Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 20
20 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
arionbanki.is
Gjöf sem
gleður alla
Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin.
Nú geta viðskiptavinir pantað gjafakort á
arionbanki.is og fengið þau send heim.
ilislæknis að eitthvað fór að gerast.
Hann sendi hana í greiningu og
síðan það lá ljóst fyrir að hún væri
með ADHD fékk hún lyf sem ger-
ir það að verkum að hún sefur
eins og engill.
„Í mínu tilfelli virka þessi lyf
og ég finn ekki fyrir aukaverk-
unum. Ég er enn þá pínu hvatv-
ís, gríp fram í fyrir fólki og fer
upp á borð að dansa ef ég er í
miklu stuði. Ég er enn þá með
hraðlest af hugsunum í hausn-
um en hef betri stjórn á þeim
og þær enda síður úti í skurði
en áður. Ég átti alltaf erfitt
með að stunda jóga eða hug-
leiðslu en eftir að ég fékk lyfin
get ég hugleitt og slakað á,“
segir hún og játar að lyfin hafi
líka jákvæð líkamleg áhrif því
spennustigið í líkamanum er minna og svefn-
inn hefur lagað líkamlegt ástand og útlit.
Stemning fram yfir stíl
Þegar Bjarni kom inn í líf Katrínar fylgdi
honum 9 ára sonur og fljótlega eignuðust þau
tvíbura sem nú eru 8 ára. Hún segir að líf
hennar hafi umturnast á mjög stuttum tíma.
„Heimili okkar er svolítið kaótískt, stemn-
ing fram yfir stílinn,“ segir hún og hlær og
bætir við:
„Ég játa að þetta getur verið erfitt fyrir
konu sem er kontrólfrík. Að reka þetta heim-
ili með mínum yndislega Bjarna gerir þetta
þó auðveldara. Þegar mikið er að gera hjá
mér í vinnunni þá tekur hann heimilisvaktina
og þegar hann þarf að skrifa og vera á Eyr-
arbakka þá sé ég um heimilið á meðan. Þetta
er fyrirkomulag sem virkar vel fyrir okkur og
svo erum við miklir vinir. Það skiptir máli,“
segir hún.
Svo eignist þið tvíbura?
„Þeir voru mjög planaðir. Þeir voru greini-
lega búnir að bíða eftir því lengi að komast til
góðrar fjölskyldu. Við vorum mjög tilbúin í
þetta og bæði komin á virðulegan aldur. Okk-
ur langaði að eignast tvö börn en vissum ekki
alveg að þeir kæmu báðir í einu,“ segir Katrín
og játar að það sé auðveldara þegar fram í
sækir að vera með tvö börn á sama aldri þótt
það sé erfiðara fyrstu mánuðina.
Rithöfundaangist
Talið berst að nýja framanum, rithöfunda-
lífinu. En hvernig skyldi henni líða að vera út-
gefinn höfundur?
„Ég var alltaf ægilega skilningssljó þegar
Bjarni fékk þessa rithöfundaangist. Núna skil
ég þetta mjög vel. Eitt er að fást við verkefni
raunveruleikans hér og nú, annað er að senda
út úr hausnum á þér skáldverk. Bjarni glottir
þegar hann sér mig í rithöfundaangist. Ég hef
aldrei verið svona stressuð yfir neinu sem ég
hef sent frá mér,“ segir hún.
Aðspurð hvort hún sé byrjuð á næstu bók
segist hún vera með hugmynd. Hana langi til
að segja meira af lífi Sigurdísar, sem er unga
lögreglukonan í Sykri.
„Mig langar að gera hennar sögu betri skil.
Ég segi stundum í gríni að Sigurdís sé bara
29 ára og hún eigi allt lífið fram undan. Ég
tengi vel við Sigurdísi enda er hún á svip-
uðum aldri og ég þegar ég byrjaði á þingi.
Sigurdís vanmetur sjálfa sig en er örlítið
hvatvís í sínum störfum og hlustar á innsæið.
Það er ekki alltaf umhverfið eða fólkið í
kringum okkur sem heldur okkur niðri heldur
við sjálfar. Við þetta tengi ég frá fyrstu ár-
unum mínum í stjórnmálum. Mér þykir rosa-
lega vænt um hana og mig langar að skrifa
meira um hana. Saga Sigurdísar varð miklu
stærri í bókinni en hún átti að verða. Það átti
ekki að verða svona stór hluti af sögunni. Ég
sé hana fyrir mér í umhverfinu og finn stund-
um hvernig henni líður. Mér fannst það svolít-
ið skemmtilegt. Hún er ósýnilegi vinur minn,“
segir Katrín og brosir.Morgunblaðið/Eggert
Katrín hlaut
verðlaunin
Svartfuglinn
fyrir sína
fyrstu skáld-
sögu, Sykur.
Katrín hafði aldrei búið með
karlmanni þegar hún hóf
sambúð með eiginmanni
sínum 35 ára að aldri.