Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Myrkva, Reflections, er komin út og sér Sony Music Iceland um staf- ræna dreifingu á henni en tónlistar- maðurinn sá sjálfur um útgáfu á geisladiski og hönnun. Lögin voru samin á mismunandi tímum í lífi tón- listarmannsins og er hvert lag þátt- ur í heildarmynd af sögu sem hægt er púsla saman, að sögn Myrkva sem segir Reflections vaxa í eyrum hlustenda með hverri hlustun. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thor- lacius sem er einn liðsmanna hljóm- sveitarinnar Vio sem fór með sig- ur af hólmi í Mús- íktilraunum árið 2014. „Þegar Vio, hljómsveitin mín, tók tónlistarlega stefnu áttaði ég mig á því að ég þyrfti líka annan farveg fyrir ákveð- in lög. Lögin á plötunni eiga það sameiginlegt að passa ekki fyrir Vio en vera engu að síður stór hluti af því hver ég er sem tónlistarmaður. Lög sem mér fannst mikilvægt að gefa út. Ástæðan fyrir Myrkva,“ skrifar Magnús í tölvupósti og í samtali við blaðamann segir hann hljómsveitina vera að vinna í annarri breiðskífu sinni og að hún sé komin langt á veg. Fann nafnið í orðabók –Þér fannst þú þurfa að hefja sólóferil, færðu ekki næga útrás með Vio? „Tja, ákveðin lög passa ekki leng- ur þar, ákveðinn hljóðheimur og stefna sem við fílum saman. Myrkvi er meira „fólk“ eða popp og ég er alltaf að semja og langaði að koma því út sem mér fannst flott. Þannig að jú, ég áttaði mig á því að það passaði ekki allt fyrir Vio og að mig langaði að hafa svona „solo outlet“ líka,“ svarar Magnús blaðamanni. –Af hverju valdirðu þér þetta nafn, Myrkvi? „Ég var mikið að spá og spekúlera í það þegar ég var að gefa út fyrstu lögin. Fyrst ætlaði ég að gefa út undir eigin nafni, Magnús Thorlac- ius, en fór svo að hafa áhyggjur af því að það myndi ekki standa jafn- mikið upp úr og langaði að finna mér listamannsnafn. Ég fór bara í orða- bókina og fletti upp í m til að gá hvort eitthvað væri nálægt nafninu mínu. Þetta greip mig bara strax,“ svarar Magnús og segir listamanns- nafnið dálítið í anda málmsveita. Þó sé það lýsandi á ákveðinn máta. „Það er stundum angurværð í lög- unum og myrkvi er fallegt orð,“ seg- ir Magnús en hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en nokkru síðar að erf- itt gæti reynst útlendingum að bera fram orðið. –Textarnir þínir eru þó ekkert myrkir, er það? „Nei, ekkert rosalega í rauninni en ég er stundum svolítið að leika mér með einhverja svona skamm- degistexta við hressari lög. Sumir textarnir eru einmanalegir og í blárri kantinum en ekki öll lögin. Ég er ekki með neitt þema fyrir þá, sum lögin eru með léttari textum og önn- ur með þyngri. Ég hélt í rauninni að platan væri þyngri og minna hress og kannski einmitt af því sumir text- arnir eru dálítið einmanalegir en þegar ég fór að sýna fólki þetta og spila lögin sagði það að þetta væri hresst og létt.“ Ólík tímabil Lögin á Reflections voru samin á heldur löngum tíma og endurspegla ólík tímabil í lífi Magnúsar. Við sögu koma ferðalög og friður, uppgjöf og einmanaleiki, vandræðalegar hafn- anir, fullkomin hamingja og spennan sem fylgir því að kynnast ein- hverjum, eins og hann lýsir því sjálf- ur. Lög sem hann samdi þegar hann fann þörf fyrir útrás og tjáningu. Spurður út í áhrifavalda í tónlistinni segir Magnús að hann sé ekki með- vitað að reyna að líkja eftir neinum. Hann hlusti mikið á Tame Impala, Nick Drake, Courtney Barnett, Mac DeMarco, Bombay Bicycle Club, Fleet Foxes og Kevin Morby. Magnús spilar á gítar og syngur en lærði fiðluleik sem barn. Á ung- lingsárunum tók gítarinn við og seg- ist hann að mestu sjálflærður á hljóðfærið. Hann er spurður að því hvort fiðlukunnáttan hafi hjálpað til þegar gítarinn tók við af fiðlunni segir hann að eflaust hafi hún gert það. „Það var alla vega frekar auð- velt að skipta og bara spurning um að vera duglegur að æfa sig,“ segir Magnús og að á menntaskóla- árunum hafi hann hlustað mikið á Simon og Garfunkel. „Það sem dró mig inn í þetta var að læra að plokka á klassískan gítar, svona Simon og Garfunkel-dæmi,“ segir Magnús. Kemur til greina að streyma Platan kemur út á heldur erfiðum tíma, farsóttin enn að herja á heims- byggðina og ekkert tónleikahald í kortunum. Hann er spurður að því hvort tónleikar á netinu komi til greina, t.d. í streymi eins og sumir tónlistarmenn hafa gripið til og seg- ir hann það ekki útilokað. Hann sé með það bak við eyrað. „En Covid teygir sig víða, ég átti að spila á lít- illi, bandarískri streymishátíð en gaurinn sem var að halda hana þurfti að hætta við vegna veikinda hjá honum og fjölskyldu hans sem mig grunar að sé Covid. Veiran get- ur klekkt á streymishátíðum, hrein- lega,“ segir Magnús. Hann hafi ver- ið duglegur að koma sér á framfæri á netinu og eftir þeim leiðum sem í boði eru. „Svo er ég jákvæður að eðlisfari og kem bara af krafti og spila fyrstur þegar allt fer í gang. Ég hlakka til og er byrjaður á ann- arri Myrkva-plötu. Ég held mér uppteknum, það er alltaf nóg að gera.“ Ljósmynd/Sebastian Madej Myrkvi „Það er stundum angurværð í lögunum og myrkvi er fallegt orð,“ segir Magnús um listamannsnafn sitt. Þörf fyrir útrás og tjáningu  Myrkvi gefur út Reflections  Ferðalög, friður, uppgjöf, einmanaleiki, vandræðalegar hafnanir, fullkomin hamingja og spennan sem fylgir því að kynnast einhverjum eru meðal yrkisefna Myrkva Þátttaka í lagakeppni Hannesarholts, Leynist lag í þér?, við ljóð Hannesar Hafstein, kom skipuleggjendum skemmtilega á óvart því 206 lög voru send inn og segir í tilkynningu að verðugt verkefni bíði dómnefndar, að fara yfir öll lögin og gera upp á milli þeirra. Formaður dómnefndar er Þórður Magnússon en í dómnefnd sitja einnig Kristjana Stefánsdóttir og Tryggvi M. Baldvinsson. Sýn á þrjá fulltrúa í dómnefnd: Völu Eiríksdóttur frá FM957, Ósk Gunnarsdóttur frá Bylgjunni og Ómar Úlf frá X977. Dómnefnd hefur þegar hafið störf og aðstandendur keppninnar skoða nú leiðir til að verðlauna fleiri þátttakendur, en hvernig það verður gert verður kynnt betur á næstunni, að því er fram kemur í til- kynningu. 206 lagahöfundar tóku þátt í keppni Hannes Hafstein Listahátíðin List án landamæra var sett í gær í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík en ekki var hægt að bjóða gestum í salinn vegna fjöldatakmark- ana. Listamaður hátíðarinnar í ár er Helga Matthildur Viðarsdóttir og var hún heiðruð við setninguna og um leið opnuð einkasýning Brands Karls- sonar. List án landamæra er listahátíð fatlaðra listamanna og verður margt í boði á henni að þessu sinni. Má nefna hlaðvarp um mannréttindi fatlaðra á slóðinni soundcloud.com/mannr-tt- indi-fatla-ra og sýningar af ýmsu tagi. Í Galleríi Porti sýnir Hrafn Jónsson ljósmyndir, í Galleríi Gróttu sýna 30 listamenn saman undir yfirskriftinni Það bera sig allir vel og í Hann- esarholti má sjá einkasýningu Björns Traustasonar á teikningum. Í Hjarta Reykjavíkur, Laugavegi 12b, sýnir Helena Ósk Jónsdóttir vatns- litamyndir og skúlptúra og í Lista- safni Árnesinga er samsýning Pálínu Erlendsdóttur og Elvu Bjarkar Jóns- dóttur, íbúa á Sólheimum. Listasalur Mosfellsbæjar tekur einnig þátt í há- tíðinni og þar hefur verið opnuð einkasýning Helgu Matthildar Við- arsdóttur, listamanns hátíðarinnar í ár, á teikningum og málverkum. Í Norræna húsinu verður á fimmtudag, 29. október, boðið upp á viðburði í miðjusal frá kl. 17 til 18 og verður streymt frá honum þar sem ekki má bjóða gestum í sal. 3.-6. desember verður haldinn listmarkaður með list og handverki fjölda listamanna. List án landamæra var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hef- ur verið haldin árlega síðan. List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroska- hjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ árið 2011. Árið 2012 fékk hátíðin Mannréttinda- verðlaun Reykjavíkurborgar. Athygli er vakin á því að vegna Covid-19 eru sumir sýningarstaðir lokaðir eða opn- ir eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar má finna á www.listin.is. Teikning Hluti verks eftir listamann hátíðarinnar í ár, Helgu Matthildi. List án landamæra hafin Þjóðleikhúsið efnir til tveggja daga masterclass-námskeiðs fyrir leik- stjóra með Yaël Farber nú í byrjun nóvember. Þar gefst völdum hópi leikstjóra tækifæri á að kynnast og læra af hinum margverðlaunaða leik- stjóra sem leikstýrt hefur víða um heim og er staddur hér á landi vegna æfinga á Framúrskarandi vinkonu, en frumsýningu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Farber hefur dvalið hér í haust við æfingar, sem hafa gengið afar vel, að því er fram kemur í tilkynningu en vegna kórónuverufaraldursins hefur Þjóðleikhúsið þurft að gera hlé á æfingunum og fresta frumsýningu til 6. mars. Hefur verið ákveðið að nota tímann meðan Farber er á landinu til að gefa fleiri íslenskum leikhús- listamönnum tækifæri á að læra af henni. Auk leikstjóra úr Þjóðleikhús- inu verður sex leikstjórum úr hópi umsækjenda boðin þátttaka í nám- skeiðinu sér að kostnaðarlausu. Nám- skeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu 3. og 4. nóvember kl. 10-16 og verður gætt að sóttvörnum og nándartakmörk- unum. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á: masterclass@leikhus- id.is. Umsóknarfrestur er til og með morgundeginum, 29. október. Masterclass með Farber Virt Yaël Farber hefur hlotið mörg verðlaun fyrir leikstjórn sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.