Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 18

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 18
18 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 GJ AF AB RÉ F SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS K atrín er framkvæmdastjóriSamtaka fjármálafyrirtækjaog fyrrverandi alþingismaðurog ráðherra. Þegar hún erspurð að því hvernig það hafi æxlast að hún hafi geyst fram á ritvöllinn seg- ir hún að það hafi blundað í henni lengi. „Ég byrjaði að skrifa þessa bók sumarið áður en ég hætti á þingi. Ástæðan er sú að ég er ótrúlega forvitin um hvar geta mín liggur og hvað ég get fengið út úr þessu lífi. Ef mér dettur eitthvað í hug hef ég tilhneigingu til að prófa það. Ég var alltaf að segja Bjarna manninum mínum einhverjar sögur af fólki sem hafði framið ódæðisverk eða orðið fyrir barðinu á slæmu fólki og hef alltaf haft mikinn áhuga á glæpaefni af ýmsu tagi. Svo fór ég að spyrja mig og hann hvað ef þessi eða hin týpan væri bara hér í kringum okkur og hvað þær kæmust langt. Hann skoraði því á mig að prófa að skrifa,“ segir Katrín. Hún skrifaði fyrstu 17 síðurnar og leyfði eiginmanninum að lesa. Hann heillaðist og hvatti hana til að halda áfram. Á þessum tíma var Katrín í miðri kosningabaráttu og þar sem hún hafði ákveðið að hætta í stjórn- málum hafði hún örlítið meiri tíma en vana- lega. Fljótlega hóf hún störf sem fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og þá neyddist hún til þess að leggja bókaskrifin til hliðar. Um tveimur árum síðar tók hún þráðinn upp aftur og kláraði bókina um síð- ustu jól. „Þegar ég var búin að með bókina missti ég algerlega kjarkinn og vildi ekki sýna neinum hana. En svo komst ég yfir það og sendi bók- ina inn í samkeppnina Svartfuglinn sem gefur okkur sem erum ný í þessum bransa tæki- færi,“ segir Katrín og játar að hún hafi komið sjálfri sér á óvart með skrifunum. Fann ástina 35 ára Lífshlaup Katrínar er áhugavert fyrir margar sakir. Hún var til dæmis orðin 35 ára þegar hún fann stóru ástina en þá var hún einstæð móðir með 11 ára gamlan son sinn. Fram að þeim tíma hafði hún aldrei búið með karlmanni. „Ég er mikill extróvert en líka mjög mikill lóner þannig að Bjarni er fyrsti maðurinn sem ég hóf sam- búð með. Ég vil hafa hlutina á minn hátt og er líka pínu snúin týpa. Svo kom hann inn í líf mitt og hann er bara svolítið snúin týpa á sinn hátt líka. Hann þarf sitt pláss og ég þarf mitt pláss. Ég var orðin efins um að samband væri fyrir mig en þegar ég kynntist Bjarna var ég viss um að hann væri sá rétti,“ segir hún. Er eitthvað í uppeldinu sem gerði það að verkum að þú sást ekki fyrir þér að þú gætir tengt við aðra manneskja eða búið með henni? „Mögulega. Ég er þetta klassíska skiln- aðarbarn þótt það hafi ekki verið neitt tráma í lífinu þannig séð en það mótar mann engu að síður. Það sem ég held að hafi þó haft meiri áhrif er að það kemur í ljós þegar ég er orðin fertug að ég er með ADHD. Það gerði það að verkum að ég fór að skilja mig betur. Ég las mér til og komast að því að stelpur með ADHD eiga það oft sameiginlegt að þeim gengur gjarnan vel í lífinu, þær fá góðar ein- kunnir í skóla en samt er alltaf verið að gagn- rýna þær. Þær hafa of hátt og þykja of fyr- irferðarmiklar. Þú verður því mjög sjálfsgagnrýnin og ert mjög upptekin af því að hafa hemil á þér. Því var sjálfsmyndin kannski ekki nógu sterk fyrir gott og náið samband. Ég þarf að vera með ákveðinn ramma og funkera best innan hans. Til að ég virkaði best þurfti ég að hafa fullkomna stjórn á mínu lífi,“ segir Katrín og játar að það sé ekki auðvelt að hleypa öðrum inn í til- veru sem er í svona föstum skorðum. „Ég fékk ekki þessa ADHD-greiningu því ég funkeraði ekki heldur vegna þess að að ég svaf ekki. Hvorki ég né nokkur annar hafði fyrir fram tengt að ég væri með ADHD. Mín einkenni voru streita og svefnleysi. Þetta svefnleysi var viðvarandi frá því ég var barn og unglingur og háði mér mjög mikið og gerði það að verkum að dagarnir voru misgóðir. Ég var með hátt spennustig í líkamanum,“ segir hún en það var ekki fyrr en hún fór til heim- Morgunblaðið/Eggert Fann ástina 35 ára og lífið umturnaðist Katrín Júlíusdóttir hlaut verðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu skáldsögu, Sykur. Eiginmaður hennar, Bjarni Bjarnason rithöfundur, hvatti hana til að byrja að skrifa. Þegar hún varð fertug greindist hún með ADHD sem gerði það að verkum að hún fór að skilja sjálfa sig betur og fór loks að sofa eins og engill. Marta María | mm@mbl.is Katrín Júlíusdóttir fór að skilja sjálfa sig betur þegar hún greindist með ADHD eftir fertugt en áralangt svefnleysi hafði hrjáð hana. Ég las mér til og komst að því að stelpur með ADHD eiga það oft sam- eiginlegt að þeim gengur gjarnan vel í lífinu, þær fá góðar einkunnir í skóla en samt er alltaf verið að gagnrýna þær. ❄ ❄ SJÁ SÍÐU 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.