Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 52
Karamellusósa er góð út á ís, út á kökur og svo er líka hægt að
drekka hana (ef maður er alveg stjórnlaus í jólastemningunni). Það
dásamlega við karamellusósu er að hún er ofureinföld, sem er eitt-
hvað svo frábært.
50 g ósalt smjör
100 g síróp frá Good Good
4 dl rjómi
örlítið salt
Aðferð Byrjið á að setja smjör og síróp á pönnu og látið það bráðna
saman. Þá er rjómanum bætt út í. Þegar áferðin er orðin eins og þið
væruð að fara að brúna kartöflur er karamellusósan tilbúin.
Klístruð
karamellu-
sósa
Þ að sem notið hefur vinsælda hjá þeim semvilja ekki hvítan sykur er að nota náttúru-lega sætu eins og stevíu og erythriol. Ís-lenska vörumerkið Good Good sérhæfirsig í framleiðslu á sykurlausum vörum
sem eru einstakar á bragðið. Choco Hazel er súkku-
laðismyrja sem minnir á Nutella nema hið fyrrnefnda
er án hvíts sykurs. Heima hjá mér er þessari súkku-
laðismyrju smurt á nánast allt nema soðna ýsu. Þótt
smyrjan sé góð ein og sér eða út á vöfflur, pönnukökur
eða út á heilsuskálina þá er hún líka sniðugur kostur í
bakstri og vel hægt að nota hana í gamlar klassískar
uppskriftir í stað súkkulaðibráðar. Auðvitað er hnetu-
bragð sem er ekki þegar dökkt súkkulaði er hitað yfir
vatnsbaði en ég mæli eindregið með því að þið prófið
ykkur áfram.
Það er til dæmis ógurlega ljúffengt að nota súkku-
laðismyrjuna í súkkulaðibúðing sem margir tengja við
jólin. Þess má geta að þessi uppskrift var prófuð á
nokkrum vel völdum starfsmönnum Morgunblaðsins
og fékk algera toppeinkunn.
Verði ykkur að góðu!
Marengsbombur,
sykurlaus bláberjaís og
klístruð karamellusósa
Jólin eru tími til að baka, útbúa deserta og leggja aðeins meira í matreiðsluna
en hina daga ársins. Þeim fjölgar ört sem kjósa að setja ekki sykur inn fyrir sínar
varir og þá þarf að finna aðrar leiðir til að gera tilveruna sykursæta án þess að
nota raunverulegan sykur. Þar að segja ef fólk vill hoppa á sætindavagninn!
Marta María | mm@mbl.is
❄ SJÁ SÍÐU 54
52 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is – Erum við símann kl. 12-17 virka daga
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
GULL- OG SILFURSMIÐJAHönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 21.500
Hönnuður
Ösp Ásgeirsdóttir
Verð kr. 8.500
Jólaskeiðin &
jólabjallan
2020
Frí heim-
sending
Ef það eitthvað sem Íslendingar eru sólgnir í þá er það
marengs. Í heiminum er talað um þrjár gerðir af mar-
engs; franskan, ítalskan og svissneskan marengs. Ef
það er eitthvað sem við gætum kallað íslenskan mar-
engs þá er það það að nota stevíu í staðinn fyrir sykur.
Íslendingar eru nefnilega svo góðir í að finna leiðir til
að halda áfram að gera vel við sig þótt heilsufarið leyfi
kannski ekki hvítan sykur í bílförmum. Sweet Like
Sugar frá Good Good er dæmi um aðra góða vöru sem
er sniðug fyrir þá sem eru að mastera sykurleysi sitt.
Þetta duft má nota á marga vegu en það er til dæmis
fullkomið í marengs og viti menn, hann er nánast al-
veg eins og hefðbundinn. Bara örlítið önnur áferð!
4 eggjahvítur
6 msk. Sweet Like Sugar frá Good Good
½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. cream of tartar
örlítið salt
Aðferð Það skiptir máli að hafa eggjahvíturnar við
stofuhita þegar bakað er úr þeim. Það á ekki bara við
í þessari uppskrift heldur almennt þegar bakað er.
Áður en þið byrjið að þeyta eggjahvíturnar skuluð
þið stilla ofninn á 120°C og setja smjörpappír á bök-
unarplötur.
Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær eru stífþeytt-
ar bætið þið sætunni út í ásamt cream of tartar, salti
og vanilludropum. Ef þið viljið hafa fallegt lag á mar-
engstoppunum er gott að setja deigið í sprautupoka
og búa til kökur líkt og þið væruð að setja ís í brauð-
form í ísbúð. Þegar þið eruð búin að setja deigið fal-
lega á bökunarpappírinn er marengsinn bakaður í
um það bil 20 mínútur. Þá er lækkað á ofninum og
hann settur í 90°C og kökurnar bakaðar í 20 mínútur
í viðbót. Best er að gera þetta á kvöldin og leyfa mar-
engsinum að kúra inni í ofninum þegar búið er að
slökkva á honum.
Marengsbombur