Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
KRINGLUKAST
á casa.is
4. – 9. nóvember
Frábært tækifæri
til að hefja
jólainnkaupin
Frí heimsending um allt land
15% afsláttur
af völdum gjafavörum
Margrét Þóra Þórsdóttir
Eyjafirði
Stór hluti þeirra sem greindust með
kórónuveiruna í gær býr á Norður-
landi, en alls bættust 12 ný smit við á
svæðinu, samkvæmt Facebook-síðu
lögreglunnar á Norðurlandi eystra, af
alls 26 sem greindust á landinu. Smit-
um hefur sérstaklega fjölgað ört á
Akureyri og Dalvík undanfarna daga.
Þau hafa sem dæmi komið upp hjá
tveimur grunnskólum á Akureyri,
Brekkuskóla og Lundarskóla, og
Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Einnig hjá íþróttafélögum og í fisk-
vinnslu og leikskólanum á Dalvík,
sem og í sjúkraþjálfun. Þá kom smit
upp í gær í skammtíma- og frístunda-
þjónustu við Þórunnarstræti á Akur-
eyri. Þá var siglt með skipverja á
Núpi til Akureyrar í gær vegna gruns
um smit, voru þeir sendir í skimun.
Þrír sjúklingar liggja inni á Sjúkra-
húsinu á Akureyri.
Þyngra en tárum taki
„Það er þyngra en tárum taki að
komið sé upp smit í skammtímaþjón-
ustu við fatlaða hér á Akureyri. Þetta
er afar viðkvæmur hópur sem við höf-
um lagt höfuðáherslu á að verja með
öllum tiltækum ráðum en vegir veir-
unnar eru órannsakanlegir og nú hef-
ur hún sett allt úr skorðun í þeim úr-
ræðum sem bærinn hafði að bjóða í
Þórunnarstræti 99,“ segir Ásthildur
Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Starfsmaður í skammtíma- og frí-
stundaþjónustunni greindist með
kórónuveirusmit og hefur starfsemi
þar verið lögð af á meðan smitrakn-
ing fer fram. Um eða yfir 30 starfs-
menn og notendur þjónustunnar
þurfa af þeim sökum að fara í sóttkví
að minnsta kosti út þessa viku. Allir
sem hafa verið í beinum samskiptum
við starfsmanninn þurfa að fara í
sóttkví og teygir smitrakning sig
einnig í þjónustukjarna í Klettaborg,
Kjarnagötu og Sporatúni og mun því
hafa áhrif á starfið þar en vonast er til
að þau verði óveruleg. Ásthildur bæt-
ir við að þriðja bylgjan hafi nú náð
norður en besta vörnin felist í per-
sónulegum sóttvörnum, hvert og eitt
okkar verði að fara eins varlega og
kostur er, nota andlitsgrímur úti á
meðal fólks, þvo hendur, spritta og
gæta þess að fara ekki með óhreinar
hendur í andlit.
„Við erum stödd í brekkunni miðri
og verðum bara að bíta á jaxlinn til að
sigrast á óværunni. Ef við stöndum
öll saman þá ætti það að taka styttri
tíma að ná smitunum aftur niður,“
sagði Ásthildur.
Mikil samkennd á Dalvík
„Íbúar hafa verið áhyggjufullir
sem eðlilegt er, aðallega vegna þeirra
sem eru veikir, þeir eru í hugum okk-
ar og bænum okkar allra. Þetta er lít-
ið samfélag þar sem allir þekkja alla
og það er mikil samkennd í gangi og
hörð samstaða um að kveða þennan
óvelkomna gest í kútinn,“ segir Katr-
ín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri í Dal-
víkurbyggð. Í byggðalaginu voru alls
19 í einangrun í gær með staðfest
smit og 173 í sóttkví, samkvæmt
stöðulista lögreglunnar á Norður-
landi eystra. Hópsmit í leikskólanum
Krílakoti á Dalvík skýrir þann mikla
fjölda sem er í sóttkví í Dalvíkur-
byggð, en alls hafa fimm starfsmenn
greinst með staðfest smit. Þar af leið-
andi eru öll börn og starfsmenn í
sóttkví og er leikskólinn lokaður út
þessa viku að minnsta kosti. Aukin-
heldur er fjöldi foreldra í fylgdar-
sóttkví með börnum sínum þannig að
margir eru heima eða heimavinnandi
þessa dagana.
Rafrænn upplýsingafundur fyrir
íbúa var haldinn í fyrradag þar sem
helstu viðbragðsaðilar veittu upplýs-
ingar og sátu fyrir svörum. Hátt á
fimmta hundrað manns skráði sig inn
á fundinn og má ætla að mun fleiri
hafi fylgst með útsendingunni á heim-
ilum í sveitarfélaginu. Katrín segir að
íbúar hafi borið fram fjölda spurninga
en helsta gagnrýni þeirra hafi snúið
að því hvers vegna grunnskólanum
hafi ekki verið lokað fram yfir næstu
helgi.
Hún segir að í Dalvíkurbyggð sem
og annars staðar á landinu sé mikil
áhersla lögð á að sú grunnþjónusta og
stoð við börn og fjölskyldur verði sem
minnst skert þrátt fyrir ástandið.
„Í miðri brekku en verð-
um að bíta á jaxlinn“
Smitum í Eyjafirði fjölgar ört Siglt með veikan skip-
verja á Núpi í land Hátt hlutfall Dalvíkinga er í sóttkví
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða við Þórunn-
arstræti 99 var lokað en starfsmaður þar greindist með Covid-19.
Heimilt er að hafa allt að 50 við-
skiptavini í einu inni í lyfja- og mat-
vöruverslunum og allt að 10 við-
skiptavini samtímis í öðrum
verslunum, að því gefnu að hægt sé
að hafa að minnsta kosti tvo metra á
milli einstaklinga sem ekki eru í nán-
um tengslum. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá heilbrigðisráðuneytinu
vegna reglugerðarbreytingar varð-
andi fjölda viðskiptavina í verslun-
um. Matvöru- og lyfjaverslunum
sem eru yfir 1.000 m² að stærð er þó
heimilt að hleypa til viðbótar einum
viðskiptavini inn fyrir hverja 10 m²
umfram 1.000 m², þó að hámarki 100
viðskiptavinum.
Starfsmenn í þessum verslunum
mega ekki vera fleiri en 10 í sama
rými og samgangur á milli rýma
starfsmanna er óheimill. Öllum er
skylt að bera andlitsgrímu í versl-
unum.
Í tilkynningu ráðuneytisins kemur
fram að með reglugerð ráðherra séu
tekin af tvímæli um að fjöldatak-
markanir í verslunum séu bundnar
við fjölda viðskiptavina, óháð fjölda
starfsmanna.
,,Áfengi er samkvæmt lögum skil-
greint sem matvæli og því gilda til-
mæli um matvælaverslanir um Vín-
búðirnar,“ segir í frétt á vef ÁTVR í
gær.
Fram kemur að eftir seinustu
reglugerðarbreytingu hafi stærstu
vínbúðirnar að jafnaði ekki hleypt
inn fleiri en 35 viðskiptavinum og
þær minni færri. „Alls staðar er
tveggja metra reglan í hávegum höfð
og það er hún sem ræður fjölda við-
skiptavina á hverjum stað. Til að
koma til móts við óskir sóttvarna-
yfirvalda hefur ÁTVR ákveðið að
leyfður hámarksfjöldi viðskiptavina
verði 25,“ segir í fréttinni.
Allt að 100 í lyfja-
og matvörubúðum
Hámarksfjöldi
viðskiptavina í Vín-
búðunum verður 25
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóttvarnir Röð fyrir utan vínbúð.
Alls hafa sjö látist af völdum kór-
ónuveirunnar frá því þriðja bylgjan
hófst. Allir hafa þeir látist á Land-
spítalanum á rúmum tveimur vik-
um en tilkynnt var um fyrsta and-
látið í þessari bylgju 16. október
eða fyrir 19 dögum.
Þá hafa 17 látist af völdum veir-
unnar á Íslandi, tíu í fyrstu bylgju
faraldursins og sjö nú í þeirri
þriðju. Landspítalinn vottaði að-
standendum samúð á vef spítalans í
gær
Fjöldi starfsmanna
Sex kórónuveirusmit meðal eldri
borgara sem búa í Hvassaleiti 56-58
í Reykjavík komu upp í síðustu
viku. Einn þeirra smituðu lést á
Landspítala um helgina. Að auki
veiktust tveir starfsmenn sem sinna
félagsstarfi á neðstu hæð hússins.
Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi
verkefnastjóri félagsstarfs Reykja-
víkurborgar, sagði í samtali við
mbl.is í gær að enn ætti eftir að
senda hluta íbúa í skimun en allir
íbúar hússins eru nú í sóttkví.
Meðal starfsmanna Landspítala
eru 60 nú í einangrun smitaðir af
kórónuveirunni og 216 í sóttkví.
Forsetinn í sóttkví
Þá greindust tveir lögreglumenn
á Vesturlandi fyrir rúmri viku með
kórónuveiruna eftir að hafa smitast
af ökumanni bíls sem þeir stöðvuðu
en ökumaðurinn var undir áhrifum
fíkniefna. Smituðust lögreglumenn-
irnir þrátt fyrir að báðir hefðu ver-
ið með grímu og hanska og unnið í
samræmi við verklagsreglur og eru
þeir nú í einangrun.
Þjóðhöfðingjar eru ekki undan-
skildir sóttvarnareglum og tilkynnti
skrifstofa forseta Íslands að Guðna
Th. Jóhannessyni forseta hefði ver-
ið gert að fara í sóttkví. Ástæðan er
veirusmit hjá starfsmanni á Bessa-
stöðum. Forsetinn er án einkenna
en þarf að vera í sóttkví til mánu-
dags 9. nóvember. Aðrir í fjöl-
skyldu forseta þurfa ekki að vera í
sóttkví.
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi andláta í viku 12 til 16 Fjöldi
andláta frá
viku 42
4.931 staðfest smit
H
ei
m
ild
: c
ov
id
.is
74 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 4 á gjörgæslu
27 ný inn an lands smit greindust 2. nóvember
357.664 sýni hafa verið tekin
Nýgengi innanlands 2. nóvember:
188,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
Nýgengi, landamæri:
21,5 14 daga nýgengi
1.384 eru í skimunar-sóttkví2.083 einstaklingar eru í sóttkví
859 eru með virkt smit og í einangrun
1 1 4 2 2
16.-22.
mars
23.-29.
mars
30. mars
- 5. apríl
6.-12.
apríl
13.-19.
apríl
1 5 1
12.-18.
okt.
19.-25.
nóv.
26. okt.
- 1. nóv.
2.-8.
nóv.
9.-15.
nóv.
17 einstaklingar eru látnir
Enn tekist á við
kórónuveiruna
17 hafa látist frá upphafi faraldurs