Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 22

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 22
Þ órey vinnur hörðum höndum að því að komanýja fyrirtækinu sínu af stað. Fyrirtækiðstofnaði hún ásamt Dögg Thomsen og Dom-inic Nieper með sérhæfingu í jafnrétt-ismálum. Hún segir forréttindi að fá að starfa við það sem hún hefur ástríðu fyrir. Þórey er spennt fyrir jólunum sem hún mun verja með fjölskyldunni; unnusta sínum Magnúsi Orra Shcram og börnunum sínum þeim Vilhjálmi Kaldal og Ragnheiði Rík- arðsdóttur. Hún segir forréttindi að fá að starfa við það sem hún hefur ástríðu fyrir og mælir með því við allar uppteknar konur að minnka kröfurnar á sig í jólaundirbúningnum. „Það eru gríðarleg tækifæri í samfélaginu í jafnréttismálum. Jafnréttismál eru ekki eingöngu mannréttindi heldur eitt stærsta efnahagsmál framtíðarinnar. Empower er eins konar vettvangur jafnréttis, við bjóðum upp á sérsniðna ráðgjöf, vinnustofur og fyr- irlestra. Við erum einnig að fara að halda tvær alþjóðlegar ráð- stefnur um jafn- réttismál næsta haust, setja af stað hlaðvarp og margt fleira spennandi. Við setjum bara undir okkur hausinn í þessu kórónuveiruástandi og horfum bjartsýn fram á veg- inn enda fer fyrirtækið vel af stað. Við erum til dæmis að vinna með Alþingi núna að Jafnréttisvísinum ásamt fleiri spennandi verkefnum.“ Gjöf að fá soninn til landsins Ein af stóru gjöfunum fyrir jólin verður að fá elsta son- inn, Vilhjálm Kaldal, til landsins. „Ég hlakka sérstaklega til þess að fá frumburðinn heim um jólin en hann er í námi í Bandaríkjunum. Jólahefðirnar eru alltaf að breytast hjá okkur. Í samsettum fjölskyldum eru jólahefðirnar ekki alltaf þær sömu en ég reikna með því að vera með stórfjölskylduna mína í mat á aðfangadag. Annars verð ég að viðurkenna að ég geri lítið í eldhúsinu fyrir jólin. Á aðfangadag í fyrra fór ég meira að segja á fjallaskíði með vinkonu minni fyrir hádegi. Ég hef verið að reyna að gera jólin eins einföld og notaleg og mögulegt er. Enda reyni ég að útiloka stress úr aðventunni.“ Hvernig skreytir þú? „Mér finnst gaman að skreyta og kaupi mér alltaf eitt- hvert fallegt jólaskraut á hverju ári. Það er eitthvað við það að fylla húsið af glitri og kerta- ljósum í skammdeginu. Ég keypti mér jólaskraut nýverið á útsölunni í Epal. Einstaklega falleg keramikjólatré.“ Hvaða ráð áttu fyrir uppteknar kon- ur fyrir jólin? „Að endurskoða kröfur og vænt- ingar um jólaundirbúning. Ég mæli með að vera ekki að bera sig saman við aðra heldur finna hvað þú vilt fá út úr aðventunni. Að fara bara í naumhyggj- una og njóta samveru með sínum nán- ustu. Mér finnst gott að stunda útivist á aðventunni, góða fjallgöngu til dæm- is, fara í bullandi núvitund og gleyma stund og stað.“ Jólin minna á ömmu og afa Aðspurð um fallegar minningar um jólin svarar Þórey snögg upp á lagið: „Jólin minna mig svo oft á ömmu Þóreyju og afa Magnús en ég varði miklum tíma með þeim þegar ég var barn. Ég man sérstaklega eftir því hvað afi var alltaf ánægður með að ég kunni svo vel að meta rjúpurnar. Við fengum okkur oft aukaskammt eftir að búið var að opna pakkana. Ég man nú líka eftir jólum þar sem gasið klár- aðist klukkan sex á aðfangadag. Það var svona hálfgert neyðarástand en bjargaðist á endanum.“ Hvaða ilmur minnir á jólin? „Lyktin af rjúpu og rauðkáli.“ Hvað með jólatónleika? „Mér finnst mjög notalegt að fara á jólatónleika þótt það sé kannski ekki beint fastur liður hjá mér. Tónleikar í kirkjum finnst mér mjög hátíðlegir fyrir jólin. KK og Ell- en í Fríkirkjunni voru til dæmis dásamlegir tónleikar.“ Heimiliskötturinn prins Harry er alltaf sérstaklega uppá- klæddur á jólunum. Reynir að útiloka allt stress á jólunum Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og eigandi Empower og útivistarkona, segir mikilvægt að minnka kröfurnar á okkur um jólin og njóta þeirra með fjölskyldu og vinum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Óli Már Þórey Vilhjálmsdóttir er virkilega ánægð með jólin. Hún leggur stund á útivist og það að njóta sín með fjölskyldu sinni. Þórey á fjalla- skíðum á að- fangadag í fyrra. Þórey ásamt Soffíu Sigurgeirs- dóttur vinkonu sinni í aðventu- göngu á jólunum í fyrra. Þórey leggur áherslu á að það sé skemmtilegt á jólunum. Mæðgurnar að hjálpast að með piparkökuhús fyrir jólin. 22 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Jólagjöfin í ár Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 www.kaelitaekni.is Vitamix blandarar eiga sér fáa jafningja. Hraðastillir og prógröm sjá til þess að blandan verði ávallt fullkomin og fersk!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.