Morgunblaðið - 26.11.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.11.2020, Qupperneq 12
K ristín er íþróttakennari og áhugaljós-myndari sem býr í Mosfellsbæ. Húnhefur einstaklega gaman af fallegumjólaljósmyndum. „Ég er áhugaljósmyndari og fannst alltaf svo gaman að skoða fallegar vetrar- og jólamynd- ir. Mér leið eitthvað svo vel í hjartanu að skoða þannig myndir. Í október árið 2013 fékk ég svo þá hugmynd að taka nokkrar ljósmyndir af stelpunum mínum og vera með jólamyndadagatal í desember þar sem ég myndi birta eina mynd á dag á aðventunni. Ljósmyndir sem fá fólk til að gleyma stressinu og ná fram notalegri „nostalgíutilfinningu“ sem er svo góð. Þessi litla hug- mynd hefur undið ansi mikið upp á sig og hef ég núna verið með þetta dagatal síðan eða í sjö skipti.“ Tekur ljósmyndir af dætrum sínum í alls konar ævintýrum Kristín hefur tekið myndir af stelpunum sínum í alls kyns ævintýrum. „Við höfum skreytt jólatré í Heiðmörkinni, farið í vetrar-lautarferð, grillað sykurpúða yfir opnum eldi, rölt um Árbæjarsafn, rennt okkur á gamaldags sleða og margt fleira. Síðan hef ég líka verið að gera alls kyns jólaföndur, fallegar vetraruppstillingar, uppskriftir að æt- um gjöfum og margt fleira. Ég hef náð að framkvæma mjög mikið af hugmyndum mínum en á ennþá nokkrar eftir sem ég vonandi næ í framtíðinni.“ Kristín segir ljósmyndadagatalið taka dágóðan tíma. „Hugmyndavinnan er í gangi allt árið en fer á fullt um haustið. Ég fæ hugmyndir úti um allt, bæði af Pinterest og Instagram og svo hef ég sótt hugmyndir í íslenskar jólahefðir og íslenska náttúru. Þá fer mikill tími hjá mér í að safna ýmsum hlutum og fatnaði. Eitt árið lét ég sem dæmi sauma rauðhettuslár úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Svo hef ég stað- ið mig að því að kaupa föt á stelpurnar sem eru bara fyrir einhverja ákveðna myndatöku og ég veit að þær munu svo aldrei fara aftur í. En það skiptir miklu máli fyrir heildar- myndina að vera í réttum klæðnaði. Svo þarf að útfæra þetta allt saman og finna rétta tím- ann í myndatökurnar þegar dætur mínar komast og þegar veðrið er í lagi. Það er ekki alltaf hægt að treysta á veðrið eða birtuna hér á Íslandi í desember. Stundum hefur ekki komið neinn snjór í desember og því hef ég tekið mynd- irnar sem ég var búin að ákveða í janúar og febrúar og geymt fram að næstu jólum.“ Meðvituð um að draga úr neysluhyggjunni Kristín Valdemarsdóttir hefur í gegnum tíðina lagt mikið upp úr því að taka fallegar myndir af dætrum sínum, en hún er áhugaljósmyndari með mikla ástírðu fyrir jólunum og öllu sem jólastússi fylgir. Síðustu ár hefur hún reynt að draga úr streitu og það gerir hún með því að draga úr neysluhyggjur og njóta litlu hlutanna eins og búa til sitt eigið Bailey’s. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Kristín Valdemarsdóttir Dætur Kristínar á fallegum degi. Kristín Valdemarsdóttir tekur einstaklega fallegar jólamyndir. Jólatrén finnast víða náttúrunni. Kristín gerir fallega jólapakka með alls- konar þemu um jólin. ❄ SJÁ SÍÐU 14 12 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S. 568 3920 Opið 12.30-18.00 ÞÚ FIN N U R A LLT FYR IR Á H U G A M Á LIN H JÁ O K K U R pingpong.is pingpong.is pingpong.is pingpong.is ÞÚ FINNU ALLT FYRIR ÁHUGAM ÁLIN HJÁ O KKUR FÓTBOLTASPIL OG POOLBORÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.