Morgunblaðið - 04.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 Hertar sóttvarnareglur tókugildi um síðustu helgi og gera meðal annars fyrirtækjum í ferðaþjónustu enn erfiðara fyrir en áður. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, brást við þessum hertu aðgerðum með eftirfarandi orðum í samtali við Morgun- blaðið: „Ég hef sagt það um all- langt skeið og hef ekki skipt um skoðun við þessi nýjustu tíðindi að það er fullkomlega galið að ætla að halda launahækkunum til streitu. Það verður að fresta þeim nú þeg- ar við siglum inn í dýpstu kreppu síðari tíma. Kjarasamningar eru gerðir til að skipta verðmætum sem orðið hafa til. Það er ekki hægt að skipta því sem ekki er til.“    Þær launahækkanir sem framundan eru koma í kjölfar ítrekaðra og mikilla launahækkana sem reynt hafa verulega á fyrir- tækin í landinu.    Kjarasamningar voru gerðir 1.nóvember í Svíþjóð og Sam- tök atvinnulífsins báru saman launaþróun þar og hér á landi á liðnum árum. Í umfjöllun SA segir: „Launabreytingar sem hagstofa Svíþjóðar mælir á almennum vinnumarkaði hafa að jafnaði verið 2,4% undanfarinn áratug. Til sam- anburðar hafa árlegar launabreyt- ingar á Íslandi verið 6,5% að jafn- aði, eða nálægt þrefalt meiri. Á síðustu 10 árum hafa laun á Íslandi hækkað að jafnaði um 80% en um 20% í Svíþjóð.“    Hækkunin um næstu áramóthér á landi verður ekki minna galin þegar þetta er sam- hengið. „Fullkomlega galið“ STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn Golfklúbbsins Odds hefur sent bæjarstjórn Garðabæjar erindi þar sem lýst er áhyggjum af auk- inni umferð síðustu ár um svokall- aða flóttamannaleið eða Elliða- vatnsveg. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi í gær og vísaði því til bæjarstjóra. Í bréfi stjórnar Odds segir að aukin umferð tengist fólki í útivist, gangandi og hjólandi, en þó mest bílaumferð. Fólk nýti þennan gamla veg til að stytta sér leið á milli sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nú styttist í að opnað verði á tengingar úr Urriðaholti inn á veg- inn, sem muni auka hættuna á veg- inum. Þá segir að án efa muni upp- bygging sem fyrirhuguð sé í Skarðshlíð í Hafnarfirði, ásamt uppbyggingu Ásvallabrautar sem tengist hringtorgi við syðri enda flóttamannaleiðar, hafa í för með sér aukna umferð um veginn. Bæjarráð Garðabæjar er hvatt til að bregðast við þessum mikla gegn- umakstri með þeim aðferðum sem duga til að tryggja öryggi þeirra sem nýta sér veginn og útivistar- paradísina í Heiðmörk. a ij@mbl.is Áhyggjur af umferð á flóttamannaleið Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðmörk Vegurinn liðast á milli golfvallarins og hverfisins í Urriðaholti. „Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október dróst saman um 20 prósent miðað við sama mánuð í fyrra og kem- ur til af auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Samdrátt- urinn er eigi að síður ekki jafn skarpur og hann var í vor,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar um umferðarmæl- ingar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að í seinustu viku var þó nokkru meiri umferð en í vikunni þar á undan þótt samdrátt- urinn miðað við sömu viku fyrir ári sé mikill eða 21%. „Þetta er mun minni samdráttur en varð í bylgju eitt en þá fór samdráttur mest í tæp 43% milli ára í sömu vikum. Það er athugunarvert að samdrátt- urinn nú er miklu minni þrátt fyrir að smitin séu útbreiddari og meiri í sam- félaginu. Kann þetta að vera samspil öðruvísi sóttvarna og e.t.v. farsóttar- þreytu, sem lýst gæti sér í því að sam- félagið sé ekki eins reiðubúið að hægja á sér nú og í vor,“ segir í umfjöllun Vegagerðarinnar. Sérfræðingar Vegagerðarinnar reikna nú með 5-10% samdrætti um- ferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu tveimur mánuðum ársins og að yfir allt árið gæti umferð þar því dreg- ist saman um 9,5%. Gangi það eftir yrði það mesti samdráttur umferðar um mælingasniðin frá því að saman- tekt umferðarmælinga hófst. omfr@mbl.is Umferðin minnkaði um 20% í október  Samdráttur umferðar á höfuðborgarsvæði ekki jafn skarpur og í vor Morgunblaði/Arnþór Birkisson Umferð Mest var ekið á föstudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.