Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Ný netverslun á jackandjones.is Jólafötin og jólagjafir fyrir hann Guðrún Líf Björnsdóttir jógakennari er spennt fyrir jólunum enda verður hún á nýjum stað á jólunum. Hún klæðir sig vanalega upp á um jólin og leyfir sér ýmislegt þegar kemur að mat. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ætlar að skreyta pálmatrén í garðinum með jólaljósum Guðrún Líf er mikið fyrir fallegt skraut í hárið. Hún lærði jóga á Balí og sér ekki eftir því. Ljósmynd/Þorgeir Ólafsson G uðrún Líf segir ástandið í dag krefjandi en hún hefur reynt aðnota tímann eins vel og hún getur til að læra meira í ljós-myndun. „Hvað varðar jóga, þá hef ég iðkað það heima í stofu alltþetta ár, eða frá því ég kom heim úr jógakennaranámi á Balí rétt fyrir síðustu jól. Þegar kemur að ferðalögum, þá finnst mér ekki verst að geta ekki ferðast sjálf heldur það að geta ekki tekið á móti ferðalöngum til Ís- lands. Við kærastinn minn, Víkingur Heiðar Arnórsson, erum með ferða- þjónustufyrirtækið Exclusive Reykjavík sem tekur á móti hópum frá útlönd- um.“ Nýtir öll tækifæri til að halda upp á þau „Já, hef alltaf verið algjört jólabarn og afmælisbarn og alltaf nýtt hvert tækifæri til að halda upp á hvað sem er.“ Hvað gerir þú alltaf á jólunum? „Ein af mínum helstu jólahefðum er að setja eina til tvær gjafir undir jóla- tréð í Kringlunni. Það er frábær söfnun fyrir þá sem fá engar gjafir á jól- unum. Síðastliðin ár höfum við mamma gert það að hefð að fá okkur jóla- platta í Hannesarholti. Það er eitthvað svo jólalegt við að rölta Laugaveginn og fá jólamat. Svo þetta hefðbundna eins og að baka sörur, skreyta jólatréð með litla bróður og fjölskylduboðin.“ Ertu dugleg að leyfa þér góðmeti um jólin eða ertu á heilsulínu að gera jóga þá líka? „Ég leyfi mér alltaf um jólin. Það er partur af jólastemningunni.“ Hefur tvisvar upplifað jólin á erlendri grundu Hefurðu ferðast um jólin? „Ég hef tvisvar ferðast um jólin. Annars höfum við alltaf haldið okkur heima. Í fyrra skiptið sem ég fór til útlanda var ég 17 ára skiptinemi á Ítalíu, þar sem ég eyddi jólunum í fjallakofa á snjóbretti í frönsku Ölpunum. Seinna skiptið var ég með fjölskyldunni á Flórída. Bæði skiptin voru skemmtileg til- breyting en mér finnst best að halda jólin heima.“ Skreytir þú mikið heima hjá þér á jólunum? „Nei, við setjum yfirleitt bara upp jólatréð og næstum ekkert annað. Ég er hins vegar mjög spennt fyrir næstu jólum þar sem við verðum nýflutt og planið er að setja jólaseríu á pálmatrén sem eru úti í garði.“ Hver er besta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Fyrsta sem kemur í hugann er hjólið sem kærastinn minn gaf mér í jóla- gjöf fyrir nokkrum árum. Ekki endilega út af hjólinu heldur hugsuninni á bak við það. En pabbi minn hjólar mikið og hann gaf mér það svo ég gæti hjólað með honum.“ Hvað með verstu gjöfina? „Ég man ekki eftir að hafa fengið slæma jólagjöf nema þá kannski stærð- fræðibók frá mömmu þegar ég var krakki. Ég var svo léleg í stærðfræði og átti að nýta jólafríið í að læra. Mér fannst það alls ekki skemmtilegt.“ Er eitthvað á óskalistanum hjá þér fyrir þessi jólin? „Já, það er tvennt sem mig langar í. Vatnsheldir gönguskór og soda stream-tæki. Annars er ég að reyna að tileinka mér reglu varðandi gjafir fyr- ir fjölskylduna, en það er að gefa upplifanir í staðinn fyrir hluti.“ Ljósir litir eru í miklu uppáhaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.