Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 28
Kvartettinn Brim er tilnefndur til Dönsku tónlistarverð-
launanna í ár sem nýliði ársins fyrir djassplötuna Anthro-
pocene. Örn Ingi Unnsteinsson stofnaði kvartettinn í
Köln í Þýskalandi þar sem hann bjó og stundaði nám við
Hochschule für Musik und Tanz og er Brim rafmagnaður
djasskvartett skipaður Erni Inga, sem er bassaleikari og
lagahöfundur, Stefan Karl Schmid saxófónleikara, Jan
Philipp trommara og Yannis Anft, píanó- og hljómborðs-
leikara. Kvartettinn hefur leikið saman í nokkur ár og gaf
út frumraun sína, Anthropocene, 1. júní síðastliðinn en
Örn Ingi er búsettur í Kaupmannahöfn.
Kvartettinn Brim tilnefndur til
Dönsku tónlistarverðlaunanna
sambönd hafa þessa töfra að koma
manni á óvart. Þau verða aldrei leið-
inleg því allt getur gerst. Það er
skemmtilegt.“
Þráinn bætir við að hann hafi
lært mikið af Theobald. „Ekki síst
að reyna að hvíla glaður í líðandi
augnabliki og meta tiltölulega ein-
falda hluti, sem eru í kringum mann
og eru í raun og veru dásamlegir.“
Hreyfingin sé drifkrafturinn og það
að vera úti með dýri sé mikið ævin-
týri. „Það tvöfaldar upplifunina sem
maður fær út úr því að vera úti í
náttúrunni, sem er mjög gefandi,
auk þess sem alltaf er gaman að
vera með góðum félaga einhvers
staðar, hvort sem hann hefur tvo
fætur eða fjóra.“
Hundar eru jafn ólíkir og þeir eru
margir, en Þráinn ber þeim almennt
vel söguna. „Heilt yfir finnst mér
þeir miklu skemmtilegri og heil-
steyptari en gengur og gerist með
manneskjur. Þetta er ágætur fé-
lagsskapur.“ Hann leggur áherslu á
að mikil ábyrgð fylgi því að eiga
hund og hann mæli ekki með því að
fólk fái sér hund, ef því til dæmis
leiðist, og bíði eftir því að hann geri
eða segi eitthvað skemmtilegt.
Þannig virki hundalíf ekki heldur sé
um samstarf að ræða. Dýr séu ekki
rafknúin heldur lifandi skepnur með
þeim kvöðum sem því fylgir. „Að
eiga hund er ákveðið uppeldis- og
ábyrgðarhlutverk sem maður fær
endurgoldið með nærveru, væntum-
þykju og skemmtilegheitum.“ Það
er sannkallað hundalíf.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Samband manns og hunds er með
ýmsum hætti og í bókinni Hunda-
líf … með Theobald, sem JPV út-
gáfa gefur út og er samvinnuverk-
efni hunds og manns, segir Þráinn
Bertelsson frá lífi sínu með frönsk-
um fjögurra ára gömlum bolabít í
dagbókarformi.
Tildrög bókarinnar má rekja til
óreglulegra færslna Þráins á Face-
book um samskipti þeirra Theo-
balds. Hann segir að margir, sem
gleðji aðra en
fjölskylduna „á
bók allra bóka“,
séu hvattir til að
gefa efnið út í
bók og hann hafi
fundið fyrir því.
Hann hafi samt
tekið því þung-
lega, þar til koll-
egar og virtir
menn í rithöfundastétt hafi lagst á
árarnar. „Þá hugsaði ég með mér að
kannski væri einhver glóra í því að
gefa út bók um samskipti okkar.“
Í blíðu og stríðu
Theobald og Þráinn fara í nokkra
göngutúra daglega og þar af í eina
langa göngu úti í náttúrunni, ganga
eða hlaupa þrjá til tíu kílómetra eft-
ir veðri. Tengslin hafa styrkst með
hverjum deginum og þótt talsam-
bandið sé án orða hefur Þráinn
skráð samskiptin á skemmtilegan,
hnyttinn og oft heimspekilegan
hátt.
„Sambandið er líkt því þegar
börn eiga ósýnilegan vin, sem talar
við þau,“ segir reyndur höfundurinn
með þeim fyrirvara að hann muni
ekki eftir samtölum við ósýnilega
vini. Eins megi líkja sambandinu við
það sem myndast á milli rithöfundar
og persóna hans í bók eða kvik-
myndahandriti. „Þá gerist stundum
sá dásamlegi hlutur að persónur í
verkinu fara að tala sjálfstætt, segja
eitthvað sem maður reiknar ekki
með að þær myndu segja, og það er
óskaplega skemmtileg upplifun,
eitthvað skylt sambandinu við Theo-
bald, því hann segir oft furðulegustu
hluti, sem mér sjálfum hefði trúlega
aldrei dottið í hug að hugsa. Öll góð
Talsamband án orða
Þráinn Bertelsson og Theobald upplifa lífið saman
Bók félaganna er samvinnuverkefni hunds og manns
Ljósmynd/Ágúst Elí Ágústsson
Útivera Theobald og Þráinn Bertelsson eiga góðar stundir saman.
STAN model 3035
L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-
DUCA model 2959
L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,-
L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,-
ESTRO model 3042
L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
GOLF model 2945
L 176 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,-
L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
AVANA model 2570
L 224 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,-
L 244 cm Leður ct. 10 Verð 489.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur
(meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Anton Sveinn McKee er í áttunda sæti yfir þá sund-
menn sem náð hafa bestu tímum í heiminum frá upp-
hafi í 200 metra bringusundi í 25 metra laug. Eins og
Morgunblaðið greindi frá synti Anton Sveinn á 2.01,73
mínútum þegar hann sigraði í greininni í atvinnu-
mannadeildinni í Ungverjalandi á laugardaginn. Ein-
ungis sjö hafa náð betri tíma í greininni í 25 metra laug
en heimsmetið á Rússinn Kirill Prigoda frá því í Kína 13.
desember árið 2018. Mettími hans er 2:00,16 mínútur.
Nánar er fjallað um stöðu Antons í blaðinu í dag. »23
Einungis sjö hafa synt 200 metrana
hraðar en Anton í 25 metra laug
ÍÞRÓTTIR MENNING