Morgunblaðið - 04.11.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Fjórða árið í
röð leggur rík-
isstjórn Íslands
fram fjárlaga-
frumvarp þar
sem rekstr-
arframlag til
hjúkrunarheim-
ila landsins er
skorið niður um
hálft prósent. Í
lítilli grein sem
ég skrifaði um daginn vakti ég
athygli á þessu og fékk við-
brögð. Frá nær öllum nema
þeim sem bera ábyrgð á
fjárlagafrumvarpinu. Eina
sem kom fram var að heil-
brigðisráðherra neitaði því að
tilgangur niðurskurðarins
væri að svelta heimilin til þess
að fá rekstur þeirra í ríkis-
fangið. Einhver fréttamaður
hefði þá kannski spurt ráð-
herra: „Af hverju er rekstr-
arfé til hjúkrunarheimila skor-
ið niður fjórða árið í röð á
meðan nær allir aðrir rekstr-
araðilar heilbrigðisþjónustu,
langflestir opinberir, fá veru-
lega raunaukningu framlaga
umfram verðlags- og launa-
hækkanir?“ en því miður
þurfti ráðherrann ekki að
svara.
Ég spyr því þá sem ráða
ferðinni: Af hverju er nið-
urskurður á fjárframlögum til
hjúkrunarheimila fjórða árið í
röð? Höfum við gert ríkisvald-
inu eitthvað til að verðskulda
þessa svívirðilegu framkomu?
Hafa heimilismenn hjúkr-
unarheimilanna gert ríkisvald-
inu eitthvað til að verðskulda
þessa svívirðilegu framkomu?
– Mér finnst ráðamenn skulda
okkur sem rekum hjúkr-
unarheimilin svar og ekki síð-
ur eiga þeir sem byggðu upp
okkar stórkostlega samfélag
skilið að fá að vita af hverju
fjármagn til reksturs hjúkr-
unarheimila er sífellt skorið
niður. Það er ekki eins og það
hafi flætt fjármagn upp úr öll-
um skúffum áður en þessi rík-
isstjórn tók við, engu að síður
er enn og aftur
skorið niður hjá
hjúkrunarheim-
ilum landsins.
Það styttist í
kosningar og
þeir þrír flokkar
sem nú mynda
ríkisstjórn þurfa
ekki að vænta at-
kvæða okkar
sem rekum þessi
hjúkrunarheim-
ili, og líklega
ekki heldur frá þeim sem þar
búa, starfa og eiga aðstand-
endur. Sjaldan hefur kosn-
ingaloforð þeirra þriggja, sem
endaði í ríkisstjórnarsáttmála
þeirra, verið eins illilega svikið
og nú en þar stendur: „Einnig
verður hugað að því að styrkja
rekstrargrundvöll hjúkr-
unarheimila en áhersla verður
einnig lögð á aðra þjón-
ustuþætti, svo sem heima-
hjúkrun, dagþjálfun og end-
urhæfingu.“ Þessi ríkisstjórn
hefur farið í þveröfuga átt og
svikið þetta með miklum brav-
úr og í raun ekki þurft að
svara fyrir það. Bara af því
bara, virðist vera viðkvæðið
þegar eftir röksemdum er
spurt.
Ég stend við svelti-
stefnukenningu mína og sýn-
ist að ríkið nái að taka yfir
flest þau hjúkrunarheimili
sem eru í dag rekin af sveit-
arfélögunum fyrir næstu al-
þingiskosningar. Við hin ætl-
um að reyna að þrauka í rúmt
ár enn.
Af hverju niður-
skurður hjá hjúkr-
unarheimilunum?
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll Pálsson
» Sjaldan hefur
kosningaloforð
þeirra þriggja, sem
endaði í ríkisstjórn-
arsáttmála þeirra,
verið eins illilega
svikið og nú
Höfundur er formaður
Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu.
gisli@grund.is
✝ Amalía Bernd-sen fæddist í
Reykjavík 22. sept-
ember 1959. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 18. októ-
ber 2020 eftir
stutta baráttu við
krabbamein.
Foreldrar henn-
ar voru Carl Birgir
Berndsen, f. 23.
ágúst 1935, d. 13. janúar 2001,
og Ingveldur Guðmundsdóttir,
f. 18. nóvember 1937, d. 30. nóv-
ember 2010.
Systur Amalíu eru: Sigríður
Jóna Berndsen, f. 13. ágúst
1964. Maki Björn Jónsson, f. 25.
september 1963, og eiga þau
þrjú börn. Berglind Berndsen, f.
12. júlí 1977. Maki Guðmundur
Gíslason, f. 12. febrúar 1975, og
eiga þau tvö börn. Birna Bernd-
sen, f. 12. júlí 1977. Maki Birkir
Marteinsson, f. 27. júlí 1971 og
eiga þau tvö börn.
Amalía giftist 21. apríl 1984
Sveinbirni Þór Haraldssyni, f. 7.
ágúst 1959. Foreldrar Svein-
björns eru Haraldur Jónsson, f.
17. júlí 1926, d. 2. desember
2016, og Gríma Lalla Svein-
björnsdóttir, f. 7. júní 1931.
10 ár en tók jafnframt þátt í
ýmsum félagsstörfum á vegum
Skíðadeildar Ármanns; for-
eldrafélaginu og skrifstofunni.
Árið 1997 hóf hún störf hjá Ís-
landsbanka í reikningshaldi
sjóða sem sinnti rekstrarfélagi
verðbréfasjóða, Almenna lífeyr-
issjóðnum og lífeyrissparnaði
Íslandsbanka. Eftir bankahrun-
ið 2008 var starfsemi Almenna
lífeyrissjóðsins aðskilin frá
bankanum og fluttist Amalía
með sjóðnum og starfaði þar
sem deildarstjóri iðgjalda- og
lífeyrisdeildar allt til dán-
ardags.
Amalía og Sveinbjörn keyptu
sér lóð á Seltjarnarnesi, Nesbala
96, og byggðu sér þar hús.
Fluttu þau inn á brúðkaupsdag-
inn sinn og bjuggu þar í 35 ár,
eða til ársins 2019 þegar þau
fluttu í Lund 7 í Kópavogi.
Útför Amalíu fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 4.
nóvember 2020, klukkan 15. Í
ljósi aðstæðna munu einungis
þeir nánustu vera viðstaddir.
Útförinni verður streymt á:
www.streyma.is/utfor/
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Sálmaskrá verður aðgengileg
á vefslóðinni. Einnig verður
hægt að nálgast hana í anddyri
Seltjarnarneskirkju á útfarar-
degi.
Börn Amalíu og
Sveinbjörns eru: 1)
Inga Björk, f. 17.
mars 1981. Maki
Ágúst Heiðdal Frið-
riksson, f. 25. ágúst
1976. Börn: a) Frið-
rik Heiðdal, f. 28.
maí 2008, og b)
Amalía Berndsen, f.
15. september 2012.
2) Haraldur Þór, f.
6. október 1986.
Maki Edda Þöll Hauksdóttir, f.
31. júlí 1989. Barn: Hera Lind, f.
17. nóvember 2019. 3) Berglind
Berndsen, f. 28. júní 1989. Maki
Steinar Valur Ægisson, f. 23.
nóvember 1987. Barn: Brynjar
Hrafn, f. 4. ágúst 2016.
Amalía ólst upp í Norður-
mýrinni á Mánagötu hjá for-
eldrum sínum og gekk í Landa-
kotsskóla. 12 ára fluttist hún
með foreldrum sínum og systur
á Seltjarnarnes, Látraströnd 54.
Gekk hún þá í Valhúsaskóla og
lauk þar 5. bekk. Eftir gagn-
fræðaskóla fór Amalía í Verzl-
unarskóla Íslands og lauk þar
verslunarprófi árið 1978. Hóf
hún þá störf í launadeild Eim-
skips og starfaði þar næstu átta
árin. Eftir árin sín hjá Eimskip
var Amalía heimavinnandi í rúm
Elsku mamma kvaddi okkur
þann 18. október sl. eftir stutta
baráttu við krabbamein, allt of
ung.
Mamma var höfuðið á fjöl-
skyldunni, hún vildi alltaf hafa
alla saman.
Hvort sem það var að bjóða
allri fjölskyldunni í mat, fá alla til
að koma vestur í Miðdal eða að
ógleymdum áramótapartýjunum
á Nesbalanum þar sem yfirleitt
eftir miðnætti kom öll stórfjöl-
skyldan og allir æskuvinir okkar
systkinanna. Þar stóð partýið
alltaf langt fram á morgun og all-
ir velkomnir sem vildu koma.
Oftar en ekki voru nágrannarnir
og foreldrar vina mættir líka.
Alltaf hugsaði mamma um að
enginn væri svangur. Þegar ég
var nýbyrjaður að vinna í Slippn-
um þá hringdi ég í mömmu eitt
kvöldið og sagðist þurfa vinna
alla nóttina því skipið væri að
fara daginn eftir. Það sem var
hlegið að litla stráknum þegar
mamma var komin eftir nokkrar
mínútur niður á bryggju með
fullan poka af samlokum, gosi og
nammi svo ég myndi nú ekki
svelta. Síðan þegar ég fór að
jeppast með þeim á jöklum fékk
ég fljótlega viðurnefnið Lilli
Mömmuson því það var eins og
hún væri með bílalúgu uppi á
miðjum jökli. Ég kallaði bara í
talstöðina að ég væri svangur og
þá var rúðan skrúfuð niður og
manni réttar samlokur og kaffi.
Nú undir það síðasta átti hún
orðið erfitt með gang en hún lét
það ekki hamla sér við að smyrja
nesti. Þegar við pabbi fórum
austur á hreindýr nú í byrjun
september fórum við ekki af stað
fyrr en hún var búin að smyrja
nesti sem hefði dugað öllum
veiðimönnunum á svæðinu.
Mamma hugsaði alltaf fyrst
um alla aðra. Þegar við Edda
byrjuðum saman urðu þær mikl-
ar vinkonur og tók hún henni
sem sinni eigin dóttur. Tók það
mikið á mömmu þegar Edda
greindist líka með brjósta-
krabbamein þegar Hera Lind
var þriggja mánaða. Alltaf var
hún að hringja og bjóðast til þess
að passa og sérstaklega svo við
tvö gætum gert eitthvað saman.
Þegar Edda kláraði lyfjameð-
ferðina fórum við niður í bæ til að
fagna með vinafólki. Eftir nokkra
fagnaðardrykki hringdi ég í
mömmu og bað hana að fara
heim, taka við af mömmu hennar
Eddu og taka Heru Lind í næt-
urpössun því við ætluðum að
færa fögnuðinn heim. Það var nú
lítið mál fyrir mömmu en Heru
þótti það ekki nógu sniðugt því
Hera Lind var sofnuð svo við
hættum við. Morguninn eftir
vakna ég við eitthvert þrusk og
stekk fram, var þá mamma mætt
með fullan bakaríspoka og ætlaði
að bíða eftir að Hera Lind vakn-
aði til að taka hana fram svo við
gætum hvílt okkur.
Lífið getur verið skrítið. Það
er tilfinningalegur rússíbani að
sigra krabbameinsbaráttu með
konunni sinni um leið og maður
kveður mömmu sína úr sama
sjúkdómi. Báðar börðust eins og
hetjur.
Það var sárt að fá ekki að
heimsækja hana eða vera með
henni síðustu dagana og erfitt að
sætta sig við. Við systkinin feng-
um að koma og vera hjá henni
síðustu klukkustundirnar og var
það dýrmæt stund.
Elsku mamma, þín verður sárt
saknað. Við fjölskyldan ætlum að
fara í 60 ára skíðaferðina þína
sem við þurftum að hætta við
ásamt öllum hinum ferðunum
sem þú varst búin að bóka. Við
munum skála fyrir þér á hverjum
stað.
Haraldur Þór
Sveinbjörnsson.
Elsku mamma.
Ég vakna á hverjum morgni
og vonast til að hafa verið að
dreyma. Það er manni mjög
óraunverulegt að þú sért farin
frá okkur svona snemma. Bar-
áttan þín var stutt en erfið og
barðist þú til hins síðasta dags.
Það er erfitt að setja í stutta
minningargrein alla þá kosti sem
þú barst og þær yndislegu minn-
inga sem við áttum saman.
Þú varst besta mamma sem
hægt var að hugsa sér, þú settir
mann alltaf í fyrsta sæti, maður
fékk alla þá ást og umhyggju sem
maður þurfti og alltaf gafstu þér
tíma fyrir mann. Þú varst ekki
bara mamma mín heldur mín
besta vinkona og ekki má gleyma
hversu góð amma þú varst.
Það er erfitt að velja einhverja
eina minningu því margar voru
þær, öll ferðalögin sem við fórum
fjölskyldan, jólin og áramótin á
Nesbalanum, samvera í Miðdal
og aðrar dýrmætar stundir sem
við áttum saman. Ég minnist
tímans þegar þú flaugst í bæinn
eftir að ég átti Brynjar Hrafn og
dvaldir með okkur litlu nýju fjöl-
skyldunni í viku og aðstoðaðir
okkur á þessum nýju tímum.
Þetta lýsir þér og þinni um-
hyggju til fjölskyldunnar þinnar.
Þú áttir alltaf eitthvað að gefa og
sú gjöf er sú dýrmætasta. Ég er
svo þakklát fyrir þann tíma sem
ég fékk að eyða með þér í þínum
veikindum og að fá að vera til
staðar fyrir þig. Þegar ég bjó hjá
þér vikuna áður en þú lagðist inn
á spítalann. Þegar ég fékk að að-
stoða þig, hlúa að þér og eyða
tíma með þér. Ég mun aldrei
gleyma þessum tíma því hann gaf
mér svo mikið, að vita að ég væri
að gefa til baka brot af því sem
þú hefur gefið mér í gegnum tíð-
ina. Ég vona að ég verði eins
móðir og þú varst.
Ég veit að þú ert komin á betri
stað sem þér líður vel á og að vel
var tekið á móti þér. Nú siglir þú
inn í draumalandið en þú munt
alltaf fylgja mér. Við fjölskyldan
munum taka þig með í allar ferð-
ir sem við förum og verður þú
ávallt með okkur. Ég mun sakna
þín. Ég elska þig mamma.
Þín dóttir
Berglind.
Í dag kveð ég Millu tengda-
móður mína í hinsta sinn.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann
þegar ég fer yfir þau ár sem ég
hef verið í fjölskyldunni. Þá helst
er að nefna stundirnar á Nesbala
96, heima hjá Millu og Bjössa.
Þangað var gott að koma og allt-
af tekið vel á móti manni. Stemn-
ingin í húsinu var alltaf góð enda
Milla mikil stemningskona.
„Viltu kaffi?“ spurði hún um
leið og ég kom inn og ekki leið á
löngu þar til kaffiilmurinn sveif
um húsið og við settumst á móti
hvor annarri við eldhúsborðið og
kjöftuðum um allt og ekkert und-
ir tónum Bylgjunnar sem ómuðu
úr litla rauða útvarpinu. Stund-
um kjöftuðum við svo lengi að
kaffitíminn varð að kvöldmat.
Á Nesbalanum var alltaf góð-
ur matur og allir elskuðu matinn
hennar Millu og þá sérstaklega
sósurnar hennar. Þau hjónin
voru reglulega með sunnudags-
lamb fyrir fjölskylduna og það
voru skemmtilegar samveru-
stundir þar sem allir sátu í róleg-
heitum fram á kvöldið, pakk-
saddir.
Ég naut tvisvar sinnum góðs
af því að búa á Nesbalanum en
það var áður en við Haraldur
keyptum okkar fyrstu íbúð og
svo sex árum seinna þegar við
biðum eftir afhendingu á nýrri
íbúð og alltaf leið mér eins og ég
væri þeirra fjórða barn. Milla
vildi hafa allt sitt fólk hjá sér og
var mikil fjölskyldukona. Hún
vildi að sínu fólki liði vel og sýndi
það með sinni einstöku nærveru
og væntumþykju. Stundum var
ég viss um að hún hefði fleiri
klukkustundir í sólarhringnum
en við hin því hún hafði alltaf
tíma til þess að hlusta og vera til
staðar þrátt fyrir að hafa mörg
önnur verkefni á sinni könnu sem
biðu.
Við fórum í margar utanlands-
ferðir saman og allar standa þær
upp úr. Skemmtiferðasigling um
Karabíska hafið, skíðaferðir til
Ameríku og Evrópu og vínfrí til
Kanaríeyja þar sem Haraldur og
Bjössi voru að vinna í nokkrar
vikur.
Ég tala um vínfrí því við vor-
um ekkert sérstaklega fyrir sól-
böð. Við höfðum meira gaman af
því að sitja einhvers staðar úti,
fylgjast með mannlífinu, kjafta
og skála mörgum sinnum.
Ekki má svo gleyma því þegar
Milla og mamma heimsóttu okk-
ur Harald til Slóvakíu þar sem
við vorum í tæknifrjóvgun og
dvöldu hjá okkur í viku. Við segj-
um alltaf að þær hafi átt stóran
þátt í því að Hera Lind hafi loks-
ins orðið að veruleika. Í vor fór-
um við vestur í Miðdal til þeirra
hjóna og vorum hátt í mánuð
með þeim í sjálfskipaðri sóttkví,
það var dýrmætur tími með
þeim. Við Milla háðum sama stríð
við brjóstakrabbamein og voru
það ljúfsárar stundir sem við átt-
um saman í baráttunni og var
henni hvað best lýst þegar við
fórum saman í lyfjagjöf á Ísafirði
þegar við þurftum að taka tvær
tilraunir til að komast út í bíl
vegna snjóstorms. Krabbamein
er eins og snjóstormur, þú hefur
enga stjórn. Það er sárt að horfa
á eftir Millu þegar maður sjálfur
hefur unnið baráttuna.
Milla var mér einstaklega kær
og áttum við gott og kærleiksríkt
samband öll þau tíu ár sem ég
þekkti hana. Ég verð henni æv-
inlega þakklát fyrir alla þá ást og
umhyggju sem hún sýndi mér og
allt sem hún kenndi mér.
Edda Þöll Hauksdóttir.
Elsku hjartans Milla mín, það
er með sorg og trega sem ég
kveð þig elsku góða systir mín.
Það er höggvið stórt skarð í fjöl-
skylduna og systrahópinn okkar.
Við vorum allar svo nánar og
miklar vinkonur.
Daginn áður en þú lagðist inn
á spítalann áttum við yndislegt
kvöld saman við systurnar þar
sem við elduðum mat, sátum
saman, töluðum og hlógum.
Fyrir okkur systurnar sem
eftir sitjum var þetta svo dýr-
mætt kvöld og gott að geta yljað
sér við þessa dýrmætu minningu.
Þegar við vorum börn vorum
við bara eins og hver önnur
systkini, gátum rifist endalaust
og púkinn ég kunni alveg að
pirra þig, en eftir því sem við elt-
umst varð vinátta okkar meiri og
dýpri.
Við vorum orðnar unglingar
þegar tvíburasysturnar okkar
fæddust og við elskuðum þær
endalaust og þær eignuðust
þrjár mömmur því við vorum all-
ar þrjár, mamma, þú og ég, að
dekra við þær. Við urðum þarna
enn nánari og svo eignuðumst við
Bjössana okkar og þá eignuð-
umst við áhugamál saman en það
var að ferðast bæði innanlands
og utan. Við fórum margar
jeppaferðirnar og margar
skemmtilegar minningar eigum
við frá þeim ferðum. Þegar við
fluttum utan komuð þið Bjössi
oft út til okkar og við ferðuðumst
mikið saman þá og líka eftir að
við fluttum heim aftur.
Fyrir nokkrum árum keyptum
við okkur saman ásamt Bjössun-
um okkar sveitabýli á Vestfjörð-
um. Þú varst þar mikið núna
þetta árið vegna veikinda þinna
en alltaf fannst þér gott að vera í
sveitinni. Það verður erfitt að
koma þangað núna vitandi að þú
munir aldrei vera þarna meir.
Við áttum, öll stórfjölskyldan,
yndislega verslunarmannahelgi
saman núna í ágúst. Þú varst svo
ákveðin í að halda verslunar-
mannahelgina þó svo heilsan
væri ekki góð. Þarna vorum við
Amalía Berndsen
Sæll Velvakandi! Mikið er rætt
og ritað um umhverfismál,
enda ekki vanþörf á. Mengun
margs konar sem fylgir nú-
tímalífsháttum þrúgar lífríkið.
Því miður er erfitt að forðast
þennan vágest, sbr. iðnað ým-
iss konar og umferð á láði, legi
og lofti. Þess vegna er þung-
bært að horfa upp á framferði
þúsunda ökumanna sem nú
þegar hafa ekið óábyrgt á
negldum hjólbörðum í heilan
mánuð eða meira, jafnt í
Reykjavík sem á landsbyggð-
inni. Og til að bíta höfuðið af
skömminni er þetta með sam-
þykki lögregluyfirvalda, sem
gáfu það út að ekki yrði amast
við, þrátt fyrir reglur og al-
menna skynsemi.
Hálkuhætta er íslenskur
veruleiki og við henni bregðast
ökumenn með því að hægja á
sér og um helmingur allra öku-
manna landsins hefur sýnt að
nagladekk eru óþörf. Til mikils
er að vinna því enn deyja fleiri
af völdum svif- og tjörumeng-
unar en Covid. Það er umhugs-
unarefni hversu margir ofnota
naglana, m.a.s. var leigubifreið
komin á nagla í Reykjavík 1.
september. Ég hefði afþakkað
far með þeirri bifreið.
Vistvænn ökumaður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Óvistvænir bíleigendur
Umferð Bréfritara finnst of margir nota naglana.