Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Side 2
Hefurðu sýnt áður á Mokka? Já, ég hélt mína allra fyrstu ljósmyndasýningu á Mokka árið 1998. Ég hef lengi verið með það á bak við eyrað að sýna þarna aftur, en það er ekki hvað sem er sem passar þarna inn. Mér fannst loksins myndir mínar frá Oaxaca í Mexíkó passa inn í and- rúmsloftið þarna. Bjóstu í Oaxaca? Nei, en ég dvaldi þarna í fjóra mánuði. Þessar myndir eru hluti af miklu stærra verkefni sem ég hef verið að vinna að í 27 ár. Það eru myndir frá suðurhluta Mexíkó sem enda einn daginn í bók. Mér fannst skemmtilegt að taka smá stikkprufu og sýna smá hluta á Mokka. En ég byrja á öfugum enda og sýni nýjustu myndirnar fyrst. Hver er þín hugsun á bak við myndirnar? Ég vinn aldrei með neitt konsept í huga heldur fálma mig í gegnum aðstæður með myndavél á lofti. Eftir á reyni ég að vera næmur fyrir því sem myndirnar segja mér og móta úr þeim efnivið. Ég tók eftir alls kyns hlutum þegar ég kom heim og fór að prenta myndirnar, en ég tek allt á svarthvíta 35 mm filmu. Hverju ertu að beina linsunni að? Það er umhverfið, bæði manngert og náttúrulegt. Ég sá að þetta tvennt speglaði hvort annað meira en ég áttaði mig á. Það er fátt um fólk á myndunum. Hverju öðru ertu að vinna að? Ég er að vinna heimildamynd um vin minn og tónskáld Jóhann Jó- hannsson, ásamt ýmsu öðru. Ég vinn sem listamaður, með öllu því basli sem því fylgir. Morgunblaðið/Árni Sæberg ORRI JÓNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Oaxaca á Mokka Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Það var landsleikur í Laugardalnum, Ísland og Skotland. Við vorumklárir á hliðarlínunni, upphitaðir og vel skóaðir, undirritaður,Konsertmeistarinn og Maran. Það kom á hinn bóginn fát á okkur fé- laga þegar hægri-bakvörður íslenska liðsins kom haltrandi af velli snemma leiks. „Skiptiði við mig, skiptiði við mig,“ grátbað hann þjáður. Við horfðum hver á annan og enginn tók af skarið. Ég meina, staða hægri-bakvarðar var í boði. Á endanum tók Konsertmeistarinn á sig rögg og hljóp inn á – enda van- ur að láta hlutina passa. Ég hygg að þessi viðbrögð okkar félaga endurspegli afstöðu fólks al- mennt. Bakverðir hafa aldrei verið sætasta stelpan á ballinu. Við þann sem átti að leiða dansinn í The Full Monty var ekki sagt: „Þú ert Dix- on!“ Eða: „Þú ert Winterburn!“ Með fullri virðingu fyrir þeim góðu drengjum. Sagt var fullum hálsi: „Þú ert Adams!“ Þið skiljið hvað ég er að fara? Bakvörðurinn stýrir ekki að- gerðum, hann rúllar bara með. Margt bendir til þess að þetta sé nú loksins að breytast. Alltént aug- lýsir íslenska heilbrigðiskerfið á tím- um kórónuveirunnar hvorki eftir stormsenterum né útherjum með skæri. Það auglýsir eftir bakvörðum. Og fleiri bakvörðum. Það hefur meira að segja verið stofnuð sérstök „bak- varðasveit“. Öðruvísi mér áður brá. Rík ástæða er til að gleðjast yfir þessari umpóluðu afstöðu til bakvarða enda eru þeir þegar allt kemur til alls fólk eins og við hin. Eftir heilu mannsaldrana í skugganum eru þeir loksins komnir fram í ljósið. Öld bakvarðarins er upp runnin. Séu lesendur hugsi yfir landsleiknum sem ég vísaði til hér að ofan skal tek- ið fram að ekki var um forframaða atvinnumenn að ræða, heldur starfsmenn fjölmiðla. Adolf Ingi Erlingsson var einvaldur og boðaði okkur Moggamenn á staðinn. Þegar á reyndi var hann hins vegar hvurgi. Nema þá að Víðir Reyn- isson hafi verið búinn að koma honum vandlega fyrir í glerbúri, þaðan sem hann fylgdist agndofa með dýrðinni. Við íslensku fjölmiðlamennirnir unnum þennan leik næsta örugglega, 4:1 að mig minnir, og allt kom fyrir ekki þótt Skotarnir tefldu fram sjálfum Alan Rough, sem varði mark þjóðar sinnar á HM 1982. Það vann að vísu með okk- ur Íslendingum að hann stóð ekki í markinu, heldur var í fremstu víglínu, eins og markvarða er siður eftir að þeir leggja hanskana á hilluna. Man ekki hverjir voru í stöðum bakvarða. Upp er runnin öld bakvarðarins Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Alltént auglýsir ís-lenska heilbrigðis-kerfið á tímum kórónu-veirunnar hvorki eftir stormsenterum né útherj- um með skæri. Það aug- lýsir eftir bakvörðum. Sædís Lilja Ísaksdóttir Bara ágætlega. Maður verður að vera jákvæður og bíða eftir að ástandið klárist. SPURNING DAGSINS Hvernig leggst veturinn í þig? Johannes Dolven Ég er bjartsýnn. Ég er að spila hér körfubolta og þetta er okkar tími. Eleanor M. Vagnsson Ég er bara bjartsýn. Grétar Þorsteinsson Bara vel, ég held að þetta verði ágætis vetur. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Listamaðurinn Orri Jónsson sýnir ljósmyndaverk frá Oaxaca í Mexíkó á Mokka. Sýningin Oaxaca stendur frá 15. október til 2. desember.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.