Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Á bænum Úthlíð í Skaftártungu, þar sem Mýrdalsjökull gnæfir yfir landslaginu, reka hjónin Elín Heiða Valsdóttir og Guðmundur Ingi Arn- arsson meðalstórt sauðfjár- og kúabú. Starf- semin gengur prýðilega og náði Hlíðarból ehf. þeim árangri í ár að komast á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Elín Heiða er fædd árið 1977 og hefur búið á Skaftártungu alla sína tíð ef undan eru skilin þau ár sem hún menntaði sig en hún útskrif- aðist sem búfræðikandídat frá Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri. Hún tók við hluta af býlinu af foreldrum síum árið 2001 og árið 2009 var rekstrarformi fyrirtækisins breytt í einkahlutafélag. „Það er allur gangur á því hvaða rekstrarform bændur velja. Sumir nota sína eigin kennitölu, aðrir kjósa að reka svokallað félagsbú, en með einkahlutafélaga- forminu er á margan hátt gert auðveldara að leyfa nýrri kynslóð að taka við. Mér líkar ágætlega við þetta rekstrarfyrirkomulag enda gagnsætt og heppilegt á marga vegu,“ segir hún. Fer ekki í frí hvenær sem er Eins lengi og hún man eftir sér hefur Elínu Heiðu langað að vera bóndi. Hún segir starfið geta verið mjög krefjandi á köflum en um leið fjölbreytt og gefandi. „Bústörfin eru þannig að hvert verk þarf að vinna á réttum tíma, fram- leiðsluferillinn langur, og þess vegna ekki hægt að hlaupa í frí hvenær sem manni sýn- ist,“ segir Elín Heiða en það er einkum um há- veturinn sem hún og Guðmundur láta það eftir sér að taka gott frí. Síðast skutust þau til Bandaríkjanna í byrjun árs, rétt áður en kór- ónuveirufaraldurinn varð til þess að öllu var skellt í lás. „Ein manneskja getur haldið öllu gangandi yfir veturinn en það falla samt alltaf til einhver verk til viðbótar, eins og viðhald á húsakosti og viðgerðir á tækjum, sem við reynum náttúru- lega að sinna mest sjálf,“ segir Elín Heiða en Valur faðir hennar býr enn á bænum og hjálp- ar til við bústörfin. Í Úthlíð eru rösklega 400 vetrarfóðraðar kindur og um 160 nautgripir – þar af 60 mjólk- urkýr. Starfsemin á býlinu er ósköp hefð- bundin og hafa þau Elín Heiða og Guðmundur t.d. ekki haft mikinn áhuga á að reyna fyrir sér í þjónustu við ferðamenn eða matvæla- nýsköpun. Í staðinn leggja þau þeim mun meiri metnað í að hlúa að búfénaðinum og fara sér í engu óðslega í daglegum rekstri. Þessi nálgun hefur skilað þeim árangri að á síðasta ári var rúmlega 10 milljóna króna hagnaður af rekstri býlisins. „Árangurinn ræðst að miklu leyti af ytri aðstæðum og vandasamt að spá fyrir um hvaða verð fæst fyrir afurðina. Nautakjötið seljum við í gegnum afurðastöð- ina og ræðst af markaðsverði hverju sinni. Stjórnvöld greiða að auki sláturálag en það nemur aðeins örfáum krónum á hvern naut- grip.“ Elín Heiða segir það flækja áætlanagerð og ákvarðanir í rekstri bóndabýlis hvað eftir- spurn og verð geta verið sveiflukennd. Um tvö ár taki að rækta holdanaut upp í sláturstærð og á þeim tíma geti mikið breyst. „Nýlega lækkaði það verð sem bændur fá fyrir nauta- kjöt og getur það leitt til þess að greinin dreg- ur úr framleiðslu, sem svo kemur fram í minnkuðu framboði eftir tvö ár sem gæti vald- ið kaupendum vanda. Bændur og þeir sem að greininni koma þurfa að gæta þess að sem mestur stöðugleiki sé í rekstrarumhverfi land- búnaðar svo að framboð og eftirspurn fylgist að. Við þurfum jú öll að borða, framleiðsluferl- arnir langir, og ekkert sem heitir að ætla að rækta í dag það sem fer á diskinn á morgun.“ Neytandinn þarf betri upplýsingar Spurð hverju hún myndi helst vilja breyta til að styrkja íslenskan landbúnað segir Elín Heiða að harðnandi samkeppni við erlendan innflutning sé verulegt áhyggjuefni. Hún segir vandann einkum felast í því að lítið gagnsæi sé um það hvernig erlendir aðilar stunda sína framleiðslu og neytendur eigi erfitt með að bera saman þá valkosti sem þeim standa til boða enda allur gangur á þeim vinubrögðum sem tíðkast í landbúnaði annarra þjóða. „Bæta mætti það eftirlit sem haft er með þeirri land- búnaðarvöru sem flutt er inn til landsins og ljóst að verið er að selja íslenskum neytendum vöru frá landbúnaðarsvæðum þar sem ástand- ið er ekki nægilega gott. Það er styrkur ís- lensks landbúnaðar að neytandinn getur stólað á það að sú vara sem hann fær er framleidd í góðri sátt við fólk, fénað og umhverfi og t.d. mikill munur á notkun sýklalyfja á Íslandi og víðast hvar annars staðar,“ útskýrir Elín Heiða og minnir á að bæði regluverk og staðl- ar séu með strangasta móti í íslenskum land- búnaði og gagnsæi mikið. Elín Heiða bendir á að það væri strax til mikilla bóta ef að neytandinn hefði aðgang að meiri upplýsingum þegar hann t.d. gerir upp á milli pakkninga við kjötborðið í stórmark- aðinum, skammtar sér á disk í mötuneyti eða þegar hann pantar af matseðli veitingastaðar. „Það væri strax mikil framför ef tækist að inn- leiða einhvers konar upprunamerki og ef neyt- andinn gæti séð það svart á hvítu hversu mikið magn stera og lyfja var notað við framleiðsl- una.“ Kynbætur gætu breytt rekstrinum Hún minnir á þá sérstöðu Íslands að vera laust við marga alvarlega búfjársjúkdóma og að halda verði áfram að gæta vel að smitvörn- um. Að því sögðu þá er Elín Heiða mjög áhugasöm um tilraunir sem gerðar hafa verið til að kynbæta íslenska búfjárstofna, þar sem ýtrustu varkárni hefur verið gætt. Það hafi skert samkeppnishæfni íslenskra nautgripa- bænda að innlendi stofninn vex ekki með sama hætti og vinsælustu holdnautastofnar erlendis, og afköst mjókurkúa ekki eins mikil og í sum- um löndum. „Það gæti verið mjög gaman að vinna með búfjárstofna sem gæfu meira af sér, og myndi skapa allt aðrar forsendur í rekstr- inum að ala naut sem að vaxa tvöfalt hraðar, eða kýr sem mjólka tvöfalt betur,“ segir hún. „Allt þarf þó að vera gert með öruggum hætti og alls ekki bera óvart nýja sjúkdóma inn í landið.“ ai@mbl.is Langir framleiðsluferlar kalla á sem mestan stöðugleika 704. sæti HLÍÐARBÓL EHF. Lítið 145. sæti Elín Heiða Valsdóttir Í sveitasælunni. Meðal þess sem veitir íslenskum landbúnaði sérstöðu er lítil lyfjanotkun. Elín Heiða ólst upp í sveitinni og sonur hennar fær að njóta sömu forréttinda. Starf bóndans er í senn gefandi og krefjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.