Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 94

Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 94
94 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ ó mýtan um ferhyrningslaga endur- skoðandann lifi góðu lífi þá er margt spennandi að gerast innan geirans eins og Margrét Pétursdóttir, for- stjóri EY, skýrir frá. Hún segir að þegar farið er aftur í tímann komi í ljós að mat á fyrirtækjum hafi breyst mikið á síðari tímum. Áður fyrr hafi verðmæti að mestu leyti endurspeglast í eignum á efna- hagsreikningi í formi fastafjármuna, en sú þró- un hafi átt sér stað að óefnislegar eignir líkt og þekking og mannauður taki þar aukið rými. Á sama tíma hafi átt sér stað hugarfarsbreyt- ing á grundvallarspurningum um tilgang fé- laga. Því hafði alltaf verið auðsvarað: að skapa hluthöfum sínum arð. Í dag segir Margrét að fókusinn sé ekki leng- ur eingöngu á hluthafann (e. shareholder), held- ur einnig á öðrum sem kunna að hafa beina eða óbeina hagsmuni af starfsemi og tilvist félags (e. stakeholders). Með aukinni áherslu á það síðarnefnda verði félög og fyrirtæki að aðlaga sig að þörfum og væntingum fleiri en þröngs hóps hluthafa og viðskiptavina. Kröfur samtímans horfi mun víð- ar, t.d. á samfélagslega ábyrgð og umgengni við náttúruna. Þessa nýju, stærri og óefnislegri mynd þarf að verðmeta og endurskoða og „EY er allt í þessu,“ segir Margrét. Endurskoðun og nýsköpun Sem dæmi um ný og spennandi verkefni nefnir Margrét að EY sé í samvinnu Meniga sem hafi hannað hugbúnað sem gerir notendum sínum kleift að meta kolefnisspor sitt út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir um persónu- leg fjárútlát. Notandinn getur svo nýtt upplýs- ingarnar til að kolefnisjafna eða draga úr eigin fótspori. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Margrét og gott dæmi um fyrirtæki sem skapar verðmæti á grunndvelli umhverfisvitundar. En slík nýjung er ekki án áskorunar, því spurn- ingin sé hvernig skuli lýsa slíkum verðmætum og hvernig á að votta að upplýsingarnar sem koma úr kerfinu séu réttar? Þar kemur EY til sögunnar og nýtir þá þekk- ingu sem er til innan samstæðunnar, bæði hvað varðar staðla og aðferðafræði. Þannig má segja að EY sem endurskoðunarfyrirtæki sé orðið þátttakandi í nýsköpun, þ.e. með því að þróa að- ferðir endurskoðunar til þess að meta verðmæti og votta ferla á sviði sem enn er ungt og í stöð- ugri þróun. Magrét bendir á að margir stórir aðilar, t.d. lífeyrissjóðir, leggi aukna áherslu á gildi eins og sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar og þurfi því áreiðanlegar upplýsingar til að styðjast við í sinni starfsemi. Hugsa út fyrir boxið Í framhaldi af þessum hugleiðingum segir Margrét að eðli endurskoðunar sé að breytast. Í grunninn hafi hún snúist um að staðfesta sögulegar fjárhagslegar upplýsingar um við- komandi félag, en í dag sé það ekki nóg og fyrir því sé minni áhugi, einfaldlega þar sem gildi slíkra upplýsinga hafi minna vægi. Á tíma sem einkennist af hraða og örum breytingum hafi upplýsingar úr ársreikningi ekki sama spágildi um framtíð félags eins og það áður hafði. Lagalegar kröfur um hefðbundin reiknings- skil séu og verði til staðar, en þess utan verði að finna ramma til að meta og endurskoða aðrar upplýsingar sem skipta máli. Þar koma hinir ýmsu staðlar til sögunnar og ákall sé um sam- ræmingu á því sviði. En slíkar upplýsingar verða að hafa gildi og ekki vera of froðu- kenndar, segir Margrét og því þurfi stöðugt að horfa út fyrir boxið til þess að miðla slíkum upp- lýsingum á gagnlegan hátt til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Frjálsleg í faraldri Spurð um áhrif faraldursins á rekstur EY segir Margrét að endurskoðun sé í eðli sínu þannig að ef varúðar er gætt í rekstri sé auðvelt að aðlagast sveiflum með því að draga saman seglin. Þörf fyrir endurskoðun sé til staðar á öll- um tímum en þó í mismiklum mæli. Hún segist ekki fara varhluta af því að marg- ir rekstraraðilar eigi í erfileikum og EY þurfi að sigla milli skers og báru í því að laga reksturinn að því ástandi: standa með rótgrónum við- skiptavinum, en jafnframt reyna að tryggja af- komu sína. Einnig segir Margrét það áskorun að afla nýrra verkefna í núverandi umhverfi, en EY hafi hingað til ekki þurft að grípa til veru- legs samdráttar eða uppsagna. „Það eru allir að aðlagast og gera sitt besta,“ segir Margrét og mesta breytingin sé kannski sú að geta ekki hitt viðskiptavini sína, sem ann- ars er snar þáttur í starfi endurskoðenda. Hún segist merkja aukið umburðarlyndi hjá fólki, þar sem fullkomnunaráráttan hefur vikið fyrir afslappaðra umhverfi. Nú vinni fólk aukna fjar- vinnu þar sem heimili renni saman við vinnuna og enginn kippi sér upp við geltandi hund eða grátandi barn á netfundi með viðskiptavini eða vinnufélaga. Enginn afsláttur af gæðum Spurð um fyrirtækjamenningu EY segir Margrét að eitt einkennið sé mikil samþætting, sem birtist í því að samtal milli deilda og innan samsteypunnar sé mikið og auðvelt sé að nálg- ast upplýsingar og aðila þar á milli. Teymisvinnu segir hún mikla og áherslu á að allir hafi rödd og tilvist. „Hér tala allir saman og enginn er merkilegri en aðrir,“ segir Margrét og segir að andrúmsloftið innan EY einkennist af ákveðnum léttleika. Sem dæmi nefnir hún að forstjóri samsteypunnar í Ameríku birtist gjarnan í mislitum sokkum á netfundum. Hún segir þetta enga tilviljun, heldur hluta af innri stefnumótum félagsins sem leggur m.a. áherslu á að betri einstaklingur skapi betri heild (better me, better us). En hvernig skyldu þessar andstæður, þ.e. ímyndin um hinn formfasta endurskoðanda og frjálslegri útgáfu hans, mætast? Margrét er fljót til svara og segir: „Það þýðir á engan hátt afslátt af gæðum, sem eru í algerum forgrunni.“ Til frekari útskýringar bendir hún á að báðar útgáfurnar geri mistök sem séu óumflýjanlegur hluti af starfinu. Spurningin sé frekar hvernig lært sé af þeim og hvernig kröfurnar til starfs- manna eru settar fram. Á að líta á starfsfólk sem vélmenni eða breyskar verur? spyr Mar- grét og bendir á að taugatrekkjandi umhverfi geti ýtt undir mistök í starfi og þjóni þar með ekki tilgangi sínum. sighvaturb@mbl.is Afslappað án afsláttar af gæðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 321. sæti EY Meðalstórt 113. sæti Margrét Pétursdóttir Skrifstofur EY eru í Borgartúni. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns með fjölbreytta reynslu. Endurskoðunarfyrirtækið EY er hluti af alþjóðlegri sam- steypu. Margrét Pétursdóttir segir að mikil gróska sé í faginu sem taki sífelldum breytingum í hröðum takti atvinnulífs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.