Morgunblaðið - 04.11.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 04.11.2020, Síða 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjöldatakmarkanir hafa verið í kirkjum í kórónuveirufaraldrinum og til að bregðast við þeim hefur Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfn- uðinum og „æskulýðsleiðtogi“ á Grund hjúkrunarheimili undanfarinn aldarfjórðung, farið út á akurinn og dreift guðsorðinu. „Ég geng nú um átta til tólf kílómetra á dag og hef dreift um 20.000 eintökum,“ segir hann. Pétur segist hafa byrjað á þessu um páskana. Hann hafi fengið gamla bæklinga hjá Kristniboðssamband- inu, Biblíufélaginu, Samhjálp og Hjálparstofnun kirkjunnar og dreift þeim vítt og breitt um bæinn auk þess sem hann hafi meðal annars far- ið til Raufarhafnar í sumarfríinu og dreift guðsorði í hvert hús, í 111 póst- kassa. „Ég hef fengið gömul tölublöð, sem söfnuðu bara ryki, dustað af þeim og borið þau í hús, því þótt blöð- in séu gömul er orðið áfram gilt og gott. Auk þess er þetta fín hreyfing sem kemur annars í staðinn fyrir for- boðnar sundferðir í veirufaraldr- inum, ég hangi annars alltaf á hún- inum í Vesturbæjarlauginni, fer í húnaopnun.“ Margir hundaeigendur hafa tekið eftir því að hundum er oft frekar illa við póstinn og telja sig hafa hrakið hann á burt með gelti þegar hann hefur lokið erindi sínu og hverfur á braut. Pétur segir að hundar bregð- ist misjafnlega við, þegar hann beri að garði. „Sumir gelta og það er kannski ekki það skemmtilegasta að vakna við gelt snemma að morgni, þegar til stendur að sofa út, en svo eru hundar sem þeir eru hafðir og ég hef heyrt að fólk hafi rifið í blaðið um leið og það hefur komið enda margir lengi verið innilokaðir heima. Þetta er framlag mitt til að gera eitthvað í guðsríkinu við þessar aðstæður, ég kem þá orðinu út þó að ekki megi messa.“ Forvörn í vitvörn Hverfin eru mörg og misjöfn og með hreyfinguna í huga segist Pétur einkum hafa dreift bæklingum í ein- býlis- og raðhúsahverfum. Hann er með bílskottið fullt af guðsorðinu, finnur sér hverfi og arkar svo af stað með fullan bakpoka. „Ég tek heilu göturnar fyrir, hreinsa þar upp, og kann vel við, þegar sem lengst er upp að húsunum.“ Pétur segist hafa fengið ágæt við- brögð við framtakinu og almennt kunni fólk vel að meta það sem gert er þegar flest sé lokað og hindranir víða. „Orðið hefur áhrif á hug og heila fólks, þegar það les það, og ég hef trú á því að þetta hjálpi því núna og geti hvatt það til að huga að drottni, hvort sem er í bænalífi eða lestri. Ég hef bara einu sinni verið skammaður.“ Hugurinn fer víða á göngunni og þá er Pétur trúr orðabókinni sinni, sem hann bætir stöðugt við. Í far- aldrinum hefur gríma verið áberandi en hann er ekki sáttur við orðið. Það sé notað í leikhúsum, til dæmis góða, glaða og grimma gríman, Zorró, Leð- urblökumaðurinn og Köngulóarmað- urinn séu með grímu og svo fram- vegis. „Í faraldrinum eru menn með þetta fyrir vitum og því finnst mér best að tala um vitvörn, vörn sem sett er fyrir vitin.“ Morgunblaðið/Eggert Framlag Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum, dreifir bæklingum í hús. Guðsorð og líkamsrækt  Pétur í Óháða söfnuðinum slær tvær flugur í einu höggi AÐALRÉTTIR BAKSTUR DRYKKIR MORGUNMATUR EFTIRRÉTTIR SMÁRÉTTIR HOLLT MEÐLÆTI VEGAN ... stærsti uppskriftarvefur landsins! MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. MENNINGÍÞRÓTTIR „Þjálfararnir Pétur [Pétursson] og Eiður [Benedikt Eiðsson] eru búnir að vera með okkur í hálfgerðum æf- ingabúðum frá því á mánudaginn. Það er mætt klukkan 9, æft, fundað, borðað og svo endurheimt. Það hefur verið góð keyrsla á þessu og þrátt fyrir að við höfum ekki náð að æfa mikið saman er góð rútína í liðinu. Maður vonar svo bara að þessar tvær æfingar muni nýtast okkur vel þegar út í leikinn er komið,“ segir Hall- bera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Vals, m.a. í blaðinu í dag um undirbúninginn fyrir Evrópuleikinn í kvöld. »23 Óvenjulegur undirbúningur fyrir mikilvægan leik í Meistaradeildinni Menningarhúsin í Kópa- vogi hafa staðið fyrir metnaðarfullri dagskrá í hádeginu á miðvikudögum á tímum kórónuveirunnar. Næstu vikur ræðir Marí- anna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona, þá við höfunda nýútkominna bóka og lesa þeir úr verkum sínum á Bókasafni Kópavogs. Í há- deginu í dag er komið að Ófeigi Sigurðssyni en Vá- boðar, nýtt smásagnasafn hans, kom út á dögunum. Samtal þeirra hefst kl. 12.15 og er sent út á Face- book-síðum Menningarhúsanna í Kópavogi og Bóka- safns Kópavogs og verður einnig aðgengilegt eftir að útsendingu lýkur. Ófeigur ræðir við Maríönnu Klöru í streymi frá Bókasafni Kópavogs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.