Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 8

Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 8
fyrir þrautseigju í rekstri yfir tíma,“ segir Brynja. „Vinna okkar við að útbúa lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki snýst ekki um að verðlauna fyrirtæki fyrir mikinn gróða, þótt myndarlegur hagnaður sé oft fylgifiskur framúrskarandi reksturs. Við viljum verð- launa fyrirtæki fyrir stöðugan rekstur og við finnum svo sannarlega fyrir því á tímum heimsfaraldurs hvað stöðugur og heilbrigður rekstur skiptir miklu máli þegar á reynir. Reynsla okkar af efnahagshruninu 2008 sýnir að það eru Framúrskarandi fyrirtæki sem eru líklegust til að standa af sér erf- iðleika á borð við þá sem við stöndum öll frammi fyrir núna vegna COVID-19- faraldursins. Það skiptir líka máli fyrir hag- kerfið í heild að hér starfi öflug fyrirtæki sem skapa störf og verðmæti til langs tíma. Við þetta má bæta að það skiptir máli að hafa sýnileg gögn um heilbrigði atvinnulífs- ins til að geta haft góða mynd af stöðunni hverju sinni. Við höfum lesið ótal fréttir síð- astliðna mánuði um fyrirtæki sem hafa farið í gjaldþrot eða tapað miklu á faraldrinum en beinum ekki nógu oft sviðsljósinu á fyrirtæki sem standa sterkum fótum. Þess vegna skiptir okkur miklu máli að vera í samstarfi við Morgunblaðið um að vekja athygli á þessum Framúrskarandi fyrirtækjum sem eru mörg hver ekki í sviðsljósi fjölmiðla dagsdaglega.“ COVID-váhrifamat Creditinfo Spurð að því hvaða áhrif COVID-19- faraldurinn hafði á vinnslu listans yfir Fram- úrskarandi fyrirtæki segir Brynja að farald- urinn hafi haft í för með sér miklar áskor- anir. „Á hverju ári fer mikil vinna hjá starfsfólki Creditinfo í að setja saman lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki,“ segir Brynja. „Við kappkostum að tryggja gæði listans og að hvert og eitt fyrirtæki á listan- um stundi heilbrigðan rekstur. Vinnsla listans byggist að mestu á niðurstöðum árs- reikninga en því til viðbótar bætum við skil- yrðum um að fyrirtæki þurfi að vera með gott lánshæfismat. Þannig náum við að sigta út fyrirtæki sem voru kannski í góðum mál- um árinu áður en hafa lent í erfiðleikum á þessu ári. Vegna COVID-19-faraldursins þurftum við að rýna öll fyrirtækin á listanum gaumgæfi- lega til að tryggja að á honum væru aðeins fyrirtæki sem stæðu sterkum fótum út þetta ár. Mörg fyrirtæki eru hins vegar búin að fá frystingu lána og njóta ýmissa úrræða frá stjórnvöldum sem gerir það að verkum að áhrifa faraldursins er enn ekki farið að gæta að fullu í lánshæfismatinu. Þess vegna þró- uðum við í vor sérstakan mælikvarða á óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækja vegna COVID-faraldursins í samstarfi við Credit- info í Eistlandi, Lettlandi og Tékklandi. Mælikvarðinn nefnist COVID-váhrifamat og með honum gátum við flokkað fyrirtæki eftir því hversu mikil áhrif faraldurinn gæti haft á rekstur fyrirtækjanna. Með því að greina fyrirtæki með tilliti til COVID-váhrifamats og lánshæfismats gátum við fengið glögga mynd af stöðu allra þeirra fyrirtækja sem komu til greina sem Framúrskarandi fyrir- tæki.“ Nýr mælikvarði á sjálfbærni í rekstri Samhliða birtingu lista yfir Framúrskar- andi fyrirtæki hefur Creditinfo veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð og framúrskarandi nýsköp- un. Brynja telur að íslensk fyrirtæki séu í auknum mæli farin að taka þessa þætti al- varlega. „Með því að veita sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð og framúrskarandi nýsköpun viljum við hvetja fyrirtæki til góðra verka í þessum efnum,“ segir Brynja. „Þar sem erfitt er að mæla þessa þætti með beinum hætti fórum við þá leið að setja saman dómnefnd í hvorum flokki fyrir sig sem greinir Framúrskarandi fyrirtæki með tilliti til þessara þátta. Okkur þótti mikilvægt að faglegasta nálgunin væri farin við að velja þau fyrirtæki sem fá verð- launin og höfum átt frábært samstarf við Festu og Icelandic Startups um að skipa dómnefndirnar fagfólki og þróa mæli- kvarðana ár frá ári. Okkar von er líka sú að verðlaunin dragi fram fyrirmyndir í sam- félagsábyrgð og nýsköpun í rekstri. Við getum sagt frá því núna að frá og með næsta ári munum við bæta við mælikvörðum um sjálfbærni í rekstri sem verður eitt af skilyrðum þess að fyrirtæki teljist Framúr- skarandi. Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum svo að til séu mælikvarðar fyrir sjálfbærni og að þeir verði aðgengilegir og nýttir til mats á fyrirtækjum á sama hátt og upplýsingar úr ársreikningum. Við munum taka þetta í skrefum og byrja smátt en þegar fram líða stundir sjáum við fyrir okkur að mæla þessa þætti með um- fangsmeiri hætti. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem vilja ná árangri í sjálfbærni geti stuðst við mælikvarða og sett sér raun- hæf markmið í þessum efnum.“ Jákvæðar fyrirmyndir fyrir atvinnulífið Algengt er að sjá íslensk fyrirtæki auglýsa það að þau séu Framúrskarandi fyrirtæki. Spurð að því hvort vitund fyrirtækja og al- mennings gagnvart viðurkenningunni hafi breyst á síðastliðnum árum segist Brynja finna fyrir því. „Nú eru ellefu ár liðin frá því að við fórum að veita viðurkenninguna fyrst og umfangið í kringum Framúrskarandi fyrirtæki hefur svo sannarlega aukist á þeim tíma. Á sama tíma og fyrirtækjum hefur fjölgað á listanum hefur hagkerfið vaxið um- talsvert, enda hófum við þessa vegferð stuttu eftir efnahagshrunið 2008. Það var algengur misskilningur hér á árum áður að viðurkenn- ingin snerist um að verðlauna fyrirtækin sem græða mest en nú held ég að flestir séu meðvitaðir um að Framúrskarandi fyrirtæki eru fyrirtæki sem hafa sýnt fram á stöðug- leika og ábyrgð í sínum rekstri. Framúr- skarandi fyrirtæki vilja líka mörg hver flagga þessum árangri, ekki bara í auglýs- ingum heldur nota þau vottunina í sam- skiptum við erlenda birgja og í atvinnu- auglýsingum svo dæmi séu tekin. Það skiptir máli fyrir íslenskt efnahagslíf að sem flest fyrirtæki stundi heilbrigðan og stöðugan rekstur. Okkar von er sú að með því að veita þessa viðurkenningu náum við að draga fram jákvæðar fyrirmyndir fyrir ís- lenskt atvinnulíf svo það nái áfram að blómstra. Á þessum krefjandi tímum sem við stöndum frammi fyrir núna er sérstaklega mikilvægt að hvetja íslenskt atvinnulíf til dáða og fagna framúrskarandi árangri í rekstri.“ Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikill fjöldi hefur komið saman í Hörpu síðustu ár til að heiðra fyrirtækin á listanum. Að þessu sinni buðu aðstæður ekki upp á hátíðahöld af því tagi en vonandi hafa aðstæður breyst til batnaðar að ári liðnu. Mikil eftirvænting er jafnan fyrir því hvaða fyrirtæki hlýtur nýsköpunarviðurkenninguna. Morgunblaðið/Hari Samfélagsábyrgð skiptir sífellt stærra máli í rekstri fyrirtækja og fyrirtæki sem reynst hafa framúrskarandi á því sviði hafa verið heiðruð. Árið í ár er engin undantekning frá því. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.