Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 90

Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 90
90 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI F önn – Þvottaþjónustan er stærsta einkarekna þvottahús landsins eins og Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri og eigandi, útskýrir fyrir blaðamanni. Þvottahús ríkisspítalanna sem er nágranni fyrirtækisins í Árbænum er svipað að stærð. „Það var gott að eiga þvottahús ríkisspítalanna að þegar kom upp eldur árið 2014 í húsnæði okk- ar í Skeifunni og allt brann til kaldra kola. Þá hlupu þau undir bagga og tóku við stóru verk- efnunum okkar tímabundið,“ segir Ari en þvottahús ríkisspítalanna annaðist stærstu við- skiptavini Fannar í fimm mánuði, þar til fyrir- tækið náði vopnum sínum á nýjan leik. Ari segir að allt hafi endað vel hjá Fönn eftir eldsvoðann. „Við náðum að halda áfram að sinna okkar viðskiptavinum og byrjuðum að sækja þvott strax tveimur dögum eftir brunann. Starfsfólkið dreifði sér á sjö staði og við þvoðum hingað og þangað um bæinn. Þarna sýndi sig hvað við erum með fábært fólk í vinnu sem var tilbúið að leggja allt á sig til að halda rekstrinum gangandi.“ Ari segir að þetta hafi verið erfitt meðan á því stóð. „Þegar allt fór í gang fimm mánuðum seinna vorum við komin í nýtt húsnæði í Klett- hálsi með nýjar vélar. Við vorum vel tryggð og bankinn stóð vel við bakið á okkur. Við vorum í eigin húsnæði í Skeifunni sem við seldum síðan í framhaldi af brunanum eða árið 2017.“ Lömun ferðaþjónustu haft áhrif Fönn er með breiðan og stóran hóp við- skiptavina en samt sem áður hefur algjör lömun íslenskrar ferðaþjónustu haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Mörg af þeim hótelum sem eru í viðskiptum við Fönn eru lokuð í dag. „Við erum þrátt fyrir það ágætlega sett og erum með mörg smá og stór fyrirtæki í viðskiptum. Við þurftum að fækka fólki vegna ástandsins og höfum einnig nýtt okkur úrræði stjórnvalda að hluta til.“ Síðustu ár, eða frá því að fyrirtækið hóf starf- semi í nýju húsnæði árið 2014, hefur verið góður gangur í rekstrinum hjá Fönn. „Það varð mikil aukning hjá okkur í takti við velgengnina í ferðaþjónustunni. Við vorum þarna komin með nýtt hús og ný tæki og náðum að anna aukning- unni mjög vel. Sú breyting hefur líka orðið að ferðaþjónustan er orðin heilsársþjónusta en ekki bara yfir sumarið eins og var áður.“ Spurður að því hvert athafnasvæði Fannar sé, segir Ari að fyrirtækið starfi á höfuðborgar- svæðinu og fari einnig á Selfoss og vestur á Akranes en lengra fari það ekki. Engin ástæða sé til að raska viðskiptum smærri aðila úti á landsbyggðinni. Auk þess sem flutningskostn- aður sé hár. Byrjaði sem skyrtuþvottahús Guðmundur Arason, faðir Ara, stofnaði Fönn árið 1960 í kjallaranum hjá móður sinni á Fjólu- götu 19b og er því fyrirtækið 60 ára í ár. Ari seg- ir að upprunalega hugmyndin hafi verið að reka skyrtuþvottahús. Móðursystir Guðmundar hafi unnið í þvottahúsi á þessum tíma og Guðmundur hafi séð viðskiptatækifæri í skyrtuþvottinum, enda gengu á þeim tíma allir í stífuðum skyrt- um. „Það var nóg að gera í því í fyrstu en svo breyttist þetta fljótlega í eitthvað stærra og meira. Við vorum á Fjólugötunni til ársins 1966. Þá fórum við á Langholtsveginn, stækkuðum fljótlega upp á aðra hæð og síðan í kjallarann. Síðan fluttum við í Skeifuna árið 1981 og að lok- um hingað í Kletthálsinn árið 2014.“ Fönn hefur alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki en Ari keypti reksturinn af föður sínum árið 2004. „Ég tók við sem framkvæmdastjóri árið 1991 og kaupin voru því eðlilegt næsta skref þegar að því kom.“ Spurður hvort það sé gaman að starfa í þvottabransanum segir Ari að hann þekki í rauninni ekkert annað, enda hafi hann verið við- loðandi þetta alla ævi. „Ég er mjög sáttur þegar ég horfi til baka og hefði í rauninni ekkert viljað hafa hlutina neitt öðruvísi. Það hefur gengið á ýmsu og það hefur bara verið gaman að takast á við þetta.“ Vöxtur Fannar hefur verið 4-5% á ári að með- altali á undanförnum árum að sögn Ara. „Stund- um eru þetta stærri stökk eins og 2015 þegar ferðaþjónustan fór á flug og síðan fer þetta eitt- hvað niður núna í ár vegna þessa bakslags í ferðaþjónustunni.“ Ari segir að fyrirtækið sé mjög sveigjanlegt þegar kemur að því að þjónusta viðskiptavini þess. „Við erum að þjónusta bæði einstaklinga sem koma hingað með jakkafötin og einnig mjög stóra viðskiptavini. Það er enginn viðskiptavinur of lítill eða of stór hjá okkur. Þegar við berum okkur saman við þvottahús erlendis þá sjáum við að þau eru miklu sérhæfðari en við, og starfa annaðhvort á einstaklings- eða fyrirtækjamark- aði. Þau sérhæfa sig jafnvel enn meira en það, og einbeita sér kannski bara að því að þjónusta hótel eða þvo bara vinnugalla, svo dæmi sé tek- ið. Á okkar litla markaði höfum við farið þá leið að þjónusta alla og teljum okkur gera það mjög vel enda hafa margir af okkar viðskiptavinum verið hjá okkur í fjöldamörg ár. Við erum einnig með mottuþjónustu þar sem við komum og skiptum um mottur hjá fyrirtækjum og hús- félögum og hefur sá hluti starfsemi okkar geng- ið mjög vel.“ Framleiðandinn tengist beint En eru einhverjar markverðar nýjungar í þvottageiranum? „Almennt séð eru ekki miklar breytingar en mest hefur breyst á undanförnum árum með tölvutækninni. Til dæmis eru vél- arnar okkar tengdar beint til framleiðanda vél- anna, þannig að ef eitthvað er að þá geta þeir lesið af þeim og látið okkur vita hvað það er sem gera þarf við. Þá er öll sápuskömmtun inn á vél- arnar orðin sjálfvirk og hægt að aðlaga skömmt- un á sápu fyrir hvern viðskiptavin ef svo ber undir. Með þessari tækni er hægt að draga úr ofnotkun á þvottaefnum sem oft á sér stað.“ Starfsaldur hjá starfsfólki Fannar er nokkuð hár en margir starfsmenn hafa verið hjá fyrir- tækinu í yfir 10 ár og nokkrir miklu lengur. „Sumir hafa verið hér lengur en ég eða í 30 ár. Ég vona að það séu ágætismeðmæli með vinnu- staðnum.“ En hvað með fjölskylduna, er hún enn með Ara í rekstrinum? „Systkini mín hafa öll unnið hér á einhverjum tímapunkti og þau hjálpuðu mér mikið eftir brunann. Nokkur barna þeirra hafa svo unnið hér í sumarvinnu og einnig strák- urinn minn en hann er í háskólanum á veturna. Maður veit ekkert hvernig það þróast og vil ég alls ekki stýra því.“ Hlustar á starfsfólk og viðskiptavini Galdurinn við að reka þvottahús eins og Fönn með jafn farsælum hætti og Ari hefur gert, er að hans sögn að vera á staðnum og halda sér á tán- um öllum stundum. „Þú þarft að hlusta á starfs- fólkið og viðskiptavinina og sinna hvoru tveggja mög vel. Ef þú ert með gott fólk og því líður vel í vinnunni þá ganga hlutirnir miklu betur. Hjá okkur í Fönn gengur allt út á að viðskiptavin- irnir séu ánægðir og ef það er þannig þá á rekst- urinn að ganga vel.“ tobj@mbl.is Enginn viðskiptavinur of lítill eða of stór Morgunblaðið/Eggert 200. sæti FÖNN Stórt 162. sæti Ari Guðmundsson Starfsaldur hjá starfsfólki Fannar - Þvottaþjónustu er nokkuð hár en margir starfsmenn hafa verið hjá fyrirtækinu í yfir tíu ár og nokkrir miklu lengur, eða í þrjátíu ár. „Á okkar litla markaði höfum við farið þá leið að þjónusta alla og teljum okkur gera það mjög vel enda hafa margir af okkar viðskiptavinum verið hjá okkur í fjöldamörg ár,“ segir Ari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.