Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 36

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 36
Það leynist bakari í öllum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hanna Þóra hefur þró- að potta fyrir bakstur og matargerð. Hanna Þóra G. Thordarson er mikil áhugamanneskja um mat- argerð. Hún er einstaklega góð í að baka líka og segir bakara leynast í öllum. Kúnstin sé að prófa sig áfram með eitthvað einfalt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is H anna Þóra ólst upp við mikla matarást ogfinnst sjálfri gaman að elda og borða. Húnhefur tengt mataráhuga sinn vinnunni þarsem hún rekur Gallerí Hólshraun ogvinnustofu í Hafnarfirði. „Á undanförnum árum hef ég verið að vinna í leir og verið að þróa potta fyr- ir matargerð. Upphaflega voru pottarnir hugsaðir fyrir brauðbakstur en svo hafa þeir tekið breytingum þannig að þeir henta bæði fyrir bakstur og matseld.“ ❄ SJÁ SÍÐU 38 Magn: 55-100 stk. Þessi uppskrift er heimatilbúin en í sumar frysti ég hluta af hindberjauppskerunni og lang- aði að nota berin í nýja útfærsu af sörum. Kökurnar eru bæði góðar og fallegar. Það er smekksatriði hvort kjarnarnir eru sigtaðir frá. Einnig er smekksatriði hvort notað er hvítt eða dökkt súkkulaði en mér finnst þær betri með því hvíta þótt ég geri oft báðar út- gáfur. Forvinna Það er upplagt að baka botnana áður – þeir geymast vel. Það þarf að setja kremið á kökurnar um leið og það er útbúið og síð- an er gott að láta kremið harðna í kæli. Botnar 400 grömm möndlumassi Það er ekki sama hvaða marsi- pan er notað. Ég hef verið með það sem fæst í Fjarðarkaupum og þeir pakka sjálfir. Athuga að þetta er kransakökumassi (ekki hjúpmarsipan). Hef notað danska Odense-marsipanið með mismunandi árangri en þar er sykur- og möndlumagnið mis- munandi eftir tegundum. Kök- urnar hafa lekið og orðið allt öðruvísi nema þegar ég hef not- að marsipanið frá þeim með 63% möndlum, þá hefur það gengið ljómandi vel. 1½ dl sykur 2 eggjahvítur 1½ tsk. mulin/steytt kardimomma Hindberjakrem 225 g hindber (fersk eða frosin) 1 tsk vatn 2 msk sykur (upplagt að nota sultusykur ef hann er til) 1 msk vanillusykur 200 g smjör við stofuhita 2½ dl flórsykur salt á hnífsoddi 1-2 eggjarauður Hjúpur 300-400 g hvítt súkkulaði – best að nota hvíta súkku- laðidropa frá Síríusi Aðferð Botnar Ofninn er hitaður í 175°C (blástur). Möndlumassi rifinn og blandað saman við syk- ur, eggjahvítu og kardimommu. Lengjur gerðar og skornar í bita – hver biti aðeins mótaður og lagður á ofnplötu með smjör- pappír (sjá myndband). Einnig má móta kúlur með skeið og þær settar á ofnplötu með smjör- pappír (ágætt að strjúka pappírinn með ísköldu smjöri úr ísskápnum). Stærð hverrar köku er smekksatriði, mér finnst betra að hafa þær ekki alltof stórar. Gott að þrýsta aðeins með skeið (dýfa henni fyrst í kalt vatn) á kökurnar þannig að þær fletjist svolítið út, þá eru þær stöðugri þegar þær eru hjúpaðar. Bakað í 8-11 mínútur. Mikilvægt að fylgjast með kökunum – ofnar geta verið misheitir. Kök- urnar látnar kólna. Hindberjakrem Hindberin sett í pott ásamt sykri og vatni, hrært reglulega. Látið sjóða þar til berin hafa blandast vel sykrinum og allt orðið að mauki. Ef hindberjakjarninn á ekki að vera með er maukið sett í sigti og safinn látinn renna af, látið kólna. Ég sigta yfirleitt kjarnana frá. Athugið að taka smjörið úr kæli kvöldið áður og eggjarauðuna/r eitthvað áður þar sem mjög mikilvægt er að sama hitastig sé á öllu hráefn- inu (annars getur kremið yst). Smjör og flórsyk- ur þeytt vel saman. Eggjarauðu/m bætt við, þeytt vel. Vanillusykur, hindberjasafi/ hindberjamauk og ögn af salti þeytt saman við í lokin. Gott er að hella hindberjasafanum hægt (lítið í einu) og þeyta aðeins á milli – þá ystir kremið síður. Ef illa gengur að blanda öllu saman (eins og það ysti) er hægt að setja kremið í örbylgjuofn í örfáar sekúndur og reyna svo að þeyta aftur. Gott er að setja smjörkremið í rjómasprautu og sprauta því á aðra hliðina (sléttu hliðina) á hverri köku. Ágætt er að móta lítinn hindberja- smjörtopp – sett í kæli. Hjúpur Helmingur af hvíta súkkulaðinu látinn bráðna yfir vatnsbaði á lágum hita. Þegar því er lokið er skálin tekin af hitanum og afgangi af súkkulaðinu bætt við og blandað saman þar til súkkulaðið er allt bráðnað. Þá ætti hitastigið á súkkulaðibráðinni að vera rétt. Kökurnar teknar úr kæli – haldið með fingr- unum um hverja köku og dýfið í súkkulaðið. Kakan lögð á fat/disk (súkkulaðihliðin snýr upp) og súkkulaðið látið harðna (ágætt að setja í kæli til að flýta fyrir). Stundum hef ég dýft kökunum tvisvar (látið harðna á milli) ofan í hvíta súkkulaðið þar sem það nær ekki alltaf að þekja alveg bleika litinn á smjörkreminu en það er alls ekki nauðsynlegt. Geymsla Kökurnar geymast vel í lokuðu boxi í kæli. Kökurnar má frysta. Sörur með hindberjakremi og hvítum súkkulaðihjúp 36 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.