Morgunblaðið - 28.10.2020, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
✝ ValgarðurBaldvinsson
fæddist á Grund í
Eyjafirði 28. októ-
ber 1928. Hann lést
að morgni 20. októ-
ber 2020 á hjúkr-
unarheimilinu
Grenilundi á Greni-
vík. Foreldrar hans
voru Baldvin
Pálmason frá Sam-
komugerði í Eyja-
firði, húsasmiður á Akureyri,
fæddur 19. júlí 1900, dáinn 18.
febrúar 1998, og Þórdís Benja-
mínsdóttir frá Hrísum í Eyja-
firði, ljósmóðir í Hrafnagils-
hreppi og síðar húsfreyja á
Akureyri, fædd 25. september
1892, dáin 29. september 1957.
Bróðir Valgarðs er Gunnar
Ingvi Baldvinsson verkfræð-
ingur, búsettur í Kópavogi,
fæddur 20. apríl 1932. Eig-
inkona hans er Jónína Guð-
Valgarður varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
árið 1949. Hann nam viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands á ár-
unum 1949-1954. Valgarður
vann alla sína starfsævi hjá Ak-
ureyrarbæ. Hann var aðalbók-
ari á árunum 1954-1957, bæj-
argjaldkeri frá 1957-1963 og
bæjarritari frá 1964-1998 er
hann lauk störfum vegna ald-
urs. Hann gegndi einnig nokkr-
um sinnum störfum bæjarstjóra
í forföllum. Valgarður var for-
maður Ferðafélags Akureyrar
á árunum 1968-1974. Hann
starfaði í ýmsum nefndum og
ráðum á vegum Akureyr-
arbæjar, m.a. sem fulltrúi í leik-
húsráði Leikfélags Akureyrar
og var hann gerður að heiðurs-
félaga í Leikfélagi Akureyrar
árið 1998.
Útför Valgarðs verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 28.
október 2020, og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Streymt verður frá athöfn-
inni:
https://tinyurl.com/y5cpxdvz
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
mundsdóttir.
Hinn 24. júní
1967 kvæntist Val-
garður eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Sigrúnu Björgu
Björgvinsdóttur,
kennara á Akur-
eyri, fædd 21. jan-
úar 1937. Sigrún
og Valgarður
eignuðust tvö börn:
1) Eydís, fædd 9.
ágúst 1968, sjúkraþjálfari, gift
Clark McCormick. Börn þeirra
eru Sigrún Mary, f. 1996, sam-
býlismaður hennar er Daði
Freyr Guðjónsson. Bryndís
Ann, f. 2000 og Alexander Reid,
f. 2010. 2) Baldvin, fæddur 23.
maí 1974, matvælafræðingur og
gæðastjóri. Börn hans eru Þor-
finnur Ari Herrmann, f. 2002,
og Valgerður Bára, f. 2006.
Móðir þeirra er Kristín Anna
Þórarinsdóttir.
Elsku afi Valgarður hefur kvatt
okkur. Hann skilur eftir sig minn-
ingar um góðan mann sem mörg-
um þótti vænt um.
Ég var fyrsta barnabarn afa
Valgarðs og ömmu Sigrúnar og
hann var sæll og spenntur fyrir
nýja hlutverkinu. Hann átti síðar
eftir að verða afi fimm barna og
fátt veitti honum meiri gleði en
velgengni okkar allra.
Í æsku var ég mikið í Álfa-
byggðinni hjá ömmu og afa. Ég
fór þangað eftir skóla og borðaði
oft kvöldmat með þeim. Það besta
sem ég fékk voru nýjar afakartöfl-
ur úr garðinum. Yfir matnum
horfðum við saman á kvöldfrétt-
irnar og í hvert sinn sem sást til
Boga Ágústssonar sagði ég „sjáið,
þarna er afi!“ sem fékk afa alltaf
til að hlæja.
Ég leit mikið upp til afa og mér
fannst skemmtilegt að fá að gera
eins og hann. Að leggja mig í afa-
herbergi, gera heimanámið inni á
afaskrifstofu og svona mætti lengi
telja. Ég man sérstaklega vel eftir
fuglaskoðunarferðum okkar afa.
Þá fórum við í bíltúr inn Eyja-
fjörðinn með fuglahandbók og
kíki, flettum upp fuglunum sem
við sáum og fræddumst um þá.
Afa fannst gaman að segja
sögur frá því þegar hann var ung-
ur og ferðalögum þeirra ömmu.
Þær áttu það til að verða ansi
langar en afi var ekki þekktur
fyrir að tala hratt. Það var samt
allt í lagi því ég hafði gaman af
sögunum hans og naut þess að
hlusta, sérstaklega þegar það
sem hann rifjaði upp fékk hann til
að brosa.
Í hvert sinn sem við kvödd-
umst hélt afi fast og lengi í hönd-
ina mína. Þegar ég var yngri
þótti mér þetta svolítið skrítið en
þegar ég eltist skildi ég að þetta
var hans leið til að segja mér að
hann elskaði mig og var stoltur af
mér.
Elsku afi minn, ég á þér svo
margt að þakka. Ég veit að þú
vakir yfir mér og ég ætla að halda
áfram að gera þig stoltan. Ég
geymi þig og minningarnar okk-
ar i hjartanu það sem eftir er ævi
minnar.
Hvíldu í friði.
Þín
Sigrún Mary.
Afi var afskaplega góðhjartað-
ur og umhyggjusamur maður.
Hann veitti okkur systkinunum
ávallt hvatningu í hverju sem við
tókum okkur fyrir hendur og
studdi ávallt vel við bakið á okk-
ur. Elsku afi gaf okkur allmörg
góð ráð í gegnum tíðina, sem án
efa munu koma sér vel í framtíð-
inni. Minning hans mun seint
gleymast og mun hann ávallt eiga
stað í hjarta okkar.
Valgerður Bára og
Þorfinnur Ari Herrmann.
Valgarður bróðir minn fæddist
á Grund í Eyjafirði þar sem móð-
ir okkar var starfandi ljósmóðir.
Árið 1930 fluttu foreldrar okkar
til Akureyrar og þar fæddist ég
1932 á Hamarstíg 4. Þriggja
vikna gamall var ég borinn niður í
Munkaþverárstræti 10 og þar ól-
umst við bræðurnir upp. Það var
gott að vera á Ytri brekkunni.
Þar voru bæði klappir og tún þar
sem hægt var að leika sér. Einn
bóndinn sagði: „Þið megið leika
ykkur á túninu bara ekki síðustu
þrjár vikurnar fyrir slátt.“
Það fór ekki hjá því að þótt
ekki sé meira en fjögurra ára ald-
ursmunur á okkur bræðrunum
þá lærði yngri bróðirinn margt af
þeim eldri og þess naut ég auðvit-
að. Valgarður bróðir minn var
alla tíð einstaklega vandvirkur
maður sama hvað hann fékkst
við.
Gamall vinnufélagi minn og
vinur sem ekki þekkti Valgarð
sagði mér frá ferð sem hann fór
til Akureyrar og ákvað þar að
skoða Menntaskólann. Það var
auðvitað auðsótt og hann skrifaði
nafnið sitt í gestabók skólans.
Eins og flestra er háttur las hann
næstu nöfn á síðunni ef vera
kynni að hann þekkti einhvern.
Sér hann þá ekki skriftina mína á
einu nafnanna en þegar betur var
að gáð stóð nafnið mitt ekki skrif-
að í bókina heldur stóð þar Val-
garður Baldvinsson. Þetta varð
til þess að hann heilsaði upp á
bróður minn sem var þar rétt hjá.
Síðan þetta var hefur að vísu rit-
hönd mín breyst meira en rit-
hönd Valgarðs.
Valgarður tók stúdentspróf úr
máladeild Menntaskólans 1949,
hóf síðan nám í viðskiptafræði við
Háskólann og lauk prófi þaðan
1954. Sama ár var hann fastráð-
inn hjá Akureyrarkaupstað og
gegndi þar ýmsum störfum til
starfsloka.
Við Nína giftumst í júlí 1956 á
meðan ég var enn í fyrri hluta
verkfræðináms í Reykjavík. Þá
var móðir mín veik á sjúkrahúsi á
Akureyri svo að eftir giftinguna
fórum við norður til að heim-
sækja hana. Þá bauð Valgarður
okkur ásamt pabba í ferð í Ópaln-
um sínum austur í Mývatnssveit.
Við gistum eina nótt í Reykjahlíð
og fórum síðan til baka og suður.
Mamma dó árið eftir, árið sem ég
fór til Kaupmannahafnar í fram-
haldsnám.
Þegar við Nína komum heim
aftur og settumst að í Reykjavík
skapaðist sú venja að pabbi og
Valgarður komu að norðan og
voru hjá okkur um jólin. Þetta
lagðist af eftir að Sigrún og Val-
garður giftust 1967. Eftir það
kom pabbi einn á jólunum meðan
hann hafði heilsu til.
Eftir að Sigrún og Valgarður
fluttu í Álfabyggð 1 gistum við
oftast hjá þeim þegar við fórum
til Akureyrar. Pabbi dó 1998.
Síðan hefur ferðum okkar norður
og þeirra suður fækkað.
Síðast hittumst við bræðurnir
þegar dótturdóttir Valgarðs Sig-
rún Mary hélt útskriftartón-
leikana sína í Kópavogi í maí í
fyrra. Eftir tónleikana komu Sig-
rún og Valgarður, Eydís og Bald-
vin og fjölskyldur þeirra beggja
ásamt okkar börnum og tengda-
dóttur heim til okkar. Þar áttum
við öll ánægjulega stund og eng-
um datt til hugar að nokkur yrði
þar kvaddur hinstu kveðju.
Við Nína sendum Sigrúnu,
Eydísi, Baldvin og öllum hinum
innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Baldvinsson.
Fyrir réttu ári hafði Sigrún
Björgvinsdóttir samband við mig
og tjáði mér að eiginmaður henn-
ar, Valgarður Baldvinsson, fyrr-
verandi bæjarritari á Akureyri,
hefði hug á því að hitta mig.
Þetta kom ofurlítið flatt upp á
mig en að sjálfsögðu bauð ég þau
hjartanlega velkomin.
Þau góðu hjón, Valgarður og
Sigrún, komu skömmu síðar í
heimsókn á skrifstofu mína og
við Dan Jens Brynjarsson fjár-
málastjóri áttum með þeim nota-
lega stund yfir kaffibolla. Rifjað-
ar voru upp gamlar og góðar
sögur af starfinu í Ráðhúsi Ak-
ureyrarbæjar á árum áður, Val-
garður færði mér falleg blóm og
óskaði mér velfarnaðar í starfi.
Mér þótti óskaplega vænt um
þessa hlýlegu heimsókn þeirra
hjóna og undraðist hversu ern
Valgarður væri, kominn yfir ní-
rætt.
Nú er Valgarður Baldvinsson
genginn. Gamlir starfsfélagar
bera honum afar vel söguna;
hann hafi verið hvers manns
hugljúfi, svo kurteis alla tíð að
eftir var tekið, sannkallaður
herramaður. En þrátt fyrir afar
ljúfmannlega framkomu var Val-
garður jafnan fastur fyrir og
fylginn sér. Mér er sagt að
stundum hafi virst sem svo að
hann bæri hag sveitarfélagsins
fremur fyrir brjósti en sinn eigin
hag, enda hafði hann starfað hjá
Akureyrarbæ allan sinn starfs-
aldur. Valgarður var afar ná-
kvæmur og vandvirkur í öllum
sínum störfum. Hann hafði ákaf-
lega fagra rithönd og íslensku-
kunnáttu hans var við brugðið.
Um sína tíð ritaði hann ótal fund-
argerðir og fáheyrt var að hrófla
þyrfti við einhverju sem frá hans
hendi kom.
Valgarður kom til starfa fyrir
Akureyrarbæ árið 1954 þegar
hann hafði lokið prófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands, fyrst
var hann aðalbókari en síðan
bæjargjaldkeri. Árið 1964 tók
hann við starfi bæjarritara en í
því fólst að vera einnig staðgeng-
ill bæjarstjóra og því starfi
gegndi hann til ársins 1998 er
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Valgarður sinnti ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sveitarfé-
lagið og sat meðal annars í leik-
húsráði Leikfélags Akureyrar.
Hann var um síðir gerður að
heiðursfélaga þess.
Við leiðarlok vil ég fyrir hönd
Akureyrarbæjar þakka Valgarði
fyrir trygglyndi sitt og trúfestu í
störfum fyrir Akureyrarbæ og er
þakklát þeim hjónum fyrir að
hafa átt frumkvæðið að því að
eiga með mér fund á síðasta ári.
Fjölskyldu Valgarðs sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri á Akureyri.
Valgarður
Baldvinsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALDIMAR JÓNSSON
skipasmiður
og fv. yfirlögregluþjónn,
lést í faðmi ástvina sinna á heimili sínu í
Hafnarfirði föstudaginn 23. október. Útförin verður auglýst síðar.
Aðalheiður Halldórsdóttir
Jóhanna Valdimarsdóttir Grétar Örn Marteinsson
Anna Valdimarsdóttir Guðmundur Örn Jónsson
Halldóra K. Valdimarsdóttir Jónatan Guðnason
Margrét G. Valdimarsdóttir
og fjölskyldur
Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
RANDVER GUNNAR KARLESSON,
Norðurgötu 35, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
23. október. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 13.30.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður steymt á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar
útsendingar.
Elísabet Randversdóttir Ólafur Steinarsson
Karles Randversson Kristbjörg Egilsdóttir
Inga Randversdóttir Sævar Björnsson
Arnbjörn Randversson Þorgerður Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu, Laugarási,
lést fimmtudaginn 22. október.
Arngrímur Fr. Ólafsson
Ásta Ólafsdóttir Vignir Jónsson
Einar Ólafsson Gunnhildur Stefánsdóttir
Sveinn Ólafsson
og barnabörn
Okkar ástkæri,
RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON,
fv. sendiherra og forsetaritari,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
23. október.
Útför verður auglýst síðar.
Klara Hilmarsdóttir
Kristján Þórðarson Soffía Rúna Jensdóttir
Hilmar Þórðarson Rannveig Jóhannsdóttir
Klara Rún Hilmarsdóttir Friðrik Þór Hjálmarsson
Baldur Freyr Hilmarsson
Embla Rós Friðriksdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JUDITH JÚLÍUSDÓTTIR
frá Atlastöðum í Fljótavík,
lést á heimili sínu á Seljahlíð 22. október
síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram í Fossvogskirkju
föstudaginn 30. október klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður
útförinni streymt í gegn um mbl.is/andlat.
Þóra Stefánsdóttir
Anna Stefánsdóttir Ronald Símonarson
Margrét Stefánsdóttir Jóhann H. Albertsson
Ólafur Stefánsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
SIGFRÍÐUR E. INGVARSDÓTTIR,
Litlu-Brekku,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 13.
Gunnlaugur I. Ólafsson Elín L. Rúnarsdóttir
Fjóla S. Ólafsdóttir
Ingvar G. Ólafsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur frændi okkar og vinur,
STEFÁN G. STEFÁNSSON
frá Kalastöðum,
lést þriðjudaginn 20. október á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Höfða.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 29. október klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur og
vinir viðstaddir, en athöfninni verður streymt frá Akraneskirkju á
slóðinni www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.
Aðstandendur.