Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Síða 13
25.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Norðurlöndum, að það yrði jafnvel ekki önnur bylgja, eða þá einungis litlar,“ segir hann. Thor segir það ekki hafa verið markmið að að spá fyrir um næstu bylgju. „Það var reyndar búið að spá því fyrir okkur hjá Imperial College í London. Þeirra hugmynd var að fyrsta bylgjan væri stærst og svo kæmi minni haustbylgja. Þess vegna vorum við svolít- ið hissa þegar önnur bylgjan kom í lok júlí, en hún varð ekki neitt neitt. Svo þarf oft ekki nema smá óheppni, eins og stórt hópsmit, til að breyta hlutum eins og gerðist núna í haust. Í sept- ember var meiri hreyfanleiki í þjóðfélaginu og það er eins og þegar maður kveikir lítinn neista, þá getur orðið bál. Þeir hjá Imperial College spá svo fjórðu bylgju um jólin,“ segir Thor. „Kannski þurfum við bara að búast við því og undirbúa okkur með það í huga, svo það þyrfti mögulega ekki að loka öllu aftur. Er hægt að hugsa jólahlaðborðin þannig að fólk smitist ekki? Ég veit það ekki.“ Hópsmit skekkti myndina Thor fann sig fljótt í vor á bólakafi í vinnu fyrir sóttvarnalækni og stendur sú vinna enn yfir. „Við höfum unnið í þessu jafnt og þétt, en við erum fáliðuð. En við erum mjög heppin með fólk og nemarnir okkar í tölfræði og stærðfræði eru frábærir. Það þurfa svo margir að koma að þessu; og fleiri en faraldsfræðingar og líftölfræðingar.“ Thor hefur búið til spár sem lýsa því hvernig faraldurinn hegðar sér, en eins og með aðrar spár, rætast þær ekki alltaf. Fjöldi smitaðra nú í október var meiri en spáð hafði verið. „Það var stórt hópsmit í hnefaleikastöðinni í Kópavogi sem skekkti myndina. Svona er erf- itt að sjá fyrir,“ segir hann og nefnir að í spá- líkani er ekki gert ráð fyrir frávikum, eins og hópsmiti. „Við erum að bregðast við þessu og sjáum að þessi bylgjuhugsun á kannski ekki við ástandið núna. Við sjáum ekki núna að við séum að ná að sigra þetta, eins og í fyrstu bylgju, heldur að halda þessu niðri. Þetta verða misstórar bylgjur og stundum tökum við ekki eftir að það sé bylgja ofan í bylgju. Við erum að bakka svo- lítið núna því við sjáum að við getum ekki verið að spá svona með þessum hætti lengur heldur þurfum við að líta til skemmri tíma í senn. Við erum búin að stytta spár niður í tíu daga; þetta er eins og tíu daga veðurspár. Við sættum okk- ur við það að þetta er orðið flóknara.“ Ertu svekktur þegar spárnar klikka? „Það er eiginlega ekki hægt að segja að þær klikki. Ef við náum að halda faraldrinum niðri eins og að hlutirnir séu undir stjórn, þá mun faraldurinn ganga svona. Það gerðist í fyrstu og annarri bylgju en svo ekki núna. En það er vís- bending; það bilaði eitthvað hjá okkur. Svona hópsmit setur okkur af leið. Það brást eitthvað í umhverfinu. Spálíkanið segir okkur bara hvað hefði gerst ef allt hefði verið undir stjórn,“ segir hann og líkir þessu við vaxtarkúrfu barna. „Börn vaxa eftir kúrfunni. Þegar við sjáum barn fara út af leið er ekkert að vaxtarkúrf- unni, heldur áttum við okkur á því að þarna þarf að grípa inn í hjá þessu barni.“ Að setja okkur þolmörk Annað sem Thor vinnur að í faraldrinum er að reikna út smitstuðul veirunnar, sem þýðir hversu margir einstaklingar smitast út frá einni manneskju. „Þá reiknum við út hraðann á smitum. Hvort það séu að greinast óvenjumörg smit. Við erum að fara meira inn á þá braut að gefa upplýsingar um smitstuðulinn, en gefum líka út spá um fjölda. Ef smitstuðullinn er hár, seg- ir það manni að þetta er að fara mjög hratt um,“ útskýrir Thor. Sem líftölfræðingur, hvernig sérðu þetta fyrir þér enda? „Ég hef áhyggjur af því að það sé langt í land. Við eigum eftir að fá bóluefni og svo á eftir að dreifa því. Við verðum ekki komin með hlutina í lag fyrr en seint á næsta ári. Ég spái því. Þess vegna verðum við að fara að hugsa hlutina öðruvísi. Mögulega verðum við að setja okkur markmið með það fyrir augum að það verði alltaf einhver smit. Við þurfum að ákveða hvað við þolum mörg smit; setja okkur þolmörk. Það gengur vel hjá spít- alanum núna að halda utan um þetta,“ segir hann. „Smitrakningin verður líka að halda í við faraldurinn. Það er lykilatriði. Við erum alltaf að læra betur á þetta. Hvernig er hægt að halda skólum opnum? Það er erfið tilhugsun að halda skólum lokuðum fram á vor. Eins með íþróttir, við vitum hvað það gerir börnum gott að vera í íþróttum. Við þurfum kannski að sætta okkur við smit á ákveðnum fjölda og grípa svo inn í ef fjölgar of mikið.“ Hvað með að loka öllu algjörlega í tvær vik- ur og drepa alveg niður veiruna? „Ég hef áhyggjur af því að hún laumi sér alltaf inn aftur, einhvern veginn. Ég held að það sé ekki hægt að stoppa þetta. Við þurfum frekar að taka þá stefnu að lifa með aðgerðum gegn veirunni. Fram á næsta sumar.“ Thor nefnir að smitrakning og sóttkví sé að skila góðum árangri. „Með því tökum við ansi marga út fyrir sviga sem hefðu annars smitað aðra, þannig að í heildina er smitstuðullinn lægri. Þeir sem eru í sóttkví eru ekki að smita. Þetta er grundvall- araðgerð, annars værum við búin að missa tök- in.“ Stefnum í nýjar áttir Hefurðu gert einhverja útreikninga um mátt sóttvarna, eins og grímunotkun? „Já, nú er einmitt verkefnið að taka nýja stefnu. Nú hefur safnast saman reynsla síð- ustu mánaða, frá mörgum löndum. Hvaða að- gerðir hafa verið notaðar og hvernig smitin breyttust í takt við það. Til að geta gert eitt- hvað vitrænt eru menn núna að rannsaka hvaða aðgerðir virka best. Það er stundum erf- itt að toga þær í sundur, því að margar aðgerð- ir eru í gangi á sama tíma. Við erum að reyna að finna út hvaða samsetningar virka best; getum við sleppt einhverju? Getum við haft grímuskyldu og þá farið í fimmtíu manna hópareglu? Eða er það samt ekki nógu gott? Getum við haft opna skóla? Vinnustaði? Þetta verkefni er núna að fara á flug. Við erum að vinna þetta með finnskum fræðimanni í Bandaríkjunum og ætlum að vera þar í sam- floti með að vega og meta áhrif aðgerða. Við erum að finna góðar samsetningar á aðgerðum sem við getum sætt okkur við. Þá getum við vegið og metið nokkra mismunandi kosti. Ég er að fara af stað að rannsaka þetta núna. Við stefnum í nýjar áttir,“ segir Thor. „Það er mjög erfitt að finna einhverja eina leið núna sem virkar, en finnska módelið komst mjög fljótt að þeirri niðurstöðu að við eigum bara að vera heima. Fólk á bara að halda sig heima. Við höfum aldrei reynt þá leið, eins og hefur verið prófað á Spáni og fleiri stöðum. Það kýlir niður faraldurinn, en við hljótum að geta rannsakað hvort hægt sé að skipta út einhverjum möguleikum í staðinn fyrir þennan. Það er það sem þessar rann- sóknir beinast að.“ Ekki með í næsta faraldri Þú nefndir að fjórða bylgjan myndi skella á um jólin. Verður hún jafn slæm og sú þriðja? „Það er ómögulegt að segja. Það er hreyfi- leikinn í þjóðfélaginu sem setur allt af stað og þá er hættan fyrir hendi. Við höfum verið að rannsaka þetta í líkanagerð, þennan hreyfi- þátt. Hann er algjör áhrifavaldur.“ Er fólk þá of mikið á ferðinni? „Já, það var það. Við erum núna minna á ferðinni og erum núna líka með grímur. Kannski getum við ráðið við þetta um jólin ef við hugsum þetta fyrirfram. Við verðum að gera það, ekki vill maður hafa allt lokað um jól- in.“ Burtséð frá leiðindum veirunnar, hefur þetta ekki verið spennandi verkefni fyrir líftöl- fræðing? „Jú, og sérstaklega eru þetta spennandi tímar fyrir samstarf á milli fagsviða. Það eru alls kyns möguleikar að birtast okkur og þetta er nokkuð sem við þurfum að kunna. Þetta fag, faraldsfræði smitsjúkdóma, var svolítið að gleymast af því að faraldrar komu ekki mikið til Íslands, þeir voru oft í fjarlægum löndum. En þetta er ekkert síðasti faraldurinn. Segjum að það kæmi annar heimsfaraldur eftir tíu ár, þá verður unga fólkið sem er að vinna að þessu núna fljótt að bregðast við og það er mikilvægt að vinna í samstarfi við önnur lönd. Þá verð ég eldri og verð ekkert með í því, nema mögulega sem ráðgjafi,“ segir Thor og brosir. „Þegar bóluefnið kemur sný ég mér að öðru og þá tekur einhver annar við. Ég ætla ekki að vera í næsta faraldri, það er alveg á hreinu. Ég á það samt til að segja alltaf já þegar ég er beðinn um eitthvað.“ Thor segir smitrakningu og sóttkví vera lykilatriði í baráttunni við veiruna. „Þeir sem eru í sóttkví eru ekki að smita. Þetta er grundvallaraðgerð, ann- ars værum við búin að missa tökin.“ Morgunblaðið/Ásdís ’Ég hef áhyggjur af því að húnlaumi sér alltaf inn aftur,einhvern veginn. Ég held að þaðsé ekki hægt að stoppa þetta. Við þurfum frekar að taka þá stefnu að lifa með aðgerðum gegn veir- unni. Fram á næsta sumar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.