Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 38
Með hefðir og fastar venjur um jólin Hanna Þóra segir jólin tíma hefða og vanafestu. „Matseðlinum á aðfangadag má alls ekki breyta og er því alltaf það sama í boði. Við erum með humar í forrétt, hamborgarhrygg í aðalrétt og riśalámand í eftirrétt. Ein mandla leynist í eftirréttinum og sá sem fær hana á aukapakka undir jólatrénu.“ Gerir þú piparkökuhús? „Já, ég geri það en með dyggri leiðsögn móður minn- ar, Guðfinnu Thordarson arkitekts. Eiginlega hefur hún séð um mestu vinnuna við það undanfarin 15 ár og við á heimilinu reynt að aðstoða. Piparkökuhúsið er alltaf eins og er kastali sem hún hannaði fyrir mörgum árum. Nú eru krakkarnir mínir að verða það stórir að það er spurning hvort það sé ekki kominn tími til að keflið fari yfir til þeirra og þau spreyti sig á kastalanum.“ Hvað með baksturinn? „Ég baka ekki alltaf það sama. Það fer alltaf svolítið eftir því hvaða stuði ég er í. Yfirleitt baka ég alltaf sörur og þá oftast hindberja- eða bláberjasörur og svo einfald- ar súkkulaðikökur. Svo er algjörlega nauðsynlegt að baka lúsíubollur á aðventunni en þær eru mjög vinsælar á heimilinu.“ Skreytir þú með vissum hætti hjá þér? „Ég byrja að ná í hluta af jólaskrautinu í lok nóvember og finnst það alltaf jafn gaman þar sem það vekur upp minningar. Mikið af jólaskrauti heimilisins hefur tilfinn- ingalegt gildi og á sína sögu sem er sjarmerandi.“ Hvað ætti fólk að gera um jólin sem kann ekki að elda? „Að fara í mat til mömmu. Að öllu gríni slepptu, þá mæli ég með því að fólk ætli sér ekki of mikið. Byrji bara á einhverju einföldu. Einfalt getur verið gott. Ég held að það ættu langflestir að geta lært að elda. Það er bara spurning að gefa sér tíma, vera örlátur á þolinmæði og hafa jákvætt viðhorf. Það getur verið svo skemmtilegt að búa til stemningu í kringum jólamatseldina. Virkja börn- in og makann og fá alla með sér í lið. Eldamennska al- mennt getur gefið svo mikið af jákvæðri samveru. Að bardúsa saman í eldhúsinu og spjalla. Auk þess sem ég er sannfærð um að það sé mikilvægt fyrir börn að alast upp við matseld á heimilinu. Það mun fylgja þeim út í líf- ið. Eldamennska er bara eins og svo margt annað. Hún liggur misvel fyrir fólki. Þetta er bara spurning að halda áfram, bæta sig og læra. Það er engin lausn að fá sér túlk í hvert skipti sem þarf að tjá sig á ensku bara af því að maður er ekki góður í ensku. Það eina sem hægt er að gera er að babla sig áfram og láta það ekki á sig fá hvað öðrum finnst.“ Þegar kemur að bakstrinum þá er hún á því að einfalt sé alltaf best. „Það þarf ekki að baka sjö tegundir af flóknum sort- um. Ég held að þeir sem vilja ná tökum á að baka ættu að byrja bara á einhverju einföldu og gefast ekki upp þó svo að allt lukkist ekki við fyrstu tilraun. Það má alveg baka mislukkaðar kökur og getur það vel skapað góðar minn- ingar hjá fjölskyldu þó svo þær séu varla ætar. Má ekki bara segja að það leynist bakari í okkur öllum? Það þarf bara að kafa misdjúpt til að finna hann.“ Girnilegur piparköku kastali. Hanna Þóra raðar piparkökum upp á skemmtilegan hátt. 38 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 20 notkunarmöguleikar í einu tæki og innbyggðar uppskriftir. Nú geta allir eldað! Snjalltæki í eldhúsið Frábær JÓLAGJÖF fyrir fjölskylduna Thermomix á Íslandi • Síðumúla 29 • 108 Reykjavík • S. 519-5529 & 696-7186 info@eldhustofrar.is • iceland.thermomix.com • Thermomix á Íslandi 30 bollur Á hverju ári baka ég lúsíu- bollur – þær eru bæði góðar, fallegar og svo vekja þær góð- ar minningar frá æskuárum mínum í Svíþjóð. Þessi upp- skrift kemur frá mömmu. Forvinna Það er hægt að setja aðeins minna af geri í deigið og láta fyrstu hefingu verða í kæli yfir nótt. 50 grömm pressuger eða bréf (12 g) þurrger 150 grömm smjör ½ lítri mjólk ½ teskeið salt 2 dl sykur 1 stykki sykurmoli 1 egg – við stofuhita ½ tsk. saffran 12-15 dl hveiti 1 egg – til penslunar fyrir bakstur Rúsínur, hakkaðar möndlur og perlusykur – eða það sem hverjum og einum finnst best Aðferð Mjólk og smjör hitað í potti (best að bræða smjörið fyrst og hella mjólkinni út í). Blandan á að vera 37°C eða að- eins minna (sjá: Gerbakstur – góð ráð). Saffran steytt í mortéli ásamt sykurmola. Ger, salt, saffranmulningur og sykur sett í skál og blandað saman. Nokkrum matskeiðum af mjólkurblöndunni hellt í – blandað saman þar til allt leys- ist upp. Afgangi af mjólk- urblöndunni hellt saman við. Helmingur af hveiti settur í skálina – blandað saman. Eggi bætt við – hrært sam- an. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist við mann – betra að hafa það að- eins blautara en þurrt. Hveiti stráð yfir deigið og látið hefast í 45-60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldað stærð sína – hafa rakan klút yfir skálinni. Sett á stað þar sem ekki er trekkur. Deigið sett á hveitistráð borð og skipt í 30 jafna bita. Mótaðar bollur eða kransar – um að gera að nota hug- myndaflugið. Stundum hafa börnin búið til stafina sína (sjá ýmis dæmi hér fyrir neðan). Skreytt með rúsínum. Bollunum raðað í ofnskúffu með bökunarpappír og þær látnar hefast með klút yfir í 30-45 mínútur. Nauðsynlegt að hafa gott bil á milli svo að þær klessist ekki saman. Ofninn hitaður í 250°C ef smábollur eru bakaðar, 225°C fyrir stærri bollur og 225°C ef bakaðir eru stórir kransar. Penslað með hrærðu eggi og skreytt með perlusykri. Bakað í ofni: Smábollur í 5-6 mínútur. Stærri bollur í u.þ.b. 10 mín- útur. Stórir kransar í 20-25 mín- útur. Lúsíubollur Lúsíukrans er fallegur um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.