Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 29
einhver tæknimaður hafði hætt.
Þetta var í byrjun árs 1991, þannig
að ég er bráðum búinn að vinna í
þrjátíu ár á RÚV. Ég sem er rétt
fermdur,“ segir hann og hlær.
Enda þótt hann væri kominn í hús
hafði Ólafur Páll engin áform um að
setjast fyrir framan hljóðnemann.
„Ég stama og það flögraði aldrei að
mér að ég gæti orðið útvarpsmaður.
Þegar Lísa Páls vildi losna við dag-
skrárlið sem kallaðist Vinsældalisti
götunnar tók ég hann að mér enda
þurfti lítið að heyrast í mér. Málið
snerist um að fara út á meðal fólks-
ins og sækja óskalög. Mér þótti
þetta mjög gaman en örlögin réðust
þó ekki fyrr en á Glastonbury 1995
en mér var boðin sú ferð eftir að allir
aðrir voru búnir að segja nei. Svo
varð Rokkland til og eitt leiddi af
öðru. 1998 var ég kominn í fullt starf
sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2.“
Hann kveðst hafa lært margt
þessi sjö ár sem hann vann sem
tæknimaður, af goðsögnum á borð
við Jón Múla Árnason, Svavar Gests
og Andreu Jónsdóttur, og búi enn að
því í dag.
Tók Dylan fram yfir Duran
Ólafur Páll man ekki eftir sér öðru-
vísi en hlustandi á tónlist. Faðir hans
vann um tíma í plötubúð og átti
meira af plötum en venjan var á
þeim tíma. Ólafur Páll minnist þess
með hlýju að hafa spilað þessar plöt-
ur og handleikið umslög með lista-
mönnum á borð við Bítlana, Led
Zeppelin og Deep Purple. Hann
þóttist því að vonum hafa himin
höndum tekið þegar hann komst í
voldugt plötusafn Ríkisútvarpsins.
„Minn smekkur mótaðist svolítið af
plötusafninu hans pabba og tónlistin
í útvarpinu á þessum tíma heillaði
mig ekki. Meðan jafnaldrar mínir
voru að hlusta á Wham! og Duran
Duran þá var ég að hlusta á Bob
Dylan. Fátt heillaði mig á eitís-
tímanum, einna helst bönd eins og
U2, Simple Minds og Big Country.
Fimmtán ára tók ég tímabil í hippa-
rokki, en þar á undan þungarokki og
pönki og fleiru og það var ekki fyrr
en ég fór að vinna á Rás 2 að ég fór
að opna eyrun almennilega fyrir
nýrri tónlist. Síðan opnaðist alveg
nýr heimur fyrir mér á Glastonbury
’95, þar sem ég sá sveitir eins og
Oasis, Verve og Supergrass.“
– Hvort hlustarðu meira á nýja
eða gamla tónlist í dag?
„Ætli ég hlusti ekki meira á nýja
tónlist, þó ég setji auðvitað gamla
kunningja reglulega á fóninn líka.
Eitt af mínum áhugasviðum er ný
tónlist með eldri listamönnum. Það
eru ekki margir að sinna henni í út-
varpi í dag. Það er eins og menn séu
afskrifaðir eftir sjöundu plötu og fá
ekki sama pláss og þeir sem eru
splunkunýir og spennandi. Þetta er
synd því það eru margir listamenn
sem komnir eru um og yfir sjötugt
að gera mjög góða hluti.“
Spotify breytti heiminum
Nauðsynlegt er fyrir tónlistar-
útvarpsmenn að fylgjast vel með og
með tilkomu tónlistarveitunnar
Spotify segir Ólafur Páll það mun
auðveldara en áður. Spotify hafi
breytt heiminum. Hann fylgist þó
áfram vel með erlendum tónlistar-
tímaritum á borð við Uncut og Mojo
en harmar hversu lítið sé fjallað um
tónlist í íslenskum blöðum nú um
stundir. „Það er af sem áður var.“
Hann hlustar alls staðar. „Ég
hlusta mikið meðan ég er að vinna,
eins þegar ég fer út að ganga, sem
ég reyni að gera í klukkutíma á dag.
Ég hef líka verið að gera upp hús
hérna á Akranesi og hlusta mikið á
tónlist á meðan.“
Að dómi Ólafs Páls stendur út-
varpið sem miðill styrkum fótum.
„Útvarpið er og verður góður félagi í
amstri dagsins. Galdurinn við það er
sá að þarna er einhver nákvæmlega
núna að tala við þig, alla vega á Rás
2, sem er mikið í beinni útsendingu.
Síðan er hægt að njóta útvarpsins
eftir öðrum leiðum, sem ekki var
hægt áður, eins og að hlusta eftir á í
RÚV-spilaranum, að ekki sé talað
um öll hlaðvörpin.“
– Sérðu fyrir þér önnur 25 ár af
Rokklandi?
„Ég hef ekki hugmynd. Maður
veit aldrei hvað framtíðin ber í
skauti sér en á meðan ég hef gaman
af þessu gef ég kost á mér áfram.“
Í Rokklandi dagsins verður fyrsti
þátturinn frá 7. október 1995 endur-
fluttur, en þar koma við sögu Pulp,
Lloyd Cole og fleiri, auk þess sem
eitt og annað úr sögu þáttarins verð-
ur rifjað upp. Fortíð mætir framtíð í
nútíð. Rokkland í hnotskurn.
Ólafur Páll Gunnarsson
man ekki eftir sér öðru-
vísi en hlustandi á tónlist.
Morgunblaðið/Eggert
25.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Öryggiskerfi
01:04 100%
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á firmavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SJÓNVARP Gambítur drottningar
(e. The Queen’s Gambit) nefnist ný
sex þátta sería sem kom inn á efnis-
veituna Netflix í gær, föstudag.
Hún byggist á samnefndri skáld-
sögu Walters Tevis frá 1983 um
munaðarlausa skákséníið Beth
Harmon sem þarf að stíga æðis-
genginn dans við Bakkus konung á
leið sinn að stórmeistaratign í
greininni á sjötta áratugi síðustu
aldar. Bresk-argentínska leikkonan
Anya Taylor-Joy fer með aðal-
hlutverkið í þáttunum.
Munaðarlaust skákséní
Anya Taylor-Joy sest að tafli á Netflix.
AFP
BÓKSALA 14.-20. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Silfurvængir Camilla Läckberg
2 Vetrarmein Ragnar Jónasson
3 Spegill fyrir skuggabaldur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
4 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir
5 Þegar heimurinn lokaðist Davíð Logi Sigurðsson
6 Blóðrauður sjór Lilja Sigurðardóttir
7 Iðunn og afi pönk Gerður Kristný
8 Randver – geggjað ævintýri Jeff Kinney
9 Sykur Katrín Júlíusdóttir
10 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante
1 Iðunn og afi pönk Gerður Kristný
2 Randver – geggjað ævintýri Jeff Kinney
3 Gullfossinn Sigrún Eldjárn
4 Gullráðgátan Martin Wildmark
5
Klækjabrögð
– Mína og Stína
Walt Disney
6
Dularfulla styttan og
drengurinn sem hvarf
Snæbjörn Arngrímsson
7
Sundkýrin Sæunn
Eyþór Jóvinsson / Freydís
Kristjánsdóttir
8 Svefnfiðrildin Erla Björnsdóttir
9 Ofurhetjan Hjalti Halldórsson
10 Töfralandið Bergrún Íris Sævarsdóttir
Allar bækur
Barnabækur
Ég hef það sem „princio“ að setja
mér sjaldnast áramótaheit. Ég lít
svo á að ætli ég yfir höfuð að setja
mér markmið þá geti ég alveg
eins gert það á venjulegum tíma,
einhvern annan af hinum 364 dög-
um ársins. Í anda þess tók ég mig
til og setti mér það markmið 28.
desember síðastliðinn að lesa 100
bækur árið 2020. Svo kom Covid
og heimurinn
breyttist og menn-
irnir með og úr
varð að ég hafði
töluvert meiri
tíma aflögu en ég
bjóst við. Þess
vegna hef ég nú
lesið þessar 100
bækur og tíu til þó aðeins sé kom-
inn október. Mig langar hér að
segja frá örfáum þeirra sem flokk-
ast EKKI sem skáldsögur.
Bókin SISSY eftir Jacob Tobia
var ein fyrsta ævisagan sem ég gat
endurspeglað mig í. Bókin segir
frá uppvaxtarárum Jacobs sjálfs en
hán er aðeins 29 ára gamalt í dag
og því rétt tæp 30 ár sem bókin
segir frá en hún er samt sem áður
sneisafull af lífs-
reynslu. Aðra upp-
vaxtarsögu kyn-
seginmanneskju
er svo hægt að
finna í myndasög-
unni Gender
Queer efitir Maia
Kubabe. Margir
myndu eflaust flokka þessar bæk-
ur undir „pólitísk skrif“ en ég kýs
að flokka þær sem ævisögur.
Á milli þess sem ég fræði mig
um fólk innan kynseginsamfélags-
ins (verandi sjálft kynsegin þá
finnst mér mikilvægt að finna fyr-
irmyndir með svipaða lífsreynslu)
þá les ég vísindaskáldsögur. Ted
Chiang gaf út annað smásagnasafn
sitt, Exhalation, í fyrra en saga úr
fyrri bók hans Story of Your Life
var undirstaða Hollywood-
myndarinnar Arrival frá árinu
2016 sem Jóhann Jóhannsson
samdi einmitt tónlistina við. Ted
hefur einstakan frásagnarstíl.
Hver saga hans, hefur inntak á við
heila skáldsögu enda gríðarleg
rannsókarvinna sem hann leggur í
þær. Fræ sagnanna eru allt frá
tækninýjung yfir í biblíusögur,
distópískar klisjur og útópíska
drauma.
Sú bók sem hefur vakið mig til
hvað mestrar umhugsunar núna í
heimsástandinu er þó hvorki vís-
indaskáldsaga, ævisaga né skáld-
saga. Það er bókin Women Don‘t
Owe You Pretty eftir Florence Gi-
ven. Florence er tvítug bresk lista-
kona sem sigldi
með þessari fyrstu
bók sinni (sem hún
myndskreytti líka)
beint inn á the
Sunday Times
Bestseller-listann,
með öðrum orð-
um ótrúlega öflug
ung manneskja. Í
bókinni fjallar Florence um sam-
skiptamynstur fólks, valda-
dýnamík kynjanna á milli og
feminískar hugmyndir nútímans.
Þessi bók er eina bókin á þessum
lista sem er skyldulestur fyrir alla,
því eins og Florence skrifar svo vel
í bókinni;
„After all, you are the love of
your own life.“
Allar þessar bækur er hægt að
fá að láni á Borgarbókasafninu.
MARS M. PROPPÉ ER AÐ LESA
100 bækur á árinu
Mars M.
Proppé er
eðlisfræðinemi
og aktívisti.