Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 2
S
kjótt skipast veður í lofti. 14. febrúar síðastliðinn birtist í Morgun-
blaðinu frétt undir fyrirsögninni „Smithætta hér á landi lítil“ og var þar
vísað í nýja stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Byggði sú skýrsla aftur á áhættumati Sóttvarnastofnunar Evrópusam-
bandsins. Á fáum vikum breyttist hins vegar allt og í fyrsta sinn í sögunni hafa
ríkisstjórnir um veröld víða ákveðið að stöðva með valdboði stærstan hluta hag-
kerfa sinna.
Síðan þá hefur baráttan staðið yfir, bæði á sviði heilbrigðismála en einnig á vett-
vangi atvinnulífsins þar sem fjölmörg fyrirtæki róa lífróður. Sum eru nú þegar
sokkin en önnur munu sigla í gegnum brimskaflinn. Í þessu fári öllu höfum við
sem samfélag kynnst mikilvægi þess að skima fyrir veirunni. Leita vágestinn uppi
og einangra hann. Með því að hvetja þá sem finna fyrir einkennum eða hafa verið í
námunda við veikt fólk, má ná utan um vandann og bregðast við með viðeigandi
hætti. Það er stórkostlegt að sjá hvernig vísindin virka og hvernig þeim vex ás-
megin dag frá degi. Að lokum mun sigur fást.
Skimanir og próf fara víða fram og eru ekki nýjar af nálinni í heilbrigðiskerfinu.
En svipaða sögu má einnig segja af fyrirtækjamarkaðnum hér á landi. Í rúman
áratug hefur Creditinfo gefið út lista yfir þau fyrirtæki sem teljast framúrskar-
andi. Þau eru það ekki einvörðungu vegna þess að þau hafa skilað hagnaði og
raunar er ekki rýnt sérstaklega í hvort hann sé mikill eða lítill. Litið er til annarra
heilbrigðismerkja sem máli skipta. Þau mega ekki vera í vanskilum, eiginfjárhlut-
fallið þarf að vera sterkt og eignirnar umtalsverðar. Þá verður fyrirtækið að skila
ársreikningi innan þess frests sem reglur kveða á um.
Úttekt af þessu tagi, sem Creditinfo hefur haft veg og vanda af að innleiða hér á
landi, skiptir sköpum. Fólk hefur lært að treysta því heilbrigðisvottorði sem fylgir
því að fyrirtæki teljist framúrskarandi. En áhrif „skimunarinnar“ hafa jafnvel víð-
tækari áhrif. Þannig ræddi ég nýverið við stjórnanda fyrir-
tækis sem verið hefur í hinum útvalda hópi allt frá upphafi.
Spurði ég hann hvort þetta skipti hann máli. Svarið var
einfalt: „Fyrstu árin eftir hrun var þetta gríðarlega mik-
ilvægt og hjálpaði okkur að komast í gegnum erfiðleikana.
Þegar betur áraði var þetta skemmtilegt og gaf okkur
tilfinningu fyrir því að við værum að vinna gott
starf. Nú mun þetta aftur skipta máli.“
Kannski er það með skimanir á fyrirtækja-
markaðnum eins og í heilbrigðiskerfinu að þær
skipta fyrst og fremst máli þegar þrengir að.
En þá er líka mikilvægt að hafa samanburð frá
fyrri árum. Hann er að finna hér og um leið
listann yfir þau fyrirtæki sem eiga skilið að
bera sæmdarheitið framúrskarandi.
Er búið að
„testa“ þig?
Stefán Einar Stefánsson
Mest selda vara Iðnmarks er osta-stjörnupopp.
Það stendur fyrir 20% af ársveltunni. Í kjölfarið
fylgja Stjörnupopp og Fitness-popp.
Ostapopp 20% veltunnar
28
Kórónuveiruárið hefur útheimt mikinn sveigj-
anleika. Hótela- og veitingamarkaðurinn hefur
skroppið saman en sala á fiski á netinu eykst.
Hræringar á mörkuðum
18
Einn liður í að auka tekjur stoð-
og hjálpartækjafyrirtækisins
Stoðar er að sögn Ásu Jóhannes-
dóttur að kynna fyrirtækið betur á
almennum markaði.
Auka tekjur með
betri kynningu
44
Nú styttist í að Garðheimar kynni teikningu að
nýrri stórverslun fyrirtækisins sem staðsett
verður í Álfabakka.
Stefna á uppbyggingu
24
Formaður SA segir að samhent átak þurfi til
þess að viðhalda og verja störfin í landinu. Þar
þurfi allir að leggjast á eitt á komandi mánuðum.
Verja þarf störfin
16
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Útgefandi Árvakur Umsjón Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Þór-
oddur Bjarnason tobj@mbl.is, Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Auglýsingar Berglind Guðrún Bergmann
berglindb@mbl.is Grafík Sigurður B. Sigurðsson Forsíðumynd Atli Þór Alfreðsson Prentun Landsprent ehf.
Unnið í samstarfi við
VIÐSKIPTA
Hvað gerir fyrirtæki
framúrskarandi?
• Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
• Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta
mánuðum eftir uppgjörsdag
• Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
• Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
• Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
• Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú ár
• Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
• Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
• Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár
Listanum er raðað í lækkandi röð eftir
ársniðurstöðu í árs reikningi 2019. Allar
tölur eru umreiknaðar í íslenskar krónur.
Fyrirtækjum er skipt í eftirfarandi stærðarflokka:
• Lítið 100-200 milljónir kr. í eignir alls
• Meðalstórt 200-1.000 milljónir kr. í eignir alls
• Stórt 1.000 milljónir kr. eða meira í eignir alls