Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 58
Þessi súkkulaðimús er í algjöru uppáhaldi á
heimilinu enda ómótstæðileg og á bæði við sem
eftirréttur eða sætur biti á hlaðborðið. Flott er
að bera hana fram í litlum glösum, krukkum
eða fallegum mokkabollum.
Fyrir fjóra til sex
3 dl rjómi
250 g suðusúkkulaði, gróft saxað
3 eggjarauður
1⁄3 tsk. salt
2 msk. smjör, mjúkt
1 msk. kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar
þeyttur rjómi
granateplafræ eða rifsber til skrauts
fersk mynta, til skrauts
Aðferð Hitið rjómann í potti við vægan hita.
Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman
við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Pískið í
annarri skál vel saman eggjarauðurnar og
saltið. Bætið 1 dl af súkkulaðiblöndunni var-
lega saman við eggjarauðurnar. Hellið því síð-
an í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo
smjöri og vanilludropum eða líkjör saman við.
Hellið í litlar skálar eða bolla og kælið í ísskáp í
að minnsta kosti tvo tíma. Á myndinni eru
glösin fyllt með léttþeyttum rjóma, granat-
eplafræjum og ferskri myntu.
Súkkulaðifreisting
í hátíðarbúningi
58 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
kakó og hlýtt á upplestur valins rithöfundar. Hafnarfjarðarbær
hefur um nokkurra ára skeið fært öllu starfsfólki sveitarfélagsins
jólagjöf, í heild um 2.000 gjafir. Þá sækja stjórnendur rúmlega 70
starfsstöðva glaðninginn hingað í ráðhúsið og færa hann með fal-
legum kveðjum til alls samstarfsfólksins okkar.“
Mikið fyrir litlu hlutina á jólunum
Ertu mikið fyrir jólin sjálf?
„Já, ég hef alltaf verið mikið jólabarn og finnst aðventan
dásamlegur tími. Undirbúningur jólanna og kærleiksrík samvera
er í mínum huga það besta við hátíðirnar. Að njóta tónlistar, fé-
lagsskapar við fjölskyldu og vini, góðs matar og almennra kósí-
heita er það sem skiptir öllu máli. Gleðin felst í að geta notið litlu
hlutanna með þeim sem standa hjarta þínu næst. Að setjast við
kertaljós yfir kakóbolla og smáköku með góðum vini eða glugga í
nýju jólabækurnar kemur mér í hið eina sanna jólaskap.“
Hvað gerir þú alltaf fyrir jólin heima hjá þér?
„Fyrir utan að skreyta heimilið jafnt og þétt fram að jólum
baka ég alltaf smákökur, ekki síst til að fá ilminn í húsið. Mér hef-
ur alltaf þótt mikilvægt að búa ekki til streitu fyrir jólin og vil
hafa aðventuna friðsæla og rólega. Jólalög, kerti og ljós eru nóg
fyrir mig. Stemningin í miðbæ Hafnarfjarðar er mjög að mínu
skapi og skrepp ég auðvitað allar helgar í jólaþorpið, kíki í versl-
anirnar og gjarnan á kaffihús í leiðinni.“
Eftirminnilegt að vera á Flórída um jólin
Eru einhver jól eftirminnilegri en önnur?
„Við fjölskyldan höfum þrisvar haldið jólin í öðru landi og
óneitanlega verða þau eftirminnileg. Í fyrsta skiptið í Tampa á
Flórída þar sem við hjónin bjuggum með elstu sonum okkar
tveimur um tíma og svo í Laguna Beach í Kaliforníu þar sem
mágur minn býr ásamt fjölskyldu. Á báðum stöðum var það fyrst
og fremst veðurfarið sem gerði jólastemninguna ólíka því sem
maður annars er vanur. Að spóka sig á ströndinni á aðfangadag
og standa á stuttbuxum að steikja kalkúnann úti í garði er nokk-
uð sem lifir í minningunni. En upp úr stendur að ytri umgjörðin
skiptir ekki máli, snjór eða sól, kalt eða hlýtt, lifandi tré eða
gervi! Hin sanna jólagleði kemur innan frá.“
Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?
„Góð andleg og líkamleg heilsa er það mikilvægasta í lífinu og
að börnunum mínum líði vel og séu glöð og hraust. Að vera í góð-
um samskiptum við samferðafólkið mitt skiptir mig líka miklu
máli og að geta horft jákvæðum augum fram á við þótt á móti
blási. Ég reyni að temja mér það en það er ákvörðun að láta ekki
bugast við áföll og þá er mikils virði að geta laðað fram ljósið í
hjartanu. Í öllu andstreymi höfum við alltaf eitthvað til að þakka
fyrir og með því að leiða hugann að því komumst við í gegnum
flesta hluti og getum jafnvel styrkst og vaxið. Þakklæti gerir
kraftaverk.“
Er eitthvað sem þig dreymir um í jólagjöf á þessu ári?
„Nei, ekkert sérstakt. Við í fjölskyldunni höfum ekki vanið
okkur á að panta eitthvað í jólagjafir hvert frá öðru. Jólagjafir
eiga að mínu mati að koma á óvart og vera persónulega valdar.
Og er það að sjálfsögðu hugurinn að baki sem skiptir öllu máli.
Ég neita því þó ekki að það er alltaf gaman að fá einhverja góða
bók til að lesa um hátíðirnar. En fyrst og fremst dreymir mig um
ást og frið öllum til handa.“
Laxarós á kartöflu er uppáhaldsréttur fjöl-
skyldunnar á jólunum og er hann jafnan hafð-
ur í forrétt, annaðhvort á aðfangadag eða á
gamlárskvöld. Laxarósin er sérlega falleg á
diski, afar einföld í undirbúningi og mjög ljúf-
feng.
Fyrir fjóra
1 stór kartafla
200 g reyktur lax
salt
sítrónusafi
1 dós sýrður rjómi eða 2 dl grísk jógúrt
2 skalottlaukar, smátt saxaðir
2 tsk. wasabi, japanskt piparrótarmauk, eða
1 tsk. fersk piparrót
4 tsk. silungahrogn
dill, til skrauts
Aðferð Sneiðið kartöfluna í um 1 cm þykkar
sneiðar og sjóðið í 10-15 mín. Takið þær síðan
úr pottinum og látið kólna. Saltið kartöflu-
sneiðarnar og penslið með sítrónusafa. Hrærið
saman sýrðan rjóma, skalottlauk og pipar-
rótarmauk. Skerið laxinn í sneiðar og skiptið á
fjórar kartöflusneiðar. Skiptið síðan pipar-
rótarsósunni á sneiðarnar og setjið eina te-
skeið af hrognum ofan á hverja og eina.
Skreytið með fersku dilli.
Laxarós á kartöflu
Súkkulaði-
búðingur með
karamellu
Þ essi súkkulaðibúðingur er löngu orðinn klassískur en oftasthef ég notað hefðbundið suðusúkkulaði í búðinginn eða annaðdökkt súkkulaði. Þar sem nokkrir í fjölskyldunni eru sólgnir íkaramellufyllt súkkulaði frá Nóa Síríus ákvað ég að nota það ístaðinn fyrir hefðbundið suðusúkkulaði og viti menn – það sló í
gegn. Búðingurinn var borðaður upp til agna á mettíma og verður borinn
aftur á borð um jólin.
200 g Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu (tvær plötur)
3 egg
1 og 1/2 dl rjómi
Karamellusykur til skrauts
AðferðSúkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Það getur orðið svolítið skrýtin
áferð á því út af karamellunni en hún lagast um leið og eggjarauðurnar eru
hrærðar saman við súkkulaðibráðina. Eggin eru sem sagt aðskilin og eggja-
hvítan stífþeytt og sett til hliðar. Þegar búið er að stífþeyta eggjahvíturnar
er rjóminn þeyttur. Svo eru eggjarauðurnar hrærðar út í súkkulaðibráðina.
Því næst er eggjahvítunni blandað varlega saman við súkkulaðibráðina
og loks er þeytta rjómanum bætt út í.
Þegar búðingurinn er tilbúinn er hann settur í fallegar desertskálar eða
glös og svo er gott að strá smá karamellusykri út í og skreyta með berjum
eða öðru fíneríi.
Ef það er eitthvað sem tilheyrir jólunum þá er
það að búa til ekta súkkulaðibúðing. Þá erum
við ekki að tala um að hræra saman duft úr
pakka heldur búa til hreinræktað lostæti þar
sem egg, súkkulaði og rjómi koma við sögu.
Marta María | mm@mbl.is