Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 34
34 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 S igrún varð verulega fær í bakstri þegar hún æfði sig ífæðingarorlofum sínum með börnunum tveimur. Hún er einnig mikið fyrir hreyfingu og stundarbardagaíþróttir hjá MMA RVK og æfir einnig blakmeð Aftureldingu. „Ég legg mikið upp úr því að hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og vil meina að allir geta bakað og skreytt. Ég held úti síðunni Kökur og Kupkakes á Instagram, þar sem mig langar til þess að sýna fólki að þetta þarf ekki að vera flókið til þess að vera fallegt og gott. Einfaldleikinn er oftast bara bestur. Draumurinn minn er að gefa út bók þar sem ég get sýnt fólki einfaldar og fallegar köku- skreytingar og sniðugar hugmyndir til þess að gera fallegar veisl- ur á einfaldan hátt.“ Er á tímamótum í lífinu Sigrún er á tímamótum í lífi sínu núna, þar sem hún er ný- lega skilin, er að hefja nýja vinnu og fara í nýtt húsnæði. „Ég er að hefja alveg nýjan kafla í mínu lífi sem ég hlakka til að njóta. Lífið er svo magnað, maður veit aldrei hvað það hefur upp á að bjóða. Mig finnst ég vera mjög heppin að fá svona glænýjan kafla og ný tækifæri.“ Sigrún hlakkar til jólanna og þá sér í lagi að baka smákökur sem hún gerir árlega. „Ég baka mikið um jólin, aðallega smákökur. Ég hlakka til komandi tíma því nú er stelpan mín komin á þann aldur að hún getur farið að aðstoða mig og átta sig almennilega á jólunum. Við fjölskyldan erum mjög vanaföst þegar kemur að jól- unum. Við erum alltaf með hamborgarhrygg og því verður ekki breytt. Það er líka barist um að narta í hann kaldan dag- inn eftir.“ Gerir kökur sem eru listaverk Það sem Sigrún kann að meta er að baka með börnunum um jólin. „Krakkarnir getað bakað með okkur, skorið út og skreytt. Ég kann að meta að baka, en einnig að skreyta kökurnar. Ég teikna mikið og fannst svo geggjað að sjá eitthvað svona fallega skreytt sem væri líka gott verða til. Ég er einnig mikið fyrir að gleðja fólk og koma því á óvart. Ég geri það með því að mæta með fallega köku til þeirra eða með því að halda óvæntar veislur. Ef það eru veislur í kringum mig þá er ég komin með puttana í þær til að hjálpa til við skipulag og mæti með köku. Það er ótrúlegt hvað ein kaka getur gert mikið og líka fyrir borðhaldið.“ Þegar kemur að bakstri mælir Sigrún með að fylgja upp- skriftum. „Bakstur er ekki eins og eldamennskan þar sem þú getur sett smávegis af þessu og hinu í matinn. Einnig er gott að hafa hlutina ekki flókna, því það er ekki endilega betra. Ég ráðlegg fólki bara að vera öruggt með það sem verið er að gera. Að halda áfram að æfa sig og prófa sig áfram. Það verður ekkert flókið ef maður lær- ir að tileinka sér það.“ Á afmæli á jólunum Sigrún hefur alltaf verið mikið jólabarn í gegnum tíðina. „Ég er algjört jólabarn og á einnig afmæli 29. desember svo þið getið rétt ímyndað ykkur gleðisprengjuna í desember. Það var mikið bakað þegar ég var ung og lék amma stórt hlutverk í því og gerir í dag. Ég fer ennþá til hennar að baka fyrir jólin. Þá kemur litla jólastelpan upp í mér.“ Sigrún segir skipta miklu máli að hafa jólin eins róleg og nota- leg og hægt er. „Ef það þýðir að maður þarf að undirbúa þau fyrr þá gerir maður það. Ég mæli sem dæmi með að kaupa gjafirnar jafnt og þétt yfir árið svo maður fái ekki einn stóran skell í desember. Það er alltaf hægt að finna leið ef viljinn er fyrir hendi og með réttu hugarfari kemst maður langt. Það sem mér finnst yndisleg- ast við jólin er tíminn með fjölskyldunni. Stemningin þegar allir mæta, fínir og léttir í skapi. Þar sem við borðum saman, spilum og spjöllum. Jólin eru ómetanlegur tími. Það er bara eitthvað við jólin sem fyllir mann af kærleik og gleði. Það er svo notalegt þegar það er dimmt úti, veðrið er stillt og þú ert inni að baka og hlusta á jólalög. Það er bara eitthvað svo yndislegt við það.“ Litlu jólin með vinkonunum mikilvæg Eitt af því sem hún gerir alltaf á jólunum eru litlu jólin með vin- konunum. „Við vinkonurnar erum búnar að halda litlu jólin saman und- anfarin ár. Þar sem allar mæta með einn pakka og svo er dregið um pakkana. Við föndrum einnig saman og skreytum og fáum okkur smart drykki. Stundum verður ekki mikið úr verki því við gleymum okkur í góðu spjalli sem er gaman líka.“ Sigrún lumar á góðum uppskriftum. Hún heldur upp á t.d. kaffi-Toblerone-ís, kardimommumúffur og toppa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigrún Pálsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Póstmerkt, er mikil áhuga- manneskja um kökuskreytingar og bakstur. Hún er með tvö lítil börn og segir fátt skemmtilegra en að undirbúa jólin með börnunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Gerir kökur um jólin sem eru eins og listaverk Sigrún ásamt börnum sínum, þeim Ástu Maríu og Baldvin Hrafni. Kaffi-Toblerone-ís 6 eggjarauður 6 matskeiðar flórsykur 1 teskeið vanilludropar 1 matskeið kaffi 2 matskeið Kahlua-líkjör 500 ml rjómi (stífþeyttur) 100 grömm Toblerone Aðferð Hrærið eggjarauður ásamt flór- sykri vel saman. Bætið vanilludropum, kaffi og Kahlua-líkjör við. Blandið rjóma varlega saman við. Skerið Toblerone í litla bita og bætið við. Kornflexbitar (egglaus uppskrift) 150 grömm suðusúkkulaði 150 grömm rjómasúkkulaði 1 matskeið síróp 1 matskeið smjör 150 grömm kornflex Aðferð Bræðið súkkulaði og smjörið saman og blandið sírópi við og hrærið saman við súkkulaðið. Blandið svo kornflögunum sam- an við áður en súkkulaðið harðnar. Mótið strax áður en súkkulaðið harðnar. Kardimommumúffur 200 grömm smjörlíki 2 bollar sykur 500 gr. hveiti 2 teskeiðar lyftiduft 3 dl mjólk 1 teskeið kardimommudropar Aðferð Bræðið smjörlíkið Blandið öllu saman og hrærið vel Setjið í muffins-form Bakið við 170°C í 15-17 mínútur Smjörkrem 250 grömm smjör við stofuhita 250 grömm flórsykur 2 teskeiðar vanilludropar Aðferð Hrærið smjörið vel og bætið flór- sykrinum í skömmtum út í og síðan eru vanilludroparnir settir út í. Uppskriftir Sigrúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.