Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 2

Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára- langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR fasteignaverdmat.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Áfengislagabreytingar úr ráðuneyti  Óvíst um afgreiðslu í ríkisstjórn og þingflokkum  Netverslun víns og sala í brugghúsum fyrirætluð Andrés Magnússon andres@mbl.is Frumvarp til breytinga á áfengislög- um er nú komið úr dómsmálaráðu- neyti og er til yfirlestrar í forsæt- isráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Ekki er gert ráð fyrir að veigamiklar athugasemdir verði gerðar við það þar og að það ætti því að öðru jöfnu að geta farið á þingmálalista nú í nóvember. Hins vegar á eftir að leggja það fram í ríkisstjórn, en þrátt fyrir að það kunni að hljóta samþykki þar er óvíst um hvernig málinu reiðir af í þingflokkum stjórnarflokkanna, svo það geti orðið stjórnarfrumvarp. Í frumvarpi Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráðherra er lagt til að rekstur innlendra vefversl- ana með áfengi í smásölu til neyt- enda verði heimilaður. Þá er einnig lagt til að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smá- sölu á framleiðslustað. Sé litið til sögunnar hafa breyting- ar á áfengislögum ekki átt greiða leið í gegnum ríkisstjórnir, en ýmislegt bendir þó til þess að mál af þessu tagi kunni að eiga víðtækari stuðn- ing en oftast, þótt tæplega ríki fullur einhugur um þau í nokkrum þing- flokki stjórnarinnar. Í því samhengi má nefna tvennt, sem ýtir á það. Annars vegar vilja brugghús, sem mörg eru á landsbyggðinni, geta selt veigar til ferðamanna þegar þeir fara að koma til landsins á ný, en hins vegar eru uppi áhyggjur af því að vínkaupmenn eða brugghús freisti þess að leita réttar síns hjá EFTA-dómstólnum. Stjórnarandstaðan gæti hlaupið undir bagga Komist málið á dagskrá, hvort sem það verður sem stjórnarfrum- varp eða þingmannamál, mun það ekki aðeins komið undir atkvæðum stjórnarþingmanna, því það mun njóta nokkurs stuðnings í stjórnar- andstöðunni líka. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist ekki gera ráð fyrir öðru en flokkur hennar muni styðja það. Eins er talið að Píratar muni ekki leggjast gegn því, en í Miðflokki og Samfylkingunni liggur ekki fyrir nein afstaða og mun beggja sjónar- miða gæta, með og á móti. Nokkur áhugi og skiptar skoðanir eru um málið, líkt og sjá mátti af 147 umsögnum í samráðsgátt. Morgunblaðið/Eggert Bjór Skálað í bjór á brugghúsinu þar sem hann var búinn til. „Ég tel að við þurfum alveg sér- staklega á því að halda núna, í þessum faraldri sem hefur dregist svolítið mikið á langinn, lengur en flestir reiknuðu með. Það er alveg með ólík- indum hvað frískleg hreyfing getur haft góð áhrif á andlega líðan og gert okkur léttari bæði í skapi og léttari á okkur,“ segir Ágústa Johnson, fram- kvæmdastjóri Hreyfingar. Næstu vikurnar ætla Hreyfing og mbl.is að taka höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu til þín. Alls er um að ræða 10 þætti þar sem áherslan er lögð á fjöl- breyttar æfingar til að styrkja líkama og sál. Þættirnir munu birtast á mbl.is á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Þátttakendur þurfa ekki að eiga neinn búnað til að framkvæma æfingarnar en þeir sem eiga lóð geta nýtt þau með. „Þetta eru fjölbreyttar æfingar fyrir konur og karla á öllum aldri sem vilja hreyfa sig, styrkja vöðvana, auka þolið og liðleikann og bæta heilsuna,“ segir Ágústa sem segir það vera mik- ilvægt fyrir alla að hreyfa sig, gjarn- an daglega. „Til þess að halda lík- amanum í góðu ástandi, stuðla að bættri heilsu, bæta ónæmiskerfið og ekki síst andlegu heilsuna.“  Fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima í stofu  Frískleg hreyfing hefur góð áhrif á andlega líðan fólks Æfingaþættir á mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bætt heilsa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að mik- ilvægt sé fyrir alla að hreyfa sig daglega. Nýir þættir á dagskrá mbl.is. Riða á bæjunum Grænumýri, Syðri- Hofdölum í Blönduhlíð og Hofi í Hjaltadal hefur verið staðfest. Sauð- féð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var stað- fest í síðustu viku. Ákvörðun um niðurskurð liggur ekki fyrir að svo stöddu en frekari rannsóknir standa yfir, að því er fram kom í tilkynn- ingu frá Matvælastofnun í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að um tvö þúsund sýni hafi verið tek- in úr sauðfé innan Tröllaskagahólfs frá því grunur um riðu kom upp, ásamt því að kortleggja flutninga sauðfjár til og frá bæjum innan hólfsins. Upplýst verði um frekari niður- stöður um leið og þær liggja fyrir. Riða stað- fest á þrem- ur bæjum Sauðfé Riða hefur verið staðfest á þremur bæjum. Rannsókn í gangi.  Ekkert ákveðið enn með niðurskurð Morgunblaðið/Árni Torfason Verðlaun Norðurlandaráðs voru afhent í gær- kvöldi. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda verðlaunahátíðina hér á landi eins og til stóð en þess í stað fór hún fram með stafrænum hætti. Íslendingar sem hlutu tilnefningu komu saman í Norræna húsinu í gær en engin verðlaun féllu Íslendingum í skaut að þessu sinni. Vík- ingur Heiðar Ólafsson og Of Monsters and Men voru meðal þeirra sem tróðu upp. Verðlaun Norðurlandaráðs afhent Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunafhending með nýstárlegum hætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.