Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur • Bolir • Blússur
Peysur • Ponsjó
Snyrtivörumerkin okkar eru:
M a d e i n I c e l a n d
HAUSTVÖRUR
Glæsilegar
komnar
Póstsendum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Óeirðir brutust út í nokkrum borg-
um á Ítalíu í fyrrinótt eftir að mót-
mæli gegn hertum sóttvarna-
aðgerðum gegn kórónuveirunni fóru
úr böndunum. Ástandið var einna
verst í Tórínó og Mílanó, en þar
fleygðu reið ungmenni grjóti og
mólótoffkokteilum að lögreglubílum
og brutu búðarglugga.
Giuseppe De Matteis, lögreglu-
stjóri Tórínóborgar, sagði í gær að
óeirðirnar hefðu sett svartan blett á
sögu borgarinnar, og vildi hann frek-
ar tengja óeirðirnar við glæpastarf-
semi en óánægju innan samfélagsins
með hertar aðgerðir.
Mótmælin beindust að ákvörðun-
um ítalskra stjórnvalda um að neyða
veitingastaði og búðir til þess að loka
snemma. Hafa skipuleggjendur mót-
mælanna boðað að þeim verði haldið
áfram.
Hertar aðgerðir á Skáni
Ítalía er ekki eina ríkið í Evrópu
sem hefur boðað hertar aðgerðir í
skugga annarrar bylgju heimsfar-
aldursins. Sóttvarnastofnun Svíþjóð-
ar boðaði í gær að íbúar á Skáni ættu
að forðast að hitta aðra en þá sem
þeir deildu með heimili næstu þrjár
vikurnar. Þá ættu þeir að forðast alla
menningarviðburði, fundi, sem og að
dveljast innandyra eins og á söfnum,
bókasöfnum og líkamsræktarstöðv-
um. Þetta eru sömu ráðleggingar og
stofnunin veitti íbúum í Uppsölum í
síðustu viku, nema þá giltu ráðlegg-
ingarnar í tvær vikur.
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir
Svíþjóðar, sagði að þetta væri erfitt
haust og staðan yrði líklega enn erf-
iðari áður en yfir lyki. Sagði hann að
nýjum tilfellum hefði fjölgað um 70%
á milli vikna, en það er ein mesta
fjölgun tilfella í Svíþjóð í faraldrin-
um til þessa. Rúmlega 115.000 tilfelli
hafa verið skráð í Svíþjóð til þessa og
5.918 manns hafa látist af völdum
kórónuveirunnar þar.
„Léttara“ útgöngubann?
Þýskir fjölmiðlar hermdu í gær að
Angela Merkel Þýskalandskanslari
vildi setja á „léttari“ útgáfu af út-
göngubanninu sem Þjóðverjar beittu
í vor til þess að stemma stigu við
seinni bylgjunni. Merkel hyggst
funda með leiðtogum sambandsland-
anna 16 í dag, og er gert ráð fyrir að
hún muni þar þrýsta á um að veit-
ingahúsum og börum verði lokað og
takmarkanir settar á mannamót, á
sama tíma og búðir, skólar og dag-
heimili fengju að vera áfram opin.
Endanleg ákvörðun er þó í höndum
sambandsstjórnanna sjálfra.
Um 11.400 ný tilfelli greindust í
Þýskalandi á mánudaginn og er ótt-
ast að fyrir vikulok muni um 20.000
manns greinast á hverjum degi.
AFP
Óeirðir Lögregluþjónar í Tórínóborg höfðu í ýmsu að snúast í fyrrinótt.
Kórónuóeirðir á Ítalíu
Hertar aðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum mælast illa fyrir Tegnell varar
við að ástandið muni enn versna Merkel mælir fyrir „léttara“ útgöngubanni
Bandaríkjastjórn lýsti í gær yfir von
um að Frakkar og Tyrkir gætu létt á
þeirri spennu sem ríkt hefur á milli
ríkjanna undanfarna daga, en ríkin
þrjú eru öll aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu. Sagði talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
að deilur milli bandamanna þjónuðu
engum tilgangi en styrktu einungis
andstæðinga bandalagsins. Sagði
hann hins vegar ekki hvaða afstöðu
Bandaríkjastjórn hefði til deilnanna,
sem blossuðu upp um helgina eftir að
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, gagnrýndi Emmanuel
Macron Frakklandsforseta fyrir um-
mæli sín um íslamista og sagði hann
þarfnast geðrannsóknar.
Leiðtogar ýmissa Evrópuríkja
fordæmdu ummæli Erdogans í
fyrradag, en hann svaraði fyrir sig
með því að líkja þjóðarleiðtogum
Evrópu við fasista í aðdraganda
seinni heimsstyrjaldar, sem stæðu
að ofsóknum gegn múslimum.
Viðvarandi spenna
Samskipti Frakklands og Tyrk-
lands voru stirð fyrir, þar sem Macr-
on hefur verið óhræddur við að
gagnrýna utanríkisstefnu Erdogans,
þar á meðal afskipti Tyrkja í Sýr-
landi, Líbíu og í átökunum í Na-
gornó-Karabak-héraði.
Þá hafa Frakkar lagt mikla
áherslu á að Evrópusambandið
standi við bakið á Grikkjum og Kýp-
verjum í deilum þeirra við Tyrki um
orkuauðlindir í austurhluta Miðjarð-
arhafs.
Ummæli Macrons hafa vakið
nokkra reiði í ríkjum múslima, og
voru fjölmenn mótmæli gegn Frökk-
um í Bangladess í gær. Gengu um
40.000 manns um götur höfuðborg-
arinnar Dakka í gær og hvöttu til
þess að franskar vörur yrðu snið-
gengnar og sendiherra Frakka vísað
heim.
Kalla eftir bætt-
um samskiptum
Fjölmenn mótmæli í Bangladess
AFP
Mótmæli Um 40.000 manns eru
sögð hafa mótmælt í Dakka.
Tvær nýjar rannsóknir, sem birtar
voru í tímaritinu Nature Astro-
nomy á mánudaginn, benda til þess
að mögulega sé vatn að finna á
tunglinu í mun ríkari mæli en áður
var talið.
Casey Honniball, einn af höf-
undum annarrar rannsóknarinnar,
sagði við AFP-fréttastofuna að ef
það væri rétt, og mögulegt væri að
nýta, gæti það skipt sköpum fyrir
geimferðalög, bæði til tunglsins og
til annarra reikistjarna í sólkerfinu.
Hún áréttaði hins vegar að hér
væri ekki um vatnspolla að ræða
heldur vatnssameindir sem væru
mögulega fastar í glerperlum eða
undir yfirborði tunglsins.
GEIMVÍSINDI
AFP
Tunglið Leynist vatn þarna?
Meira vatn á tungl-
inu en talið var
Mateusz Mora-
wiecki, forsætis-
ráðherra Pól-
lands, varði í gær
ákvörðun stjórn-
lagadómstóls
landsins, sem
bannaði í raun
fóstureyðingar í
landinu nema ef
getnaður væri
kominn til eftir
nauðgun eða þegar líf móðurinnar
væri í hættu. Færri en 2.000 fóstur-
eyðingar eru framkvæmdar í Pól-
landi á ári hverju.
Mótmæli gegn dómnum hafa nú
staðið yfir í viku, og sagði Mora-
wiecki tímabært að binda enda á
„barbarismann“ og skemmdarverk
sem fylgdu mótmælunum og varaði
hann við því að lögreglan kynni að
beita harðari aðgerðum, héldu mót-
mælin áfram.
PÓLLAND
Mótmælendur láti
af „barbarisma“
Mateusz
Morawiecki
Amy Coney Barrett sór embættiseið
dómara við Hæstarétt Bandaríkj-
anna í fyrrinótt eftir að 52 þingmenn
repúblikana í öldungadeildinni sam-
þykktu útnefningu hennar. Einungis
einn repúblikani, Susan Collins frá
Maine, greiddi atkvæði gegn skipan
Barrett ásamt öllum 47 þingmönn-
um demókrata, en Collins berst nú
fyrir pólitísku lífi sínu í komandi
kosningum, verandi fulltrúi ríkis
sem jafnan styður demókrata.
Andstæðingar fóstureyðinga fjöl-
menntu fyrir utan hæstaréttarbygg-
inguna í Washington og fögnuðu
mjög, en talið er að skipan Barrett
muni meðal annars geta haft áhrif á
hvaða augum hæstirétturinn líti á
löggjöf er varðar fóstureyðingar.
Joe Biden, forsetaframbjóðandi
demókrata, gagnrýndi í gær skipan
Barrett svo stuttu fyrir kosningar,
og sagði hana sýna hversu mikil-
vægt það væri að fólk léti rödd sína
heyrast í kosningunum sjálfum.
Biden hefur heitið því að hann
muni setja á fót þverpólitíska nefnd
til að ræða umbætur við skipan dóm-
ara, nái hann kjöri í forsetakosning-
unum í næstu viku.
Skipan Barrett staðfest í öldungadeildinni
Biden gagnrýnir skipan Barrett og
hvetur fólk til að kjósa á þriðjudaginn
AFP
Embættisvígsla Amy Coney Barrett sver hér embættiseið sinn í fyrrinótt.
Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas (t.h.) sá um athöfnina, en Jesse M.
Barrett, eiginmaður Amy, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fylgdust með.