þeirra
með fræðslu og kynningu. UngSpoex
fyrir fólk á aldrinum 15 til 35 ára var
stofnað 2016. Líknarfélagið rekur
skrifstofu og göngudeild, sem starfar
undir eftirliti sérfræðings í húð-
sjúkdómum, í eigin húsnæði í Bolholti
6 í Reykjavík. Þar er boðið upp á
UVB-ljósameðferð samkvæmt til-
vísun frá húðsjúkdómalæknum
klukkan 11.30 til 18.30 virka daga
(9.30 til 16.30 á föstudögum).
Þorsteinn leggur mikla áherslu á
að meðferðin sé regluleg og ekkert
trufli hana. „Streita er einn alversti
óvinur þessa sjúkdóms,“ segir hann.
„Það er lykilatriði fyrir okkur að
halda okkur frá henni.“
Psoriasis er meira
en húðsjúkdómur
Morgunblaðið/Eggert
Starfslið Eygló Héðinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson og Steinunn Oddsdóttir.
„Verum upplýst“ er þemað á Alþjóðadegi psoriasis