Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 38

Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI E ins og hjá mörgum öðrum verslunum með íþróttavörur hefur salan gengið vel hjá TRI ehf. það sem af er þessu ári. „Fólk þyrstir í að hreyfa sig en líkamsræktarstöðvarnar hafa verið lokaðar út af faraldrinum og því sjá margir sér þann kost vænstan að kaupa sér útivistarbúnað. Ástand- ið er svipað í öðrum löndum og mikill meðbyr á reiðhjólamarkaði en framleiðendur hafa rekið sig á að aðfangakeðjurnar halda ekki í við eftirspurn.“ Þetta segir Róbert Grétar Pétursson, fram- kvæmdastjóri TRI, en fyrirtæki hans er núna í fyrsta skipti á lista Creditinfo yfir framúrskar- andi fyrirtæki. „Áhuginn er slíkur að framleið- endur gætu selt tvöfalt eða þrefalt það magn sem þeir framleiða alla jafna, og þeir hafa get- una til að auka hjá sér afköstin, en íhluti vant- ar og er það að skapa flöskuháls sem mun taka tíma að leysa úr.“ Með áherslu á reiðhjól eingöngu TRI opnaði þegar viku vantaði í jólin árið 2011. Þá um sumarið höfðu félagarnir Ólafur Baldursson og Bergþór Jóhannsson fengið þá flugu í höfuðið að setja á laggirnar verslun sem skyldi bjóða upp á vörur fyrir iðkendur þrí- þrautar og því með allt sem þarf til að stunda sund, hlaup og hjólreiðar. „Verslunin var rekin í þeirri mynd fyrstu þrjú árin en þá var ákveð- ið að breyta um áherslu og að TRI skyldi ein- göngu verða reiðhjólaverslun,“ segir Róbert og lætur það fljóta með að mörgum hafi þótt nokkuð djarft teflt að stofna fyrirtæki af þessu tagi skömmu eftir að fjármálahrun hafði sett hagkerfi landsins á annan endann. „Fyrr en varði vorum við komnir með húsnæði á leigu án þess þó að vera með umboð frá nokkrum framleiðanda eða vera búnir að tryggja okkur vörur til að selja.“ Salan fór samt vel af stað og TRI landaði umboði fyrir þýska reiðhjólaframleiðandann Cube. Einnig selur fyrirtækið reiðhjólafatnað frá kanadíska merkinu Louis Garneau og ítalska framleiðandanum Castelli. Í vetur starfa níu manns hjá versluninni en þegar mest er um að vera á sumrin fer starfs- mannafjöldinn upp í 24. Sérhæfing einfaldar reksturinn Það kann að koma lesendum á óvart að fyrir- tæki sem er helgað reiðhjólasölu skuli hafa svona marga starfsmenn yfir vetrarmánuðina en Ró- bert segir að reiðhjólamenningin á Íslandi hafi núna náð því stigi að hjól seljast allt árið um kring og að auki sé í nógu að snúast á veturna við að setja saman ný hjól og gera klár fyrir sölu þegar sól tekur að hækka á lofti, auk þess að yfirfara reiðhjól viðskiptavina sem vilja vera klárir fyrir sumarið. „Hjólin koma til okkar í kössum og þarf að setja þau saman, stilla og gera ýmislegt við þau áður en kúnninn fær þau í hendurnar. Margt er í gangi baka til sem viðskiptavinir sjá ekki þeg- ar þeir koma í sýningarsalinn.“ Margir aðrir seljendur reiðhjóla hafa brugðið á það ráð að selja aðra vöru með, s.s. skíði eða lík- amsræktarbúnað, og þannig jafna betur út þær árstíðabundnu sveiflur sem eru á hjólamarkaði. Róbert segir það af vilja gert að TRI valdi sér annað viðskiptamódel og bendir á að salan á skíðabúnaði geti t.d. verið mjög sveiflukennd eftir veðri og verslanir setið uppi með birgðir af óseld- um varningi ef skíðasvæðin opna seint og loka snemma. Með því að einblína á reiðhjólin einfald- ast reksturinn og verður á margan hátt fyrir- sjáanlegri, auk þess sem minna fjármagn er bundið í vöru sem geyma þarf á lager. „Og þá selst ágætismagn hjóla yfir háveturinn. Við höld- um útsölu tvisvar á ári: í lok sumars og í janúar, og margir búnir að læra á þetta kerfi okkar. Sá hópur mætir stundvíslega á útsöluna og tryggir sér vandað hjól á góðu verði um leið og við rým- um fyrir nýjum módelum.“ Fjölskyldur hjóla saman Þó að salan hafi gengið einstaklega vel það sem af er þessu ári þá segir Róbert að allt frá stofnun verslunarinnar hafi mátt greina stöðuga aukn- ingu og reiðhjólamarkaðurinn glæðst ár frá ári. „Hjólreiðar verða sífellt veigameira sport en kaupendahópnum má í grófum dráttum skipta í þrennt: Í fyrsta lagi er fólkið sem notar hjólreið- arnar sem líkamsrækt og þykir jafnvel gaman að keppa í greininni. Þessi hópur stækkar ört og má t.d. sjá það að í hjólreiðakeppnum af öllu tagi fer keppendum fjölgandi. Þá er hópurinn sem notar reiðhjólið sem samgöngutæki og fer hjólandi í vinnu eða skóla, og loks þeir sem kaupa reiðhjól fyrir börnin sín,“ útskýrir Róbert. „Gaman er að sjá hvernig þriðji hópurinn hefur stækkað í kór- ónuveirufaraldrinum því margir hafa uppgötvað hversu gaman það er fyrir fjölskylduna að fara í hjólreiðatúra saman og útivist sem börn og full- orðnir geta notið í sameiningu. Að kaupa reiðhjól á alla á heimilinu er eitthvað skemmtilegt sem fólk lætur eftir sér og sínum nú þegar ekki er t.d. lengur að því hlaupið að fara með fjölskylduna í utanlandsferð.“ Ekki lengur sérviska að hjóla allt árið Mikil breyting hefur orðið á reiðhjólamenning- unni á höfuðborgarsvæðinu og ekki óalgengt að sjá hjólreiðafólk á götum borgarinnar allt árið um kring. Róbert minnist þess þegar hann tók sig til í lok 10. áratugarins og hjólaði allra sinna ferða sex ár í röð. „Þá bjó ég í Vesturbænum en vann uppi á Höfða og þótti svo óvenjulegt að eitt sinn var ég stoppaður af fréttamanni á miðri leið til að veita viðtal,“ segir hann. „Á þessum árum var maður heppinn ef búið var að ryðja snjó af hluta leiðarinnar að vetri til og þótti bæði óvenjulegt og skrítið að hjóla í öllum veðrum.“ Hann segir miklu auðveldara að nota reiðhjól sem samgöngutæki í dag. Rafmagnsreiðhjól létti hjólreiðarnar þegar mótvindurinn er sterkur og sveitarfélögin reyni eftir bestu getu að tryggja að leiðin sé greið fyrir bæði hjólandi og gangandi umferð þegar snjóar og frystir. „Stígarnir eru fleiri og miklu betri en þeir voru og ágætar teng- ingar á milli bæjarfélaganna. Er vandinn helst að bæjarfélögin eru misdugleg við að moka á vet- urna og virðast ekki samræma ákvarðanir um það hvaða stíga á að hreinsa fyrst. Það veldur því að fólk sem vill hjóla, t.d. frá Hafnarfirði inn í Reykjavík, geturrekið sig á að stofnbrautir hjól- reiðasamgöngukerfisins hafa ekki verið ruddar á sumum stöðum.“ ai@mbl.is Nóg að gera í búðinni allt árið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 786. sæti TRI EHF. Lítið 194. sæti Róbert Grétar Pétursson Morgunblaðið/Kristinn Sprenging hefur orðið í vinsældum hjólreiða og margir sem hjóla allt árið um kring. „Stígarnir eru fleiri og miklu betri en þeir voru og ágætar tengingar á milli bæjarfélag- anna. Er vandinn helst að bæjarfélögin eru misdugleg við að moka á veturna og virð- ast ekki samræma ákvarðanir um það hvaða stíga á að hreinsa fyrst,“ segir Róbert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.