Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 44

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 44
Á Instagram-síðu Þyriar má finna fleiri uppskriftir af náttúrulega sætum molum og öðru meinhollum en ljúffengum mat. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borðar mikið af súrkáli um jólin Þyri er vegan og stór hluti af hennar fæðu er hrá- fæði. Hún borðar venjulega meira af heitum mat í skammdeginu en krydd eins og kanill, kardimommur, túrmerik og engifer fær gott pláss í eldhúsinu hennar í skammdeginu. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir jólamat en ég og maðurinn minn prufum alltaf eitthvað nýtt á jólunum, gerum sýrt grænmeti og alls konar skemmtilegt. Það er líka nauðsynlegt að borða mikið af súrkáli um jólin þannig að líkaminn eigi auðveldara með að melta allt þetta góðgæti. Ég borða lifandi fæði sem snýst um að fylla líkamann af ensímum til að melt- ingin sé alltaf í góðu standi. Ég borða alltaf spírur, hveitigras, rejuvelak-drykk og súr- kál með í jólastuðinu í bland við alls konar veg- annammi og veganmat. Það er alltaf pláss fyrir sætindi á jólunum en ég geri það mestmegnis sjálf, finnst það lang- best.“ Molarnir hennar Þyri eru ekki bara náttúrulega sætir þar sem jólaskrautið er líka náttúrulegt. „Ég er alin upp við að allt sé skreytt með náttúru- legum efnum. Jólatré með lifandi kertum og könglum. Ég fer út í garð hjá mömmu og pabba og klippi greinar með berjum og alls konar til að skreyta. Ég skreyti ekki mikið en er alltaf með krans frá mömmu úr greni og berjum, kaupi kerti með góðum jólailmi, greni, kanil og negul,“ segir Þyri. Náttúruleg jólalykt eins og mandarínu- og grenilyktin kemur Þyri alltaf í jólaskap sem og ilmurinn af rauðkálinu í eldhúsi foreldra henn- ar. Karamellan gerir allt betra Hvað verður í matinn á jólunum? „Ég er ekki búin að ákveða hvað verður í jólamatinn. Ég og Hrafnkell maðurinn minn vorum að velta því fyr- ir okkur að vera með tapasjól. Við elskum smárétti og að nostra við hvern og einn rétt þannig að það er spurn- ing hvort það verða ekki bara vegan-tapasjól í ár,“ seg- ir Þyri. „Jólamolarnir mínir eru náttúrulega sætir með döðl- um. Ég nota carob í staðinn fyrir kakó, carob er nátt- úrulega sætt og inniheldur ekki koffín. Ég set alltaf all- ar hnetur og fræ í bleyti til að þær verði auðmeltan- legri. Ég elska að föndra og konfektgerð er í miklu uppáhaldi. Þetta eru mínir klassísku molar. Ég geymi þá í frystinum og næli mér svo alltaf í einn og einn,“ segir Þyri og bætir við að molarnir séu fljótir að klár- ast. Þyri notar sömu karamelluna sem fyllingu í súkku- laðimolana sem hún gerði fyrir jólablað Morgunblaðs- ins og til þess að búa til pekanhnetukaramellu. Hún segir reyndar þessa karamellu vera í miklu uppáhaldi á sínu heimili og fjölskyldan fái sér hana út á jógúrt- og bananaís. „Hún gerir allt betra,“ segir Þyri. „Jólamolarnir mínir eru náttúrulega sætir með döðlum. Ég nota carob í staðinn fyrir kakó, carob er náttúrulega sætt og inniheldur ekki koffín. ❄ Þyrí Huld skreytir með náttúrulegum efnum fyrir jólin og býr til sitt eigið konfekt. 44 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Ef þig langar að brjótast út sem einn besti bakari ársins ættirðu kannski að biðja um bókina hennar Elenoru Rósar Georgsdóttur í jólagjöf. Bókin er sannkölluð biblía heimabakarans en í bókinni tekur hún saman sínar uppáhaldsuppskriftir sem spanna allt frá einföldum súrdeigsbakstri til gómsætra súkkulaðivafninga og allt þar á milli. Bókin inniheldur einnig ítarlega kennslu í súrdeigsbrauðgerð og öll helstu trix sem þarf að kunna til að baksturinn heppnist sem best. Elenora vinnur við bakstur í Bláa lóninu og hefur haldið úti vin- sælu instagramsíðunni Bakaranora um nokkurt skeið. „Uppskriftirnar í bókinni eru margar hverjar mjög persónulegar og um leið uppáhalds. Þær eru fjölbreyttar og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Njótið vel,“ segir Elenora Rós. Bakaðu frá þér allt vit Elenora Rós er höfundur bókarinnar Bakað með Elenoru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.