Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 14
Fær útrás fyrir listamanninn á jólunum
Hvað ertu þakklát fyrir þessu tengt?
„Þetta verkefni hefur ýtt mér út úr þægindahringnum og
sett á mig ákveðna pressu. Sem betur fer því annars ætti ég
ekki þessar dásamlegu jólamyndir. Ég er alltaf á leiðinni að
hætta með þetta. Dætur mínar eru orðnar unglingar og hættar
að nenna að sitja fyrir hjá mömmunni, en það er samt svolítið
erfitt að hætta og er þetta orðið hluti af jólunum og jólaundir-
búningnum hjá mér.
Þetta er líka mjög dýrmætt fyrir dætur mínar þegar þær
verða eldri að eiga allar þessar ævintýralegu jólamyndir af sér.
Svo veitir þetta mér mikla gleði þar sem ég næ að fá smá út-
rás fyrir listamanninn í mér og ekki er það verra ef ég næ að
gleðja einhverja í leiðinni í desember, því fyrir mér eru jólin
ekki bara hátíð heldur tilfinning.“
Jólin eru ævintýralega falleg hjá þér. Hvað getur þú sagt
mér um undirbúninginn?
„Ég er mikil jólastelpa og byrja snemma að hugsa til
jólanna. Ég byrja rólega að skreyta heima hjá mér um
mánaðamótin nóvember/desember og bæti smátt og smátt
við. Ég er samt mjög meðvituð um það að njóta aðventunnar
og hlaða ekki of miklu af atburðum og verkefnum á mig í
desember. Ég er einnig mjög meðvituð um að draga úr
neysluhyggjunni. Við erum búin að minnka gjafirnar mjög
mikið núna seinni árin og það hefur minnkað stressið í des-
ember.“
Fær hugmyndir alls staðar frá
Hvaðan koma hugmyndirnar þínar?
„Ég er ekkert að finna upp hjólið en hugmyndirnar koma alls
staðar frá. Stundum er eitthvað sem kemur upp í hugann en
mikið kemur af Pinterest eða Instagram. Ég sé oft einhverja
skemmtilega hugmynd en geri svo mína útfærslu af henni. Oft-
ast er þetta verkefni sem ég tvinna saman við jólamyndadaga-
talið mitt.“
Getur þú sagt frá einhverju sem þú gerir alltaf fyrir jólin?
„Ég vil hafa desember eins rólegan og ég get og reyni því að
gera ekki of mikið. Ég vil helst bara njóta og upplifa. Ég sker
alltaf út laufabrauð með fjölskyldunni. Baka lakkrístoppa með
stelpunum og geri jólaísinn.
Þegar stelpurnar voru yngri var ég alltaf með samveru-
dagatal en núna þegar þær eru báðar orðnar uppteknir ung-
lingar gerum við bara eitthvað kósí saman sem passar inn í
þeirra skipulag.“
Heimalagað Bailey’s
1 peli rjómi
1 dós niðursoðin mjólk
200-400 ml viskí (smekksatriði)
1 tsk. skyndikaffi (duftið)
2 msk. súkkulaðisíróp (Hershey’s)
1 tsk. vanilludropar
Setið allt hráefnið í blandara og á mesta hraða í 30 sekúndur.
Setjið á lokaðar flöskur og geymið í kæli.
Hristið fyrir notkun.
Geymist í kæli í um mánuð. Það er ágætt að skrifa dagsetn-
ingar á miðann.
Ég gerði tvöfalda uppskrift og hún dugði á sex flöskur.
Í uppskriftinni, sem ég fann á netinu, var helmingi meira af
viskíi. Þegar ég gerði fyrstu uppskrift fannst mér allt of mikið
viskíbragð þannig að ég minnkaði það um helming. Þannig að
þegar þið gerið uppskriftina þá mæli ég með að þið byrjið á að
setja minna viskí og svo bara bæta við eftir smekk.
Ég notaði flöskur undan Froosh smoothie og bjó miðana til
sjálf.
Gerir jóla-lautarferð heima
Hvað með skemmtilega kvöldstund með börnunum?
„Við fjölskyldan erum með skemmtilega hefð á Þorláks-
messukvöldi. Þegar búið er að skreyta allt og þrífa og enginn
nennir að elda og óhreinka eldhúsið förum við í lautarferð í stof-
unni. Pöntum pítsu, slökkvum öll ljós í húsinu nema jólaljósin
og kertaljós og setjum teppi á stofugólfið og borðum pítsuna
saman eins og í lautarferð. Svo horfum við saman á skemmti-
lega jólamynd. Þetta finnst stelpunum æðislegt og tala um að
þetta sé þeirra jólahefð.“
Hvernig skreytirðu pakkana?
„Það er mjög misjafnt. Stundum legg ég mikinn metnað í
pakkana en stundum er þetta bara mjög einfalt. Það fer svolítið
eftir hver fær pakkann.“
Laufabrauðsgerð er hluti
af jólahefð fjölskyldunnar.
Heimilið breytist í
jólaveröld í desember.
Dæturnar grilla sér
sykurpúða á aðventunni.
Hvítur fatnaður á börnin er
hátíðlegur litur á jólunum.
Fallegt jólahjól
hlaðið pökkum
og jólavörum.
Heimalagaður
Bailey’s.
14 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
w w w . l i f s t y k k j a b u d i n . i s
G e f ð u s i l k i m j ú k a j ó l a g j ö f