Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 32

Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ au stukku í raun út í djúpu laugina árið 2016, hjónin Stefán Stefánsson og Marta Sigurjónsdóttir, þegar þau festu kaup á Hirzlunni ásamt Leifi Aðalsteinssyni. En þau höfðu trú á því að í kaupunum fælust mikil tækifæri, ekki síst á markaði með skrifstofuhúsgögn. Þeim fannst ríkja fákeppni á markaðnum og verðið of hátt. „Hirzlan er 28 ára gamalt fyrirtæki á næsta ári. Við fórum hins vegar í miklar breytingar á því þegar við keyptum það. Við fluttum í 350 fermetra sýningarrými í Síðumúla og höfum síðan komið okkur upp 1.000 fermetra vöru- húsi. Við erum núna að vinna innan ramma- samnings við Ríkiskaup og rétt tæplega nífald- að veltuna frá því að við tókum við fyrirtækinu. Fyrir þetta erum við afar þakklát og ánægð,“ segir Stefán þegar hann er spurður út í hvern- ig aðkoma hans að fyrirtækinu hófst. Hann segir að nýir eigendur hafi ekki haft reynslu á þessum markaði en þó séð tækifæri á honum. Ástæða þess að þau keyptu Hirzluna voru góð vörumerki sem þau töldu mögulegt að vinna með á skrifstofumarkaðnum, jafnvel þótt áherslur Hirzlunnar hafi fram til ársins 2016 fyrst og fremst legið á markaði með heimilishúsgögn. Tækifæri í góðum umboðum „Tækifærin sem við sáum voru einkum í Topstar og Wagner. Hirzlan hefur átt í við- skiptasambandi við Topstar í meira en tvo ára- tugi og er einn elsti viðskiptavinur fyrir- tækisins í heiminum. Wagner er í eigu Topstar og það er merki sem við höfðum mikinn áhuga á og er orðið flaggskipið í okkar starfsemi í dag. En við höfum einnig bætt við fleiri vöru- merkjum á borð við Nowy Styl og það eru skref sem við tökum til þess að vaxa enn frek- ar.“ Í fyrra nam velta fyrirtækisins um 340 millj- ónum og Stefán segir að enn sé færi til vaxtar. Draumurinn sé að Hirzlan sé með um 20% markaðshlutdeild á sínum markaði og veltan þá um 500 til 600 milljónir króna á ári. „Við erum komin til að vera á þessum mark- aði og það er ein af ástæðunum fyrir því að við viljum breikka vöruúrvalið. Við ætlum okkur t.d. stóra hluti í skólahúsgögnum. Það var planið núna í haust en við höfum ekki enn haft færi á að heimsækja nýja birginn okkar á Ítal- íu.“ Stefán segir að markmiðið hafi verið að vaxa um 10% á þessu ári en kórónuveiran hafi sett strik í reikninginn. „Við gefumst ekki upp gagnvart því mark- miði fyrr en við lokun á gamlársdag,“ segir hann og hlær. „En eins og þetta lítur núna út finnst mér sennilegt að við verðum með sömu veltu og í fyrra.“ Hann viðurkennir að kórónuveiran hafi reynst áskorun fyrir Hirzluna eins og flest önnur fyrirtæki. „Við brugðumst hratt við og þar skiptir máli að boðleiðirnar hjá okkur eru mjög stuttar. Við fórum strax að auglýsa heimavinnustöðvarnar sem seldust mikið í apríl og gera það raunar enn. Við höfum fundið fyrir minni umsvifum hjá sveitarfélögunum en stofnanir hafa ekki minnkað við sig. Það sem hefur farið niður hjá sveitarfélögunum hefur einstaklingsmark- aðurinn í raun unnið upp. Fólk þarf núna að vinna heima og það er nýr veruleiki fyrir marga. Þar viljum við koma til aðstoðar og pressa niður verðið til hagsbóta fyrir almenn- ing.“ Ráðstafanir líkt og fleiri hafa gert Þá segir Stefán að fyrirtækið hafi þurft að gera ráðstafanir til þess að tryggja viðgang starfseminnar. Nauðsynlegt hafi verið að skilja alfarið milli lagerstarfseminnar og versl- unarrýmisins og að þau séu ætíð meðvituð um að fyrirtækið geti ekki lent allt í sóttkví á sama tíma. „Við höfum ekki lent í neinum óvæntum vendingum enn þá. Það hefur auðvitað verið mikil áskorun að vaxa svona hratt og þegar allt í einu kemur bakslag þarf að hugsa hratt en okkur hefur tekist það og fyrirtækið var vel í stakk búið til þess. Við áttuðum okkur t.d. snemma á því að það myndu fleiri bylgjur koma í þessu og þess vegna vorum við fljót að panta mikið inn eftir að framleiðslan komst aftur í samt lag í sumar. Við höfum því góða lagerstöðu inn á haustið og nýja árið.“ Meðal þess sem Hirzlan hefur lagt áherslu á hin síðustu misseri er rammasamningur sem fyrirtækið fékk gagnvart Ríkiskaupum. Oft og iðulega sést auglýsingum bregða fyrir þar sem stofnunum og ríkisfyrirtækjum er bent á þennan samning. „Það skiptir miklu máli að benda á hvar hag- stæðasta verðið fæst. Rammasamningurinn hefur reynst okkur mjög mikilvægur en hann er líka ákveðinn gæðastimpill. Það fær ekkert fyrirtæki svona samning nema það geti sýnt fram á ákveðna veltu, að allar vörur séu vott- aðar og þjónustan sé góð.“ Velgengnin samspil margra þátta Og þar komum við að spurningunni sem öllu máli skiptir. Hvernig er hægt að gera fyrir- tæki eins og Hirzluna framúrskarandi? „Það er samspil margra þátta. Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa gott starfsfólk og hátt þjónustustig og tryggja að verðið líði ekki fyrir það. Gott samspil milli þessara þátta skiptir öllu máli. Við sjáum t.d. með þjón- ustuna að viðskiptavinir geta oftast pantað vöruna hjá okkur og fengið hana daginn eftir. Þessi markaður var gjarnan þannig hér áður að það gat tekið upp undir þrjár vikur að fá vörur í hendurnar eftir að þær voru pantaðar. Það er alltof langur tími.“ ses@mbl.is Vöxturinn reynst lyginni líkastur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 750. sæti HIRZLAN Lítið 171. sæti Stefán Stefánsson Eigendur Hirzlunnar hafa opnað rúmgott og glæsilegt sýningarrými í Síðumúla. „Tækifærin sem við sáum voru einkum í Topstar og Wagner. Hirzlan hefur átt í viðskiptasambandi við Topstar í meira en tvo áratugi og er einn elsti við- skiptavinur fyrirtækisins í heiminum,“ segir Stefán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.