Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 54

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 54
3 egg 100 g Choco Hazel frá Good Good 1½ dl rjómi. Aðferð Aðskiljið eggin og stífþeytið eggjahvíturnar og setjið til hliðar. Þá er rjóminn þeyttur og settur til hliðar. Því næst eru eggjarauðurnar hrærðar í höndunum í skál og súkkulaðismyrjunni frá Good Good bætt út í. Þetta er dálítið óþjált til að byrja með en það þýðir ekki að gefast upp. Fólk þarf að halda áfram að hræra því smátt og smátt verður áferðin mýkri. Þegar búið er að vinna eggjarauðurnar saman við súkku- laðismyrjuna er stífþeyttu eggjahvít- unum bætt út í. Í blálokin er rjómanum blandað saman við súkkulaðiblönduna. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að bera súkkulaðibúðinginn fram. Hægt er að setja hann í fjögur gamaldags kampa- vínsglös og passar magnið akkúrat í fjög- ur slík. Það er líka hægt að láta búðing- inn taka sig í stórri skál en þá tekur örlítið lengri tíma að láta hann stífna. Þeir sem eru ekki alveg ávaxtalausir geta skreytt með jarðarberjum eða sett örlítinn þeyttan rjóma út á ef fólk vill gera sérlega vel við sig. Sykurlaus súkkulaðibúðingur Hvað gerum við við fjórar eggjarauður sem urðu afgangs þegar marengsinn var bakaður? Jú, við búum til ís. Til þess að halda áfram með sykurlausa þemað ákvað ég að útbúa sykurlausan bláberjaís úr bláberjasultunni frá Good Good. Það er að sjálfsögðu hægt að leika sér út í hið óendanlega við ísgerð en hér er hugmynd sem þið gætuð tekið lengra ef þið eruð í mjög miklu stuði! 4 eggjarauður 50 g bláberjasulta frá Good Good 3 dl þeyttur rjómi Aðferð Þið byrjið á að þeyta rjómann og setja hann til hliðar. Þá eru eggjarauðurnar þeyttar vel og vandlega og bláberjasultunni bætt út í. Í lokin er rjóman- um bætt varlega út í. Þið gætuð til dæmis bætt sykurlausu súkkulaði með stevíu út í ísinn eða skorið tvö stykki af Krunchy Keto bar niður og sett út í hann. Svo má alltaf bæta við frosnu mangói eða hind- berjum. Jólin í ár eru svolítið jólin þar sem þið prófið ykkur áfram og finnið nýjar hliðar á ykkur sem þið vissuð ekki af. Sykurlaus bláberjaís 54 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Vöffluvagninn Matargatið og átvaglið sem hér skrifar og bakar af miklum móð er með vöfflusýki á háu stigi. Vandamálið er að venjulegar vöfflur með hveiti og öllu því geta valdið heilsufarsveseni ef þær eru borðaðar í of miklu magni en þegar vöfflurnar eru orðnar glútenlausar þolir búk- urinn þær betur. Hér er því uppskrift að glú- tenlausum vöfflum sem eru guðdómlegar með súkkulaðismyrju eða sykurlausu sírópi. 3 egg sirka 5 dl laktósafrí mjólk eða kókosmjólk 100 g smjör 1 bolli glútenlaust hveiti með lyftingu 2 msk. kókoshveiti 1 tsk. salt 1 tsk. vanilludropar Aðferð Hrærið eggin saman í skál, bræðið smjörið og hrærið það saman við. Þá er glúten- lausu hveiti bætt út í smátt og smátt og líka kókoshveitinu. Þá er mjólkin sett út í hægt og rólega. Það eru um það bil 5 dl í uppskriftinni en allar alvöruhúsmæður finna það þegar vöffludeigið er akkúrat upp á tíu. Bætið svo vanilludropum saman við ásamt örlitlu salti. Svo eru vöfflurnar bakaðar. Gott er láta þær standa á grindinni úr bakaraofninum svo þær verði sérlega stökkar og bragðgóðar. Svo er líka ágætt að baka þær jafnóðum og borða þær meðan þær eru ennþá funheitar og stökkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.